Alþýðublaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.04.1958, Blaðsíða 4
A 1 1» ý 3 u b 1 a 3 i 3 Fimmtudagur 17. apríl 1958 verr MG RÍKISSTJÓRNIN og fcing- flokkarnir hafa undanfarið set- ið á fundum til þess að finna tausn á fjárhagsvandamálunum. JÞannig hefur þetta verið um langart' aldur. Áður en núver- nndi stjórn tók við voru sífelld verkföll og helztu atvinnuvegir þjóðarinnar stöðvuðust tímnn- um saman. Þetta breyttist við tilkonau núverandi stjórnar. en vandrseðin í efnahagsmálunum sjálíum liéldu áfram. ÞAÐ er engin furða. Sjúkdcm urinn er gamall, mjög gamall. Hann hefur gersýkt allt f jármála kerfið neðan úr grunni og upp í turn. Enginn einn flokkur er sýkn saka. Þeir eiga allir sók, og ekki sízt núverandi stjórn- arandstöðuflokkur. Og flokkarn ir eiga ekki einir sök, heldur þjóðin öll, hver einasta stétt, nema fátækasti hluti alþýðunn- -ar, sem ekki hefur haft til hnífs og skeiðar á liðnum veltiárum. Hann er ekki hægt að kreíja. 'Undanfarin ár hefur sú stað- reynd blasað við, að reynslan væri að sýna hvort við íslend- ingar kunnum að stjórna okkur sjálfir. Margir eru farnir að ef- ast um það. ENN EITT stórslysið hefur átt sér stað hjá Strætisvögnum • Reykjavíkur. Kona varð í fyrra- dág undir afturhjóli strætis- vagns, er hún hafði stigið út úr honum, og af frásögnum blaöa mú, er ekki annað að sjá en að Hverjir eiga sök? Hverjir eru sýknir Sjúkdómurinn er gamall og hefur grafið um sig Slysin við strætisvagnana. Rannsóknar er þörf nú þegar. aðeins eftir Ijósmerki frammi í borði sínu hvort hurðinni hef- ur verið haliað aftur. Ef ljós- me.rki kemur ekki skellir hann hurðinni aftur sjálfur. ÞEGAB þannig er farið að. ber það við að maður er að visu koininn út, en pilsfaldur eða kápulaf getur haía orðið milíi stafs og hurðar og ef bíllinn er stiax tekinn sí stað þá kxppir hann farþeganum með sér, skell ir honum í gíituna — og þaonig veröa slysiu. I'iestir farþegar — og allir vagustjórar kannast vel vlð það, að siysum hefur á sið- asta augnabiiki verið forðað með hropum cg kóllum, en þó aé- eins þegar tekið er eftir. hún hafi fest pils sitt eða kápu laf milli stafs og hurðar og slengzt í götuna og þannig oco- ið undir vagnir.um. Þetta eru að minnsta kosti fyrstu fregnirnar af þessu slysi, sem blöðin hafa birt, en rannsókn mun ekki hafa íarið fram. SLYS með þessum hætti eru orðin ákaflega tíð og verður nú að hefja nákvæma athugun á því hvernig hægt sé að verjast þeim. Ég hef hvað eftir annað tekið eftir því, að við slysum hefur legið með þessum hætti og ferðast ég þó mjög lítið með strætisvögnum. Vagnstjórinn get ur, ekki séð hvernig ástatt er þegar farþegar stíga út úr vagni hans að aflanverðu. Hann íer ÉG ER ekki tilbúinn að korna með tillögur til úrlausnar á þessu vandamáli, en þeir, sem stjórna vögnunum og eru því öllum hnútum kunnugir, ættu að geta borið fram tillögur til lausnar á því. Það hlýtur öllum að vera Ijóst, að við svo búið má ekki standa. Við verðum að finna ráð. Ef ekki tekst að taka upp nýjan útbúnað við vagnana, þá verða strætisvagnarnir að ráða ungar stúlkur til þess að vera til eftirlits, stjórna sölu korta og farseðla, loka hurðum og svo framvegis. Vitanlega veldur þetta útgjaldaaukningu hjá strætisvögnunum, en um þoð má ekki hugsa þegar mannslífin eru í veði. Ilannes á liorninu. MARGIR hér á landi kannast 'við franska rithcfundinn Georg es Simenon. Hafa nokkrar sög- ur hans birzt í íslenzkum þýð- ingum og ein saga hans hefur verið fíutt í útvarpi. Flestar bækur Simenon eru leynilög- reglusöguj- og aðalsöguhetjan í 'þeim, lögreglumaðurinn Mai- gret, er nær því jafn frægur eg Sherlock Holmes var á sinni tíð. En Simenon hefur einnig • skrifað fjölda bóka, sem ekki fjaila um afbrot eða störf leyni- jögreglumanna. André Gide sagði eitt sinn að Simenon væri einn snja'llasti nútimarit- höfundur franskur, og annar þekktur bókmenntafræðingur, Ándré Thérive, segir: Simenon er mikill irithöfundur. Gófur Jhans og hæfni eru frábær, Simenon er 54 ára að aidri, og hefur saman sett rumlega ijögur hundruð bækur. Vinnu- prek hans er gífurlegt og hann skipuleggur starf sitt frábær- iega vel. - Hann er fæddur í Balgiu og gerðist blaðamaður á unga aldri í Liége. Sautján ára gamali gaf áisnn út fyrstu bók sínn, en hún vakti enga athygli. A þess- um árum eftjr heimsstyrjöld- Ina fyrri ríkti mikil uppiaus.i á öllum sviðum. Simenon um- gekkst á þessum árum ýmsa listamenn og jafnvel losaralýð og nokkrir vinir hans drvgöu síðar hryllilega glæpi. Höfðu þessi ár mikil áhrif á rithöfund .arferil Simenon og oilu miklu um val verkefna hans. f'iestar sögur Simenon gerast í París. Hefur hann lýst borg- ínni á ógleymanlegan hátt, og óvíst hvort aðrir ritJhöfundar hafa þar gert betur. Og þar -fann hann fyrirmyndina að Mai ^ret, hinum síreykjandi, he.im- Georges Simenon. spekilega þenkjandi levnilög- reglumanni. Það er ekki hraði og sþenna hinna ytri atburða, sem einkennir glæpasögur Simenon, heldur hin sálfræði- lega skýring og lausn atburða- flækjunnar. Það er sáiarlíf glæpamannsins, sem rannsakað er og krufið til mergjar, ekki sjólf glæpaframkvæmdin. Og Maigret reynir fyrst að gera sér grein fyrir hvaða hvatir iiggja að baki glæpnum, en gefur ,,sporum“ Jitla athygli. Simenon neyddist til að flýja Frakkland á stríð&árunum. Sett ist hann að í Bandariíkjunum, en af þeim fjölda bóka. sem hann ritaði þar vestra, gerðist aðeins ein í Ameríku. Hinar geirast allar í Evrópu, meðai annars hin fræga skáldsaga „Ó- breinn snjór,“ sem talin er ein snjallasta saga um hernáin Þjóð verja, sem rituð hefur verið. Sirnenon býr nú í Suður- Frakklandi og einbeitir sér að starfi sínu. Nýlega birtist langt viðta lvið hann í vikublaoinu L’Express í París, þar segir hann meðal annars: — Ég skrifa á morgnana £rá hálf sjö til hálf tíu. Fer alltaf á fætur klukkan sex, drekk einn kaffibolla og laisi mig síð- an inni á skrifstofunni. Á mín- útunni hálf tíu hætti ég að pikka á ritvélina, og vinn ekk- ert það sem eítir er dagsins. Ég geng út með krakkana mína, hugsa og hef það ggtt. Ég skrifa 30 vélritaðar síður á dag og eftir 9 daga er sagan tilbúin. En ég verö að Ikrifa eitthvað á hverjum einasta degi, annars líður mér illa. Þeg- ar sögu er lokið tek ég mér 4— 5 daga frí, og fer oftast til London, þar kann ég vel við mig. Eftir fríið les ég söguna vándlega yfir og strika allt, sem óþarft er út úr, öll óþörf lýsingarorð, atviksorð og eink- um allt, sem er „bókmennta- legt“, allar „snjallar og fægð- ar“ setningar. —• Persónur Simenons eíga sér allar fyrirmyndir. Hann lýsir fólki, sem hann þekkir eða reksf á af tilviljun. — Ég veit ekki, segir hann, hversvegna persónur mínar tala og aðhafast eins og þær gera, — lesandinn verður að finna það út sjálfur. Simienon kveðst ekk_i hafa náð þvf takmarki, sem bann hefur sett. Hann dreymir um að lýsa manneskjunni' í allri sinni nekt og hjálparvana að- stöðu í óvinveittum og dular- fullum heimi. En rnargir munu álíta að honum hafj flestum bet ur tekizt að lýsa og skilgreina sálar.lífi hins hrjáða flótt-a- manns í myrkviði stórborgar- innar. Uppboð Opihbert uppboð verður haldið í vörugeymslu Eim- skipafélags íslands hf. í Haga, hér í bænum, föstudag- inn 25. n.k. M. L30 e. h. Seldar verða eftir beiðni féla«sins ýmsar gamlar vör- ur, er liggja á vörugeymslum þess, til lúkningar geymslukostnaði o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. Breiar og vopn Framhald af 6. siðu. frá Lundúnum til kjarnorku- versins í Aldermaston vita á- hrifalaus. Það voru ekki nenia tæp fimm hundruð manna sem gengu alla leið, en lokaatriðið var það að þátttakendur gerðu tilraun til að velta hátalara- bifreið, vegna gagnáróðurs. Á annan í páskum felldi fé- lag verzlunarmanna, sem venju lega er talið vinstrisinnað, með miklumi meirihluta þá tillögu að Bretar legðu niður kjarnorku- vígbúnað en samþykktu yfirlýs ingu flokksstjórnarinnar og al- þýðusambandsins. Það var því með eftirþanka og ábyrgðarkennd sem aimenn- íngur á Bretlandi tók afstöðu t.ii þeirrar yfiriýsingar Rrúst- jovs að Rússar myndu ekki framkvæma frekari kjarnorku- tllraunir fyr.r en Bandaríkja- menn hefðu lokið þeim, sem þeir hefðu í undirbúningi, sem kjarnorkutilraún, málinu alger lega óviðikomandi, enda þótt öngJþyeiti það sem íilkynhingm vakti í New York vekti eins og venjulega meinfýsi Bretans. Það mátti einnig kallast óvenju legur klaufaskapur af -Krústjov að hanh skyldi einmi'tt velja þann tíma til þess að birta á- skorun sína er öl! úrkoma á Vesturlöndum var sem geisla- virkust eftir kjarnorkutilraun- ir Rússa. Jafnvel þótt enn sé ríkjandi nokkur kvíði í sambandi við heilsutjón af geislavirkunum er krafa Breta um frestim tilrauna fyrst og frernst talin viðleitni tij að koma í veg fyrir að fleiri lönd en þegar er or'ðið hefji framleiðslu kjarnorkuvopna. — Enda þótt siegja megi að Bretar gangi þarna á undan með góðu eftirdæmi, kvíða þejr því senni- lega meira en bæðl Rússar og Bandaríkjamenn að fleiri þjóð- ir taki upp slíka framleiðslu, og geti þannig orðið hlutgeng- ar hvað það snertir að sprengja jarðhnöttinn sundur ef í það fer. Brezka stjórnin leynir því ekki að hún sé þvi andvíg að Þjóðverjar búist kjarnorku- vopnum, og n-ú hefur alþýðu- flokkurinn krafizt þess að Stóra-Ðretland teggisi gegn þeirri ákvörðun í Nato-ráðinu, að minnsta kosti þangað til fundi æðstu manna er lokið. Almenningur á Vestur-Þýzka- landi er því einnig mótfallinn, en þess er ekki að vænta að Adenaue.r fáist til að láta fram fara þjóðaratkvæði um málið. Og enda þótt A.-bandalagici veiti samþykki sitt til að kjarn- orkuvopn verði send þangað koma McMahonlögin sennilega í veg fyrir að Bandaríkjamenn megi fá Þjóðverjum slík vopn i beint í hendur. Því er ólíklegt að Vestur-Þjóðverjar ráði sjálf- ir yfir kjarnorkuvopnum sínum fyrr en þeir geta fengið þau frá Frökkum. Heyrzt hefur að enda þótt Frakkar hafi nú nóg aí plúton- íum þá gangi frönskum vísinda mönnum ekki eins vel fram- leiðslan og franska stjórnia kýs. En jafnvel þótt það verðí fremur ár en mánuðir þangað til Frakkar eru lika orðnir kjarnorkuvekíi, er fresturinn of skammur til að snúa við á þeirri pólitísku þróunarbraut, sem virðist ætla að gera A.« bsfidala.'jið að Kjarnarkuein- okun. Bretar hneigjast æ meir að þeirri skoðun að heillavænleg- ast muni að koma á afvopnun- imni stig af stigi. Er.da þótfc brezka stjórnin sé þar h'iédræg ari en alþýðuflokkurinn hefur hún samt sent bandarnönnum! símum tillögur, sem orðið gretu til að draga úr vígbúnaði í Mið- Evrópu, en því miður viröast þeir, sem mestu ráða í A.-banda laginu, ekki enn taka þær til- lögur alvarlega. ---—| Haídjúpin Framhald af 6. síðn. indamenn á tíu skipum í þeim leiðangri. Auk þess verði all- margir vísindanemar með í ferðinni, og verður þar farið að tillögum og áætlunum UN- ESCO. Einkum verður leitazí við að fá til þátttöku unga námsmenn úr löndum, sem enn eru skammt á veg komira hvað hafrannsóknir snertir, og verði starf þeirra miðað við að þeir geti unnið fiskveiðum heima fyrir sem mest gagn á eftir. Er mú í mörgum löndum skortur á hæifum vísindamönn- um á því sviði og dregur það mjög úr framförum í vei'ði- tækni og aukningu bátaflotans. I Indónesíu, sem telur um 70 milljónir íbúa og er umgirt hafg er til dæmis aðeins einn1 fiskifræðingur starfandi. leiðangrar geta því komið sjávarútveginum að miklu haldi, þegar fram f sækir, o.g bætt mjög úr matvælaskorti í slí'kum löndum er frá líður. 5000 KÍLÓMETRA FRÁ GOTSTÖÐVUNUM. Mörgum á ■ Norðurlöndum mun sýnast sem svo að vís- indamenn þaðan eigi lítið raunhæft erindi til rannsókna þangað lengst suður í höf. ;En fiskurinn er víðförull, og margt er það, sem haft getur áhrif á ferðir hans. Állinn er til dæmis nytjafiskur á sumum Norður- löndum, — en fer alla leið suður í Saragossahaf til að hryg'na, eða 5000 km. leið. Norsk Tidcnde. Eisenhower Framhald af 12. síðu. andi utanríkisráðherra, um, a3 þátttaka forsetans í fundi æðstu manna mundi hafa áhrif á endanlega afstöðu lians til málanna, þegar ráða ætti fram úr þeim, en áliættuna yrði að taka, ef slíkur fundur væri eina úrræðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.