Alþýðublaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 23.02.1958, Blaðsíða 7
SuiuaBdagux-23-. ■febrúar 1958 A 1 þ ý 8 u b 1 a % l 8 JúlítJSSOrt: „ÞAÐ ER EINN svona til í Reykjavík,“ sagði Mundi, hring snerist í kringum bifreiðina, velti vöngum, skaut fram hök- unni. „Já, bað.er-.flest til á íslandi,“ sagði, ég; áhugalítill, ■ fylgdist meira með af -.þægð en .vilja. Sölumaðurinn hafði hingað til látið okkur' afskiptalausa,' talaði í síma innan við gler- vegg, fór sér ekki öðsíega, lét okkur rangla óáreitta milli bif- reiðanna í geysimiklum saln- um. „Já, bað er einn svona heima í Reyk.iavík,“ endurtók Mundi. „Þetta er sko fínn sportbíll.“ Þá vsr sölumaðurinn allt í einu svifinn að okkur, brosti breitt, spurði: „Eruð þið náungar frá Beykiavík á íslandi?“ Við mæltum ekki á móti því. „Furðulegt, ég hélt þið vær- uð þýzkir þriótar. Mig langar ekki að eiga viðskipti við Þ.iöð- verja,. léleg-bióð, kynntist beim í æsku, hef líka verið í sígling- um með þeirn. Ég bið ykkur af- sökunar á að hafa tekið ykkur fyrir Þióðveria, en vöxturinn anditsfallið. — jæja, þið fyrir- gefið. -— Svo- þið eruð frá Reykjavík. Góða, gamla Reykja vík, heitar laugar og bjartar nætur, sólskin fram á nótt. Heyrið bið, piltar, bið vitið víst ekki, hvernig henni Gunfíu á Laugaveginum hefur reitt af í lífinu?“ „Hún hefur flotið á öldutonn urn lífsins eins og korktappi á kampavíni,“ svaraði ég. „ Á kannski eiginmann, gott heimíli. börn ov buru?“ „Togaraskipstjóra, tíu börn, * heilt hús.“ Hann hló dátt, rétti mér hönd :ina, hristi hana hressilega: „Mér iíkar alitaf vel við menn .sem kunna að taka gamni. Ég heiti Edwin Sundal, danskur, hét upphaflega Einar Jensen. brevtti nafninu, þegar ég settist að Iiér vestra, bað eru tuttugu ár síðan, Einar hafði einhvem býzkan keim, kunni ekki við bað.“ „Víð æ.ttum kannske að tala samah á dönsku?“ „Neí. - ép pr bý.inn að tvna hermj að mestu, fór að heiman svo uneur. strauk á skin fimm- tán ára. h°f ekki komið heím síðan. Skinið flutti kol til Réýkiávíkúr. baf kvhntisi ék Gunnu á Laugaveginum. bað var í iúnf. hún var minn fvrsti kvenmnSur. écf held bara hún eigi plltaf éi+thvað í mér. En ég hef aMrei komið t.il Revkia- víkur siSan. míkil skömm bað. ég er að hvmcQ ujn að fara hqriP' að eftir stríðið. Mér svmst af Wöffunum, að margt hafi brev+zt har. síðan ég kom hang- að. h°ð var ■ rétt íyrír fyrra stríðíð.“ ..Já, • það hefur áreíðanlega fleira bmv+zt* en Gunna á Lai > gave.mm im.“ Hann hló. tók upp vi-ndil, bauð mér, elti Munda kringum foílinn, bauð honum annan, sjálfur reyktí hann pípu. Hann var maður tv'kkur undir hönd, í hærrameðallagí, samanrekinn, andiit’ð breítt, gerðarlegt, aug- un blá.grá, kímnihrukkur við hvarma, húðin dökk, hvítar HÉR BIRTIST- kafli úr hinni: nýju skáld- sögu Stefáns Júlíussonar, Kaupangi. Þetta er aðeíns örlítið sýnishorn úr bókinni. en gefur að öðru leyti' ekki neina sérstaka mynd af viðfang'sefniné anda sögunnar. AII- ar persónur, sem hér koma. við sögu, eru aukaperéonur nema sögumaður sjálfur, Áki Geirsson. . - Stefám Júlíusson, tennúr, skeggrönd á efri vör, jarpt hárið enn mikið, hrökk mjög. Klæðnaður hans var smekklegur, frábær að vöndun og vali, líktist meir búnaði list- fengs háskólakennara en kaup- sýslumanns. Hann stakk örlítið við á vinstra. fæti, varð þess strax áskynja, að ég veitti því athygli. „Ég slasaðist lítils háttar fyr ir fimm árum, hvolfdi undir mér kappsiglingaskútu, sem ég átti hér á fljótinu. Þá var mað- u r talsvert loðinn um lófana, þetta kemur og fer, peningar eru eins og kvenfólk, gaman að afla þeixra, enn meh-a gam- an að sóa þeim. Þið náungar voruð að húgsa um_ að kaupa bíl, var það ekki meiningin?“ „Ekki ég,“ svaraði ég af bragði, „guð forði mér frá að lenda í klónum á bílasala. En félagi minn hefur, trui ég, fúU- an hug á að eignast eitthvert farartæki.1* Mundi hafði ekki hirt um viðræður okkar Sundals, held- ur snúizi. í sífellu um faílinn, skoðaði hann í krók og kring. Sundal sveif nú að honum, virti hann fyrir sér úm. hríð, tók til máls: „Þetta er afbragðsvagn, sára- litið keyrður, allur yfirfarinn, nýsprautaður, fínasta sport- gerð. Þér skuluð bara líta á mælinn. Ég hef hér að sjálf- sögðu meira ökutæki, þótt það séi nokkru dýrara, áreiðanlega miklu betri kaup. En spprtvagn inn er raunar sérlega skemmti legur, einkum ef faér eigið stúlku. Svona gjörvílegur mað- ur hlýtur að vera trúlofaður, get ég mér ekki rétt til?“ Mundi fékkst ekki hót um raus Sundals, vafamál, hvort hann skildi inntakið í orðum hans, hélt áfram að skoða bílinn -með kunnóttumannsauga. Ég varð enn fyrir svörum: „Auðvitað er hann trúlofað- ur.“ „Þær eru sólgnar í svona far- ai'tæki, dömurnar. Sko, sjáið þíð, auðveit að spénna þakið niður, og þá geta allir séð, hvað stúlkan er fín og falleg, ljóm- andi vagn handa ungum elsk- endum. Eins og ég sagði áðan, hef ég hér meiri. vagn. þótt hann sé auðivitað heldur dýrari,. En hann er líka af beztu gerð, traustur og þægilegur, þeir eru ekki smíðaðir svo traustir öllu lengur. Ég skal segja.ykkur, að einu sinni ók ég. s.vona bíl .alla leið til Alaska. Þá var maður í skinnaverzlun, ég . græddi drjúgt. á þeirri ferð, skal ég segja ykkur, fyllti yagninn af alls konar varningi, ók svo á- leiðis til Alaska, skemmti mér vél á leiðimii. stúlka í hverjum bæ, sífellt ný ævintýri, fyllti vagninn aftur af skinnavöru, gerði góð kaup, seldi vel, þegar ég kom tii baka. Ég var ár í ferðinni, ekkert lá á, vagninn var eins og hugur manns allan tímann, kom ekki vitundar ögn fyrir, ég seldi hann fyrir hærra verð en ég hafði gefið fyrir hann. Sannarlega traustir vagn ar þetta, engin striðsfram- leiðsla. — En það eru kosta- kaup að fá spoxrtvagninn fyrir þetta verð, og stúlkan yðar yrði áreiðanlega hrifin af honum.“ „Sjö hundruð dollarar eru rniklir peningai',“ sagði Mundi, talaði íslenzku að venju, sá ekki Sundal, ,,þú ættir að spyrja hann, hvað fylgi bíln- um.“ Ég kom athugasemd hans á- leiðis. Sundal hló góðlátlega, yppti öxium, benti á skrifaða töluna á framráðunni. „Verðið er fast, annars væri það ekki skráð þarna, þér get- ið sagt vini yðar það.“ „Auðyitað,“ sagði ég afsak- andi, ,ég er aðeins túlkurinn. Fylgir kannske bílnum eitt- hváð, vurahlutir, hjólbarðar eða þess háttar?“ „Ökutækið stendur þarna, kostar sjö hundruð dollara, mælir xneð sér sjólft, ég bíð bara eftir kaupandanum. .Gerið ykkur ekki í hugarlund. að ég ætli mér að hafa eitthvað fyrir því að selja þennan vagn.“ Ég reyndi a.ð gera Munda þetta skiljanlegt, hann lét sér fátt um finnast, anzaði ekki fortölum mínum um þægilegri framkomu. „Má maður kannske reyna tíkina?“ spurði hann um síðar. „Vitaskuld," svaraði Sundal. Hann gekk inn í skrifstofuna, talaði í síma, kom fram fyrir aftúr. „Viðgerðarmaður af verk stæðí okkar handan götunnar kemui” að vörmu spori. Hann ekúr með ykkur í reynsluför. Þér kxmnið sjálfsagt að aka?“ „Ég kann að aka,“ svaraði Mundi stuttlega á íslenzku við mig, „segðu honum það. En ég hef ekki bandarískt próf, hinn verður sko að ábyrgjast akst- urinn.“ Ég neitaði að fara með í reynsluförina, vildi heldur bíða, kaupskapurinn var að verða helzt t.il langdreginn fvr- ir mig. „Erfiður viðskiptis, viiiur yðar," sagði Sundal, bauð mér mn á skrifstofuna beixti mér að setjast. „Ætlar hanrx í raun og veru að kaupa vagn?“ „Hann ætlar áreiðanlega að kaupa bíl,“ sagði ég hlæjandi, „hvort sem hann kaupir þenn- an eða ekki.“ „Hann kaupir þennan,“ svar- aði Sundal. „Maður hefur svo sem séð þá erfiða fvrr. Ég barf að selja þennan vagn í dag. Én hvað um vður? Þurfið þér ekki á ökutæki að halda?“ „Hver þarf ekki á ökutæki að halda? En ég ætla ekki að kaupa bíl, að minnsta kosti ekki strax.“ „Ég get séð á viní yðar, að hann er kaupsýslumaður. Þér lítið ekki út fyrir að vera það.“ „Hvað lít ég út fyrir að vera?“ „Ég veit ekki, menntamaður, rithöfundur, eitthvað þess hátt ar„ „Ekki sem verst til getið, ég fæst ofurlítið við að skrifa." „Þetta sýndist mér. Ég fékkst líka einu sinni við að skrifa, sjóferðasögur sjáið þér, smásög ur um ástir sjómanna í hafnar- borgum. Sögunar gerðust í .Shaphai, Sídney, Rio de Janeiro, Mexico, Reykjavík. Ég flæktist um allt. Ég skrifaði í sannleika sagt minnst af þeim sjálfur, ég seldi hugmyndirnar. Ritstjóri að skemmtiriti keypti af mér söguþráðimi, staðarlýsingar, andrúmsloft. Við drukkum sam an eitt kvöld, þegar ég var í landi, ég talaði, hann hlustaði. Hann borgáði mér vel fyrir. Ég hugsaði sögurnar, meðan ég var á sjónum. Fyrsta sagan var um. Gunnu á Laugaveginum, hún. var mimi fyrsti kvenmaður.“ „Fyrsta ástin gei'ir margan mannihn að skáldi," sagði ég. „Þér virðist armars hafa lagt, hönd að býsna mörgu.“ „Ekki er fyrir það að synja,. 1; ég hef fengizt við æðimargt um dagana, bæði á sjó og landi. En vinnan hefur aldrei verið mér neitt aðalatriði, ég hef því aðra stundina verið veí ríkuf, hina stundina bláfátækur. Nú orðið irúet ég aðeins þrenns konar lífs yndi, að eta, að sofa og að sofa hjá. Ef vixman géfur mér tæki- , færi til að iðka þessar lífsnautn , ir mínar, er ég ánægður.“ „Það ætti nú ekki að þurfa svo mikið til þess, þetta ei'u frumþarfir.“ „Þér megið ekki misskilja’ mig, mínn góði hex-ra, auðvitað geri ég kröfu til allra aukarétt- anna, fjölbreytnin skaþar list- ina, lífsnautnin sprettur af um- hverfi, bryddingum, í stuttu máli: öllu tilheyrandi.“ „Ó, fyrirgefið. þannig fáið þér tröppuganginrx ixt úr líf- inu.“ „Vitaskuld, ég læt mér aldrei nægja soðimi fisk og kartöflui’, til lengdar, það drepur sjólfa lífslistina.“ Hér vorum við truflaðir í samræðunum. Fagurgljáðum tveggja manna bíl var ekið að glervegg sýningarskálans, ég sá Framhald á 5. síðu. S S s S S. s s s s t Kirkjuþáttur: Innst inn LEIKRITIÐ um Önnu Frank er píslarsaga, sem sýnir, hvernig mannleg vonzká leik ur þennan heim. Fólkið í leikn. um er innilokað á vöru- geymslulofti. Úti fyrir geysar stormur styi'jaldarinnar, en inni fyrir í hugum þessa fólks er ótti og órói, öfund og af- brýðisemi. — Þessir atburðir eru í veraldarsögunni tengdir við gimmd, ofbeldi, einræði og kúgun. Samt segir Anna Frank, Gyðingastúlkan unga, eitt af fórnardýrum tíðarand- ans: „Þrátt fyrir allt heki ég, að menhirnir séu ínnst inni fyrir góðir." ’í guðs mynd. Hín forn-helga saga . uxn sköpun heimsins seeir áð skaparinn hafi litið yfir allt, sem hann hafði gjöi't, -— og sjá, það var harla gott, Mað- urinn eirmig. Að vera góður er sama og vera hæfur tii þess, sem hluturinn — eða maðurinn —er skapaður til. -— Og maðurinn er skapaður eftir guðs eigin rnynd, — í innsta eðli sínu góður. Álögin. Gömul ævintýri fela oft í sér sannindá, sem era í raun og veru reynsluvísindi ótal kynslóða. Þar á meðal era sög urnar um álögin. Maðurinn gat orðið að dýi'i, tekið upp hætti dýrsins, og breytt verr í dýrshamnum en hann irini fyrir þráði sjálfur. Það gat yerið hrvpgð í mannsaugun- um, í höfði ófreskjunnar. — Þaö, sem höfundar ævintýr- anna hafa íúlkað á sinn hátt, hefur kristin guðfræði orðað þannig, að maðurinn sé undir álögurn syndai'innar, guðs- niyndin afskræmd og þess vegna sé mannlífið þrungið af harmi og kvöl. Lausharimi. I ævintýrunum gömlu fór að jafnaði svo að lokum, að maðurinn var ieystur úr álög unum. losnaði við ham skrýmslisins. og ekki aðeins útlit þsss, heldur það eðli, sexn útlitinu var samfara. Lausnin fékkst jafnan með hjáíp eínhvers, sem átti kær- leika, óeigingirni, fórnarlund. Eíslarsaga Krists. Píslarsaga Jesú Kiists er ekki ævintýri, heldur raun- veruleg saga, studd vitnis- burði, er ekki vei'ður véfengd ur, nema til komi meiri tor- trvggni en venjulega þykir eðlileg við sögulega í'annsókn. Þessi saga sýnir grimmd mannanna, skammsýni og hroka. hún sýnir mennina í á- lögum. Hefði Anna Frank ver ið uppi á þeirri tið, hefði hún þó sennilega sagt, að menn- irnir væru þrátt fyrir allt innst inni fvrir góði. — áamt era mennimir einnig nógu vondír til bess að dæma guðs ■ son til dauða og krossfesta hann. Og í því er harmsagan fólgin, að menn,. sem innst inni eru góðSr, geta þi'átt. fyr- ir allt látið leiðast til að drýgja hina mestu glæpi. — FramhaM á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.