Tíminn - 07.04.1965, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 7. apríl 1965
3__________________________TÍMINN
HESTAR OG MENN
Vegna orðsendingar Gunn
í ars Oddssonar í síðasta þætti,
(24. marz), þykir rétt að gera
nánari grein fyrir því helzta.
sem þar skiptir máli.
Á síðasta ársþin'gi L.H. og
víðar ,hefur verið um það rætt,
að nauðsyn bæri til að kapp-
reiðar hinna einstöku hesta-
mannafélaga yrðu skipulagðar
þannig, að hvert félag hefði
sinn ákveðna kappreiðadag um
sömu helgi ár hvert. Með þvi
yrði komið í veg fyrir, áð fé-
lögin drægu aðsóknina hvert
frá öðru og þátttaka því verða
meiri hjá hverju félagi en ann
ars yrði. í þættinum „Hestar
og menn“ 17 febr. s.l. var sér-
staklega um þetta rætt og
vegna einhverra ummæla þar
er þessi orðsending G.O. fram
komin.
Yfirleitt heíur þessari skipu-
lagshugmynd verið vel tekið
og talið að þetta fyrirkomuleg
gæti orðið öllum aðilum til
nokkurs ávinnings.
Jafnframt var á það bent.
að Landsmótin og jafnvel
Fjórðungsmótin gætu þó vald
ið nokkrum nauðsynlegum frá-
vikum, aðallega vegna tíðar-
fars. En með góðum vilja ætti
að vera hægt að komast hjá
árekstrum í þeim fáu tilfellum
sem taka yrði afstöðu til.
Gunnar Oddsson segir, að
hestamannafélagið Stígandi
hafi nú um 20 ára skeið jafn
an haldið kappreiðar sínar á
Vallabökkum um 13. sumar-
helgina, með þeim einum und-
antekningum að .,L.H. hefur
þrátt fyrir mótmæli Stíganda
oftar en einu sinni haldið lands
mót sín um þessa helgi.“
Það skal fúslega játað, að
með þessu hefur Stígandi áunn
ið sér mikinn rétt til 13. helg-
arinnar og mun stjórn L.H.
viðurkenna þá hefð, sem hér
hefur skapazt. Ráðleggingin til
L.H. „til íramvegis eftir-
bréýtni" er því óþörf.
Hitt er annað mál, að stund-
um getur svo farið, að frávik
þurfi að gera frá settum regl-
um. Og svo.mun hafa verið i
þau skipti, sem G.O getur um.
Það gegnir nefnilega að
nokkru öðru máli um lands-
mót en önnur hestamannamót,
hvenær heppilegast er að halda
þau. Að sumu leyti er heppi-
legast að halda landsmótin svo
snemma sumars sem unnt er.
En þar um ræður tíðarfarið
miklu, því að landsmót er
helzt ekki hægt að halda fyrr
en sæmilegur gróður er kom-
inn á hálendið. en það er oft
ekki fyrr en um 13. helgi sum-
ars og jafnvel ekki svo
snemma. Svo mun hafa verið
a.m.k. í annað skiptið, sem
landsmót var haldið um 13.
helgina.
Annars var mér kunnugt
um þessi mótmæli Skagfirðing-
anna. En sjálfsagt eru þau
skjalfest og geymd á vísum
stað.
Síðan L.Il. var stoínað, hafa
aðeins veríð haldin 4 landsmót
tvö um 12. helgina og tvö um
þá 13.
En auðvitað er tvisvar „oft-
ar en einu sinni.“
G.Þ.
Að gefnu tilefni
Tryggið reiðhestana!
Óhugnanlegur atburður gerð
ist aðfaranótt 31! marz, er sex
hestar köfnuðu af reyk og
margir fleiri vonj hætt komn-
ir, er eldur kom upp í hest-
húsi í einu úthverfi Reykjavík-
ur. Þarna voru um 20 hestar
í sambyggðum húsakynnum og
munaði litlu áð fleiri færust.
eða jafnvel allir. Sumar þess-
ara hesta voru hreinir gæðing-
ar og er því tjón eigandanna
bæði mikið og tilfinnanlegt.
Þetta atvik gefur tilefni til
ýmissa hugleiðinga, en þó eink
um um það, hve nauðsynlegt
sé að vátryggja hesta, bæði
gegn eldsvoða og öðrum áföll-
Um. Sérstaklega er þetta nauð-
synlegt í Reykjavík og-öðrum
kaupstöðutn, því að þar er hætt
an af eldi og margvíslegum
slysförum miklu meiri en á
einstökum býlum út um land.
Margir þessara hesta eru
þeir dýrgripir, að sumir þeirra
verða seint bættir að fullu og
yfirleitt er hér um mikið verð-
mæti að ræða. En betri er
hálfur skaði en allur — ef illa
fer.
Vátrygging á hestum og öðr-
um gripum er ekki óþekkt hér
á landi. en aldrei hafa þessar
öryggisráðstafanir orðið al-
mennar. Margir hestaeigendur
hafa þó reiðhesta sína tryggða,
en því miður munu þeir vera
fleiri, sem hafa þá ótryggða.
Hestamannafélagið Fákur
hefur sýnt lofsverða fyrir-
hyggju með því að tryggja alla
hesta, sem eru á vegum félags
ins gegn bruna og öðrum áföll
um. En í hesthúsum Fáks eru
nú yfir 400 hestar á fóðrum.
Þetta er gott fordæmi og þess
vert að um sé getið,
Síðasti hesthússbruninn ætti
að verða öllum hestaeigendum
þörf áminning um að hafa ekki
hesta sína ótryggða.
Róbert Abraham Ottóson æfir sinfóníuhljómsveitina fyrir hljómleikana.
Ljósm.: Timinn-GE
BACH-STRA VINSKY
Þrátt fyrir þær andstæður,
sem Bach og Stravinsky eru
mynduðu tvö öndvegisverk
þessara meistara mjög hald-
gott jafnvægi á síðustu tón-
leikum Sinfóníuhljómsveitar-
innar, er söngsveitin Filharm-
onia og hljómsveitin fluttu und
ir stjórn Róberts A. Ottósson-
ar, Magnificat Bachs og sálma-
sinfóníu Stravinskys. —
Magnificat er samið við texta
úr Lúkasargupspjalli 46—55
vers, og ber allt handbragð
verksins, vitni snilli hins mikla
meistara, þær sem hver tónn
og laglina er hnitmiðuð
og engu ofaukið. Verkið er
nærgöngult í flutningi og
krefst alls af sínum flytjend-
um, hvort heldur er um að
ræða kór, einsöngvara eða
hljóðfæraleikara. Kórinn er nú
mjög mannmargur og í honum
margt nýrra krgfta, sem lofa
góðu, en í túlkun þessa erfiða
verks, er reynir mjög á, nýttist
fjöldinn ekki sem skyldi, þrátt
fyrir hina ágætu stjórn Ró-
berts A. Ottossonar, var ekki sú
birta og breidd á heildarsvip
söngsins og kom fram í seinna
verkinu Sálmasinfóníunni. —
Einsöngvararnir, sem allir
höfðu erfið verkefni með hönd
um voru Hanna Bjarnadóttir,
sem átti þarna gullfallegar arí-
us sem hún fór bæði vel og
smekklega með. Aðalheiður
Guðmundsdóttir fór nú í
fyrsta sinn með mjög vanda-
samt hlutverk, hefur áferðar-
fallega rödd en skortir eryggi
og reynslu á svo erfiðu verk-
efni. Guðmundur Guðjónsson
og Kristinn Hallsscn, gerðu síh
um hlutverkum mjög svo lýta-
laus skll. Undirbúningur sá og
vinna er stjórnandinn Róbert
A. Ottósson, hefur hér lagt að
mörkum, er glæsileg, og stjórn
hans staðföst og einkenndist af
ást og virðingu fyrir göfugu
verkefni.
Sálmasinfónían er samin
1931 yíir texta No. 39—40 og
150 úr Davíðssálmum. Þetta er
ekki kirkjulegt verk í því hefð
bundna formi sem títt er, en
trúarlegs eðlis, og rís list höf.,
mjög hátt í þessu verki, þar
sem langar iaglínur rísa tign-
arlega í stað þeirra knöppu og
stuttu, sem ella fylgja. Stravin
sky. Hinn rússneski uppruni
höf. og tilhneiging til Recitant
tóns hinnar grísk-katólsku
kirkju setur sterkan svip á
verkið. Túlkun stjórnandans á
þessu verki, var skýr einföld og
áhrifamikil. Nýttist nú hið
mikla raddmagn kórsins til
fullnustu í sérlega áferðarfalleg
um blæbrigðum. Undirleikur
blásara hljómsveitarinnar í
verki Baehs var sérdeilis • fal-
legur. Róbert A. Ottósson á
miklar þakkir fyrir góða og
örugga stjórn og forráðamenn
sveitarinnar fyrir prýðis vek
efnaval.
Unnur Arnórsdóttir.
f HLJÓMLEIKASAL
Bernharð og bókin hans
Bernharð Stefánsson segist bera
hönd yfir höfuð sér í Timanum
25. marz og kallar það, sem ég
skrifaði í blaðið 14. marz um
hlunnindaáfengi og ágengni við
opinbert fé ýkingar við sig. Fá-
ein orð vil ég ségja vegna þess.
Berharð segir að ég sé skáld.
Hvað sem um það er þá er hitt
víst, að enn sem komið er hef
ég þó unnið stærri verk á sviði
sagnfræðinnar.
Þeir sem fást við sagnfræði
verða að skilja heimildir. — skilja
það sem þeir lesa — ef vel á
að fara. Ég sagði 1 Tímanum 14.
I marz: „Vel þykist ée muna eftir
þessari ræðu Páls En sagan
um wiskýið . . . kannast ég ekki
við að hafa verið í ræðunni."
I Bernharð segir út trá þessu-’
„I-Iygg ég það meira en vafasamt
lað fullyrða, að maður hafi ekki
Frá ráöstefnu bygg-
ingarfulltrúa og
sveitarstjórnarmanna
A ráðstefnu byggingarfulltrúa
og sveitarstjórnarmanna dagana
29, marz—1. apríl voru rædd
helztu mál, er varða grundvöll
starfa byggingarfulltrúa í landinu
og byggingarnefnda, og löggjöf
ásamt reglugerðum skýrð og
rædd.
Umræður hafa verið miklar og
innbyrðis kynning fulltrúa ráð-
stefnunnar gefur fyrirheit um nán
ara samstarf milli þeirra hvers og
eins í framtíðinni, og við þau
stjórnarvöld, er með skipulags- og
byggingarmálin fara í umboði rík-
isvaldsins gagnvart hinum ein-
stöku sveitarfélögum.
í sambandi við erindi Haraldar
Ásgeirssonar, verkfræðings, um
byggingaefnarannsóknir kom
fram almenn ánægja fulltrúa ráð-
stefnunnar á því að bygging
arefnarannsóknadeild Háskóla
íslands væri nú aftur tekin til
starfa og gæfi það fyrirheit um
árangursríka aðstoð við byggingar
iðnaðinn í framtíðinni.
sagt tiltekin orð fyrir nærri 20
árum.“
Ég veit hvaða munur er á minni
og öðrum heimildum. Því orðaði
ég frásögn mína, sem hér var
vitnað til svo, að ekki væri bein
fullyrðing. Að kannast ekki við að
orð hafi verið í ræðu er annað
en fullyrða að bau hafi ekki ver-
ið þar. Hitt er annað mál. og
því skal nú bætt við, að ég er
enn í dag sannfærður um að þau
hafi ekki verið í ræðu Páls.
Bernharð Stefánsson segir 25.
marz:
„Það er t. d. hreinn skáldskap-
ur hjá houum, að ég hafi sagt
honum i síma, að ég sæi mig til-
neyddan að stefna honum!“
Þessi orð ber ég til baka. Hér
er það Bernharð sem fer með
ósannindi en ekki ég Hitt skal
ég ekkert segja um fremur nú
en áður hvor hafi hringt til hins,
Framhald á 12. siðu
Á ráðstefnunni vu,u efttr-
farandi ályktanir gerðar:
Að gefnu tilefni viíl ráðstefna
byggingarfulltrúa og sveitarstjóm
armanna haldin dagana 29. ma*z
—1. apríl 1965 leggja áherzlu á
að hún telur það lágmarkskröiu
að öll greidd skipulagsgjöld renni
framvegis óskipt til skipulagsmála.
Ráðstefna byggingarfulltrúa og
sveitarstjórnamanna haldin dag-
ana 29. marz—1. apríl 1965 legg-
ur áherzlu á að félagsmálaráðu-
neytið hlutist þegar til um að sam
in verðu reglugerð um gerð lóðar-
skx-ár svo sem gert er ráð fyrir i
32. gr. skipulagslaga nr. 19/1964.
Ráðstefna byggingarfulltrúa og
sveitarstjórnarmanna haldin dag-
ana 29. marz—1. apríl 1965 telur
nauðsyn á að út verði gefin á
prenti og send þátttakendum
skýrsla um helztu atriði í erindum
þeim sem sérfræðingar hafa flutt
á ráðstefnunni.
Ráðstefna byggingarfulltrúa og
sveitarstjórnarmanna haldin dag-
ana 29. marz—1. apríl 1965 færir
Sambandi ísl. sveitarfélaga og
skipulagsstjórn ríkisins þakkir fyr
ir að hafa boðað til ráðstefnunn-
ar og skipulagt hana með ágæt-
um. Störf hennar hafa verið
ánægjuleg og vænleg til árangui-s.
Vænta fulltrúar ráðstefnunn-
ar þess eindregið að sömu aðilar
boði til fundar byggingarfulltrúa
um land allt eigi sjaldnar en ann-
að hvort ár. Þátttaka i bessari
ráðstefnu sýnir þörfina
Ráðstefna byggingarfulltrúa og
sveitarstjórnarmanna haldin dag-
ana 29. marz—1. apríl 1965 telur
brýna nauðsyn á að hraðað verði
endurskoðun byggingarlöggjafar.
Ráðstefna byggingarfulltrúa og
sveitarstjórnarmanna haldin .lag-
ana 29 marz—1 apríl 1965 Dein
ir þeim tilmæium til skipulags
stjórnar að hún beiti sér fyrir þvi
að endurskoðuð og samræmd bygg
ingarsamþykkt verði hið fyrsta
tekin í notkun á öllum skipulags-
skyMum stöðum á landinu.