Alþýðublaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 4
3
AlþýSublaðið
Föstudagur 11, apríl 1958
VeTTV4N6(tk
''S/0S
FANGI Á LITLA-HRAUNX
skrifar mér af tilefni greinar
eftir Krisíján Valtiimarsson,
sem nýlega birtist í Tímanum.
Segir fanginn að það sé alveg
rangt, sem haldið hafi verið
fram í greininni, að til áfengis-
nautnar sé að leita ástæðunnar
fyrir öllum afbrotum. „Sann-
leikiirinn er sá,“ segir fanginn.
,,að þeir, sem hér eru, hafa ekki
lent í raunum sínum vegna á-
fengis, nema um tveir af hundr
aði.“
MEÐ ÞESSUM UMM/ELUM
sínum er þó fanginn ekki að
mæla áfenginu bót, en mér
nkilst, að hann vilji halda þvi
Tram að það sé ýmislegt annað,
oem komi til greina, og þá elcki
-rúzt sálsýki í ýmsum myndum.
Það hygg ég líka að sé rétt.
ANNARS FJALLAR bréf
fangans um ýmislegt fleira.
Hann vill gera lítið úr svoköll-
uðum endurbótum eða nýsköp-
un, sem farið hafi fram á hæl-
inu. I-Iann talar um dyflissur,
sem séu neðanjarðar, hurðir,
sem þurfi hamar til að loka eða
opna, svo hraksmánarlega sé
smíðin á þeim. Einnig sé mikill
skortur á hreinlætistækjum.
FANGAR Á LITLA-HRAUNI
geta að sjálfsögðu fundið að
mörgu í fangelsinu. Ekki hef ég
trú á því, að ekki hafi verið gert
■allt, sem unnt var til þess að
Bréf frá fanga á Liiía-
Hrauni.
Áfengi og afbrot
Dyflissur — Hurðir
Iírákasmíð
Sögur Lögréttu.
gera fangelsið samboðið þeim
tímum, sem við nú lifum á, en
hætt er við að þeim, sem þar
verða að dveljast í fangelsi til
þess að greiða skuld sína við
þjóðfélagið, finnist flest grátt
og allt óþægilegt meðan á
greioslunni stendur.
S. D. SKRIFAR mér á þessa
leið: „Fyrir nokkrum árum gaf
ísafoldarprentsmiðja út ritsafn
í fjórum bindum, er heitir: Sög-
ur ísafoldar, og v&r að innihaldi
meginhluti þeirra merku skáld-
sagna, er þýtt hafði Björn Jóns-
son ritstj. ísafoldar og samstarfs
menn hans. Einnig hefur annað
forlag gefið út bók að nafni: Sög
ur Fjallkonunnar.
NÚ FINNST MÉR vera kom-
in röðin að Sögum Lögréttu. En
sem kunnugt er birtust í því
blaði um alllangt skeið margar
hinar merkustu sögur erlendar í
þýðingu Þorsteins Gíslasonar o.
fl. færustu manna. Yrði safn
þetta rnörg bindi og góð, þar
sem ýmsar af sögunum eru
mjög langar. Auk þess hafði
Þorsteinn Gíslason þýtt Quo
Vadis? og fleira, er út kom í
bókarformi, án þess áður væri
birt í Lögréttu. Þær sögur væru
einnig sjálfsagðar í Sögur Lög-
réttu.
. HÉR SKULU TALDAR nokkr
ar af sögum þeim, er birtust í
Lögréttu: ívar Hlújárn, Basker-
villehundurinn, Percival Keene,
Með báli og brandi, Vesalingarn
ir. Höfundar þeirra eru Walter
Scott, Conan Doyle, kaftemn
Marryat, Henrik Sienkiewicz og
Victor Flugo. Er ekki að efa að
þessar sögur og margar aðrar
mundu kærkomnar bókmennta
unnendum, einkum þar sem þýð
ingarnar eru snilldarverk.“
AF TILEFNI þessara orða vil
ég minna á það, að sumar þess-
ara bcka hafa nýlega verið gefn
ar út, eins og til dæmis: ívar
hlújárn, Baskervillehundurinn,
Percival Keene og jafnvel fleiri.
En það er satt, allt-voru þetta
góðar og skemmtilegar sögur og
mikið lesnar.
Hannes á horninu.
( Frá Sameinuðu Þjóóurtum )
EIN AR ÞEIM mörgu hætt-
xim, sem steðjar að flugumferð
siútímans er — þótt ótrúlegt
rr.egi þykja — rottuplágan. Rott
vr geta auðveldlega valdið tjóni
á flugvélum, og auk þess eru
þær sem kunnugt er hinir
verstu smitberar, hvort sem
þær fyrirfinnast í lofti eða á
jörðunni. Yfirleitt er heilbrigð
iseftirlit og hreinlæti í flug-
höfnum og í flugvélum mjög
anikilvægt atriði, sem nú hefur
verið tekið til athugunar á al-
þjóðlegum vettvangi.
Árið, sem leið, komu og fóru
íim 90 milljónir manna til og
frá alþjóðaflughöfnum heims-
ins. Gert er ráð fyrir, að þessi
tala aukist upp í 100 millónir
•a þessu ári, Margir þeirra, sem
l:oma í flughafnir, hafa ferðazt
óraleiðir á skömmum tíma.
JMenn eru þreyttir og því mót-
tækilegir fyrir sjúkdóma, Loft-
lagsbreytingar eru oft miklar,
og margir koma frá stöðum þar
£em .almennu hreinlæti er á-
bótavant eða þar sem farsóttir
eru iandlægar.
Það gefur því auga leið, hve
heilbrigðisráðstafanir allar eru
nauðsynlegar í flughöfnum og
flugvélum.
WIIO TEKUR MÁLIÐ
Á DAGSKRÁ.
í byrjun þessa mánaðar
(marz) gekkst Alþjóðaheilbrigð
isstofnunin (WHO) fyrir fundi
sérfræðinga á sviði heilbrigðis-
mála og flugmála, sem haldinn
var í Genf. Sérfræðingarnir
komu frá ýmsum löndum. (Frá
Norðurlöndum mætti S. Háger-
ström (Svíi) fyrir hönd SAS
flugfélagsins. Tilgangur fund-
arins var að gera tillögur um
lágmarkskröfur til flughafna og
flugvéla í alþjóðaflugumferð
um hreinlæti og heilbrigðis-
ráðstafanir. Sérfræðingarnir
urðu ásáttir um, að almennt
hreinlæti og tæki til hreinlæt-
is væri fyrsta krafa, sem gera
bæri til alþjóðlegrar flughafn-
Pólýí ónkórinn
NÝR kór, Pólýfónkórinn,
-hélt fyrst-u tónleika sína í
Laugarneskirkju sl. þriðjudags
fcvöld. Stjórnandi kórsins er
Ingólfur Guðbrandsson, ein-
söngvari var Ólafur Jónsson.
Páll ísólfsson lék fjögur verk á
orgel kirkjunnar, auk þess sem
hann lék undir einleikinn. Tón
feikar þessir voru mjcg ánægju
legir.
Leikur Páls var ágætur að
vanda, þótt hann næði varla
sínurn standard í passacaglíu
Muffats. Rödd Ólafs er varla
nógu þjálfuð enn til að valda
aríu Stradellas. Söngur kórs-
ins var mjög fágaður og féllu
raddirnar afar vel saman. Það
er verulegur fengur að þessum
kór. Tónlistin, sem hann flytur,
er gullfalleg og flutt af næm-
um smekk. Ástæðulaust er að
telja upp hin einstöku verk, en
þó má minnast á nýtízku verk-
in eftir Distler og Fjölni Stef-
ánsson, sem sómdu sér mjög
vel meðal hinna gömlu meist-
ara á efnisskránni. Vonandi
verður þessum standard í efn-
isvali og flutningi ha.idið, sem
fram kom á þessum fyrstu tón-
leikum.
G G
PS. Vel hefði mátt klappa,
þótt í kirkju væri.
ar. Þeir töldu einnig æskilegt,
að í hverri flughöfn væri fyrir
hendi nauðsynlegt húsnæði og
tæki eða útbúnaður til þess að
hægt væri að koma upp sóttkví,
t.d. ef vart yrði bólusóttar, kól-
eru eða annarra skæðra pesta.
Áður hafði WHO samið reglur
um heilsuverndarrráðstafanir
fyrir flugfarþega og flugvéla-
áhafnir gegn farsóttum. Einnig
hefur WHO gefið út reglur um
ráðstafanir gegn hættulegum
skorkvikindum, sem flytjast
með flugvélum. Ræddi sérfræð
inganefndin þessi mál öll og
auk þess hættur, sem flugfar-
þegum getur stafað af drykkj-
arvatni og matvælum.
HEILBRIGÐI FLUGÁIIAFNA
LÍFSNAUÐSYN.
Það segir sig sjálft að gera
beri allar hugsanlegar og nauð
synlegar ráðstafanir til að
vernda heilsu flugfarþega, En
sérfræðinganefnd WHO benti
á, að það gæti blátt áfram ver-
ið lífsnauðsyn, að flugáhafnir
væru jafnan við fulla heilsu við
starf sitt. Sjúkleiki meðai flug-
vélaáhafnar gæti leitt til óstarf
hæfni með afleiðingum, sem ó-
þarfi er að lýsa.
'Sérfræðingarnir lögðu til,
að WHO léti gera band-
bækur um þær kröfur, sem
gerðar eru til hreinlætis og
heilbrigðisráðstafana í flugvél-
um og flugstöðvum til þess að
trvggja jafnvel enn betur en
nú er gert heilsu farþega og
áhafna.
ROTTUPLÁGAN.
Sérfræðinganefnd WHO lagði
sérstaka áherzlu á að útrýma
bæri rottum frá flugvöllum.
Rottur eru smitberar af verstu
tegund, og ef þær komast um
borð í flugvélar geta þær verið
Framhald á 8. síðu.
Eyvind Johnson
Framhald af 3. siðu.
yrtum stíl, en í alvörunni bregð
ur víða fyrir sjálfhæðni. Ung-
lingurinn Ólafur nær tökum á
lesendum þegar í upphafi og
heldur því til loka hins langa
bókaflokks, sem einnig er
merkileg heimild um viðburða-
ríkt tímabil í sögu sænska þjóð
félagsins. Jafnframt er hér lýst
á ógleymanlegan hátt þróunar-
sögu fróðleiksfúss unglings.
Er síðasta bindi ritsafnsins
um Ólaf kom út, hafði blikur
dregið á loft, nazismi og fas-
ismi náðu æ meiri völdum, og
á Spáni hafði um hríð geisað
borgarastyrjöld. Eyvind John-
son hafði alltaf fylgzt með at-
burðum líðandi stundar og ver-
ið andvígur hvers konar of-
beldi. Það var því eðlilegt, að
hann andmælti yfirgangsstefn-
um. Þetta kemur fram í skáld-
sögunum Nattövning (Heræfing
að nóttu) 1938 og Soldatens
aterkomst (Hermaður snýr
heim) 1940. Athyglisverðastar
þeirra bóka, sem sýna baráttu
skáldsins í þágu mannkynsins,
er þó bókaflokkurinn mikli um
Krilon fasteignasala og vini
hans (1940—45). Hér er við-
fangsefnið —• andstæðan ein-
ræði: lýðræði — fært á persónu
legt svið. Tilgangurinn og ádeil
an er þó augljós. Krilon lýsir
skoðunum sínum þannig:
„Frjálsar umræður eru merk-
asta aðferðin, sem mannkynið
hefur fundið upp, og ég trúi á
þær“. Að láta allar skoðanir
njóta sín einkennir ritverk Ey-
vinds Johnson. Hann er um-
burðarlyndur og hefur yndi af
rökræðum. í mörgum eldri bók
um hans er varpað fram svo
mörgum og skynsamlegum skoð
unum, að erfitt er að átta sig
á því, hvaða málstað höfund-
urinn sjálfur fylgi. En þegar
aðalatriðið, málfrelsið, er í
hættu, þarf enginn að vera í
vafa um skoðanir Eyvinds
Johnson.
Eftir stríðið hefur Eyvind
Johnson leitað nýrra leiða í
skáldskap sínum, bæði að efn-
isvali og stíl. Hann er einri
þeirra rithöfunda, sem aldrei
eru í rónni, en alltaf þurfa aS
leita að einhverju nýju. Bókia
Strándernas svall (SævarhljóðJ
sem ort er upp úr Odysseifs-
kviðu, varð mjög vinsæk í
henni sýnir hann grísku hetj-«
urnar í ljósi nútíma sálarfræðfc
Revnir hann með því að draga
upp sannari mynd af mannseðl-
inu en hetjukvæðin sýna. Á síð*
ari árum hefur Eyvind Johnsom
'enn fært út kvíarnar um efnis-
val, meðal annars skrifað ágæta
skáldsögu um galdraofsóknir í
Frakklandi á miðöldum,
Drömmar om rosor och eld
(Draumar. um rósir og eldfc
Þessi bók er táknræn eins 0$
önnur rit Eyvinds Johnson og á
brýnt erindi til nútímamannao
Síðasta bók Eyvinds John-
son er Molnen över Metapont-
íon (Ský yfir Metapontion) en
hún kom út 1957. Molnen övert
Metapontion er yfirgripsmikil
frásögn, er gerist í Hellas,.Su$
urítalíu fortíðarinnar og einnig
í Evrópu nútímans! Þessi bólc
segir frá mannlegum kjörum ojg
listinni að lifa af allar hörm-
ungar. Það má að vísu segja að
ritverk Eyvinds Johnson fjalli
öll um þetta efni. Norrlending-
urinn sjálfmenntaði er orðinr*
einn mesti húmanisti sænskra
bókmennta, forvígismaður vesi
rænnar menningar og einstak-
lingsréttinda. Það er þetta, sení
veldur því, að Eyvind Johnsorj
getur komið jafnauðveldlega
fram á hinum ólíkustu sviðum,
í Norrlandi og Stokkhólmi nú-
tímans, í Frakklandi miðald-
anna og Grikklandi fornaldar-
innar. Umhverfið er baksvið
persónanna í smæð þeirra eða
mikilleik, en maðurinn og
vandamál hans eru söm á öll-
um öldum.
Áður var rætt um Krilon fast
eignasala, sem er aðalpersónan
í einum af merkustu ritverkum
Ej'vinds Johnson. Orðið Krilon
er myndað af nöfnum Krists
og Platon. Andlegs skyldleika
Eyvinds Johnson við Sókrates
og Platon kennir víða í ritum,
hans, og þótt lífsskoðun Ey-
vinds só fjarlæg kristindómi,
verður skáldskaparstefnu hans
ef til vill bezt lýst með orðun-
um: Ecce homo, Sjáið manninn.
B.A.
ORÐSENDING
íbúð að Melgerði 26, I. hæð og hálfu.r kjallari, er til
sölu. Eignin er bvggð á vegum Byggingarsamvinnu-
félags Reykjavíkur og eiga félagsmenn forkaupsrétt lög
um samkvæmt.
Þeir félagsmenn, sem vilja.nota forkaupsréttinn, skulu
sækja um það skriflega til stjórnar félagsins fyrir 17.
þ- m. Stjórnin.
SPESPEGILL