Morgunblaðið - 13.09.1914, Blaðsíða 4
1444
MORGUNBLAÐIÐ
('&'KfÆ'KK-lWK-í.Wgi.'iiftai;
mM
//4// paftnn
mmmm
œtitipi
(^ZMií^ZMZ
Páfafjöílin (Datikanið) og St. Péturskirkjan í Hóm.
Sannar sag-nir af
Titanic.
Eftir
Archibald Gracie ofursta.
Frh. 21
Mrs. Imanita SheHey.
Hún og móðir hennar, frú L. D.
Parrish, voru farþegar á öðru far-
rými. Frú Shelley hafði verið veik
og drógst með veikum burðum upp
á þilfarið og var henni fengið þar
sæti. Litlu síðar kom þar sjómað-
ur og hvatti hana til þess að stíga
á bátinn, sem þá átti að hleypa niður.
Það voru eitthvað fjögur eða fimm
fet frá þilfarinu og niður í bátinn.
Sjómaðurinn tók frú Parrish og kast-
aði henni niður í bátinn en frú
Shelley stökk sjálf niður í hann.
Það voru látnar svo margar konur
og börn í þenna bát, sem hann
framast gat borið, án þess að slys
hlytust af.
í sama bili og báturinn nam við
sjó, stökk ítali nokkur ofan af þil-
farinu niður í björgunarbátinn. Kom
hann niður á frú Parrish og meiddi
hana mikið bæði á hægri síðunni
og handleggnum.
Bátsmönnum var skipað að missa
ekki sjónar á hinum bátunum. Skip-
verjar höguðu sér svo vel, frá því
að skipið fyrst rakst á ísinn og þang-
að til það sökk, að framkoma þeirra
var hin fegursta fyrirmynd. Enginn
einasti þeirra reyndi að fara á bát-
ana nema hann hefði fengið skipun
til þess, og sumir fóru úr yfirhöfn-
um sínum og vöfðu þeim um kon-
ur og börn sem komu hálfklædd
upp á þilfarið. Frú Shelley segir
að engir menn hefðu getað sýnt
meira drenglyndi en þeir gerðu.
12. bátur.
F. Clench sjómaður.
Annar stýrimaður og eg stóðum
við borðstokkinn og hjálpuðum kon-
um og börnum niður í bátana. Við
fyltum þrjá báta og létum nær fimtíu
manns i hvern þeirra. Þegar við
höfðum fullhlaðið ié. bátinn, gekk
eg íftur til 12. bátsins. »Hvað
margir sjómenn eru á þessum báti ?«
spurði yfirstýrimaður. »Áðeins einn,
Sir«, svaraði eg. »Farið þér á bát-
innc, mælti hann. Eg gerði það.
Poigndestre sjómaður var stýrimað-
ur á bátnum og hann var ágætur
sjómaður. Okkur var skipað að
missa ekki sjónar á hinum bátun-
um og reyna að halda saman.
Það var aðeins einn karlmaður
af farþegum á þessum báti. Það
var Frakki, sem stökk leyfislaust í
hann og faldi sig undir þóftunum,
þar sem kvenfólkið sat, svo við gát-
um ekki fundið hann. Love stýri-
maður lét nokkra menn af sinum
báti koma í okkar bát, svo á hon-
um voru þá nær 6o manns. Þegar
Love var róinn á braut, heyrði eg
kallað á hjálp. Eg litaðist um og
sá þá Engelhardtbátinn B sem hafði
hvolft. Á kili hans voru nær tíu
manns. Við tókum helming þeirra
á okkar bát.
14. bátur.
H. G. Lowe, fimti stýrimaður.
Bátarnir nr. 12, 14 og 16 voru
allir settir á flot nær samtímis. Eg
sagði M. Moody að þrír bátar væru
að leggja frá borði og einhver fyrir-
liðanna yrði að fara með þeim.
Hann mælti: »Farið þér þá«. Eg
lét bátinn síga hér una bil fimm fet,
því eg vildi ekki eiga það á hættu
að nokkur stykki ofan í hann.
Meðan eg var uppi á bátaþilfarinu
ætluðu tveir menn að stökkva ofan
í bátinn, en eg rak þá á braut.
Við létum konur og börn koma
á 12. og 14. bátinn. Moody var
við 16. bftinn og eg við hina.
Lightoller var þar og nokkra hríð.
Þar komst enginn karlmaður með
nema ítali nokkur setr. klæðst hafði
kvenmannsfötum. Annan karlmann,
C. Williams, setti eg og í bátinn
og Sagði honum að róa.
Þegar bátnum var hleypt niður,
bjóst eg við því á hverju andartaki
að hann mundi liðast sundur. Eg
hafði hlaðin hann of mikið en eg
vissi að eg varð að eiga nokkuð á
hættu. Eg þóttist þess fullviss að
ef einhver stykki niður í bátinn,
mundi báturinn brotna. Og er við
komum niður að hinu opna þilfari,
sá eg fjölda fólks af rómönskum
þjóðstofni standa víð borðstokkinn
og stara á okkur með æðisgengnu
augnaráði. Þar var hver maður bú-
inn til stökks. Eg kaliaði til þeirra
að þeir skyldu kyrrir og skaut með
skambyssu minni með fram skipinu.
í>að voru held eg þrjú fet milli báts-
ins og skipsins, og jafnframt sem
bátnum var hleypt niður, skaut eg
án þess að hafa í hyggju að hitta
nokkurn mann og eg er viss um
að eg hitti heldur engan. Eg held
eg hafi skotið þrem skotum.
Seinna, þegar við vorum komin
150 yarðs á brautu, safnaði eg sam-
an fimm bátunum og setti í tengsl.
Eg beið þangað til mestu neyðar-
ópunum linti og áleit þá að eg gæti
róið aftur til slysastöðvanna án þess
að bát okkar væri af þvFTiætta búin.
Eg lét því farþega mína, 53 eða
þar um bil, fara yfir í hina bátana
fjóra og skifti jafnt á milli þeirra.
Síðan spurði eg hvort enginn
vildi koma yfir í minn bát og fara
með mér þangað er skipið sökk.
Þá sá eg ítalann fyrst. Hann hafði
skýlu á höfðinu og eg held að hann
hafi einnig verið í pilsum. En það
er nú sama. Eg svifti skýlunni af
höfði hans og sá að það var karl-
maður. Honum var mjög umhugað
að komast yfir í hinn bátinn svo
eg tók í lurginn á honum og kast-
aði honum milli bátanna.
Smith rannsóknardómari: Köst-
uðuð þér honum milli bátanna.
Mr. Lowe: - Já, því hann átti
ekki betri meðferð skilið.
Smith: Köstuðuð þér honum á
kvenfólkið, sem sat í bátnum?
Mr. Lowe: Nei, Sir. Eg kastaði
honum yfir i stafninn á bátnum.
Smith: Urðu yður ekki nokkuð
stór orð á munni við það tækifæri ?
Mr. Lowe: Nei, Sir. Eg sagði
ekki eitt orð við hann.
Síðan reri eg aftur þangað er
skipið sökk og bjargaði fjórum
mönnum. Eg vissi ekki hverjir
það voru. Þeir töluðu aldrei við
mig hvorki fyr né síðar. Einn
þeirra dó síðar. Þegar við höfðum
tekið hann upp í bátinn, tókum við
af honum línkragan til þess að hon-
um veittist léttara að draga andann,
en hann dó samt sem áður. Hann
var orðinn of aðþrengdur þegar við
náðum honum. Eg reri innan um
alt rekaldið, og þótt merkilegt megi
virðast, sá eg þar ekki lík einnar
einustu konu. Eg hafði engin ljós-
ker i mínum báti. Svo kom eg
auga á Carpathia og hugsaði þá:
»Það er gott að eg er á hraðskreið-
asta bátnum« — því eg hafði segl.
Báturinn skreið ágætlega.
Svo kom eg auga á Engelhardt-
bátinn »D«. Hann var svo illa
staddur að eg afréð að hafa hann í
eftirdragi. Það var bátur sá er
Brights umsjónarmaður stýrði og í
bátnum var einnig frú H. B. Harris
frá New-York. Hún hafði handleggs-
brotnað. En rétt er eg hafði tekið
þennan bát í eftirdrag sá eg Engel-
hardt-bátinn »A«, sem var enn
hættar staddur. Eg komst á borð
við hann nógu snemma til þess að
bjarga mönnunum úr honum, en
skildi eftir í honum þrjú lík. Það
var ef til vill nokkuð illa gert, en
en eg hugsaði sem svo: »Eg er
ekki hér til þess safna líkum, held-
ur til þess að bjarga lifandi fólki.*
Mennirnir á bátnum sögðu mér að
þessir menn væru löngu dauðir.
Loftför yfir Paris. Þrjú þýzk
loftför hafa flogið yfir París, eitt f
hvert sinn, og varpað sprengikúlum
í borgina. Þær gerðu lítinn sem
engan skaða og sumar þeirra sprungu
ekki, heldur voru teknar upp heilar.
Geyma Parísarbúar þær nú til menja.