Morgunblaðið - 24.12.1915, Side 16

Morgunblaðið - 24.12.1915, Side 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 Jólafrí. Eftir Indriða Einarsson. Við leikum á jólum. nóv. 1871 vorum við piltarn- ir i latínuskólanum á ráð- stefnu um, hvað við ættum að gera í jólafríinu. Jólafríið var æíinlega tilhlökkunarefni. Það var gott og blessað í alla staði, en okkur varð þó oftast fremur lítið úr því. Jólafríið byrjaði með því, að dómkirkjuklukkurnar hringdu »guðsfriðinn« yfir bæ og bygð, að söngflokkur Péturs Guðjohn- sens söng »Heims um ból«, og ef til vill »Dit Navn lovsynge Sera- phim« eða einhverja ágæta ný- ung í kirkjusöng, og endaði fyrir okkur oftast með leiðindum. A ráðstefnunni voru allir foringjar latínuskólans, það er að segja meðal skólapilta, og allur þorri pilta. Og niðurstaðan varð, að »við ættum að leika í jólafríinu«. Herrar í sveit og Tcavalerar á göt- unum. í Reykjavík voru þá um 2000 manns; í latínuskólanum Voru 90 nemendur, og á þeirri sveit manna bar töluvert í bæjarlífinu. Stú- dentar þá voru sárfáir á presta- skólanum, og bar fremur lítið á þeim. Síra Jónas Guðmundsson sagði við okkur einu sinni í tíma, þegar við böfðum verið eittbvað ódælir: »Þið sem eruð herrar í sveitunum, kavalerar á götunum, þið eigið ekki að vera börn í skólanum«. Betur orðaða ofaní- gjöf held eg ekki, að eg hafi heyrt míná skólatíð. Hún lá fal- in í einhverjum afkima í minn- inu, og kom fram, þegar minst vonum varði. »Við skulum leika Holberg«. — »Hann er orðinn slit- inn.« »Nei, eitthvað eftir okkur 8jálfa« gall Stefán Sigfússon við, hann hafði séð handrit af Nýárs- nóttinni hjá mér, og sagði til þess, eiginlega móti mínum vilja, og mælti kröftuglega með því, að hún yrði leikin, og var ekki í minsta efa um það, að Nýárs- nóttin væri þess verð, að vera leikin af mönnum, sem væru »herrar í sveit« og »kavalerar á götunni«, og að sjálfsögðu gæti þessháttar fólk ekki leikið eftir aðra en sjálfa sig. — Þannig fór- um við að meðan Kristján Jóns- son og Valdimar Briem voru í skola, og við ættum engir ætt- lerar að vera nú. Það er svoddan andskoti að fást við það. Svo byrjaði undirbúningurinn, og var. eins og gengur, mjög mikið verk. Sá galli var á Ný- ársnóttinni, að hún var heldur stutt, og fyrir því var samþykt sú lýðveldisályktun, að Olafur Björnsson1) skyldi semja leikrit í Hann dó litlu eftir að hann var orðinn prestur á Ríp. einum þætti til að bæta við hana. Olafur Björnsson gerði það, sem fyrir hann var lagt — alt átti að vera eftir okkur sjálfa — og í leikritinu hans var það sagan af hornsýla-brennivíninu, sem þótti bezt. Drukkinn maður kom fram, með fiösku í brjóstvasanum, og lýsti gremju sinni yfir brennivín- inu, sem hann hafði fengið hjá kaupmanni í bænum, út af því, að það hefði verið hornsýli í því, sem ekki gætu verið komin þar á annan hátt, en með vatni úr læknum, sem hefði verið blandað saman við það. Sagan var að ein- hverju leyti sönn. Æíingarnar byrjuðu. Rektor gaf leyfi til að leika. Helgesen kom eftir beiðni og gaf mörg góð ráð. Eg fór til Sigurðar Guð- mundssonar málara, og bað um hans aðstoð við leikina. Hann svaraði þá eins og oftar við þau tækifæri: »Það er svoddan and- skoti að fást við það«. Setningin mætti standa fyrir ofan fortjaldið á leiksviðinu okkar enn þann dag í dag. Hans liðsinni fekst æfin- lega fyrir því, þótt erfitt væri að fást við það. An hans var ómögu- legt að leika, hvort sem var í skólanum eða bænum, og hann hafði dálitlar aukatekjur af því, þótt hann málaði engin tjöld. — Við sem áttum að leika vorum svo önnum kafnir, að við tókum eftir því með kvíða, hvernig »dies restantes« (dagarnir eftir til jóla- fríisins) fækkuðu á töflunni. Á hverjum sólarhring urðu þeir dag- ar einum færri. Jólafríið, sem annars færðist nær lötur hægt, kom nú á harða stökki. Þar sann- aðist enn svar Sigurðar málara að »það er erfitt að fást viðþað«. Forboðar. Eftir því sem leið nær fyrsta leikkvöldinu varð eg órór með sjálfum mér. Eg hafði samið leik- ritið og átti að leika eitt aðal- hlutverkið. Eg tók glögt eftir öllu. Af æfingunum er mér minnis- stæðast þegar Sigurður Olafsson, síðar héraðslæknir í Skaftafells- sýslu, lék Þorlák vitlausan. Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds og eg fölnaði. »Er það svona voðalegt ?« hugsaði eg. Sig- urður Olafsson sýndist hafa mesta hæfileika af okkur öllum. Jens Sigurðsson rektor óskaði að sjá eina æfingu hjá okkur — hann vildi ekki láta leika neina vit- leysu. Þegar hann fór af æfing- unni sagði hann við mig: »Eg held að þetta sé gott hjá þér«. Jens Sigurðsson var fáorður, og eiginlegt lof eða last heyrðum við aldrei af hans vörum. Eg hafði grun um að Sigurður mál- ari hefði gott álit á leikritinu, og að Helgesen væri á líkri skoð- un. Þeir gengu með mestu alúð í að koma því upp. Það lægði óróaöldurnar sem í mér voru, en þó ekki meir en svo, að þegar Einar Jónsson snikkari var að setja upp leiksviðið í norðurend- anum á Langaloftinu í skólanum, og var að negla gólfborðin, þá fanst mér að hann væri að reka naglana í líkkistuna mina. Nokkrir leikendur. Svo kom jólanóttin »helg og há«. — Dómkirkju-klukkurnar hringdu frið guðs niður yfir bæ og land. Guðs-friðurinn kom inn í gegnum eyrað, lagðist eins og sólargeisli yfir sálina, og jafnvel þeir, sem engan frið höfðu í bein- unum, fengu algerða stundarró. Leikendur eiga ekkert jólafrí og jóladagarnir sjálfir hurfu okkur í undirbúningi undir frumleikinn, sem átti að vera á þriðja dag jóla. Þriðja dag jóla um kvöldið vor- um við allir búnir að búast um inni i alþingissalnum í skólanum. Frú María Einarsdóttir, húsmóðir mín í bænum, hjálpaði okkur trú- lega, einkum þeim sem konur eða álfkonur áttu að leika. Hún setti hnéð í bakið á mér, til þess að reyra sem fastast að mér reimaspangirnar. Eg hefi víst orðið mittisgrannari við það, en gat varla dregið andann vegna nettleikans. Um alþingissalinn lagði lyktina af brendu korki og tállitum, sem Sigurður málari not- aði til að mála á okkur andlitin, og þama stóðum við »kavaler- arnirágötunum«, ogþektum naum- ast hver annan. Svo hafði Sig- urður málari breytt okkur með sinni ágætu list. í þeim hóp man eg einkum eftir Gesti Pálssyni,1) sem lék önnu í Nýársnóttinni. Það var eins og alt ólán og öll mæða á landinu hefði tekið sér bústað aftan á herðum hans, þegar hann sneri þeim að manni. Eyjólfur Jóhannsson,2 *) sem þá var með stærstu og sterkustu mönnum í skóla, var svo fyrir sig genginn, að hann þurfti auðsjáanlega að ganga annaðhvort við tvær hækj- ur eða tvo sveina. Eftir leikrit- inu valdi hann sveinana. Þar var Friðrik Petersen.8) Hann lék (Svart) álfinn, og sýndist vera svo þrunginn af illvilja og mein- fýsi, að mig hefði langað til að berja hann, ef eg hefði ekki þekt hann sem bezta dreng. Guðlaug- ur Guðmundsson4) lék Sigríði vinnukonu, og var svo stelpu- gopalegur, sem mest mátti verða. Það er líklegt að höfundur Njálu hafi haft þessháttar stúlkumynd fyrir augum, þegar orðið »gap- ripill« var búið til. I þeim kvenna- skara man eg þó bezt eftir vini minum Stefáni Jónssyni,5) sem lék Áslaugu með tign, hlý- leik og fyrirmensku, og hafði x) Alþekt skáld síðar. a) Varð kaupmaður í Flatey og dó þar. s) Síðar prófastur í Færeyjum. 4) Dáinn, bæjarfógeti á Akur- eyri. 5) Nú prestur á Auðkúlu. meðal annars þann kost, að vera svo hár, að eg átti svo gott með að ganga undir handarkrika hans- Hann gerði hlutverk og nafn álf' konunnar vínsælt. Frumleikurinn. Kommandantinn. Friðurinn var úti. Inspector platearum Guðni Guðmundsson1) kom inn með gildan spansreyr- staf í hendinni, og skipaði fyrir með harðri og hárri röddu: »Hér kommandera eg! upp á leiksvið- ið, tjaldið fer upp«. — Hann hafði sjálfur útnefnt sig sem leikstjóra, og varð það meiri heppni en eg hafði gert mér í hugarlund. öllReykjavík var komin ábekk- ina þarna frammi. 1. þáttur byrj- aði, en yfir áhorfendum var þögn- Áslaug og álfasveinarnir börðust, og gerðu það vel. Áhorfendurnir hreyfðu hvorki hönd né tungu. Guðrún las bréfið síðast í þætt- inum, féll í yfirlið, og tjaldið féll fáum augnablikum síðar, en frá insta til yzta bekkjar í áhorfenda- salnum sátu eintómir steinar. — Eftir nokkrar sekúndur fóru stein- arnir að standa upp af bekkjun- um, án þess að hafa gefið nokkra minstu bendingu um vel- eða vanþóknan sína. Eg var ákaflega illa fyrir kall- aður um daginn af æsingu og vansvefni. Nú misti eg móðinn. Eg settist við stigann upp á leik- sviðið, og sat þar í hálfrökkri út af fyrir míg. Einhverjir af leik- endunum komu til mín, og eg gaf þeim í skyn að eg mundi ekki fara inn á leiksviðið aftur. Þá kom Guðni Guðmundsson þar í hendingskasti með spansreyrs- stafinn reiddan, tók í kvenpeysu- hálsmálið mitt, og sagðist mundu lúberja mig, ef eg ætlaði að gera »skólanum þá svívirðingu« að hætta við að leika í miðju kafi- Mér ofbauð frekjan, að ætla sér að berja mig, dömuna, með spans- reyr. En með þessar reima- spangir utan xim mittið og í þess- um pilsum var óhugsandi að verja hendur sínar fyrir honum. Eg svaraði einhverju, sem blíðkaði hann dálítið, og hef líklega hugsað eitthvað á þá leið, að við sem hefð- um verið kallaðir »herrar í sveit- unum, kavalerará götunum«, ætt- um ekki að verða okkurtil skamin- ar í skólanum. Eg fór inn á leik- sviðið og byrjaði hið langa eiO' tal í 2. þætti. Svo leið á ein- talið. Eg hafði veður af því, að áheyrendum stóð ekki á sama um þessa einmana og umkomulausu stúlku, sem vakir yfir líki fóstru sinnar, til að verja sig fyrir tröllahöndum. En frammi í saln- um var steinhljóð. Svo datt mynd' in ofan af veggnum, og þegar Guðrún fór út, þá heyrði eg áhorfendunum létti, þeir drógu þungt og samtaka andann, en enginn klappaði í það sinn. Hiö löngu horfna Reykjavík sleit ekki lófunum framan af því kvöldb ý Dó sem læknir á Bornhólm1-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.