Alþýðublaðið - 09.04.1958, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 09.04.1958, Qupperneq 12
VEÐRIÐ: Sunnan eða suð-austan kaldi, skýjað, hiti 5—8 stig. Alþýúublaöiú Miðvikudagur 9. aoríl 1953 Nefnd, sem fjailaði um málið, tiefur lokið sförfum. - Mikið áhugamál sjómanna - SAMIÐ hefur verið frumvarp um lífeyrissjóð togarasjó- manna. Hefur nefnd starfað að samningu ffumvarþsins, skip- uði af ríkisstjórninni. Jón Sigurðsson, formaður Sjóntannasam handsins, sem á saeti I nefndinni, skýrði blaðinu frá -þessu :í viðíaíi í gær. Þegar samið var um kjör tfiskimanna um áramótin 195G og 1957 var því lofað af hálfu ríkisstjórnarinnar, að skipuð fíkyldi nefnd matina ti! þess að.athuga og gera tillögur um lífeyrissjóð togaramanna, —•— Nefnd þessi var skipuð á síðast- liðnu ári og voru.í henni þessir naenn: Ólafur Jóhannesson prófessor, sem var skipaður for- maður nefndarinnar, Eyjólfur Jónsson lögfræðingur hjá Trygg ingastofnun ríkisins, Tryggvi Helgason frá Akureyri, Guð-. mundur J. Guðmundsson stafs- maður Dagsbrúnar og Jón Sig- urðsson ritari Sjómannaféiags Reykjavíkur, ■ Nefnd þessi hefur starfað nokkuð langan tíma og vann að því að afla sér upplýsinga, segir Jón, bæði varðandi aðra lífeyr- issjóði og svo að safna skýrslum um aldur og starfsaldur þeirra rnanna, sem nú eru á togarum. iNefndin hefur nú samið frum- vatp að lögum um lífeyrissjóð togaramanna og skilað því til sjáivarútvegsmálaráðherrp, sem skipaði nefndina. Innan nefndar innar var sæmilega gott sam- Gtarf og mía heita, að nefndin stæði einhuga að því frumvarpi og. greinargerð, sem hún sendi fí'á sér, þótt lítils háttar ágrein- ings géetti um einstök atriði. , MIKILL ÁHÚGI .TOGABAMANNA. og [»að fyrsta, sem þeir spýrja um þegar þeir koma að iandi og í skrifstofu Sjómanr»afé- lagsins, ,er það hvað þessu máli líði. Sjaldan eða aldrei hafa togaramenn haft meiri á- huga á þingfréttum en nú síð- an. vitnaðist um þetta’ mál, og von vaknaði um, ao það færi að koma. Hafa þeir á mörgum toguruin sett bræðshi mannin á hlustunarvakt, þeg- ar þingfréttir eru sagðar. Það er um hálfur mánuður síðan nefndin skilaði áliti, og er þess fyllilega að vær.ta, að lög um lífeyrissjóð togarasjó- manna verði sett áður en þessu þingi lýkur. LAUST FYRIR hádesi á skír dag var árekstur á mótum Skot húsvegar og Fríkirkjuvegar. Annar bíilinn snerist í hálf- hring og ökumaðurinn, dr..'j Gunnlaugur Þórðarson, fram- kvæmdastjóri R. K. í„ kastað- ist út úr hönum og á götuna. Hlaut hann snert af heilahrist ingi og skurð á höfuð. Var hann fluttur á slysavarðstof- una o? þaðan á Landakotsspí- talann. — Báðir Mlamir skemmdust mikið. Annar árekstur varð á laug ardaginn á gatnamótum Njarð argötu og Fossagötu, rétt við Tivoli. Fólksbifreið og olíufiutn ingabíll rákust á allharkalega og skemmdust talsvert. í fólks bifreiðinni voru þrír menn og meiddust allir. Ökumaðurinn,, Eðvarð Geirsson, hlaut höfuð- högg og missti meðvitund um tíma. Farþegi í framsæti ra'k höfuðið á framrúðuna, braut hana og hlaut kúlu á ennið, auk þess sem hann skarst á vinstri fótlegg. Danskur jafnaðarmaður, Frode Jakobsen, flytur hér erindi „Anstur-vestur; baráttan um mannssái ina“ f Gamla bíó annað kvöid kl. 9. EINN AF ÞINGMÖNNUM danskra jafnaðarmanna, Frode Jakohsen, er staddur hér á landi í boði „Frjálsrar menning- ar“ og mun flytja erindi í Gamla híó annað kvöld kl. 9. Erind- ið nefnir hann „Austur-vestur; baráttan um mannssálina“. Gunnar Gunnarsson, rithöfundur, mun kynna ræðumanninn, og að lokum flytur Áki Jakobsson, alþingismaður, stutta raiðu. ' Ahugi er mikill náeðal tog- aramanna fyrir máli þessii,— Þeir ræða þessi má] mikið sín i á milli um borð í togurunum V Á líl ‘j firði. — , j verður í j Strandgö J kvöld kl • heildarví S Bl’aðamörmum var í gær gef- inn kostur á að ræða við Frode Jaköbsen stutta stund. Hann er einn áhrifamesti leiðtogi Dana í menningarmálum og stjórnmálum. Harm las heim- speki og bókmenntir við há- skólann og tók meistarapróf í þeim fræðum árið 1939. Árið eftir gaf hann út bókina „Niezsches kamp for den kristelige moral“ og var langt kominn- með doktorsritgerð sína, ,þegar Danmörk var her numin árið 1940. LEIÐTGGI FRELSIS HREYFINGARINNAR. Upp frá því gaf Frode Jak- obsen sig allan að skipulagn ingu andspyrnuhreyfingarinn- ar gegn nazsitum-og varð höf uðle iðtogi frelsishreyf ingar- innar til styrjaldarloka, M. a. stjórnaði hann stærsta og at- hafnamesta andspymuflokkn- um, „Ringen“, og árið 1943 hafði hann frumkvæði að stofn un „Frelsisráðsins'/, en það var eins konar neðanjarðarríkis- stjórn, sem hafði á hendi sam Framhald á 2. siðu. Ásgrímur málari látinn Hunið 20 ára afmælisfagnað Álþýðufiokksfélags Rvíkur ‘ f íðnó á föstydagskvöldið kí. 7,30 i EINS og áður hefur verið sagt frá í hlaðinu, verður 20 ára afmælishátíð Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur-í Iðnó föstudaginn 11 þ. m. og hefst kl, 7,30 Þar vefða margvísleg íikemmtiatriði, auk þess sem borinn verður fram rammís- lenzkur matur. — Aðgöngumiðar vefða seldir á skrifstofu félagsins í Alþýðuhúsinu og í ALþýðubrauðgerðinni, Lauga vegi 61, í dag, á morgun og fyrir hádegi á föstudag meðan eitthvað verður eftir. Miðarnir kosta aðeins 65 kr. ÁSGRÍMUR JÓNSSON þst- málari lézt í Heilsuverndarstöð inni laugardaginn fyrir páska, eftir nokkurra vikna sjúkdóms legu. Ásgrímur Jónsson var fædd- ur 4. marz 1876 að Rútsstaða- Suðurkoti í Flóa. Árið 1897 hélt hann utan til iðnnáms, en svo fór að hann hóf nám í Lista skólanum Danska og að því ioknu hélt hann til Þýzkaiands og eftir nokkra dvöl þar til Rómar. Ásgrímur va.r með frægustu íslenzkum listmálur- urn núlifandi og brautrvðjandi í þeirri listgrein hérlendis! As- grímur var heiðursprófessor við háskóla íslands. Togarinn „Þormóður goðl" er vænt- anlegur til Reykjavíkur í dag HINN NÝI TOGARI Bæjarútgerðar Reykjavíkur, ..Þor- móður goði“ kemur til Reykjavíkur í dag. Hann er sniíðaður í stað togarans Jóns Baldvinssonar, er strandaði við Reykja- nes og éyðilagðist. Lsngd skipsins er 190 £et, * breidd 33 fet, dýpt 17 fet. Aðal- vél er smíðuð af Krupp-verk- smiðjunum í Þýzkalandi.------- Orka 1650 hestöfl. Hinn 15. október 1957 var kjölur lagður, og hinn 28. janú- ar 1958 var togaranum hleypt af stokkunum. Gaf frú Magnea Jónsdóttir, kona Hafsteins Bergþórssonar, framkvæmda- stjóra, honum nafnið „Þormóð- ur goði“ Einkennisbókstafir eru RE-209. Kallmerki: TFSD. Togarinn fór í fyrri reynslu- för sína 28. marz, og reyndist hann í alla staði ágætlega. — Komst ganghraði hans upp í 14,6 sjómílur. Að lokinni síðari reynsluför- inni 2. apríl var togarinn af- hentur Bæjarútgerð Reykja- víkur, og veitti Jón Axel Pét- ursson honum móttöku fyrir hennar hönd. Togarinn er búinn öllum ný- tízku siglingartækj um, svo sem tveim dýptarmælum af Hughs- og Atlas-gerð, jafnframt tveim fisksjám frá sömu fyrirtækjum, radartæki af gerðinni Hughs og Lorantæki til staðarákvarð- ana. Einnig er sjálfvirkur stýr- isútbúnaður. Lestarrými er um 20 þús. ten- ingsfet. Auk þess frystilest um 800 teningsfet, sem hægt er að kæla niður í 22 gráðu frost. í eldhúsi er rafmagnseldavél. lbúðir fraimmi í eru fjögurra manna herbergi með rafmagns- upphitun. Öll önnur herbergi eru fyir einn og tvo menn. — Alls eru íhúðir fyrir 48 menn, auk tveggja manna sjúkraher- bergi. Skipstjóri er Hans Sigurjóns- son, 1. vélstjóri Pétur Gunnars son, 1 stýrimaður Gísli Jón Her mannsson og lofskeytamaður Guðmundur Pétursson. Dr. Vietor Urbancic Dr. Victor Urbancic, hljóm- sveitarstjóri Þjóðleikhússinsa andaðist að heimili sínu á föstut daginn langa, eftir stutta legua 54 ára að aldri. Dr. Urbancic var löngu þjóð- kunnur maður. Hann kom til íslands árið 1938 og hefur æft og stjórnað flestum meiri hátt. ar konsertum sem hér hafa ver- ið fluttir síðan. Fyrst a vegumi Tónlistarfélagsins og Tónlistar- félagskórsins, ensíðar Þjóðleik- hússins og ÞjóðleikhússkórsinSs, enda var hann stjórnandi þess- ara kóra frá upphafi. Þá hefur hann og stjórnað Sinfóníu'hljórq sveitinni oft, og mörgum sinn- um hefur hann verið kennari við Tónlistarskólann frá 1938= Hann var íslenzkiir ríkisborg? ari, og hefur sem stjórnandi og tónskáld mótað tónlistarlíf höf- uðstaðarins meir en nokkur anra ar þessi ár, enda mikil! skaðí að fráfalli hans á aniðjura® starfsaldri. Féll í 17 metra djúpa jökul- sprungu en slapp nœr ómeiddur Á LAUGARDAGINN vildi það slys til á Langjökli, að danskur maður ,féll í ca. 17 m. djúpa jökulsprungu og varð að dúsa þar í 2kj klukkustund, þangað til honum var náð upp. Þykir það næsta undarlegt, að hann skyldi sleppa nær ó- meiddur og gat hann gengið mest af leiðinni niður að sælu húsinu við Hagavatn. Maður þessi, Djurop að nafni, var x fimm daga för Ferðafélags Islands. Á laugar- dagsmorgun var lagt af stað í gönguferð á Langjöknl. Geng- ið var upp að ísborgununi, er myndast, þar sem jökullinnj liggur fram af brúnum, — Ef þangað var komið vildj það o- happ til, að Djurop rann nið- ur í jökulsprunguna, ca. 17 metra djúpa, og staðnæmdist þar á syllu. Er kallað var til hans kom í Ijós að hami vaE ekki slasaður. Ekki var tiltæk ur nógu langur kaðall á staðra ir honum niður í sæluhúsíð og náðist maðurinn ekki upp íyrr en eftir 2% klukkustund, —> Reyndist hann nær ómcíddun og var við vinnu í ína í gæl', eins og ekkert ,hefði í skorizt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.