Tíminn - 07.04.1965, Side 14

Tíminn - 07.04.1965, Side 14
14 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 7. apríl SKILUÐU 33% Framhaia al 1 síðu gagnkvæm félög, eins og t. d. Brunabótafélagið, sem er að byrja að greiða tekjuafgang. Og verði ágóði £. þessu ári, kemur hann fram í endurgreiddum tekjuaf- gangi 1966. ^ Varðandi greinargerð FÍB sagði Ásgeir: —Þeir segja að greinar gerð tryggingafélaganna sé alls- endis ófullnægjandi. Það er því vert að skýra nokkuð nánar hvern ig árið 1964 hefur komið út, og hvemig við höfum reiknað þá' hækkun, sem við teljum okkur þurfa að fá. Bifreiðatryggingafélögin í Reykjavík að undanskildu Ábyrgð h. f., hafa greitt og áætlað ábyrgða tryggingatjón á árinu 1964 að upp !hæð 65.898.000 en iðgjöld, sem sömu vátryggingafélög höfðu til ráðstöfunar á árinu 1964 námu Skarðið opnað BJ-Siglufirði, þriðjudag. Siglufjarðarskarð var opnað í dag, og hefur það aldrei verið opnað jafnsnemma áður. Unnið hefur verið að því að ryðja skarð- ið í tæpa viku, og mun færð um það vera sæmileg, en þó nokkuð þungfær Fljótamegin. 65,894.000, en sú tala kemur þann ig fram: Iðgjaldasjóðir í ársbyrj un 19.713.000., greidd iðgjöld á árinu 76.968.000, og gerir þetta samtals 96.681.000. Iðgjaldasjóðir í árslok 1964 voru 30.787.000, svo eftir standa til ráðstöfunar á árinu 1964 fyrrgreindar 65.894,000. Þegar talað er um iðgjaldasjóð í þessu sambandi, sagði Ásgeir, þá er átt við þau iðgjöld, sem greidd eru á einu ári en tilheyra næsta ári á eftir, þ.e.a.s. að ið- gjaldasjóður í árslok 1964 upp á 30.787,000 eru iðgjöld greidd á ár inu 1964 til að mæta tjónum á tímabilinu 1. janúar til 1. maí 1965. Samkvæmt fyrrgreindum tölum er tjónaprósentan miðuð við ið- gjöld nær 100%. En til þess að tryggingafélögin hefðu átt fyrir kostnaði hefði tjónaprósentan ekki mátt fara upp fyrir 75%, þar sem tryggingafélögin áætla að 25% af iðgjöldum fari í kostnað vegna trygginganna. Ásgeir skýrði frá því, að reynsl an á árinu 1964 hefði sýnt, að iðgjöldin þá hefðu átt að hækka um 33% til að jafna metin. Með hækkuninni nú er ekki verið að jafna fyrir tap ársins 1964, held ur er hækkunin einungis til þess að reyna að tryggja að afkoma ársins 1965 verði ekki hættuleg fyrir tryggingafélögin og þá um leið fyrir hina tryggðu, því þeir ÚTIBÚSSTJÚRI Oss vantar lipran og reglusaman mann, til þess að taka að sér rekstur útibús vors á Vegamótum, Miklaholtsshreppi, ásamt rekstri veitingahússins. Nýtt íbúðarhús er til afnota fyrir útibússtjórann. Starfið er laust frá 1. maí n. k. Umsóknir og upplýsingar um fyrri störf, sendist til kaupfélagsstjórans Þórðar Pálmasonar, fyrir 20. apríl n. k. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. TÓNLEIKAR í HÁSKÓLABÍÓI í tilefni af 15 ára afmæri Menningartengsla ís- lands og Ráðstjórnarríkjanna mánudaginn 12. apríl, 1965, kl. 21. Ávörp: Halldór Laxness, forseti M. Í. R.. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, N. Tupit- syn, sendiherra Sovétríkjanna. Einleikur á píanó Vladimir Viktorov, konsert- meistari frá Stóra-Leikhúsinu í Moskvu. Listdans: Elena Rjabinkina, frá Stóra-Leikhúsinu í Moskvu, þjóðlistamaður Sovétríkjanna. Einsöngur: Alexei Ivanov, bassasöngvari frá Stóra Leikhúsinu þjóðlistamaður Aðgöngumiðar í bókaverzlunum Sigíúsar Ey mundssonar, Lárusar Blöndal oo M Menning- ar. M. i R. eiga að fá sitt tjón bætt. Þegar blaðið spurði hvort ekki væri um það að ræða, að færa á milli trygginf|-,flokka, sagði Ás- geir, að ekki kæmi til annað en greiða tjónin af því fé sem inn kæmi fyrir iðgjöld sömu trygging argreinar. Hann sagði að trygging arnar leggðu á það sérstaka á- herzlu, að ein trygging væri ekki látin standa undir annarri, þann ig t. d. að brunatrygging væri ekki látin standa undir bílatrygg ingu og öfugt. Um hækkunina í ár, sagði Ás- geir, að hún lægi í auknum bíla- fjölda og auknum kostnaði vegna viðgerða á bifreiðum. .Þá hefði tjónabætur til slasaðra stöðugt verið að hækka, enda miðaðar við kaupgengi á þeim tíma, þeg ar slysið er gert^upp, sem er oft nokkrum árum eftir að slysið verð ur. Slíkt getur oft breytt miklu þegar verðlagsbreytingar eru eins örar og hér. Ásgeir endurtók að þau 33% sem vantaði upp á árið 1964 hefðu ekki verið tekin með nú. Þau voru skilin eftir þegar áætlunin fyrir 1965 var gerð. En til marks um það, við hvað er að stríða, þegar gerðar eru áætlanir yfir kostnað, sem greiddur er að stærstum hluta fyrirfram, má benda á, ac5 árið 1963 Komu 128 tjón til af- greiðslu hjá Samvinutryggingum, sem vörðuðu slys á fólki. Fyrir þau greiddu tryggingarnar 10,6 milljónir. Árið eftir urðu samskon ar tjón 165 að tölu og eru bæturn ar áætlaðar 16.2 millj. og sýnir þetta dærni hvað aukningin er í raun og veru hröð. Þegar iðgjaldið í ár var ákveðið var 18% hækkun með talin vegna aukins kostnaðar 1965. Ómögulegt er að segja nema þéssi kostnaður aukist mikið meira. Þá var 10% hækkun meðtalin vegna hækkun- ar á tryggingarupphæð úr hálfri milljón í tvær milljónir. Hér er um hreina ágizkunartölu að ræða, enda engin reynsla fengin fyrir því hvaða þýðingu þessi hækkun hefur. Hún gæti alveg eins gilt 5% eða 30%, úr því verður reynslan að skera. Menn þekkja, jafnvel af einföld um heimilisrekstri hve erfitt reyn ist að gera áætlanir fram í tímann, eins og öllu er háttað hér á landi þessi árin. Og reynsla Samvinnu trygginga frá árinu 1964, þegar 33% vantaði upp á að eudarnir næðu saman í bílatryggingadeild- inni, sýna við hvaða erfiðleika er að etja á þelm vettvangi. Ásgeir sagði að lokum, að hann áliti að fleiri tryggingafélög í land inu myndu ekki minnka trygg- ingarkos'Aaðinn, heldur auka hann en sá kostnaður myndi svo lenda á tryggjendum. ÍBÚÐIR ÓSKAST KAUPENDUR r A BIÐLISTA SALAN í FULLUM GANGI FASTEIGNASALAN HÚS og EIGNIR BANKASTRÆTI 6 SÍMAR 16637 OG 18828 HEIMASÍMAR 40863 OG 22790 KREFJAST 810 ÞÚS. Framhald ai 16 síðu Royce 400 og stjórnar Loftleiða og varð þá að samkomulagi að greiða skyldi vegna Rolls Royce 400, 100% álag á flugstundagjald DC 6B flugvélanna, sem var kr. 92.— flugstjórum til handa en kr. 46.— til aðstoðarflugmanna. Þetta var gert vegna þyngdarhlutfalla milli þessara flugvélategunda, en auk þess bættust 40% á sama grunngjald vegna aukins hraða. Samkvæmt þessu varð flugstunda- gjald flugstjóra á Rolls Royce 400 kr. 220.80 og nemur sú árleg kjara bót rúmum 100 þúsundum króna miðað við sama flugstunda- fjölda og gildir nú -á DC 6B. Þar sem fulltrúar flugmanna óskuðu eftir að fresta samningum um hámark flugstundafjölda og flugstundatryggingu þar til síðari námsflokkur flugmanna kæmi lieim frá Canada í lok október- mánaðar, þá varð það að samkomu- jlagi, en um önnur. atriði,.var_eng- inn ágreiningur. Viðræður um flugstundahámark og flugstundatryggingu hófust að nýju í nóvembermánuði síðast liðnum og varð lokafundur um það efni haldinn án þess að endanlegt samkomulag næðist. Hins vegar kusu Loftleiðir nefnd til fram- haldsviðræðna, en þá vísuðu full- trúar flugmanna málinu til Félags íslenzkra atvinnuflugmanna. Hinn 26. febrúar s. 1. bar samninganefnd F.Í.A. fram nýjar kaup- og kjara- kröfur vegna flugmanna á Rolls Royce 400, sem námu samkvæint þeirra eigin útreikningi kr. 810 þúsundum á ári fyrir flugstjóra í hæsta launaflokki, en það eru kr. 67.500 á mánuði. Er þá miðað við verulega lækkun flugstunda og gert ráð fyrir 60 klukkustunda há- marksflugi á mánuði hverjum í stað 105, sem gildir á DC 6B. Þess skal getið, að samkvæmt útreikningi Loftleiða eru kaup- kröfurnar í rauninni hærri en flug mennirnir hafa áætlað, og ber þar m. a. á milli tryggingar, einkennis búninga og önnur hlunnindi. Hinn 21. marz s. L fór stjóm Loftleiða til Norðurlanda til viku dvalar þar og var samninganefnd F.Í.A. um það kunnugt, enda ferð- in ákveðin með löngum fyrirvara, en sama dag boðaði stjórn F.Í.A. verkfall frá og með 3. apríl á Rolls Royce 400 flugvélum Loftleiða, og gafst því mjög naumur tími til samningaviðræðna. Máli þessu var vísað til sátta- semjara, sem hélt fyrsta fund með deiluaðilum 1. apríl s. 1. Fundim- ir hafa enn ekki borið árangur. Að gefnu tilefni er rétt að upp- lýsa, að kaup hinna bandarísku flugstjóra, sem ráðnir em til starfa hjá Loftleiðum í nokkra mánuði, meðal annars vegna þjálf- unar íslenzkra flugmanna í Can- ada, nemur um 1250 dölum á mán uði, miðað við 70 stunda flug. Kostnaður Loftleiða vegna þjálf- unar þessara flugmanna er sáralít- ill og þeir munu fara héðan strax og unnt er að fá íslenzka flugmenn í þeirra stað. Hins vegar er þjálf- unarkostnaður Loftleiða vegna ís- lenzku flugmannanna í Montreal mjög mikill, og allur greiddur af Loftleiðum. EIGNARSKATTUR Framhald'af 16 síðu. ur væru orðnar eins og krabba- mein, sem sáir til sín um allan þjóðarlíkamann. Gerð er nánari grein fyrir af- stöðu Framsóknarmanna til hús- næðislagafrumvarpsins á bls. 7. Beztu þakkir til allra þeirra, sem sýndu mér vinarþel á sgxtugs afmælinu 23. marz. Lifið heil. Anna Jónsdóttir, Setbergi. Hjartans þakkir færum við ykkur öllum, nær og fjær, fyrir auð- sýnda vináttu, samúð og hjálp j raunum okkar, vegna fráfalls og jarSarfarar elginmanns míns og föSur okkar, Jóns Kristins Sigtryggssonar ByggSaveg 140, Akureyri. Sigrún Gunnarsdóttir, SlgríSur Jónsdóttir, Kristinn Jónsson, Hermann R. Jónsson, GuSný J. Jónsdóttlr, Gunnar Jónsson. I Innilegar, þakkir fyrir alla þá vinsemd og samúS sem okkur var sýnd viS fráfall míns elskulega elginmanns og föSur okkar, Elíasar Þorsteinssonar ÁsgerSur Eyjólfsdóttir, GuSrún Elíasdóttir, Marta Elíasdóttir, Ingibjörg Elíasdóttir, Jóhann Pétursson, Þórarinn Haraldsson, Ólöf Angantýs, og barnabörn. MóSurbróSir okkar Þorvaldur Þorbergsson frá Sandhólum, andaSist j siúkrahúsi NeskaupstaSar 1. þ. m. — Útför hans verður gerð frá Búðareyrarkirkiu n. k. föstudag, kl. 2 síðdegls. Birna Steingrímsdóttir, Baldur Steingrímsson. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.