Morgunblaðið - 11.10.1914, Page 1

Morgunblaðið - 11.10.1914, Page 1
Sunnndag 1. argan^r 11. okt. 1914 337. tö i ublari Ritstjórnarsími nr. 500 j Ritstjóri: VilhiAlmur Finsen. |Isafoldarprentsmiðja j Afgreiðslusimi nr. 140 Biograí'teater Reykjavfknr. Tals. 475 Skólaskipið »Georg Stage<. Enska stórskotaliðiO æfir sig áOur en það fer tíl vígvallarins. Lifandi fréttablað. Bjargað. Kieckebusch og félagar hans. Hjörtur Hjartarson yfirdóms lögmaður. Bókhl.stíg io. Sími 28. Venjul. heima 12^/g—2 og 4— Nýja verzlunin — Hverfisgötu 34 (áður 4 B) — Plestslt (utast og inst) til kvenfathaðar og barna og margt fleira. Góðar vörur! — Odýrar vörur! Kjólasanmastofa byrjaði 1. sept. Skrifstofa Eimskipafétags íslands Landsbankanum (uppi). Opin kl. 5—7. Tals. 409. Gott fæði Tlíjja Bíó sýnir i kvöld kl. 6, 7% og 9: sfðari hlutann af JJfíanfis effir Gertjarf Ttauptmann, skáldið frsega. Fegursta, fjölskrúðugasta og mikilíenglegasta kvikmyndin, sem sést heíir hér á landi. Nordisk Films Co. kallar þessa mynd meist- araverk sitt, enda er hún tekin með ærnum til- kostnaðí. 2000 manns leika myndina. Mynd þessi hefir hvarvetna hlotið einróma, fádæma lof. Aðgöngumiða má panta í síma leikhússins nr. 344 frá kl. 4—8 síðdegis. Aðgangurinn kostar 50, 40 og 25 aura. geta 4—5 menn fengið með sann- gjörnu verði. Uppl. hjá Jóhannesi Norðfjörð, Bankastræti 12. Ársþing Hjálp ræðis hersins. í dag verða samkomnur haldnar kl. 11 árd. helgunarsamkoma, kl. 4 síöd. gleðisamkoma, kl. 8V* síðd: hjálprœðissamkoma. Hood skóhlífarnar amerísku, reyn- ast hér á landi allra skóhlífa beztar. Wood-Milne slöngur og gumtnihringir á bifreiðar, með stál-plötum, og án, eru notaðir um allan heim. Peerless regnkápurnar ensku, mæla með sér sjálfar. Umboðsmaður fyrir ísland, G. Eiríkss, Reykjavík. Haustkauptíö! Brni Eiriksson TJusfurstræfi 6 selur Prjónavörur Vefnaðarvörur Saumavörur Tíreiníæfisvörur Hegnkdpur og margf ffeira. Nýjar birgðir með hverju skipi. Haustkauptíð! Eríendar símfregnir London 9. okt. kl. 6 aíðd. Síðustu fregnir frá Frakklandi eru mjög ákjósanlegar. Banda- menn hafa hvergi nokkursstaðar tapað velli. Orustan hefir nú teygst næstum því fram að Norðursjó. Þjóðverjar halda áfram að skjóta á Antwerpen, með hinum gríðarstóru umsátursbyssum sínum. Nokkur hluti borgarinnar stendur í björtu báli. Fréttaritarar herma að Albert konungur hafi fyrst verið í borginni en síðan farið til Selzaete, sem er við landamæri Hollands. Zeppelinskip flaug yfir Antwerpen; mælt að það hafi varpað niður sprengikúlum, sinni á hverjum stað. Skýrsla kemur um ákafa orustu á landamærum Austur-Prúss- lands. Liðsveitir Þjóðverja hjá Niemen hafa verið auknar og hyggja þeir að veita her Rennenkamfs viðnám. Brezkt loftfar flaug yfir Diisseldorf, kastaði sprengikúlu yfir loftskipabyrgi og eyðilagði eitt skýlisþakið. Reuter. í heljar greipum. ’Enskur hermaður segir frá. Liðþjálfi nokkur enskur, Mr. S. W. Brown, var einn af þeim mörgu sem særðist í orustunni við Aisne en komst undan á mjög einkenni- legan hátt. Honum segist þannig frá: Á sunnudagskvöldið átti herdeild mín og »The Black Watch« ægilega raun og þegar myrkrið skall á var okkur skipað að leggjast í skotgryfj- ur. En þjóðverjar vissu gerla hvar við lágum og létu stórskeytin dynja yfir okkur. Morguninn eftir hélt eg að við sæum þá svo vel að við gæt- um gert áhlaup á þá. Voru þeir þá á hæð skamt frá okkur. En það var að eins hernaðarbragð þeirra og fékk nú stórskotalið þeirra betra færi á okkur. feg hélt upp hæðina og kom sveit minni (fjórtán mönnum) yfir háháls- inn. En í sama bili skullu fimm eða sex sprengikúlur á okkur. Drápu þær hvern einasta mann nema mi'g, sjálfan og særðist eg þó illa á knénu og fekk skrámu á andlitið. Eg batt um fótinn sem bezt eg kunni og komst til »The Black Watch«. Gekk eg í lið með þeirri hersygit, því nú hafði eg mist alla mína menn. Varð eg nú að hafast við á vigvellinum þann dag allan og orustan var hræði- leg. Þjóðverjar skutu stórskeytum sín- um án afláts á okkur en við gátum ekki skotið á þá aftur. Það var eins og öllum árum helvítis hefði verið slept lausum. Kom mér það þá aldrei til hugar að eg mundi komast lífs af. Jæja, eftir að hafa legið þarna fram á kvöld holdvotur á ber- svæði mitt á meðal dauðra vina og óvina, hrestist eg þó svo að eg gat staulast á fætur og náði sjúkraskála nokkrum um miðnætti. En hvað haldið þið að Þjóðverjar hafi þá gert? Þeir sprengdu sjúkraskálann í loft upp. Eg var svo heppinn að vera nálægt dyrunum og komst því ó- skemdur á braut þaðan, en fékk þó högg á bakið og dró það úr mér alla dáð um stundarsakir. Eg misti því af öllum sjúkravögn- unum. Næstu vagnar, sem fóru þar um, voru skotfæravagnar. Mér var hjálpað upp á einn þeirra, en eg hafði naumast þrótt í mér til þess að halda mér föstum. Hesturinn fyrir vagni þeim, sem eg lá á, var skotinn til bana og eg gat ekki kom- ist yfir á annan vagn. Flutninga- liðið hraðaði sér undan til þess að forða lífi sínu. Eg skreiddist tveggja milna veg og komst þá í húsaskjól.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.