Alþýðublaðið - 23.03.1958, Síða 6

Alþýðublaðið - 23.03.1958, Síða 6
6 AlþýSnblaSiB Sunnudagm 23. marz 1958 „Flýtið yður, fröken, og gætið að lök- „Við vitum, að þú ert þarna inni! Korndu út með hendurnar uppí“ ■Hf- ' HEGÐUN fjórtán ára gagn- fræðaskólastelpu í Berlín hef- ur vakið mikla kátínu. Stúlka bessir heitir Monika og hún bjó á dýrustu hótelum borg- arinnar um tíma —■ ókeypis. Ævíntýri betta hófst með því, að Monika stakk af heim an að frá sér, hafandi klæðst sínum beztu spjörum og snyrt eftir kúnstarinnar reglum. Fór hún beina leið á eitt glæsi legasta hótel og sagði við dyra vörðinn: — I am English and want a nice room. Dyravörð- urinn tók henni með mikilli virðingu og útvegað Moniku bezta herbergi hótelsins. Bjó hún þar í 5 daga — en fór þá sína leið, — án þess að borga auðvitað — á næsta hótel. Og þannig hélt hún áfram. Loks lagði hún leið sína á stærsta hótel Berlínar, og enska reyndist einnig þar vera töframál, sem öllum dyr- um leik upp. Monika var nú farin að lifa sig svo inn í hlutverk sitt sem ensk hefð- ardama, að hún kvartaði yfir öllu smáu og stóru o gvar þjónustuliðið sífellt að stjana við hana. Fimm daga dvaldi Monika á þessu ágaeta hóteli og neytti dýrasta rétta, sem eldhús þess hafði upp á að bjóða, lax, humar og kavíar á hverjum. degi. En þegar reikningurinn fyrir hóteldvöl- ina var kominn upp í 2000 krónur, var hún krafin borg- unar, en þá sló í hart. Monika var send heim til foreldra sinna, og faðir hennar varð að fara djúpt í pyngju sína begar allir hótelreikningarnir komu honum í hendur. ----o—o------ STQFNAÐUR hefur verið í Londoh nýr klúbbur sem nefnist: „Klúbbur þeirra, sem ekki fá inngöngu í aðra klúbba“. Enginn skyldi þó ætla, að hverjum einum sé greiður aðgangur að klúbb þessum. Það er öðru nær. Að- eins velmenntaðir og efnaðir heiðursmenn fá inngöngu og þeir verða að hafa meðmæli annarra vélmenntaðra og efn aðra heiðursmanna. Og auk þess verða beir að leggja fram gild skilríki fyrir því, að þeir séu útilokaðir úr öðrum klúbb um. ■---o—o------ FRANCESCO Constantini var 14 ára þegar hann fékk vinnu við bandaríska sendi- ráðið í Róm. Þrem árum síð ar var hann rekinn fyrir slags mál og hann hélt að nú væri úti um diplómatiska framtíð sína. En gæfan brosti við hon- um og veitti honum starf við brezka sendiráðið. Og nú hófst han handa við að breyta gangi sögunnar á hljóðlátan og hóg- | væran hátt. Eitt starf hans var í bví fólgið að brenna. að kvöldi þau leyniskjöl, sem sendiráð- inu höfðu borizt að deginum. Brennan var framkvæmd í kjallarahvelfingu og til að byrja með var sendiherrann sjálfur viðstaddur. En brátt var Constantini einum falið þetta trúnaðar- starf. Hann brenndi samvizku samlega hálfum skjalabúnk- anum, en fór með hinn helm- ]|llllllllll!l!!!ll!!!!ll!l!!llll!!!!!!lll!IIIIll!illi[!llS inginn til ítölsku leyniþjón- ustunnar. Eitt kvöld fór hann. ’ með 24 bækur, hvar í voru allir dulmálslyklar brezku ut anríkisþjónustunnar, til leyni lögreglunnar ítölsku. Þar var allt draslið ljósmyndað, og Constantini fór með bækurn- ar heim aftur, og enginn fékk hugmynd um þetta atferli hans. Næsta morgun mætti hann í vinnuna glaðlegur, stimamjúkur og þagmælskur eins og vant var. Constantini er nuna 63 ára gamall, og ljóstaði upp þessum leyndar- dómum lífs síns. I ----o—o----- ÞÁ SKAL þess getið að for stjóri brunatryggingafélags í Tokyo kveikti í húsi unnustú sinnar. Ástæðan: Hún hafði verið köld við hann. ----o—o----- ENSKIR klúbbar eru í flestu tilliti undarlegar stofn. anir. Þeir halda mjög fast við ævafornar erfðavenjur og furðulega siði. Meðlimir elztu og virðulegustu klúbba Eng- lands eru flestir mikilsmeg- andi menn í þjóðfélaginu. Eng inn klúbbur er þó virðulegri en The National Sporting Club. Meðlimir hans mega aldrei vera fleiri en 500 og bar geta menn horft á hnefa- leika meðan snæddur er há- degisverður. Klúbbur þessi var stofnaður 1891 af áhugamönnúm um í- þróttir. Aðalhvatamaður að stofnun hans var markgreif- inn af Queensbury, en hann lagði grundvöllinn að þeim reglum, sem gilda um hnefa- leik. Sjálfur var hann frábær íþróttamaður. Afkomendur hans margir eru meðlimir í The National Sþorting Club. Margir ágætir íþróttamenn, eru meðlimir í klúbbnum, meðal þeirra Thorneycroft fjármálaráðherra, góður í- þróttamaður, Donald Cam- bell, sem hraðast hefur siglt mótorbát, og hinn margfaldi lyftingamethafi Peter Twiss. Tvisvar í mánuði eru háðir kappleikir í hnefaleik í borð- sal klúbbsins. Klúbbmeðlimir mæta í smóking og snæða, reykja og drekka meðan kapp arnir siást, Fullkomin þögn ríkir meðan leikurinn fer fram, og þeir eru litnir horn- auga, sem hana rjúfa. Eftir leikinn er þó leyft að klappa og þeir áhugasömustu kasta peningum í hringinn. Þvkir mikill heiður að fá að slást í klúbbnum, Brennivín, steik og hnefa- leikar á sama stað væri hvergi. hugsanlegt nema í enskum. klúbb. ----o—o----- Á MARQUESAS eyjun- um er brúðurin borin á há- hesti til brúðkaupsins og situr þar meðan athöfnin fer fram. Langholtsprestakall. Barnasamkoma í Laugarásbíö kl. 10.30. Messa í Laugarnes- kirkju fellur niður vegna sam- komu í kirkjunni. Séra Árelíus Níelsson. Frá Húsmæðrafélagi Rvíkur. Munið bazarinn í Borgartúni 7. Húsið verður opnað kl. 2 e. íj.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.