Alþýðublaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið Föstudagur 11. apríl 1953 r r I. ÁRIÐ 1938 varð örlagaríkt í sögu Alþýðuflokksins og alþýðu. samtakanna yfirleitt. Þá var að rnestu lokið þeirri þrotlausu baráttu, sem háð hafði verið allt frá stofnun þessara sam- talta, árið 1916, og beindist að því að fá verkalýðssamtökin viðurkennd sem samningsaðila um kaup og kjör. Atvinnurek- endur höfðu gefizt upp við þá fáránlegu og hrokafullu afstöðu sína að neita að viðurkenna samtök verkafólksins sem samn ingsaðila fyrir þess hönd. Um leið hófst eðlilegt samstarf á þessu sviði milli verkafólks og stjórnenda atvinnutækja. Mik- ill . og eftirminnilegur sigur hafði unnizt, sem hægt var að grundvalla á áframhaldandi — og friðsamari baráttu um skipt ingu arðsins af striti alþýðunn- ar í landinu. ■ En nýjar blikur höfðu risið. Kommúnistaflokkurinn var stofnaður árið 1939, og klofnaði þá Alþýðuflokkurinn, um leið óx um allan helming baráttan og togstreitan um verkalýðsfé- lögin og þar með Alþýðusam- bandið. Kommúnistar höfðu efnt til samblásturs í hverju einasta félagi og níddu hvert einasta mál, sem Alþýðuflokk- urinn beitti sér fyrir, og sömu- leiðis alla þá menn, sem á einn eða annan hátt höfðu forystu á hendi fyrir Alþýðuflokkinn, Alþýðuflokksfélög og verkalýðs félög um þvert og endilangt landið. Þessi bræðravíg höfðu staðið í nokkur ár að vísu, en voru nú hert mjög. Tvennt tóku kommúnistar um þessar mund- ir til stuðnings sér: samfvlk- ingarslagorð og liðveizlu Siálf- stæðisflokksins gegn Alþýðu- flokknum í barártunni um völd in innan verkalýðsfélaganna. II. Enginn getur gert sér í hug- arlund, sem ekki fylgdist. með baráttunni innan verkalýðsfé- laganna á þessum árum. hversu hatrömm hún var, hve auvirði- legum vopnum var beitt af hálfu kommúnista og af hve dæmalausu samvizkuleysi bar- izt var af þeirra hálfu. Slíkum baráttuaðferðum höfðu verka- mennirnir, sem í raun og veru höfðu byggt upp alþýðusamtök- in, alls ekki gert ráð fyrir að gætu átt sér stað. Þær komu þeim á óvart og fjölmargir þeirra gátu ekki gert sér grein fvrir hinum. nýiu viðhorfum. Til þess tíma, meðan flokkur- inn var einn og hagsmunir stéttafélaganna voru látnir marka stefnuna, hafði allt sam- takaþrek alþýðunnar stefnt að því að sækja gegn ofurvaldi at- vinnurekenda, ósanngirni þeirra og hroka — og af þeirri baráttu höfðu verkamenn séð mikinn og góðan árangur. Þeir höfðu gert ráð fyrir, að haldið yrði áfram á sömu braut. En allt breyttist. Margir fundir fé- 1 aea, eins og t.d. Dagsbrúnar, urðu eins og skrílsamkomur. Kommúnistár æptu og spörk- uðu eins og óðir væru í hvert sinn, er þeir tóku til máls, sem ekki voru af beirra sauðahúsi, hrindingar áttu sér stað og 'pústrar. Það var vísvitandi til- gangur kommúnista, ákveðinn og útreiknaður, að þreyta verka mennina, sem barizt höfðu frá unnhafi samtakanna og flæma þá frá fundarsókn. Þetta bar og árangur á fleiri en einn hátt. Núverandj stiórn og varastjórn Alþýðuflokksfé lags Reykiavíkur. Fremrj röð frá vinsti: Bald- vin Jónsson varaformaður, Aðalsteinn Halklór ssgn gialdkeri, Eggert G. Þorsteinsson formað- ur, Guðbjörg Arndal. Aftarj röð frá vinstri: Si guroddur Magnússon, Jón Sigurðsson fjármála ritari, Ögmundur Jónsson, Guðmundur R. Odd sson og Jón Leós. Á myndina vantar ritara fé- Iagsins Finn B. Kristjánsson. í gröfina og dugmesta og ákaf- ■asta baráttumann sinn yfir í raðir andstæðinganna. Þetta var næsta óbætanleg blóðtaka fyrir flokkinn, en við því varð ekki gert. — Öllum eru kunn örlög Iiéðins Valdim.arssonar. Hann sá mjög fljótt, að honura hafði skjátlazt. Samfylkingar- og samvinnutalið var slagorð eitt. aðeins gert t.il að sundra alþýðunni. Þjónkun flokksins við hið austræna stórveldi var jafn skilyrðislaus og þrællund- uð og alltaf áður. Og nú átti Pléðinn að bera ábyrgð á þeirri stefnu — og þar á meðal árás Rússa á Finnland 1939.Þá sagði Héðinn sig úr kommúnista- flokknum með nýja svikanafn- inu. Hann stóð eftir vonsvikinn. Hann hafði unnið í góðri trú og djúpri löngun til þess að sam- eina snautt verkafólk, sem átti að vinna saman. Niokkru síð- ar mun hann hafa leitað eftir því að fá inngöngu í Alþýðu- flokkinn að nýju, en því mun hafa verið hafnað — og vissu fáir af. Að líkindum voru það ein hörmulegustu mistök, sem Alþýðuflokknum hafa orðið á. Eldri mennirnir, sem bezt höfðu staðið í baráttunni og öllum hnútum voru kunnugast- ir, þreyttust, þeir gátu ekki staðið í slíkum bræðravígum — og þeir hættu að sækja fundi. Þar með var varnargarðurinn rofinn og leikur kommúnista varð auðveldari. En þetta hafði og önnur á- hrif. Mörgum af ágætustu leið- togum verkalýðsfélaganna sveið undan þessum átökum. Þeir töldu ófært að eyða þreki og kröftum verkafólksins í inn- byrðis stríð, í staðinn fyrir að beina því í þá átt, sem það hafði alltaf beinzt á3ur. Þess vegna- fóru nokkrir þeirra, og þar á meðal eipn dugmesti og harðskeyttasti leiðtogi fólksins, Héðinn Valdimarsson, .að leggja eyrun við samfylkingarboðum og fagurgala kommúnista. Héð inn var ákafamaður, góðviljað- ur í garð samtakanr.a, laus við kreddur eða trú á kennisetning ar. Baráttan var hans aðall, en ekki þó innbyrðis bræðravíg. Hann tók nú forystuna fyrir þeim Alþýðuflokksmönnum, sem töldu rétt að taka upp við- ræður við kommúnista um raunverulega sameiningu verka lýðsins í einn stjórnmálaflokk. Og Héðinn hóf starf sitt þegar í stað af því frábæra kappi, sem honum var svo eiginlegt. Hann hóf það starf með því að ferð- ast um landið, heimsækja Al- þýðuflokksfólk, skrifa forystu- mönnum víðsvegar og ta'a við þá í síma. Við alla talaði hann sem varaformaður Alþýðu- flokksins og gerði heldur lítið úr því, að aðrir leiðtogar flokks ins yrði andvígir sameiningu við kommúnista, ef hópurinn yrði nógu stór á væntanlegu flokksþingþ sem krefðist sam- eíningar. Á þennan hátt gróf Héðinn fallgryfjur fyrir stjórn flokksins og alla þá, sem voru andvígir sameiningu við kom- múnista, ef hópurinn yrði nógu múnista. Fjölmargir fundir voru haldn ir jnnan flokksins um þessi mál en bilið stækkaði æ meir milli þeirra, sem fylgdu Héðni og hinna, sem ekki trúðu á sam- vinnu við kommúnista, en Jón Baldvinsson hafði forystu fyr- ir þeim. Loks var svo komið að Jón Baldvinsson taidi rétx að setja Héðni úrslitakosti. Varþað gert á mjög vinsam(eganogkurt eisan hátt, en Héðinn, svo skap- mikill sem hann var, neitaði öllu slíku. Að því loknu sam- þykkti stjórn flokksins að vísa honum úr flokknum og koma þar með í veg fyrir það, að hann gæti talað við flokksmenn víðs vegar um land með óskert traust flokksstjórnar eða sem varaformaður flokksins. Haraldur Guðmundsson, fyrsti formaðurinn. III. Það er óþarfi að rekja hér allt það, sem síðan gerðist. Héð inn tók nú þegar í stað opin- bera afstöðu með samfylgdar- tilboðinu og leitaði meira að segja fulltingis kommúnista í baráttunn sinni við andstæð- inga sína innan Alþýðuflokks- ins. Svo leið að því, að aðalfund- ur Jafnaðarmannafélags ís- lands yrði haldinn en það var flokksfélag Alþýðuflokksins í Reykjavík. Vitað var, að þar yrðu mjög hörð átök. Andstæð ingar Héðins héldu mjög fjöl- mennan fund í Alþýðuhúsinu kvöldið áður en aðalfundinn átti að halda. Var þar eftir mikl ar umræður samþykkt í nær einu hljóði að kljúfa ekki Jafn- aðarmannafélagið, þó að Héðni tækist að ná meirihluta í bví og þar með stjórn þess og stuðri ingi við samfylkingarbröltið. Aðalfundurinn var haldinn í Nýja bíó og var fundurinn fjöl- sóttur. í fundarbyrjun kom Héðinn Alþýðuflokksmönnum á óvart. Bornar voru upp um 170 inntökubeiðnir manna, sem nær allir voru kommúnistar eða fylgifiskar þeirra, og sum- ir jafnvel meðlimir í Kommún- istaflokknum. Urðu mikil átök um þessar inntökubeiðnir. Voru þær síðan samþykktar við mjög vafasama atkvæða- greiðslu. Var þá ólga svo mikil í mönnum, að við lítið varð ráð ið. Haraldur Guðmundsson, sem átti að hafa forystu fyrir Al- þýðuflokksmönnum, vildi aug- sýnilega hlíta þeirri samþykkt, er gerð hafði verið á fundinum kvöldið áður. En verkamennirn ir sjálfir réðu úrslitunum. Tveir verkamenn, annar stadd- ur niðri en hinn uppi, hrópuðu samtímis: „Við Alþýðuflokksmenn för- um allir út og stofnum Alþýðu flokksfé!ag“. Og það var eins og við mann inn mælt. Alþýðuflokksmenn þustu úr salnum. Hópurinn safn aðist saman fyrir utan fundar- staðinn. Maður var látinn hlaupa upp í Alþýðuhús til þess að vita, hvort fundarsalurinn væri laus. Reyndist svo vera og kom hópurinn þangað. Þar mættu 125 félagar úr Jafnaðar- mannafélaginu ogsamþykktuað kjósa 25 manna nefndtilþsssaö vinna að undirbúningi reglu- legs stofnfundar. Fyrri stofn- fundurinn var síðan haldinn 24. febrúar, en hinn síðari 9. marz. Þá var félagið fullstofnað, og gerðust um 800 manns stofn- endur. Héðinn Valdimarsson spurði þann, sem þetta ritar nokkru síðar: „Hvar tókst ykkur að finna allt þetta fólk?“ „Þetta er fólkið á heimilun- um, sem þú gleymdir að væri til,“ var svarið. „Það reis upp tíl verndar þeim hugsjónum, sem flokkurinn var stofnaður til .að berjast fyrir.“ IV. Ég sagði, að árið 1938 héfði crðið sögulegt í baráttu Alþýðu flokksins. Hann missti helzta foringja sinn og brautryðjanda V. Margt hefur gerzt síðan Al- þýðuflokksfélag Reykjavíkur var stofnað mitt í hálfgerðu byltingaástandi um þvera og endilanga verkalýðshreyfing- una. Sjálfstæðisflokkurinn kom kommúnistum til valda í Al- þýðusambandinu — og skapaði þeim þar með fótfestu í allsherj arsamtökunum. Nokkrir menn í fylgd með óþolinmóðum ný- græðingum höfðu ekkert lært af mistökum Héðins Valdimars sonar og klofið Alþýðuflokkinn enn að nýju. Kommúnistar hafa hreiðrað um sig værukærir í stjórnarskrifstofum verkalýðs- félaga. Þeir hafa ekki sömu sjónarmið og þeir sem fórnuðu starfskröftum sínum til að byggja upp verkalýðshreyfing- una. Verzlunarhagsmunir er- lends stórveldis, svo og utan- ríkishagur þess, að öllu öðru leyti er meiru ráðandi í afstöðu þess flokks en hagsmunir ís- lenzkrar alþýðu. Alþýðuflokk- urinn hefur að atkvæðamagni og styrkleika inn á við ekki borið sitt barr eftir alla þá sundrungu, sem átt hefur sér j stað í röðurn hans. En hann hef ur verið trúr grundvallarhug- sjónum brautryðjendanna. Alþýðuflokksfélag Revkjavík jur, sem heldur upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt í kvöld, er I útvörður Alþýðuflokksins í Reykjavík. Megi það alltaf halda hótt á lofti merki þeirra I hugsjóna sem brautryðjendur | höfðu þegar í upphafi og hafa að stefnumarki: Aukna |inannúð. meiri mannhelgi, jöfn ;uð á kjörum allra landsins barna, réttlæti, frið og frelsi. Og í raun og veru er mál- staðurinn það eina, sem máli skiptir. VSV. FÉU6SLÍF Skíðaferð í BláfjÖll á sunnu dag. Upplýsingar í skrifstofunni Lindargötu 50 í kvöld kl. 6.30 til 7,30.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.