Alþýðublaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 10.04.1958, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 10. apríl 1958 Alþýðublaöið 11 J. IVIagíiús Bjarnason: Nr- 70. EIRIKUR HANSSON Skáldsaga frá Nýja Skotlandi. í DAG er fimmtudaguriiih, 10. apríi 1958. Slysavarðstofa Reykjavíkur í Heilsuverndarstöðinni er opin allan sólarhringinn. Læknavörð ur LR (fyrir vitjanir) er á sama stað frá kl. 18—8. Sími 15030. Næturvörður er í Laugavegsapó teki, sími 24048. Lýfjabúðin Ið- unn, Reykjavíkur apótek, Lauga vegs apótek og Ingólfs apóíek fylgja öll lokunartíma sölubúða. Garðs-apótek og Holts-apótek, Apótek Austurbæjar og Vestur- bæjar apótek eru opin til kl. 7 daglega nema á laugardögum til kl. 4. Holts-aþótek og Garðs apó tek eru opin á sunnudögum mjlii kl. 1 og 4. Hafnarfjarðar apótek er opið alla virka daga kl. 9—21. Laug- ardaga kl. 9—-16 og 19—21. Helgidaga kl. 13—16 og 3 9—21. Næturlæknir er Kristján Jóiiann esson. Kópavogs apótek, Álfhólsvegi 9, er opið daglega kl. 9—20, riéhra laugardaga kl. 9—48 og helgidaga kl. 13-16. Sími 23100. Bæjarbókasafn B^ykjavskut, Þingholtsstræti 29 A, sími 1 23 08. Útlán opið virka daga kl. 2—10, laugardaga 1—4. Les stofa opin kl. 10—12 og 1—10. Iaugardaga kl. 10—A2 og 1-—4 Lokað á sunnudögum yfir sum- Ermánuðina. Útibú: Hóimgarði 34 opið mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 5—7; Hofsvalla götu 16 opið hvern virkan dag nema iaugardaga kl. 6—7; Efsta sundi 36 opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga kl. 5.30— 7.30. FLUGFERÐIR Flugfélag Islands h.L: Millilandafiug: Gullfaxi fer til Oslo, Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 08.00 í dag. Væ.nt anieg aftur til Reykjavíkur kl. 23.45 í kvöld. Flugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahaínar kl. 08.00 í fyrramálið. Hrirrifaxi fer til London kl. 10.00 í dag. Væntanleg aftur til Reykjayíkur kl. 21.00 á morgun. — Innari- landsflug: í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 íerðir), Bíldudals, Egilstaða, ísafjarðar, Kopaskers, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. — Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísafjarðar, Kirkju bæjarklausturs og Vestmanna- eyja. Loftleiðir h.f.: Hekla er væntanleg til Reykja víkur kl. 19.30 í dag frá Hám„ borg, Kaupmananhöfn og Osio. Fer til New York kl. 21.00. IEIGUBÍLAR SKIPAFEETTIR Eimskipafélag fslands h.f.: ;u Dettifoss kom til Reykjavíkur 4.4. frá Kaupmannahöfn. Fjáll- foss kom til Bremen 6.4. fer það- an til Hamborgar, Rotterdam, Antwerpen og Hull. Goðáfoss fer frá New York 10.4. til Reykja- víkur. Gullfoss fer frá Kaupm,- höfn 12.4. til Leith og Reýkjavík ur. Lagarfoss kom til Londön 5. 4. fer þaðan til Ventspils og Riga — Reykjafoss fer frá Reykjavík 10.4. til Patreksfjarðar, Flateyr- ar, Súgandafjarðar, ísafjarðar, Siglufjarðar, Hjalteyrar, Akur- eyrar, Húsavíkur, Raufarhafnar, Nöröfjarðar, Reyðarfjarðar og Reykjavíkur. Tröliáfoss fór frá Reykjavik 1.4. til New York. -— Tungufoss fer frá Hamborg 10.4. til Reykjavíkur. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er í Reykjavík. Esja fór frá Reykjavík í gær austur um land í hringferð. Herðubreið er á Austíjöröum á norðurleið. — Skjaldbreið er væntanleg til Reykjavíkur í dag frá Breiöa- fjarðarhöfnum. Þyrill er á leið frá Akureyri til Reykjavíkur. Skaftfeilingur fer frá Reykjavík í dág til Vestmannaeyja. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell átti að fara í gær frá Rorne áleiðis til Reýkjavíkur.; Arnarfell er í Reykjavík, Jckul- fell átti að fara í gær frá New York áleiðis til Reykjavíkui'. — Dísarfell kemur til Reykjavíkur í dag frá Austfjörðum. Litlafell á að fara í dag frá Rendsburg áleiðis til Reykjavíkur. Helga- fell er væntanlegt til Reykjavík- ur í dag frá Stykkishólmi. — Hamrafell fór frá Reykjavík í gær áleiðis til Palermo og Bat- um. Troja átti að fara í gær frá Álaborg áleiðis til Kefiavikur. Gornelius Houtman fór frá Djúpavogi 8, þ. m. áleiðis til Belfast og Dublin. ÐAGSKRÁ ALÞIN G I S fimmtudaginn 10. apríi kl. 1,30. 1. Minnzt látins fyrrv. alþingis- manns. 2. Fyrirspurn: Félags- heimili. 3. Kosning fimm marma í raforkuráð, til fjögurra ára. 4. Gjaldeyrisafkoma. 5. Biskups- stóll í Skálholti. 6. Lífcyris- greiðslur. FUNDIK Kvenfélag óháða saínaðarins. Fjölmennið á fundinn í Kirkju- bæ í kvöld kl. 8,30. Kvenfélag Itópavogs heldur fund í Kársnesskóia í kvöld kl. 8,30. Dagskrá; Ýmis félagsstörf, inntaka nýrra félaga. Kvenfclagið Hringurinn. Fund urinn sem féll niður á skírdag verður haldinn í kvöld kl. 8,30 í Garðastræti 8. Sýnd verður ballet-kvikmynd. — Stjórnin. eftj langan tíma. Ef það er ekki líkt honum föður hans að tarna. :i— Eg held þú farir hér villt, Nena mín góð, sagði aldraða konan. Þetta er áreiðanlega ekki Jósef Willford. Eg hefi aldrei séð þennan dneng fyrr, sÝó' é'g muni, — Fer ég villt, frú Dallas? sagði litla kcnan og hætti að strokka. Getur það átt sér stað að ég þekki ekki röddina hans Jósefs litla? Það er þó að minnsta kosti rómurinn hans Öáns föður hans. Eg gæti næstum svarið það. —- En þér skeikar nú samt, Nena mín góð, sagði frú Dallas. — Á ég að trúa því, að ég þékki ekki lengur röddina hans Dans, sagði Nena og steig nið- ur af stólnum, sem hún hafði sfaðið á. — Hvað heitir þú, drengur minn, og hvert ertu að fara? ságði frú Dallas við mig. — Eg heiti Eiríkur Hansson, sagði ég, og er á leið til Cooks Brook. — Ef þetta er þó ekki rödd- in hans Dans, þá er ég illa s’víkin, sagði litla konan. — Og hvaðan kemurðu? sa’gði frú Dallas. ~— Frá Halifax, sagði ég. — Það er eitthvað bogið við eyrun á mér, ef þetta er ekki Jósef Willford, sagði Nena. —• Eg er íslendingur, sagði ég. Mér hafði æfinlega orðið það til góðs að geta um þjóð- erni mitt, enda kom það hér að tilætluðum notum. Konurnar horfðu nú á mig raeð undrunarsvip, eins og þær hefðu allt í einu gætt að því, að- ég værj eitthvað öðruvísi en algengir drengir. Oig það var auðséð, að Jósef Willford var s.trax horfinn úr huga litlu konunnar. — Er ég nú ekki alveg hissa sagðj hún. Og mikill einstakur dáUðans auli gat ég verið að taka ekki strax eftir því, að það var ■ útlendur hreimur í rödd drengsins, — já, svo makalaúst útlendur. — Ekki tók ég neitt eftir því, sagði frú Dallas. Mér heyrist drer.gurinn tala alveg eins og hérlendir drengir. — Eg er bara alveg hissa, sagði litla konan. Frú Dallas bauð mér því næst að bíða eftir morgunverði, og sagði, að manninum sín- um, honum doktor Dallas, mundi þykja vænt um að sjá mig, Svo fór hún fram í hús- ið aftur, en ég beið í eldhús- inu og hafði fullt í fangi með að svara spurningum litlu konunnar. Litlu síðar kom frú Dallas aftur til okkar og bað mig að fara fram fyrir og borða morgunverð með 1oktor Dallas. Hún fylgdi mér svo í gegnum húsið og fram í litla stofu, sem var nærri framdyr- um hússins. Þar var lítið borð með hvitum dúk á, og voru þar á borðáhöld fyrir tvo menn, ásamt nokkrum réttum. Við annan endann á borðinu sat aldraður maður, hvatskeyts legur og fjörlegur. Ennj hans var kúlpt óg mikið, augun skarpleg og snarleg, nefið þunnt og íbogið og munnurinn fríður. Haka hans vap nýlega rökuð og eins efri vörin, en grátt skegg, mikið, var á vöng- unum. Hariri var meðalmaður á vöxt, en allar hreyfingar hans lýstu því, að hann hafðii á yngri árum verið framúrskar- andi fjörmaður og harðger. Hann stóð upp frá borðinu, þegar ég gekk inn í stofuria, og tók mjög vin- gjarnlega í hcnd míria og bað mig að setjast við borðið og fá mér árbít með sér. Þegar við vorum seztir við borðið og frúin var búin að hella tevatni í bollana, því hún bar sjálf á borðið, fór þessi ■lærði maður, sem var doktor í heimspeki, að spyrja mig um ferðalag mitt og kringumstæð- ur yfir höfuð, og leysti ég úr slpurningum' hans að svo miklu leyti, sem ég áleit við- eigandi þá í svipinn. — Þú ert skýr drengur, sagði doktor Dallas, þegar hann var búinn að heyra um hagi mína og kringumstæður. Þú ert bókstaflega mjög skýr íslendingur. En gerðu svo vel að fá þér aðra sneið af svíns- lærinu og annað steikt egg til. — Þakka, sagði ég og varð hálf-feiminn af að vera kall- aður skýr. — Eg var að lesa í bók I gær, — bók um mikinn mann, sem var íslendingur, sagðii doktorinn, og getta nú, hvec þessi íslendingur var. : — Eg hugsaði mig um nokkra stund og sagði svo: — Það hefur ef til vill ver- ið Egill Skallagrímsson. — Nei, néi, nei, sagði dokt- orinn og hristj höfuðið. Eg hefi aldrei heyrt þess manns getið, — hann er ekki til x sög- unni. — Það hefur þá verið Njáll, sagði ég. — Sussu, sussu, það nafn er ekki til í sögunni. —■ Þá hefur það verið Snorri 'Sturlusöri, sagði ég. Hanni hlaut þó að vera til i sögunni, hugsaði ég. — Jæja, jæja, sagði doktor- inn og setti á sig lærdóms- svip. Það nafn er vissulega til í sögunni, en það var þó ekki hann, — það var meiri maður en hann. Eg gat nú upp á Gretti, ■ Gunnari og Skarphéðni. Eni doktorinn hristsi bara höíiigið og -sagði, að hin mikla Sagai minntist þeirra hvergi, því a<5 þeir mundu hafa verið ein- göngu víkingar og óeirðasegg- ir. -— Eg get þá ekki getið upp á þeim mikla íslendingi, sagði ég. / ' — Það var einmitt það, semi ég var að bíða eftir, sagðt doktorinn brosandi. Þið Is- lendirigar þekkið ekkj ykkar fáu, miklu menn. Maðurinh, sem ég var að lesa um í gær, var listamaðurinn Albert ThorvaldSen. En gerðu svo vel að þiggja sneið a£ krydd- brauði. Þakka, sagði ég. En ég Einbýlishús á bezta stað við Laufásveg til sölu. í húsinu eru alls 8 herbergi. Laust til íbúðar nú þegar. Stór ræktuð eignarlóð. Nánari upplýsingar gefur: Sigurgeir Sigurjónsson, hæstaréttarlögmaður, Aðalstræti ,8, sími 1 10 43. Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 —o-- Bifreiðastöð Rejrkjavíkur Sími 1-17-20 5ENDIBÍLAR Sendibílastöðin Þröstur Súni 2-21-75 En það var víðar en í borg- 'inni, sem strætisvagnarmr og lestirnar græddu fé þann dag. Jafnskjótt og fréttin var komin í blöðunum, flýtti fólkið sér, sem bjó upp í sveit og þjáðist líka af of miklum hárvexti, til þess að ná í vagnana og lestirn- ar. Allt gekk vel í fyrstu, en brátt fór bíllinn sem Filippus og Jónas voru í að geía sig. — Hann hoppaði og skoppaði á veg inum, svo að þeir félagar urðu að halda sér fast til þess að detta ekki ofan af þakinu. Þá varð allt í einu mikili hvellur, og bíllinn seig niður öðrurni megin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.