Alþýðublaðið - 16.02.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.02.1958, Blaðsíða 6
AlþýBu blaSlt Sunnudagur 16. i'ebrúai' 1958 « VIÐ áttum heima á þriðju hæð í húsi einu við Maple- strœti í Saint Louis. í þessurn kumnbalda var Ííka bíla- geymsla, kínverskt bvotta- hús og veðmálabraskari, sem þóttist vera vindlasáli. !Ég var ekki eins og fólk er flest. Það var eins og örlög in hefðu ætlað mér gerbreyti- lega lífsháttu eða ógæfu. Ég var nefnilega skáld og vann í stórri verzlun. En þó væri það enn þá erfiðara að skipa Láru systur minni umsvifalaust á einhverja ákveðna hillu í líf- 'inu. Hún gerði enga alvarlega tiiraun til þess að nálgast heiminn. Hún stóð, ef svo mætti að orði komast, í flæð- armálinu, en fótum hennar fannst fyrirfram sjórinn allt of kaldur til þess að vaða út í. Hún hefði ekki fært sig um ■íetið, bað er ég hárviss um. hefði ekki móðir mín, sem var býsna ágengur kvenmaður, beinlínis hrint henni ábiðis. þegar hún var orðin tvítug. Hún innritaði hana á verzlun- .arnámskeið þarna í nágrenn- inu. Mamma greiddi kennslu- giald fvrirfram fyrir heilt misseri. veena svstur minnar, og tók bá uDnhæð af ..blaða- peningunum“ sínum; hún safn aði áskriftum fyrir kvenna- blað. Þetta gekk samt ekki eftir áætluninni. Lára reyndi að leggja á minnið, hvar stafirn- ir væru á ritvélinni. Hún tók blindskriftadykil heim með sér, hafði hann fyrir framarf sig og blíndi á hann tímun- um saman meðan hún var að strjúka og fága litlu, fjöl- mörgu glermunina sína. Þetta gerði hún á hverju kvöldi eftir mat. Mamma bað mig oft að hafa mjög hljótt um mig. „Systir þín er að læra blindskriftarlykilinn sinn“. Ég hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, að henni kæmi þetta að litlu haldi, og það revndst rétt. Venjulega virtist hún vita, hvar ritvélar- stafina var að finna, en þeg- ar kom í hið vikulega próf, gerði hún tóma vitleysu. Loks kom að því, að hún gat ekki fengið sig tli þess að fara í skólann. Um nokk- urn tímá tókst henni að leyna vanrækslunni. Hún fór að heiman á morgnana eins og hún var vön, en svo gekk hún fram og aftur um skemmtigarðinn í s.ex. klukku stundir samfleytt. Þetta var í febrúar-mánuði, og allt þetta rölt undir beru lofti, hvernig sem veður var, olli því að hún fékk inflúensu. Hún lá í rúminu í nokkrar vikur, og undarlega hamingjusamt bros lék um varir hennar. Mamma hringdi að sjálfsögðu í verzl- unarskólann til þess að til- kynna veikindi hennar. Sú, sem talaði í hinn endann á símanum, virtist eiga erfitt með að átta sig á því, hver þessi Lára væri. Mömmu gramdist þetta og fór því að brýna raustina. ,.Lára hefir gengið í skóla hjá ykkur í tvo mánuði, svo að þér ætt- uð svei mér þá að fara að kannast við nafnið hennar!“ Ög bá kom furðuleg upp- Ijóstrun. Námsskeiðskonan gaf þau svör eftir örskamma stund, að hún myndi nú vel eftir bessari stúlku, Láru Wingfield, sem hafði ekki sést á námsskeiðinu í eitt einasta skipti allan síðastlið- inn mánuð. Mamma varð skrækróma, og einhver mann eskia var sótt í símann til þess að staðfesta vitnisburð þeirra fyrri, Mamrna lagði á og brunaði inn í svefnher- bergið, bar sem Lára lá, óró- leg og óttasleginn á svip, dauft bros. sem venjulega lék um andlit hennar var horfið. Já, systir mín viðurkenndi, að það væri satt, sem þær segðu. ..Ég gat ekki þolað þetta lengur, ég var svo hrædd, mér varð illt í maganum af því!“ Eftir þetta hneyksli var syst ir mín heima og hafðist að mestu við í svefnherbergi sínu. Það var lítið herbergi méð tveim gluggum, sem sneru út að dimmum húsa- garði milli tveggja híiðarbygg inga. Þennan húsagarð köll- uðum við Dauðadalinn, af á- stæðu, sem vert er að skýra hér frá. Fjöldi útilegukatta var þarna í nágrenninu og ó- venju grimmur og skítugur hvítur hundur var ætíð á hæl unum á þeim. Þeir sluppu venjulega undan honum á ber svæði eða í brunastigunum utan húss, en stundum ginnti hann einhvern yngri kattanna Iævíslega inn í þröng öng- stræti húsagarðsins, o* þar — rétt neðan við svefnehrberg- isglugga systur minnar — upp götvaði kötturinn, sér til mik illar skelfingar, að þessi und- ankomuleið, sem virtist í fljótu bragði örugg. var í raun og veru umlukt múrveggjum, sem voru miklu hærri en svo, að nokkur köttur gæti stokkið yfir þá. Hann varð því að snúa sér við í skyndi til þess að hvæsa framan í dauðann, sem hvolfdist allt í einu yfir hann. Varla leið svo vika, að þessi hroðalegi harmleikur endur- tæki sig ekkí. Lára fór smám saman að hata húsagarðinn, því að hún gat ekki litið út um gluggann án þess að henni yrði faugsað um veinin og þennan urrandi dauða. Hún hafði gluggatjöldin stöðugt dregin fyrir, og þar sem mamma var mótsnúin óþarfa rafmagnseyðslu sat hún í ei- lífu hálf'rökkri alla daga. I •herberginu yoru þrjú upplit- uð og fílabeinslit húsgögn, rúm, dragkista og stóll. Yfir rúminu hékk óvenju léleg mvnd. miöcr kvenlegt Krists- andlit með drjúpandi tárum. Það geðþekkasta í herberg- inu var glermunasafn systur minnar. Hún elskaði mislitt gler, Hún hafði bakið veggina hillum, sem á stóðu litlir gler- munir, Ijósir og fagurlítir. Þessa hluti hreinsaði hún og fágaði með óbilandi um- hyggiu. Þeir endurvörpuðu Hqufum gocrusæium p'eiqla- harma, því að glerið drakk í sig hverja bá Ijósglætu, sem tókst að smeygja sér inn á milli gluggatialdanna utan úr Dal dauðans. Ég hef enga hug mvnd um, hve margir þessir íallegu fflermunir voru. Þeir hljóta að hafa skiot hundruð- um. En Lára vissi það upp á hár. Hún unni hugástum hverj um hlut fyrir sig. Hún lifði í heimi úr gleri og líka heimi hljómlistarinnar. Hljómlstin átti rætur sínar að rekja til grammófóns, smíðaár 1920, og óhemju af hljómplöt um, frá sama tímabili Plötur þessar vom til minja um föð- ur okkar, mann, sem við mundum óljóst eftir. Hann var sjaldan nefndur á nafn. Hann haíði, áður en hann hvarf skyndilega og óskiljan- lega út úr tilveru okkar, lagt bessa hluti fram til heimilis- haldsins: grammofónirui og lDlöturnar. Þessi tónlist var eins konar afsökun frá hans hendi. Þegar ég hafði fengið greidd laun mín í verzluninni, tók ég stundum nýja plötu með mér heim. En Lára kærði sig sjaldan um þessar nvju plötur. Lögin, sem hún unni mest. voru bau, sem hún hafði hlustað á frá upphafi. Hún söns oft fvrir sjálfa sig á kvöldin ínni í herberginu sínu. Rödd hennar var veiga- I'tiV hún ■'nlltic'+ venjulega f”á leið lagsins. Samt var yfir henni undarlega barnslegur S $ Tennessee Williams. S Á SÖGU ÞEIRRI, sem hér birtist í íslenzkri ^ þýðingu Ragnars Jóhannessonar, S skólstjóra á Akranesi, byggði höfundurinn, • Tennessee Williams, leikrit sitt Glerdýrin, S sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir ^ í Iðnó um þessar mundir og vekur mikla S og verðskuldaða athygli. Williams er einn ^ af írægustu og viðurkenndustu S leikritaskáldum Bandaríkjanna. Talið er ^ að Glerdýrin fjalli um atburði úr lífi S hans sjálfs, enda er honum þetta efni ^ mjög hugstætt í skáldskap sínum. Ferill S þessa viðfangsefnis er sem sé þessi: smásaga, leikrit og kvikmynd. Hér gefst lesendum S kostur á að kynnast smásögunni, sem nú • hefur orðið að frægu leikriti og víðförulli S kvikmynd. ) vndisþokki. Um átta-leytið á kvöldin fór ég inn í herberg- iskytruna mína til þess að skrifa. Þá heyrði ég einmana- legan söng systur minnar gegnum veggina. og gegnum lokaðar dyrnar. Ég heyrði hana týiia laginu öðru hverju, en þó tókst hénni alltaf að varðveita hugblæ tónlistarinn ar. Ég hygg, að þetta hafi ver- ið orsök-þess, að á þessu tíma bili orti ég alltaf svo einkenni leg o.g harmþrungin kvæði. Ekki held ég, að systir mín hafi beinlínis verið kiáni. Ég held, að krónublöð sálar henn ar hafi einfaldlega lokazt. af ótta, og enginn veit hve niikla dulda vizku þau hafa lokizt um. Hún talaði aldrei margt, ekki einu sinni við mig, en stundum sagði hún ýmislegt. serp vakti furðu. Ég var vanur að líta inn til hennar, þegar ég kom heim úr vinnurini, eða þegar ég hafði lokið skriftum mínum á kvöld ; in. Hún hafði þægileg og ró- andi áhrif á taugar mínar, sem ekki voru í sem beztu lagi, vegna viðleitni minnar til pS tioifcq Þ'"im fákum sínum í hvora áttina, Þegar ég kom, sat hún venjulega í fílabeinslita stóln um með beina bakinu og hélt glermunum sitt í hvorri hendi. „Hvað ertu að gera? Ertu að tala við hann?“ spurði ég. ,,Nei,“ svaraði hún alvar- leg, „ég var bara að horfa á hann.“ Á dragkistunni~«tóðu tvær bækur, sem hún hafði fengið annað hvort í jólgjöf eða af- mælisgjöf. Annað var skáld- . saga, sem hét „Maðurinn úr rósagarðinum“; nafni höfund- arins er ég búinn að glevma. Hin bókin var „Fteknótti pilt urinn“, eftir Gene Stratton Porter. Aldrei sá ég hana lesa í „Manninum í rósagarðin- um“, en hina bókina las hún með lífi og sál. Líklega hefur Láru aldrei komið til liugar, að bækur ætti að lesa frá upp hafi til enda, leggja þær síð- an til hliðar og láta þar við sitja. Aðalpersóna sögunnar, freknótti drengurínn, var mun aðarlaus piltur, einhentur, sem vann í tjaldstöðvum við- arhöggsmanna. Hann var vin ur hennar, sem hún bauð stundum inn til sín, rétt eins og hú.n baúð mgr. Þcgar ég kom inn til hennar og sá þessa skáldsögu liggja opna í keltu hennar, sagði hím stundum í fullri alvöru,' að nú hefði sá freknótti orðið ósáttur við verkstj óra skógarhöggsmanna, eða að hann hefði hlotið hryggmeiðsli, er hann varð undir fallandi tré. Hún hrukk aði ennið í einlægri hryggð, þegar hún sagði frá slysum ævintýrahetjunnar sinnar, og mundi bá ef til v'll ekki, hve vel hann slapp frá þeim öllum saman, að meiðslin í bakinu urðu til þess, að hann fékk vit neskju um það, að hann átti auðuga foreldra á lífi, og að hinn illgjarni verkstjóri reyndist í bókarlok hið mesta göfugmenni. Sá freknótti lagði hug á stúlku, sem hann kallaði engilinn, en systir mín hætti venjulega að lesa, þeg- ar stúlka bessi fnr a'* koma helzt til mikið til skjalanna. Þá lokaði hún bókinni eða hvarf aftur að einmanalegri skeiðunum í sögu munaðar- lausa drengsins. Aðeins einu sínni mirmtist ég þess, að hún víki að aðal- kvenpersónunni. „Engillinn er indæl,“ sagði hún, „en það lít ur út fyrir, að hún sé dálítið montin af liðunum í hárinu á sér.“ " ,.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.