Alþýðublaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.02.1958, Blaðsíða 7
|>ríðjiutdagur 25. ífebrúar 1958 &lþ7SubIaSi» •Reykjavík'23. febrúar 1958. Kæri vin-ar! SVONA PÓR ÞAÐ. Síðasta •bréf mitt til -'þín þótti heldur en ekki tíðindum sæta. Draum urinn komst á forsíðu Morg- unblaðsins strax daginn eftir, en í dag- ræðir Bjarni Bene- diktsson niálið ýtarlega í Reykjavíkurbréfi og birtir mynd af ágætum riffli. Ég skal segja þér nánar frá þessu með þeím skýringum, sem mér koma í hug. Umræðurnar eru ekki aðeins athyglisverð- . ar. Þær virðast í sannleika sagt gagnlegar. Ég tel jafn- vel auðið að ráða drauminn, en það var mér ómögulegt í fyrra bréfinu. Svona er bless- að málfrelsið mikils virði. „Hver á bessa byssu?“ ■ Morgunblaðið tók draumn- ■um lHa fyrst í stað og kallaði fyrirbærið „fáheyrt ofstæki, sem ýekur andstyggð meðal hugsandi manna“. Síðan spyr greinarhöfundur: „Hefur ís- lenzkur almenningur nokkru sinni séð greinilegra dæmi um sjúkt hugarfar og glóru- laust ofstæki en birtist í þess- um hugarórum Helga Sæ- mundssonax, ritstjóra Alþýðu blaðsins?“ Þetta er svo út- skýrt svofelldum orðum: „Hann lætur marm í draum- heimum miða byssu á þá Bjama Benediktsson og Hitl- er“. Og ennfremur: „Hann segir grafalvarlegur frá dráúmi ónafngreinds manns, sem hefur ekki frið fvrir þeirri ásókn, að leiðtogar S.iálf stæðisflokksins séii að verða einræðisherrar í landinu, enda þótt hér sitii vinstri stjórn að völdum“. Ýmislegt fleira er frásagnarvert af umsögn Morgúnblaðsins, en ég læt hér staðar numið. Þú lest þetta hvort sem er, þegar blaðið berst bér í hendur. Á dauða mínum átti ég von, en ekki þessu. Morgunblaðið gefur í skyn, að ég hafi mann á'iaunum til þess að láta sig dreyma illa. Ekkert er mér fjær'sfeapi. Ég sagði drauminn eins og;;samtfðarþjóðsögu og lagði út af honum í aðvörun- arsky-ni. En vinir mínir á Morgunblaðinu virðast ekki hafa lesið bréfið í heild sinni. Þeir komust víst ekki lengra. en aftur í drauminn og misstu þá vald á skapsmunum sínum. Sennilega er þetta byssunni að kenna. Mér dettur í hug presturinn, sem var svo hræddur við byssur, að hann mátti hvorki heyra þær né sjá. Einu sinni létu strákar riffilhólk við dyrastaf kirkj- umnar um messutíma. Klerk- urinn kom auga á vopnið, þeg ar hann var að tóna blessun- arorðin, óg bau urðu svohljóð andi í það sinn: „Drottinn sé með vður — hver á bessa byssu?“ Eins fer . Morgun- bíaðinu. Því fipast við tilhugs uhina um byssuna. Auðvitað stafar þetta af friðarvilia. En byssa er hættulaus í draumi. Hins vegar eru vopn og dráps tæki varhugaverð í vökunni. Draumurinn, sem ég kom á framfæri, var eins konar speg ill. Morgunblaðsmenn stilla skap sitt, þó að þeir viti af vopnum, sem er ætiað að drepa aðra. En þeírn bregður í brún, éf byssunni er miðað á þá sjálfa. þótt i draunii sé. Adolf Hitler var víst ekkí svona hörundssár, þegar byss- ur voru annars vegar. og hann er annar aðilinn í draumn- um. Orðsendiugin.. Ég læt mér í léttu rúmi liggja, þó að Mprguhblaðið fari hörðum orðum um mig af tilefni draurnsins. Slíkan mis- . skilning er sjálfsagt að fyrir- gefa. Ekki get ég að því gert hvernig aðra menn dreymir. Ég fengi ekki einu sinni ráð- ið draumum sjálfs mín. Hinu verð ég að mótmæla, þegar kunningi minn, sem sagði mér drauminn, er sakfelldur af þessu tilefni. Fhiðsamari mann og umgengnisbetri get ég várla hugsað mér. Ég ræddi þetta við hann á laug- ardag. Hann tók reiði Morg- unblaðsins ósköp hógværlega eins og hans var von og vísa, en bað mig að leiðrétta bað, að hann hefði ekki frið fyrir beirri ásókn, að leiðtogar SjáKstæðisflokksins séu að verða einræðisherrar í land- inu. Kunningi minn og sögu- maður bað mig að skila bví til Bjarna Benediktssonar og Morgunblaðsins, að sig hafi til dæmis aldrei dreymt neitt s’ikt um Gunnar Thoroddsen. Ég kem orðseudingunni hér með á framfæri. Dansinn, aftakan og nazistarógurinn. Næst vík ég að Reykjavík- urbréfi Bjarna Benediktsson- ar í dag. Þar er komið allt annað hljóð í strokkinn en var í forsíðugrein Morgun- blaðsins, sem ég sagði þér frá. Bjarni játar, að ég sé mein- leysismaður. Hann áttar sig á því, að mig er ekki um neitt að saka. Hins vegar liggur honum ýmislegt á hjarta. Hann kveðst aldrei hafa ver- ið nazisti og ræðir það mál með vörn og sókn í huga. Jafn framt efar hann gildi draums- íns með þeirri djúphugsuðu tilvísun, að Bjarni Benedikts- son kunni. alls ekki að dansa og hafi þess vegna naumast dansað kringum Adolf Hitler í draumi kunningía míns. Tvö at.riði önnur skinta rnáli: Bjarni heyrði Adolf Hitler einu sinni tala og fannst lítið til um andasift hans og boð- skaþ, varð ekki var múgsefj- unarinnar og slapp einlægui: lvðræðissinni heím til íslands. Hins vegar kom hann í skyndi heimsókn til Berlínar i ágúst- mánuði 1939, og bá gerðist at- burður, sem ég segi bér sömu o^ðum og Morgunb'aðið: ,.Þá hitti hann í hóp Islendinga bvzkan skintistúdent, sem ver ið hafði á íslandi og sennilega hefur verið nazisti, bví að hann hafði orð á bví að leitt væri. að honum hefði ekki ver ið kunnugt um komu Bjarna, bví að bá hefði hann getað boðíð honum að vera viðstadd ur aftöku, sem fram hafði far ið þá um morguninn. Mann- inum var þökkuð einstök hug ulsemi en tiáð, að gesturinn hefði hug á flestu öðru meira en að vera við slikar athafn- ir“. Hínu atriðinu ke-m ég á íramfæri við þig með sömu vinnubrögðum: „Persónulega hefur nazistarógurinn aldrei skaðað Bjarna Benediktsson. En geta má þó þess, að er hann var borgarstjóri á stríðs árunum bar það við að hann brá sér í skemmtiferð með kunningja sínum norður í land. Það var í júlílok 1942. Þá skutu eihhverjir góðvilj- aðir menn því að herstjom- inni hér að þetta ferðalag væri mjög tortrýggilegt. Voru síðar sannar spurnir af því, að gerður var út leiðangur til að fylgjast með ferðum hins tortryggilega borgarstjóra. Öllu'þVí flani lyktaði svo, að herstjórnin kunni betur að meta sánnsögli rógberanna eftir en áður“, Aftökuliliðin á dvrðarrikÍTiu. Danskunnáttii Bjarna Bene diktssonar læt ég enn liggja í láginni. en ræði strax hin atriðin tvö. Ég tél augljóst, 'að þýzki skiptistúdentinn hafi verið nazisti. Og mér finnst bágt, að hann skyldi hafa hug á því að láta gestinn vera við- staddan aftöku. Það mun eng- um íslenzkum námsmanni í Þýzkalandi hafa staðið ti] boða og sennilega engum Frónbúa nema Bjarna Bene- diktssyni. Ekki munu nazist- arnir hafa þorað að orða slíkt og þvílíkt við fulltrúa frjálsr- ar mennihgar eins og til dæm is Gunnar Gunnarsson, sem brá sér bó í skyndiheimsókn- ir til Þýzkalands á vaidadög- um Hitlers og þekkti þar menn og málefni. Mig grun- ar, að Bjami sé eini íslenzki lýðræðissinninn, sem átt hef- ur þess kost að kynnast sem sjónarvottur aftökuhliðimii á dýrðarríki þýzka nazismans. Brá honum eins við aftöku- boðið og þegar hann las um riffilinn í drauxni kunningja ' míns? Skrifaði hann heim- kominn á forsíðu Morgun- blaðsins um aftökuna, sem þýzki skiptistúdentinn vildi sýna honum? Ég man ekki eft ír neinu slíku, enda ungur og óreyndur um þessar mundir. Bjarni Benediktsson vísar mér á ummælin eða endur- prentar þau í Reykjavíkur- bréfi, ef vankunnáttu eða minnislevsi er um að kenna, að ég man ekki lýðræðisaf- stöðu hans til' aftökunnar í Berlín síðsumars árið sem síð ari heimsstyrjöldín hófst. Trúgirni herstjórnarinnar íinnst mér óafsakanleg og framferði rógberanna fyrir neðan allar hellur. Svona rná ekki hugsa um einlægan lýð- ræðissinna, sem hóf „að skipta sér af íslenzkum stjórnmálum með bví a.ð ganga í ekki brennufúsari félagsskap en Heimdall*. Og meöal annarra orða: Mótmælti ekki Bjami Benediktsson grimmdinni, 'pegar spönsku fasistarnir náðu Bareelona á vald sitt fórðum daga? Hitt er kannski ekkí und- arlegt, þó að vondir menn uppi á íslandi hugsi sitt af hvoru um Bjarna fyrst her- stjórnín leit hann tortryggnis- augum á stríðsárunum. En hver veit nema hún hafi frétt 'af aftökunni í Berlín í ágúst 1939 og ekki fengið viðunandi upplýsingar um viðbjóð Bjama á þýzku víllimennsk- unni? Draumurinn ráðinn. Helgi sálugi Pjeturss ritaði margt og mikið um eðli drauma og taldi sig gera þau i'ræði að vísindum. Hann kvað engan geta ráðið Mrauma nema kunna skil á kenning- unni um stillilögmálið og mögnunina. Samkvæmt henni er auðskiljánlegt, að Bjarni Benediktsson dansi í draumi, þó að hann iðki ekki þá íþrótt í vökunni. Mögnunin gerir hæglætismenn að óhemjum í draumheimum, og skapsmunir Bjarna Benediktssonar eru svo í% rirferðarmiklir, að mögnunin hlýtur að brevta dagfari hans til stórra muna. ; Ég rifja ekki frekar upp dráumaskýringar Helga Pjet- urss eða nýalista. Hins vegar þykist: ég nú geta ráðið draum ! inn, sem kunningi minn sagði . mér og ég kom á framfæri f ; fyrra bréfi mínu til þín. Ég - ber enga ábyrgð á honum. Kunningi minn hefur heldur • ekki til bess unnið að sæía ; neinum ávltunum. Dáinn maS ur, búsettur á öðrum hnetti, mun hér hafa verið a.5 verki í því skyhi að minna á Adolf Hitler og grimmd hans. Og hver gæti það verið? Auðvit- að maðurinn, sem tekinn var af lífi í Berlín ágústmorgun- ú inn árið 1939. Bjarni Bene- ? diktsson er íátinn gjalda þess, - sem þýzki skiptistúdentinn bauð honum. En Þjóðver.iinn látni myndi naumast hafa ver i.ð í vafa um.,» hvorn ætti að skjóta fvrst. ef hann hefði haft Adolf Hitler og Bjarna ' Benediktsson í ákjósanlegu ! skotfæri daginn sem hann var leiddur út til síðustu kynning ar á þýzka nazismanum. Svo kveð ég þig með beztu óskum. Þinn Helgi Sænnimlsson. hel'dur almennan. íélagsfund ’ Edduhúsinu við Lindargötu í kvöld 25. febr. kl. 9. Dagsfcrá, rætt uni húsbygg- ingar og vaRarrpál1 félagsins. Félágar fjölhrennið. Stjórnin. TÍZKA í ÞÆTTINUM nýlega var rætt uffi tízku unga fólksins á nýbyrj. uðu ári og því þá heitið að næst yrði rætt.um tízkuna fyrir eldri kohur og skal það nú efnt. Aðskornir kjólar erú ákaflega hehtugir fyrir hverja þá, er' geta borið þá og eru reyndar hæst- móðins nú um þetta leyti. Þá er og-taláð um að samkvæmiskjól- ar séu gjarnan upp í háls að framan, en með V-löguðu opi niður að bellisstað á bakinu. Þeir eru gjarnan með breiðum kraga og með skrauti, t. d. blómi í beltisstað á bakinu. Mjóar og langar töskur eru einnig í tízku fyrir eldri konur og’ þá annaðlivort óphaðar að ofan, eða með ýfirfelldu loki. Dragtir eru með beint sniðn- um jökkum, en pilsin aftur á móti aðskorin. Hinír támjóu skór, með stál- hæl, eru jafnt í tízku hjá yngri sem eldri, hversu óhollir sem þeir nú annars kunna að vera. Greiðslan er svo annaðhvort afar einföld, sem sumir tízku- frö>muðir segja að fari eldri kon- um alltaf bezt, eða þá að hárið er tekið upp í bnakkann og fést með skrauti. Slæða eða klútur um hálsinn er einnig mjög í tízku og er þá stungið ofan í hálsmálið á kjóln um eða kápunni. Hattar eru yfirleitt einfaldir og húfulagaðír. MATUR Ensk eplakaka. Ih . kg. hveiti, . 14 kg. tólg,. 1 tsk. hjartarsaít, 2 bollar sykur, ' ■ 1 egg, 80 gr. möndlur, 3 ms. sjóðaiidi vatn, 2 tsk. kanel, 3 ms. feiti, 144 kg. súr epli, 1 hnefi rúsínur. Hveitið er sigtað og tólgin brædd og hjartarsaltið hrært út í hveitið, en síðan er bætt í það 1 bolla a£ sykri. Eggið, möndl- urnnar hakkaðar, vatnið, tólgin og kanellinn er sett í og þetta hnoðað vel í 10 mínútur. Það er hnoðað í volgu fati eða skál og flatt síðan út. Féitin heit er lát- in í eldfast fat, sem síðan er klætt að innan með deiginu. Of- an í það eru svo eplin skorin og í þau bætt svolitlum kanel, rús- ínunum og sykurbollanum, sem eftir er. Það seni eftir er af deig iitu, er skorið niður í ræmur, sem eru lagðar ofan á þetta allt saman, þannig að þær m.yndi téningslága reiti yfir kökuna. Bakist í ca. 1 klukkutíma við hægan hita og framreiðist heit.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.