Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Jólakvölöiö. Okkur finst hvert bölið bætt, burtu vetur farinn, kringum tréð er syngur sætt saman barnaskarinn. Þegar í garðinn ganga jól, glampa ljós á meiði, er sem faðminn ylrík sól öllu móti breiði. Leggur ilm af grænni grein gróðrar krafti þrunginn. — Þá er vísan ein og ein undir trénu sungin. Eins og blíðsvip bjarkadal blik og kvakið veitir, lágri stofu’ í sumarsal söngur og Ijósið breytir. Alt er hlýtt og hreint og bjart, hvergi ber á skugga, fagurglitað skrúð og skart skín í hverjum glugga. móöirin. Eftir Kr. Linnet. A Ð segir fæst af þeim, sem heima sitja í ófriðarlöndun- um. Það segir fátt af þeim raunum og hörmungum, sem marg- ir þeirra verða að bera og enn- færra of hetjuverkum þeim, sem þar eru mörg í kyrþey unnin svo fáir vita af og enginn segir frá. Hér skal sagt frá einu. Það er tekið úr bók eftir sænskan mann, er lýsir Frakklandi nú á ófriðartímunum og ýmsu þar heima fyrir. Þýðingin er ekki Og í barnsins sál er sól, sumar og jólarósin, þegar hljómar: »Heims um ból—« hringinn í kring um ljósin. Þegar hafa sálminn sinn sungið börnin vænu, ber hún mamma einmitt inn eplin rauðu’ og grænu. Móðurelskan hrein og hlý hvörmum undir logar. — Sigga litla systir í svuntuna hennar togar. — «Gott» er snætt með góðri lyst, — gleðin skín á hvörmum, — mamma fyrir matinn kyst, mjúkum vafin örmum. Lesin bæn og lagst í ból, ljósin morguns bíða. — Ó, livað þessi elsku jól eru fljót að líða! Guðm. Guðmundsson. nákvaém en tekið það sem er mergurinn málsins. Sagan er svona: í einu hinna stóru sjúkrahúsa í Parísarborg er stofa ein mikil, sem eingöngu er ætluð þeim, er særst hafa i andlitinu, «Les defi- gures» — «hinum afskræmdu.» Mennirnir eru mismunandi út- leiknir. Sumir bera aðeins litlar menjar Íífsháskans, sem þeir voru staddir i, en aðra má sjá þannig, að hrollur fer um mann af því, að horfa á þá — sundurtætt nef, brotnir kjálkar og augu sem ekkert sjá. Andlit má líta svo ógurlega afskræmd að engin er þar manns- mynd lengur. Og brosið er hrylli- legt þegar það leikur á varalaus- um munni undir tómum augna- tóftum — það verður glott sem á dauðs manns kúpu. Því mennirnir brosa þó þeir séu svona. Það virðast engin takmörk þess er menn geta vanið sig á að bera möglunarlaust og sætt sig við. í þessari sjúkrastofu var liár maður, grannvaxinn, herðamjór með langa fíngerða hönd. Hæg- látur, þýðlyndur hljómlistarvinur. Handsprengja hafði farið illa með hann. Varirnar voru horfnar, nef- ið burtu að framan og kinnarnar, eins og bólan hefði grafið þær allar sundur. En þar sem augun höfðu verið, blöstu við manni gal- tómar augnatóftir. Og þó var hann einn þeirra, sem ánægðast- ur var Það var honum til bless- unar að vera blindur. Það leyndi hann helmingógæfunnar að megna ekki að sjá andlit sitt. Stundum fór hann höndinni um andlit sér og spurði «ber mikið á þvi, hvern- ig er eg annars útlits ?» En allir skrökvuðu að honum — vorkun- semin við hina sjúku leggur mönnum mörg ósannindi í munn á stofu hinna afskræmdu. «Það er ekkert. Fáein ör og annað ekki.» Hann hafði sætt sig svona vel við kjör sín alt frá þeim degi, er hann í fyrsta sinn eftir að hann særðist og misti sjónina, snerti litla orgelið, sem var þarna. H$að hann var órólegur og skjálfandi! Undir þessu átti hann alla fram- tíðina. Átti hann nokkurntima famar að megna að leika á hljóð- færið sitt? Átti hann að sviptast því, sem bæði var honum hjálpin til þess að vinna lífsviðurværið og bezta ánægjan? Fyrsti tilraunin misheppnaðist. En þó var eins og sálarangist hans lægi í og hljómaði úr þess- um illa samstiltu tónum. Hann stóð upp frá orgelinu — lifandi ímynd þeirrar örvæntingar, sem enginn fær borið. Systirin á stofunni, er svo margar þrautir og þjáningar hafði þurrum aug- um litið, hún fór út. Hann mátti ekki heyra hana gráta. Og lengi sat hann kyr og þegjandi — því alla brast kjark til þess að reyna að hughreysta hann. Þá stóð hann loks upp og gekk aftur að orgelinu. Hann reyndi aftur og enn reyndi hann. Og svo fór, að eftir nokkrar tilraunir tókst hon- um að leika lag á hljóðfærið. Nú rann upp fyrir honum nýr dagur. Síðan lék hann daglega á orgelið. Fyrst gömlu lögin sín og svo lög, er hann sjálfur bjó til. Hann skapaði sér nýjan heim fyrir þann, er hann misti. Og hver veit nema hann hafi verið fegurri? Hver veit hvaða lönd mannsandinn fær litið, er hann gleymandi hinu hrörlega hreysi sem hann býr í, svífur á vængj- um göfugra og helgra tilfinninga inn þangað, sem hans rétta föð- urland er, þangað, sem honum eitt- sinn er ætlað fullkomlega að búa. Hann varð kátari með degi hverjum. Fór að segja frá þeiw sem hann Unni og fyrirætlunuro sínum. Að hann ætti gamla móð- ur, sem þætti svo undurvænt ui» sig, tvær systur og heitmeý, er biði sín með óþreyju. Nú vissi hann að hann gæti leikið' aftur á orgelið í gömlu kirkjunni heima eins og áður og gengið að eiga unnustuna. Hann skrifaði mörg bréf heim, ánægður og vongóður, bæði til móður sinnar" og heitmeyjar. Bað þær koma snöggvast og vita hvernig sér' liði. Einhvern dag, þegar gestum var leyft að vitja vina sinna á sjúkrahúsinu, kom lágvaxin, gömul kona og tvær ungar stúlkur inn í stofuna. Þær voru í gamaltízkn búningum, er báru þess vott, að- þær voru ofan úr sveit, líklegast frá einhverju afskektu þorpi þar. Ungu stúlkurnar litu altaf niður' fyrir sig, þær þorðu ekki að líta í kringum sig, því þeim hrylti við hinum ógurlega afskræmdu sjúkl- ingum, er þær sáu. En það var' sem móðirin gæfi þessu engan gaum. hún leitaði að einum, sem hún fann ekki, syninum sínum- Hvergi kom hún auga á barnið sitt, andlitið hans elskulega, er' hún hefði treyst sér að þekkja meðal þúsunda. Loks spurði hún: «Hvar er herra Kergöel?* Þegj* andi benti henni einhver á þar sem hann sat rétt fyrir framan hana, með veslings afskræmda andlitið sitt og tómu augnatóft-' irnar. Þetta var ógurlegt. Allar höfðu þær verið búnar í marga, langa daga, að venja sig við þá hugsun að hann ætti aldrei að sjá þær framar hér í heimi. En þetta! Báðum systrunum var það um megn. Þær þögguðu niðri í sér þungar stunur, og lögðust á hnó við eitt rúmið og grúfðu andlB sín niður í það grátandi og hjúfr- andi sig hvor að annari. En móðirin! Kergöel hafði heyrt til hennar og heyrt að hún spurði eftir sér- Hann stóð upp: «mamma!» Og móðirin skildi hvernig í öllu 1 skildi að hann ekkert vissi. Og hana brast ekki þolið á þessar* voðastundu — hans vegna. Háo faðmaði hann og kysti varalausao munn hans og sundur tætta and- litið. Það voru ekki tár í augum hennar, ekki titringur í málrómJ hennar, «ó elsku, væna barn$ mitt, ó blessaður litli drenguriuo minn!» Og hún fann ráð til að svara spurningu hans um fjarveru unU' ustunnar, svo hann ekkert gruu- aði. Hennar semekki hafði trcvst sér til þess einu sinni að sjá hauo blindan!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.