Morgunblaðið - 24.12.1915, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ
io
Freunðlich.
Cftir Christian Houmark,
með mynðum eftir Luplau Janssen.
hafði leyft henni að dvelja í þessari
stofu, sera henni þótti svo ákaf-
iega vænt um og þar sem hún
hafði nú sofið í nær þrjátíu ár.
Og þó hafði hann helzt viljað
rífa stofugarminn. Já, og svo hafði
hann auk þess sett glugga á stof-
una bæði móti austri og vestri —
stóri suðurglugginn, sem var á
stofunni áður hafði þó gefið næga
birtu; — en hann hafði einu
sinni heyrt hana segja einhverju
barninu frá því, að hún vildi
helzt eiga heima í turni, þar sem
víðsýni væri í allar áttir, til þess
að hún gæti notið þaðan fegurðar
náttúrunnar. Þeirri umhyggju-
semi hans gat hún aldrei gleymt.
Og í einkis manns þágu hafði
hún stritað jafn fúslega og jafn.
ötullega.
Já, hún átti ekki betra skilið
en að deyja ein og yfirgefin. Ouð
hlaut að vera óskiljanlega misk-
unsamur, ef hann skyldi einhvern
tíma fyrirgefa henni. En það
var engin ástæða til þess að
gleðja, hana. Það átti hún ekki
skilið. Og hún gerðist ekki svo
djörf að biðja um það. En ef
hann aðeins vildi fyrirgefa henni.
Það var nóg, því henni hafði lið-
ið vel. Og samt hafði hún ekki
verið ánægð altaf. En hún hafði
nú líka stritað eins og ambátt
alla æfi og slitið kröftum sínum
í annara þágu. Ouð hafði þó gefið
henni þá gáfu að finna til feg-
urðar náttúrunnar — og augu til
þess að horfa á þá fegurð.---------
Og hann hafði einnig unnað henni
þeirrar gleði að láta systkinum
hennar líða vel. Þegar hún var
enn í æsku — um það leyti sem
hún réðist í vist — höfðu þessi
systkini hennar farið langt, langt
í burtu — næstum út úr heimin-
um — alla leið til Ameriku. Þar
gekk þeim svo vel að þau sendu
henni við og við dal, sem hún
fékk svo skift í aura og sendi
blindum bróður sínum, sem var á
öðru landshorni. — Já, hún varð
einnig að biðja þau um fyrir-
gefningu, því með þessu móti hafði
hún sölsað til sín þakklæti bróð-
ursins. Að víbu voru henni ætl-
aðir peningarnir. En hvað átti
hún að gera með peninga? Hana
skorti ekki neitt. Hún fékk bæði
föt og fæði og fáeina aura stöku
sinnum. 0g hún eyddi ekki í
neitt nema kaffi. Hún hafði svo-
litla spíritu8-suðuvél í herberginu
sínu og hitaði sér þar kaffi kvelds
og morgna; kaffi, mikið og gott
kaffi, það var hið einasta sem
hún gerði kröfu til. Og á af-
mælinu hennar var bóndinn van-
ur að gefa henni tíu pund af
kaffi og fullan brúsa af spíritus.
Það entist henni árið. — En það
hafði nú sjálfsagt verið synd hvað
henni þótti kaffið óstjórnlega gott.
Nei, guð gat sjálfsagt aldrei
fyrirgefið henni------------og nú
hafði hann hegnt henni með því
að láta hana sofa af sér síðdeg-
ismessuna. Það var ekki nema
réttlátt. Hún átti ekki betra skil-
ið. Guð hafði verið henni altof
góður — alla henna æfi. Hún
hafði sjálfsagt ekki kunnað að
meta það að verðleikum. Hún
hafði syngað — oft og mörgum
sinnum. Og nú síðast — að ástæðu-
lausu — með því að vera í vondu
skapi á þessum heilaga degi. Og
nú var ekki um annað að gera
fyrir hana en biðja hann af öllu
hjarta — að sýna henni miskun
lengur en í lifanda lífi. —-------
Og aftur leit hún til himins —
gegnum suðurgluggann. —-----------
Hvað var þetta? — þama í
suðvestri, yfir Snjákolli? Dýrðar-
ljómi, bál! Ó, hvílík fegurð, hví-
lík fegurð! Það var eins og tindr-
andi eldsær. Voru það norður-
ljós ? — nei, það hvikaði ekki!
Og sjá — alt í einu gægðist rauð-
leit rönd af mánanum yfir fann-
hvítan fjallstindinn. Það var mán-
inn, sem hafði kveikt þetta bál
á Snjákolli, hæsta fjallinu — það
var máninn, sem reis á bak við
Snjákoll. Hún hafði nú átt hér
heima i hálfa öld, en aldrei hafði
hún fyr séð mánann koma upp
á þessum stað
Hún roðnaði eins og barn. Hún
reis til hálfs upp í sænginni, —
gleymdi máttleysi sínu og þraut-
um. Og á gamla, gráa og hrukk-
ótta andlitið hennar, sem ljómaði
af gleði, féll blágul birta hins
rísandi mána.
Hún greip hendinni að hjarta
sér því það var eins og það ætlaði
að bresta, og mælti lágt:
0, guð minn góður, ó, guð minn
góður! Svona fagra sýn hefi eg
aldrei litið fyr! Sjá hve bjart
verður um jökulinn! Mánabál —
á hæsta tindi fjallsins! Það ber
birtu hingað inn í stofuna til mín!
Þakkir séu þér drottinn minn!
Þakkir séu þér! Eg fékk þá jóla-
gjöf — og fögnuð ! Frá þér. Hina
beztu jólagjöf — þá fegurstu sýn
sem eg hefi séð!----------Ó, þú
hefðir ekki gefið mér þessa gjöf
ef þú hefðir ekki fyrirgefið mér.
Og nú — nú-------------Faðir vor,
þú sem ert á himnum---------------
Þá kvað við aftur klukkna-
hljómur. Og bálið óx — himin-
inn varð að kirkju. 0g klukkna-
hljómurinn óx svo allur heimur
bifðist við — og hljómarnir bárust
beint inn í himininn. Og bálið
óx og henni fanst sem klukkna-
hljómurinn hrifi sig með sér. Þá
lokaði hún augunum og gleði-
bros lék um gamla andlitið:
— Upp yfir fjöllin, tautaði hún
og hneig niður á svæfilinn.
Arni Ola
þýddi.
SRÁA og drungalega desem-
ber-þoku lagði inn um opna
— gluggana í sjúkrahúsinu.
Freundlich var á þönum fram og
aftur milli herbergjanna--------
Hún var að vísu fertug, farin að
grána lítið eitt og augu hennar orð-
in döpur af næturvökum, en samt
sem áður færðist í hana nýtt fjör í
hvert skifti þegar leið að jólum
--------Freundlich elskaði altaf
einhvern — það var altaf ein-
hver, sem hún hjúkraði með móð-
urlegri umhyggju. Yfirhjúkrunar-
konan, sem einu sinni í æsku
hafði unnað riddaraliðsforingja
nokkrum, sat altaf um hana og
var altaf með ávítur------Stund-
um átti hún að hafa dvalið of
lengi inni í einhverri sjúkrastof-
unni, stundum átti hún að hafa
sýnt einhverjum of mikla um-
hyggjusemi.----------Og í hvert
skifti sem hin ráðríka yfirhjúkr-
unarkona setti ofaní við Freund-
lich, varð hún líkust barni, sem
verður uppvíst að því að hafa
skrökvað.
-------Freundlich lagaði svæf-
ilinn í sæng byggingameistarans,
og hann leit á hana þakklátum
augum.
— Hvenær koma jólin? mælti
hann með veikri rödd.-----------
— Það er langt, langt þangað
til, mælti Freundlich blíðlega. —
— Hvenær koma þau? mælti
hann aftur óþolinmóður.
— Við skulum ekki tala um
það í dag, mælti Freundlich við-
kvæmnislega og strauk hendinni
hlýlega um hár hans.----------
Þá heyrði hún fótatak fyrir
utan dyrnar. —--------Það var
auðvitað----------Já, nú kall-
aði jungfrú von Bassewitz á hana
í höstum rómi og Freundlich flýtti
sér fram á ganginn, kafrjóð og
skömmustuleg. Hún var jafnan
líkust því, þá er hún kom frá
byggingameistaranum, eins og
hún hefði verið staðin að faðm-
lögum. — — —
— — — Byggingameistarinn
horfði út í garðinn og á snjóþak-
in grenitrén. — — Krákurnar
flugu grein af grein, og skæða-
drífan féll hægt og jafnt úti fyr-
ir hinum háu gluggum með litlu
rúðunum.-------Hann tók al-
manakið, fletti því og hugsaði
um móður sína, sem nú var á
leiðinni frá Warschau til þess að
dvelja hjá honum um jólin--------
— En hvenœr koma jólin----------'
Freundlich vildi aldrei segja hon-
um það og læknirinn var vanur
því að svara honum að eins:
bráðum, bráðum, Wanja litli. —
-----Læknarnir nefndu hann
altaf skírnarnafni. Freundlich
gerði það líka, en hún hvíslaði
aðeins nafninu, eins og hún stsel"
ist til þess.--------Hún vissi
að ýmsir voru að stinga samaO
nefjum um hana og byggingar-
meistarann, en hvað kom henni
það við.----------Þeir eru öf-
undsjúkir vegna þess að þeir
hafa engar tilfmningar, sagði hún
einu sinni við vökukonuna, selIJ
vann að línsterkju á daginn °S
vakti yfir sjúklingum á næturn-
ar til þess að sjá drykkfelduö1
manni sínum og níu börnum fyrir
fæði.----------Maður getur ekk1
að því gert þótt hjartað sé ap
af ungt og viðkvæmt, mælti huö
brosandi og leit til dyranna a
stofunni þar sem byggingamelSÍ;
arinn lá. —-------
Freunðlich kipti einu spili úr stokknum.