Morgunblaðið - 18.07.1915, Blaðsíða 3
253- tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
3
18. jaii
Steinolía í Norðursjó.
^ýlega kom seglskip til Seyðis-
^arðar frá Bretlandi. Skipstjóri sagði
^a sögu að er skipið var komið
S^arnt norður fyrir Aberdeen hafi
siglt J gegnum steinoliu all-
m'Wa sem fiaut ofan á sjónum. Stilli-
var og gerði skipstjóri það að
gamni sínu að mæla þykt olíunnar.
^a8Íð var um þumlung á þykt. í
sjómílur sigldi skipið gegnum
°''una, sem smádreifðist og varð
í’ynnti.
Vafalaust mun stóru olíuflutninga-
skiPÍ hafa verið sökt þarna á þess-
ötn stað skömmu áður en seglskipið
l’31' að. En einkennilegt hlýtur það
atl vera að sigla skipi sínu gegnum
°1'D htí í miðjum Norðursjó.
Fimmfættur hestur.
Eyþór bóndi Benediktsson á Hamri
1 Svinavatnshreppi á jarpan hest, 6
Vetra gamlan sem er metfé að því
leyti að á honum eru fimm fætur.
^otar þó hesturinn eigi fimta fót-
ltln til neins og er hann honum
Mdur til trafala.
Sigurður Einarsson dýralæknir á
■^kureyri hefir skoðað hestinn og
^ykir hann vera mesti kjörgripur.
Brezku póstskipi sökt,
I. þ. m. sökti þýzkur kafbátur
kfezka póstskipinu »Armeniant við
Suðvesturströnd Englands. Það var
^ leið til Bandaríkjanna. Skipið
reýndi fyrst að flýja undan kafbátn-
er hann var hraðari og skaut á
skipið með fallbyssum sínum. Skips-
Eöfnin fór þá í bátana, en kafbátur-
lnn sökti skipinu með tveim tundur-
skeytum. Nokkrir af skipshöfninni
Wa ekki komið fram. Hún var
alls 50 fnanns, þar af 11 Banda-
rlkjamenn.
Utlendingar í Bretlandi.
Svo sem getið hefir verið um áð
tlr< hafa yfirvöldin á Bretlandi látið
e'nangra fjölda þýzkra, austurrikskra
°8 týrkneskra þegna sem dvöldu á
’ ^retlandi þegar ófriðurinn hófst. Þar
a® auki eru allmargir undir eftirliti
ýfirvaldanna, þeir, sem eru þýzkrar
e^a austurríkskrar ættar, en hafa
engið borgararéttindi i Bretlandi.
, ksTýlega gerði þingmaður fyrirspurn
Þ’nginu til stjórnarinnar um hve
^arRÍr væru nú einangraðir. Til
ý°ti ráðherrann þá að alls væru
menn einangraðir en um
^ °° konur og börn hefðu verið
Send ár landi og flutt yfir til Hol
sj s °R þaðan heim til ættlands
Manntjón Þjóðverja
og bandamanna þeirra.
Það er ekki auðvelt að henda reið-
ur á hve mikið manntjón Þjóðverjar
og bandamenn þeirra hafa beðið í
ófriðnum. Þessar þjóðir birta ekki
manntjónslásta sína, eins og Bretar
gera.
Ýmsir hafa þó gert áætlanir
um tjónið. Meðal annara fréKa-
ritari enska blaðsins Telegraph. —
Hann segist hafa það eftir áreiðan-
legum heimildum, að manntjón óvin-
anna frá ófriðarbyrjun til 25. apríl
hafi verið:
Þýzkal. 1.636.000 fallnir, 1.880.000
særðir, 490.000 herteknir.
Austurríkis og Ungverjal. 870.000
fallnir, 885.000 særðir, 810.000 her-
teknir.
Tyrkl. 110.000 fallnir, 140.000
særðir, 95.000 herteknir.
Þetta verður samtals 6.916.000
manns.
Oleyfileg bréfskoðun.
Brezka utanríkisstjórnin hefir gef-
ið út svolátandi tilkynningu:
Bréf, sem til Englands hafa bor-
ist með skoðunarmerki Þjóðverja,
sýna það ljóslega, að þegar Þjóð-
verjar lögðu hald á sænsku skipin
Björn og Thorsten, hafa þeir látið
skoða allan póst, sem kominn var
frá Rússlandi eða Svíþjóð. Þetta er
algerlega bannað í Haag-samþyktinni
18. október 1907, sem Þjóðverjar
hafa sjálfir ritað undir. í fyrstu
grein stendur svo: Bréfapóstur
hlutlausra þjóða og ófriðarþjóða er
friðhelgur, hvort sem hann er frá
stjórnum eða einstökum mönnum,
og hvort heldur hann er fluttur á
skipi ófriðarþjóðar eða hlutlausrar
þjóðar.
Það er æskilegt að þetta berist
sem víðast, því Þjóðverjar hafa látið
það boð út ganga frá sér, að allur
pósturinn hafi verið sendur óopnað-
ur aítur til Svíþjóðar.
Gibraltar.
»The Continental Times*, sem út
er gefið í Berlín, eggjar Spánverja
nú lögeggjan um það að hefjast
handa og ná aftur Gibraltar. Segir
blaðið Spánverja nógu lengi hafa
þolað yfirgang Breta. Nú sé stund-
in komin. Bretar séu í mestu vand-
ræðum og eins bandafaenn þeirra —
allir vígðir ósigri. Blaðið biður Spán-
verja að líta suður til Hellusunds og
sjá hve dæmalausa þýðingu það hafi
fyrir Tyrki að eiga sjálfir vald á
sundinu. Spánverjum sé jafnmikils
— eða meir — um það vert að eign-
ast aftur Gibraltar.
Hvað er Danolit-málning?
Það er nýjasta, bezta eo semt ódýrasta málningin til allrar útimálningar
Jafogóð á stoin, tré og járn.
Danolit er búinn til af
Sadolin & Holmblad & Co’s Eftf., Kaupmannahöfn.
Aðalumboðsmenn: Nathan & OlseD.
BERGENS NOTFDRRETNING
Nætur, Síldarnætur, Tilbúnar Stangarnætur, Snerpe-
nætur fyrir kópsíld, síld, makríl.
Fisknetjagarn, úr rússneskum, frönskum og ítölskum hampi.
Færi, Lóðarfæri, Kaðlar.
Öngultaumar, Segldiikar, Presenningsdúkar — tilbúnar
Presenningar.
Frá Serbum.
Fregnir koma nokkuð á víð og
dreif frá Serbum, og er þetta sein-
asta opinber tilkynning þeirra, sem
vér höfum séð:
Síðari hluta júnímánaðar áttum vér
í ýmsum mannskæðum orustum við
óvinina hjá Dóná. Þessar skærur
eru talsvert þýðingarmiklar, eigi ein-
ungis vegna þess, að nú hefir verið
langt hlé áður, né heldur vegna hins,
hve mikið ofurefli vér áttum við að
etja, heldur vegna þess hve oss hefir
unnist á.
Fyrsta viðureignin varð á Mold-
avsko-eyju í Dóná. 18. júni réð-
umst vér á óvinina, sem voru á
eynni, í þeim tilgangi að ónýta
birgðir þeirra þar og taka eyna. Ein
liðsveit vor fór yfir til eyjunnar, og
þrátt fyrir skothrið óvinanna gerði
liðsveitin svo snarpa árás að óvin-
irnir gáfust allii upp. Komumst
vér aftur til sama lands, með alla
herteknu mennina og allar þær birgð-
ir, sem vér gátum komist með. Sið-
an beindi stórskotalið vort skothríð
sinni á stöðvar óvinanna á eynni,
og kom þar upp eldur, sem eyddi
þvi er eftir var.
Til þess að hefna þessa tóku óvin-
irnir tveim dögum seinna eyna Mic-
haiska, sem vér eigum og handtóku
þar nokkra menn. En vér guldum
þeim það siðar með rentum og
renturentum.
25. júni var barist um eyna Ogra-
dina i Dóná. Vér sátum þá í eynni.
Snemma um morgunin tókst óvin-
unum að komast yfir á eyna og
hófu þá þegar skothríð. Orusta stóð
í 12 stundir, og voru óvinirnir hraktir
með miklu manntjóni.
Þýðingarmesta orustan stóð um
eyna Micharska Ada. Óvinirnir höfðu
haft þessa eyju á sinu valdi siðan í
maí. Arla dags 27. júni réðumst
vér yfir til eyjunnar og náðum henni
brátt á vort vald með handsprengju
og höggorustu. Handtókum vér þar
150 menn og náðum miklu her-
fangi. í öllum þessum orustum hafa
yfirburðir hermanna vorra svo greini-
lega komið i Ijós, bæði í vörn og
sókn.
Huerta tekinn fastur.
í öndverðum þessum mánuði hvarf
einn af vildarvinum Huerta frá Banda-
rikjunum og komust yfirvöldin á
snoðir um, að hann hefði farið til
Mexiko. Hann heitir Pascual Or-
ozco og var áður hershöfðinga
Huerta.
Huerta var þá tekinn fastur og
kærður fyrir það að hafa svivirt hlut-
leysi Bandarikjanna með því að ætla
sér að stýra þaðan nýrri uppreist í
Mexiko.
Kanadiskir liðsforingjar
kallaðir heim.
Tveir kanadiskir liðsforingjar, sem
hafa jafnan verið þar, sem hríðin
var hörðust í Flandern, hafa verið
kallaðir heim til Kanada. Þar eiga
þeir að dvelja um nokkurt skeið og
kenna hersveitunum, sem verið er
að æfa þar. Er það þeirra eigin
reynsla, sem þar á að koma að góðu
haldi.
Kanadamenn fylgja i þessu dæmi
Breta, því þeir hafa sent nokkra
liðsforingja heim, til þess að kenna
nýliðunum seinustn »lexiuna«.
---------- .■■■■■