Forvitin rauð - 01.05.1973, Side 13
að skilja þau til hlitar þarf oft nokkra
kunnáttu, sem fæstir geta tileinkað sér af
eigin rammleik. Hér er það fræðsla og aftur
fræðsla, sem þarf að koma til, en hún er því
miður í algeru lágmarki hjá mörgum verkalýðs-
félögum. Hér verður aðeins á mjög ágriþs-
kenndan hátt getið helztu launakerfa sem
hér eru í notkun, ef það mætti verða til
þess að vekja einhvern til umhugsunar \un
málið.
Hvað er launakerfi?
Þegar talað er um launakerfi er átt við öll
launagreiðsluform sem tíðkast í atvinnulíf-
inu. Hjá okkur eru tímalaun algengasta launa-
kerfið. Samið er um föst grunnlaun fyrir til-
tekna tímaeiningu: klukkustund, dag, viku eða
mánuð. Ofan á grunnlaiun er að jafnaði greidd
verðlagsuppbót sem háð er breytingum á verð-
lagi vöru og þjónustu. I þessu launakerfi er
sumsé ekkert beint samband milli launa og
afkasta. Með ákvæðislaunakerfunum er hins-
vegar farið að greiða eftir vinnuframlagi og
þessi launakerfi eru ráðandi í vissum starfs-
greinum hér á landi.
Akvæðislaunakerfi
Þessi launakerfi hafa það öll sameiginlegt,
að launin eru á einhvern hátt tengd vinnu-
afköstunum. Þvi fleiri vinnueiningum sem
verkmaðurinn eða vinnuhópurinn skilar á
timaeiningu, þeim mun hærri laun fær hann.
Stundum eru launin einnig tengd vinnugæðum,
t.d. nýtingu hráefnis og öðrum skyldum þátt-
um.
Algengt er að skipa ákvæðislaunakerfunum í
tvo meginflokka; eftir því, hvernig samhengi
launa og afkasta er háttað.
j. Hreint ákvæði Þar standa launin í beinu
hlutfalli við afköstin eða fjölda vinnueininga.
Þetta launakerfi er því oft nefnt einingar-
ákvæði. Tvöföld afköst miðað við svokölluð
meðal- eða staðalafköst, þýða þannig tvöföld
laun. TiX þess að launakerfið "nái tilgangi
sinum" þurfa staðalafköstin að ákvarðast í
sem beztu samræmi við þann tíma sem "meðal-
maðurinn" er að vinna verlcið, og staðall-
inn þarf að miðast við þau vinnubrögð
(aðferðir, verkfæri og aðstöðu) sem beitt
er í raunveruleikanum. -Þetta síðastnefnda
gildir vissulega um öll ákvæðislaunakerfi
eigi þau ekki að verða það sem í daglegu
tali er stundum kallað "fíaskó".
Lapmakostnaður á hverja vinnueiningu verður
ætíð sá sami í hreinu ákvæði, þegar ekki er
um neina kauptryggingu að ræða.
Hér eru hrein ákvæðislaunakerfi einkum
notuð í ýmsum greinum byggingariðnaðarins,
og þau voru á sínum tíma algeng við sí'ldar-
söltun, ákveðin upphæð var greidd fyrir
hverja uppsaltaða tunnu og kauptrygging var
engin. Aberandi er hve oft virðist kastað
höndum til setningar tímastaðla, og verður
síðar að því vikið.
2^__Blandað ákvæði. Þessum flokki tilheyrir
fjöldi launakerfa, þau eru oft kölluð kaupauka-
eða bónuskerfi. Það sem einkum skilur á milli
þessara launakerfa og hreins ákvæðis er þetta
tvennt:
a) Launin hækka ekki í réttu hlutfalli við
afköstin; tvöföld afköst, miðað við
staðalafköst, þýða ekki tvöföld laun,
heldur tiltekinn kaupauka (bónus). Avinn-»
ingurinn af afkastaaukningunni rennur ekki
óskiptur í vasa verkmannsins, heldur skipt-
ist í einhverju umsömdu hlutfalli milli
verkmannsins og fyrirtækisins, t.d. í
hlutfallinu 50/50 eða 30/70.
b) Verkmaðurinn nýtur nær undantekningar-
laust kauptrygginar, þ.e. hann fær sitt
umsamda tíma- eða dagkaup óháð því hvort
hann nær staðalafköstum eða ekki.
Með grófu dæmi mætti e.t.v. skýra nánar hvernig
mismunur þessara tveggja launakerfa kemur frcim í
launum:
A og B vinna sinn á hvorum vinnustað. Þeir-
hafa báðir í laun kr. 150,- á klst. eða kr.1.200,—
fyrir 8 stunda vinnudag. Á vinnustöðum beggja er
tekið upp ákvæðislaunakerfi - einingarákvæði
(eða hreint ákvæði) á vinnustað A, en bónus-
kerfi (blandað ákvæði) hjá B. Báðir ná fljótlega
150% afköstum miðað við staðalinn 100. -Við
skulum athuga hver ákvæðishagnaður gæti skv.
þessu orðið hjá hvorum um sig.
Verkmaður A
Ákvæðisstaðall hans er gefinn upp í minútxun á
einingu og er staðaltími 30 mín. á hverja ein-
ingu. A fær þá kr.75.- á einingu, ef miðað er
við að ákvæðiskaupið sé kr. 150.-. -Nú lýkur
hann að jafnaði 3 einingum á klst., sem er
50% afkastaaukning. Dagkaup A verður þvi:
3 x 8 x 75 = kr.1.800,-
Akvæðishagnaður miðað við dagkaup
(kr.1.200,-) er því kr.600.- eða 50%.
Verlcmaður B
Hann fær ákvæðisstaðal sinn gefinn upp
á sama hátt, 30 mín á einingu. Hann fær
greidd venjuleg tímalaun fyrir þann tíma
sem hann notar til að ljúka hverri ein-
ingu en fyrir þann tíma sem hann sparar, miðað
við staðaltímann, fær hann greiddann kaupauka
eftir hlutfallinu 50/50.
A notar 15 minútur að jafnaði til að ljúka
/3