Alþýðublaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1958, Blaðsíða 5
Föstudagur 11. anríl 1958 AlþýðublaðiS Ferðaþælfir - V. VIÐ SVÁFUM sæmilega um j íióttina, en þó var hávaði af umferð á veginum. Var yfir- leitt bæði mikil og hröð um- ferð þarna, enda er þetta í þjóð' íbraut. ! Morguninn eftir var sólskin, <Dg gengum við ofan í bæinn að finna mann þann, sem við Jiöfðum er'indi við. Hann tók yel1 á móti. okkur á skrifstofu Einni og bauð okkur kaffi. Sagð ist liann myndi koma til okkar á hóíelið kl. 1 og bjóða okkur í miðdegisverð. Við fórum svo aftur til hótelsins, en tókum jnyndir á leiðxnni. I NOTIÐ GESTRISNI í Við greiddum fyrir nætur- greiðann og biðum til kl. 1. Pá kom kunningi okkar, hr. Kocksámper, og var í spán- inýjum Mercedes-Bens bíl. Ók- íum við síðan yfir brúna og upp eítir sömu hæðinni og kvöldið áður, eftir malbikuðum og íbreiðum bílvegi og upp að aminnismerkinu. Leit nú allt íiðruvísi út, í sól og birtu, en Kvöldið áður, í þoku og myrkri. ÍEr þarna miög fagurt útsýni <í>fan yfir dalinn og sléituna, Bem \Veser rennur um, og hæð- írnar í kring. Sáum við vel yf- ir á Jakobsberg og sjónvarps- turninn, sem er þar uppi á fjallinu, en hann er kenndur Við Bismark gamla og heitir Bismarkturn. í suðaustur sáurn Við fjallgarðinn Wiehenfjöll, Csem Wiítekindsberg er hluti af) svo langt sem augað eygði. Austan við Jakobsberg sáust hin skógivöxnu Weserfjöll, en lcngt norður eftir norðurþýzka láglendinu, og alla leið til Tenteburger-skógar og Pyr- jnontfjalla. Nær sáum við yfir „Fuglaparadís“ sem er afgirt- Pr nokkurskonar þjóðgarður eða friðaður reitur. Liggur ihann nærri bænum, innan um kornakra og engi á Weserbökk- um. Eru bar miklar tjarnir og iriög fiölbreytt jurtalíf og fuglalíf. Þar eiga margav sjald- gæfar fugiategundir hreiður sín. Þarna uppi er matsöluhús <D,g fórum við þar inn og bauð leiðsögumaður okkar okkur þar að borða. Þarna voru tveir Btórir salir með glerveggjum, sem sneru ofan að dalnum, svo &ð hægt var að njóta útsýnisins. LVíð gáíum valið um ýmsan mat og fengum þarna ágæta máltíð og öl og Iétt vín með maínum, en af þeim drekka Þjóðverjar mikið og sér þó. sjaldan ölvun um beint að skipastiganum hjá Weser, sern áður er getið. SKIPASTIGINN MINDEN I í skippsstiganum. á fólki, enda er ekki drukkið mikið í einu. Margt fólk var þarna að borða, og virtist það flest vera verzlunarmenn, og svo nokkrir smáhópar á skemmtiferðalagi. Við eitt borðið sátu t. d. nokkrar full- orðnar konur, flestar gráhærð- ar, og höfðu allar litla marg- liía stráhatta á höfðunum. Voru þær mjög kátar og virt- ust skemmta sér ágætlega. Eft- ir máltíðina gengum við að minnismerkinu og tókum myndir og var þar mjög margt ferðafólk að skoða það og taka myndir, enda dásamlegt veður og fagur staður. Síðan stigum við upp í bílinn og var nú ek- ið til Múnchen. Vorum við að- eins 10 mín. á leiðinni og ók- Svo sem fyrr var frá sagt, mætast þarna Weser og Mið- landsskurðurinn, sem nær alla leið frá Ruhrhéruðunum til Berlínar. Var skurðurinn byggð ur um og fyrir síðustu aldamót er geysilegt mannviki. Við gengum að vatnslokunum og sáum þegar stór og langur flutn insbátur kom inn í skipastig- ann og á eftir honum mótor- skip með skólabörnum. \'roru þessi skip að fara af ánni og upp í skurðinn, sem liggur hærra. Var vatnslokunum síð- an lokað með vélarvindum og vatni dælt inn í þróna, þar til vatnsborð hennar var orðið jafnhátt og í skurðinum. Þá var opnað inn í hann og sigldu skipin þá áfram inn í skurðinn og inn í skipastigann (þróna) og var svo lokað á milli og vatninu dælt úr þrónni. Lækk- aði þá vatnáborðið og skipin auðvitað með því, um 20—30 metra á að gizka, unz það var orðið jafnhátt vatnsfleti árinn- ar, lokurnar voru opnaðar þar á milM og skipin sigldu út á ána. Var gaman að sjá þetta mikla mannvirki og notkun þess, enda var þarna fjöldi fólks að horfa á, bæði Þjóðverjar og útlendingar, t. d.; Hollendingar margir, skólabarnahópar o. fl. Ferjubátarnir eru flatbotn- aðir, því að Weser er grunn þarna. Eru þeir dregnir af mót- orbát upp ána, mótí straumi, Vatnið hækkar í kvínni. en fara sjálfkrafa undan straumi, ofan , eftir ánni. Oft býr öll fjölskylda skipstjórans um borð, í sumarfríinu, og sá- um við þar fólkið á þilfarinu og börn að leik. Þar hékk þvott- ur á snúru til þerris. Næst fór- um við í gönguferð eftir steyptri gangstétt yfir ána, með fram skurðinum og síðan ofan stiga og eftir löngum göngum undir skurðinum. Weser flýtur stundum á vorin, þegar vöxtur hleypur í hana, yfir bakka sína cg inn í garða og kjallara þarna í Minden, og getur því bæði gert gagn og ógagn. Skurð urinn er miög mikilsverð sam- gönguæð og léttir mjög á ílutn- ingum t.d. á kolum af járnbraut unum á þessari leið, frá Ruhr til Berlínar. Sparar það líka mikinn flutningskostnað, því að þessir flutningar eru miklu ó- dýrari en með járnbrautum. í IIANNÓVER Eftir þetta ferðalag var okk- ur boðið upp á kaffi í veitinga- skála þarna rétt hjá. Ókum við síðan til járnbrautarstöðvar- I innar því að komið var að brot'f- farartíma lestarinnar, sem við, ætluðum' með aftur til Hann- over. Fylgdi Kochskámper okk- ur inn í vagninn og kvöddum við hann meS miklu þakklæti fyrir skemmtilegan dag. Fannst okkur gestrisni þeirra Þjóðverj anna ekki mvndi vera öllu minni en okkar íslendinga, þótt fræg sé. Þegar til Hannover kom, urðum við að bíða þar í klukku tíma eftir kvöldlestinni, sem við ætluðum með áfram suður til Múnchen í Bayern þá urn. nóttina. Samt hættum við okk- ur ekkert út í borgina en biðum. úti á torgi rétt hjá járnbraut- arstöðinni, því að veðrið var gott. Það var fótstallur einn. hár og stóð á honum eirmvnda- stvtta af einum konunginum i Hannover, Ernst Ágúst og er hann þar á hestbaki. Hannover er ein af stærri borgum Vesí- ur-Þýzkalands og virtist okkui’, fljótt á litið, hún hafa ýms stór borgaeinkenni. Var þarna margt um manninn og nokku.ð blandaður lýður að því er virt- ist. Var það eini staðurinn á leíð okkar, þar sem við sáum það, sem hér eru nefndir „rónar’* á góðri reykvísku. Þoru þaS einkum nokkrir unglingar, sera vöktu athygli okkar, því að slík sjón er sjaldgæf í Vestur- Þýzkalandi. . X TIL SUÐUR- ÞÝZKALANDS Klukkan rúmlega 8 héldum Við svo af stað með lest suður á bóginn. I ljósaskiptunum sá- um við konungshöll fyrrver- gpdi kónga í Hannover bera við loft á hæð einni, en nú dimmdi óðum og sáum við því lítið ut um gluggana. í klefanum með okkur voru roskin hjón og gam- all niaður og tókum við tal saman., Þegar Ieið á kvöldið fé'i~ um við að dotta, hver í sínu sæti. Sætin má draga út, svo að hægt er að liggja í þeim. sæmilega þægilega. Þut.um við nú sofandi áfrám Framhald á 8. síðu. KEÍMSÓKN Á STAMPEX f WESTMINSTER Central Hall, húsinu, sem bráðum muh birtast á frímerkjum frá Sam- einuðu þjóðunum, var dagana 15.—22. fyrri mánaðar háídin hin árlega Stampex frímerkja-, sýning, sem haldin er af'Félagi, frímerkjakaupmanna í London í samvinnu við Félag ungra frí- merkjasafnara á staðnum. Þetta var geysistór sýning,- sem marka má þegar athugaö er að á henni gat að líta 122 sýn-' ingarramma, fremur stóra, at.ik allra sölustandanna 42 að tölu, sem hver um sig var þannig úr garði gerður, að þeir settu mik- inn svip á sýninguna. Þá voru 10 sýningarklefar, sem einstök. ríki höfðu á leigu og sýndu þar. úrval merkja sinna og auglý.stu þau, m. a. Sam'éinuðu þjóðirhar.' Söfn þau, er þarna gat aö'lítá voru flest frá Brétlandi .>'Og. brezku nýlendunum, en )auk þeirra ýmís söfn, er vöktu mtkls eftirtekt híns norræna gests. ý. Þarna var gott, safn merkja og umslaga frá Noregi, frá tíma bilinu 1786 til 1855 og með þvi rakin saga póstsamgangna þar í landi á þessum tíma. Ilin nýju kóngamerki frá Sví- þjóð voru og sýnd og ger’ður samanburður á þeim og brezku Játvarðs VIII. merkjunum. Þá var og þarna mjög gott safn merkja frá Sameinuðu þjóð unum. Mótívsafnari einn sýnir hvern ig hann ferðast umhverfis heim inn með því að safna mótívinu landabréf. Safnið „Víkingar á frímerkj- um“ var mjög skemmtilegr. Haraldur harðráði, Leifur Ei- ríkssoh, Þorfinnur Karlsefni og Snorri Sturluson eru þarna full trúar víking'anna, sem herjuðu á England í eina tíð og virðast nú betur liðnir af Bretum en þá. Þá má ekki gleyma eina ís- landssafninu, sem á sýningunni var, en það var saín umslaga frá 19. öldinni. Umslög með marg- víslegum merkjum og stimplu.a •úin. Voru þarna meðal annars ímorfe 'umslög með stimplinum „MEÐ SKIPI FRÁ ÍSLANDÍ“ og öðrum stimplum, sem fyrjr tilviljanir hafa komið á íslenzlf umslög. Auk þess íslenzk um-J slög með erlendum merkjum, bt e. a. s. stimpluð með íslenzkim| póststimplum. Þá ber þess að geta, áð þarmi var til staðar ungur kennariÁ stúlka, sem valin hafði veriS fegurðárdrottning sýningarinn- ar, eða „Frímerkjadrottning 1958“. Er -ég.hafði verið kynntur fyr ■ ir henni, barst talið fljótlega a5 sameiginlegu áhugamáli okkar frimerkjunum. Er ég spurði hana hve lengi hún hefði safnað frímerkjum svaraði hún: — Síðan ég var S ára gömul. Byrjaði ég vegrm þess að faðir minn var í sjó- hernum og sendi oft bréf heiro, auk þess sem hann keypti oftast eitthvað af frímerkjum í hverju landi, er hann kom til. Þetta var ágætis grundvöllur að söfn- un mínni, en sjálfur var harm Framhald á 8. síðo. J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.