Alþýðublaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. apríl 1958
Alþýðublaðið
3
Alþýöublaöið
Útgefandi:
Piitstjóri:
Fréttastjóri:
Auglýsíngast j óri:
Ri tst j órnarsí mar:
Auglýs ingasí mi:
Afgreiðslusími:
Aðsetur:
AlþýSuflokkurinn.
Helgi Sæmundsson.
Sigvaldi Hjálmarsson.
Emilía Samúelsdóttir.
14901 og 14902.
1 4 9 0 6
1 4 9 0 0
A 1 þ ý ð u h ú s i ð
Prentsmiðia Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10.
Kjarnorkusprengingar
AÐ VO'NUM hefur tilkynning Rússa um, að þeir ætíuðu
að hætta tilraunum með kjarnorkuvopn vakið um allan
heim nýjar umræður um algert bann við. slíkum tiiraun-
um. Enginn efi er á því, að alþýða manna um víða veröld
óskar þess aif heilum hug, að stórveldin komi sér saman um
að hætta spriengingum af þessu tæi fyrir fullt og allt.
Skiptar eru skoðanir um hættuna af völdum þessara kjarn-
orkusprenginga í tilraunaskyni, en þar sem fjölmargir
kunnir og mætir vísindamenn vara ákaft við þeim, er ekki
nema eðlilegt, að almenningur sé óttasleginn þeirra vegna.
Rússar gáfu út tilkynningu sína að loknum miklum
tilraunasprengingum, sem kunnugt er, og létu fylgja á-
skoranir til vesturveldanna að hætta sömuleiðis til-
raunum. Þetta vakti tortryggni vestra, því að Banda-
ríkjamenn og Bretar höfðu einmitt í undirbúningi nýjar
tilraunir. Þeir kölluðu þetta hiklaust áróðursbragð hjá
Rússum. Hvað sem því líður, ber að harma það, að svo
mikil tortryggni skuli ríkia í þessum efnum milli aust-
urs og vesturs, að hvert viðbragð annars aðilans er óð-
ara tortryggt af hinum. Það kann sannarlega ekki góðri
lukku að stýra.
Þegar svo svar Bandaríkjamanna var á þá lund, að þeir
myndu ekki hætta við sínar tilraunasprengingar, þriátt fyrir
yfirlýsingar Rússa, s-varaði Krústjov því um hæl, að þá
hæifu Rússar tilraunir sínar að nýju. Var ekki laust við
hótun í mláliflutningi hans. Enginn fer í neinar grafgötur
um það, að hér er á farðinni kapphlaup milli stórveldanna
um 'framleiðslu á kjarnorkuivopnum. Liggur í augum uppi,
að á rneðan þstta kapphlaup á sér stað, verður lítið úr
raur.hæfuim viðræðum um algert bann við reynslu og notk-
un l3essara vopna.
Það er lítið vafamál, að tortryggnin milli austurs og
vesturs stendur mest , vegi fýrir farsælli lausn í þessum
efnum. Hvorugur aðdlinn treystir hinum til fullnustu. Það
hörmulegasta er þó ekki það, að traustið er af skornum
skammti í samhandi við tilraunirnar, heldur hitt, að undir
niðri hlýtur að vera ríkiandi ótti við notkun kjarnorku-
vopna. Menn vita, að ekkert vonn hefur enn verið fram-
leitt ne:ma því hafi verið beitt. Enginn getur fullyrt, að
ekki setjist eirJhvern tíma á veldisstól í einhverju landi svo
valddrukkinn stjórnandi, að hann beiti kjarnorkuvopnum,
ef þau eru tii. Hræðslan við tortímingu er ekki eirihlít vörn.
Krafan uni algert bann við frameiiðslu kjarnorku-
vopna hlýtur því að sitja í fyrirrúmi hjá öllum hugs-
andi mönnum. En hann er einskisvirði nema eftiriit sé
óskeikult. Rússar tilkynna t. d. aldrei um sínar tilraunir
fyrr en eftir á, >ef þéir þá nefna þær rtokkuð. Fram-
kvæmdir stjórnanákvarðana í lýðræðisíkjunum og Ráð-
stjórnarríkjunum eru m.eð svo ólíkum hætti, að þar fer
ekki saman nema nafnið. Það, ,sem gert er fyrir opnum
tjöldum vestra, er vandlega látið liggia í þagnargildi
eystra, a. m. k. þar ;til allt er ,um igötur gert. Þetta eykur
mjög á tortryggnina, sem nú er úndirrót al!s ills í við-
skiptum stórveldanna. Það ier því isýnilegt, að ef ekki
verður hið bráðasta komið á alþjóðlegu eftirliti með
vopnaframileiðslu, er vá fyrir dyruni.
Kappihlaupinu í framleiðslu gjöreyðingarvopna verður
áð linna. Almenningur um víða veröld hlýtur að skera upp
herör og knefjast þess, að algert bann verði sett við til-
raunum m,eð kjarniorkuvopn, og ekki einungis þess, heidur
miklu fiíemur hins, að bannað verði að framleiða slík vopn
og fullt eftirlit verði haft með, að banninu sé hlýtt. Fundur
æðstu manna stórveldanna er því ólhjákvæmiisgur. Þótt lít-
ið ynnist í fyrstu ;með slíkum fundi, standa þó vonir til, að
hann yrði til að lægja tortryggnisöldurnar og hreinsa ofur-
lítið andrúmslloftið. Ekkert vinnst með því, að hver sitji við
sinn keip og reyni sifellt að storka hinum msð fullkomn-;
ari morðtólum.. í slíku háttalagi eru einungis fplgnar líkur
fyrir dau'ða og tortímingu.
KIRSTEN KJÆR
Kaupmannahöfn, 16. marz. ,
EINHVER stærsti listviðburð
ur ársins í Kaupmannahöfn er
vorsýningin í Charlottenborg-
höllinni. Höll þessi var byggð
árið 1672, fyrir Charlottu Ama-
liu, sem þá var drottning, en
hefur síðan 1791 hýst konung-
lega listaháskólann og í þessari
höll eru nú árlega haldnar hin-
ar miklu listsningar, sem fræg-
ar eru orðnar. Nægir að nefna
að þátttakendur í þessari síð-
ustu sýningu voru um 260 og
málverk og höggmyndir, sem
sýndar voru, voru um 500 auk
alls konar listmuna og verka,
sem heyra undir byggingarlist.
Það m!á því vera lýðum ljóst að
þarna er ekki um neina smá-
sýningu að ræða, enda tekur
hún yfir tvær af hæðum hall-
arinnar, aðra alveg, en hina að
nokkru leyti.
Hafi verið vor í lofti utan
veggja hallarinnar, þá var enn
meiri vorblær þar inni, fjöl-
'breytnin var geysileg og aðeins
það bezta í hverju tilfelli sýnt.
MYNDIR FRÁ ÍSLANDI.
Þegar miðja vega var kom-
ið í efri sýningarsalinn blasti
við augum maður sem allir
kannast við að heiman, Harald-
ur Björnsson, málaður af Kir-
stenu Kjær. Þessi mynd er sér-
stæð og hrífandi, enda máluð
af einum bezta „portraitmál-
ara“ álfunnar. Auk þessarar
myndar sýnir Kirsten þarna 4
aðrar myndir frá íslandi og er
ein þeirra örfáu af þátttakend-
um, er fengið hafa teknar 5
mynda sinna á sýninguna. Ekki
er að undra, þótt allar myndir
Ihennar séu frá Islandi, því
að þarna er um að ræða einn
einlægasta íslandsvin sem fýr-
irfinnst í Kaupmannahöfn. Hún
hefur dvalið heima í 2 ár og
málað kinstrin öll af myndúm,
en þessar 5, sem þarna getur
að líta, eru aðeins brot af því,
sem hún hefur málað heima.
Það verður að teljast sérstakt,
að svo mörg ,,íslandsmotiv“ frá
sama málara skyldu tekin á
sýninguna, en mjög skemmti-
legt, enda eiga allar þessar
myndir fyllilega skilinn sess á
sýningunni svo góðar eru þær.
I þessum myndum sínum fer
Kirsten inn á nýtt svið, sem er
málun landslagsmynda, en
henni tekst þar engu síður en
við andlitsmyndir og sannar
hún því enn einu sinni, hversu
fjölhæfur listamaður hún er.
Hinar myndir hennar' heita:
„Að baki Þingvallabæjarins“,
„Vegur í eyðimörkinni“,
„Brunnið hraun“ og „Þórs-
mörk“. Með sýnum sérkenni-
lega stíl lýsir Kirsten íslenzku
landslagi á hrífandi hátt og
hlutu þessar myndir hennar ó-
spart lof sýningargesta.
aniwip.
MÁLVERK FRÁ FÆREYJUM.
Færeyskir málarar skipa
nokkurn sess þarna á sýning-
unni. en af þeim vekja mvndir
Ingálvs af Reyni mesta athygli.
Hann sýnir þarna tvær Þórs-
hafnarmyndir og eina frá
Skarvanesi.
Annars eru vitanlega danskir
málarar í hreinum meirihluta
og setja sinn svip á sýninguna.
Ole Christensen.
Þarna er um að ræða eins og
ég sagði margt af því bezta,
sem getur að líta í danskri list
og má segja að hún sé með af-
brigðum frjósöm.
Svo að aöeins sé drepið á þá,
sem mesta athygli vekja, má
nefna myndir Niels Bruun,
„Jesús kyrrir vind og vatn“ og
„Skólabörn í Assisi“. Þessar
tvær myndir eru sérstaklega
skemmtilegar í nútímastíl.
Næst skulum við svo staðnæm-
ast við E. Therese Dragshöj og
líta á myndirnar „Kristur og
bersynduga konan“ og „Foro
Trajano“.
Emilie Demant Hatt sýnir
þarna tvær eftirtektarverðar
myndir frá Færeyjum og eina
frá Lapplandi. Ingeborg Höj-
rup sýnir „Flóttamannafjöl-
skylduna“, sem K. K. Kunst-
fond hefur keypt auk myndar,
sem nefnist „Friðlausir“. Er
þarna um mjög eftirtektarverð-
an listamann að ræða og má
segja að túlkunin í verkum
hennar sé svo lifandi, að skoð-
andinn finni þegar á sér hvað
myndin heitir og hvað á að
túlka.
Tuborg kunstforening hefur
keypt þarna eina mynd eftir
Poul Henrik Jensen, er nefn-
ist „Lítil stúlka að lesa“. Þarna
er um að ræða einn af betri
túlkendum nútímalistar.
Finn Lohmann sýnir af-
bragðsgóðar abstraktmyndir, en
á því sviði eru því miðúr
ekki allir fulltrúarnir sem bezt
ir. ,
Mannamyndir í hinum gamla
glansstíl sýnir August Törsleff'.
„SKULPTUR“.
Mesta athygli vekja Ole
Christensen og Per Borring og
j „relief“ Troels Peter Lybecker
af skurðstofunni, enda hefur
betta verk hans hlotið minni
gullverðlaun akademíunnar, en
hana hefur Boring einnig feng
ið. Þá er og konumynd Svend
Erik Larsen verðlaunagripur
og vel gerð.
VERKFÆRI.
Þegar svo að verkfræðideild
inni kemur, er margt skemmti-
legt að sjá. Þarna getur að líta
stórbyggingar, sem eru að rísa
um þessar mundir í borginni
eins og nýja S.A.S. hótelið og
flugmiðstöðina eftir Arne Jak-
öbsen, kirkju heil. Knúts Lav-
ards í Lyngby, eftir Carl R.
Frederiksen, rútsehebanen í
Tívoli eftir Torsten Johansson,
skipateikningar eftir Kay Kör-
bing. Þá má ekki gleyma
skakka húsinu, eða B.P. ben-
zínstöðinni, þar sem hægt er að
aka bifreiðum upp á efstu hæð
og leggja þeim, en hús betta er
teiknað af Bent Moudt og var
nýliega tekið í notkun. Mun ég
segja frá því nánar í grein síð-
ar.
LISTMUNIR.
Þá eru sýndir þarna margir
skemmtilegir listmunir. Hans
Chr. Ege sýnir t.d. vegg'teppi.
Agnethe Jörgensen sýnir ýmsa
hluti, svo sem mokkakönnu úr
silfri, vatnskönnu o. fl.
Framhald á 8. síðu.
NIELS BRUUN