Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
slika iæt eg ekki stöðva skip
á miðju Atlanzhafi.«
Skömmu siðar kom hópur kynd-
ara um borð. voru þeir lögskráð-
lr á skipið. Að eins tveir af þeim
Vor» hvítir menn, hitt Svertingj-
ar> og allir meira og minna
^ruknir og höfðu vín með sér.
4 e. h. þ. 20. des. lögðum vér
uítur út á hafið og var liðfátt
það kveld í vélarúminu og bar-
dagi mikil hjá kyndurunum í
klefa þeirra, brutu þeir þá ofn-
'un sinn í mél og fengu að kenna
a því síðar, hvað er að vera ofn-
iaus í Norður-Atlantzhafi í des-
ombermánuði. Hjálp frá þilfarinu
fengu þeir meðan timburmenn-
lruir voru verstir, en 22. des.
Var komið skrið á skipið, veður
Var gott og alt gekk sinn jafna
gang.
Á Þorláksmessu var vindur við
Uorður, en ekki hvass og vorum
v*ð farnir að hlakka til að fá
S°ðan mat, því við höfðum mik-
af lifandi fuglum og hafði mat-
§veinn stungið því að einhverj-
Utti, að við ættum að fá steiktar
kalkúnur á jólakveldið. Auk þess
attum við von á að fá grogg, því
ttóg
var til af þessháttar á skip-
'nu. En það fór nú svo, að við
fettgum enga jólamáltíð — á sjálfri
þátíðinni.
Á aðfangadagsmorgun var kom-
*ð stórviðri á norðvestan, og um
þádegi þann dag var skipinu
8núið upp í vindinn. Við vissum
°g fundum, að við vorum í Golf-
siraumnum. Um kl. 4^2 e. m.
v°ru allir hásetar á þilfari, því
8kipstjóri hafði sagt svo fyrir,
þá voru bylgjurnar orðnar svo,
aþ hver sem reis virtist ætla að
^eypa skipið, það var farið að
slíyggja þegar sást til öldu stærri
en hinna og frá stjórnpallinum
Var kallað: »Varið ykkur þarna
a þilfarinu«. Allir hlupu aftur
eftir skipinu og leituðu skjóls
þak við hús. Svo kom aldan og
hátt brotnaði rétt fyrir framan
8kipið, og óð það inn i hana, hún
8kall á stjórnpallinum og skekti
þann og mölbraut 2 björgunar-
þáta. Þegar þessi ósköp voru um
garð gengin og sjórinn runninn
af þilfarinu, lét skipstjórinn slá
b°tninn úr tunnu, sem full var
, velaolíu, og hvolfa innihaldinu
a þilfarið; varð þá brák mikil i
,rittgum skipið, sem dreifðist vel
Ut> skömmu síðar var eins farið
aðra tunnu og í lygnu þeirri,
Settt af þessu varð, heppnaðist að
8ttúa skipinu undan veðrinu og
því búnu var hægt að nota
lu> svo að hún kæmi að not-
i^ • Veðrið harðnaði er á kveld-
Ittið 0g bylgjurnar uxu að þvi
i aPi, en risu ekki undir brák-
s^Ul> sem olian gerði í kringum
i^ftt kl. 8 um kveldið fór eg
tti á skipið og skrapp niður og
ttmu ^ athuga hvernig væri
i nrf8 f klefa ttiínum og kveikja
þ1^11) en er eg ætlaði að ljúka
i5
upp hurðinni gát eg það ekkifyr
en eg ýtti á af öllu, afli mínu;
beljaði þá sjórinn i gegnum dyrn-
ar á móti mér, og skildi eg þeg-
ar að glugginn mundi brotinn
vera og reyndist það svo. Fór eg
því hið fljótasta upp á þilfar og
tilkynti skipstjóranum það og var
þá brugðið við og farið að at-
huga víðar, og sást þá að 4 glugg-
ar voru brotnir og var gert við
þá eftir föngum. Mér var núfor
vitni á að sjá hvernig minu eig-
in dóti liði og eftir mikla örðug-
leika náði eg í lukt. Þegar eg
kom inn i litla herbergið mitt,
sem mér þótti svo vænt um, þá
sá eg að alt, sem eg átti var ó-
nýtt, föt mín rifin og löðrandi í
olíu, bréf, sem eg geymdi, ónýt,
í einu orði: aleiga mín lá fyrir
fótum mínum i einum graut. Tveir
hásetar urðu fyrir líku, en spari-
föt þeirra skemdust fó ekki, því
þau voru geymd í skáp og vökn-
uðu ekki. Þegar þessi rannsókn
mín var búin, fór eg upp á þil-
far. Kolamyrkur var og grenj-
andi rok og var ekkert hægt að
gera annað en að bjarga braki
úr bátunum, sem brotnað höfðu;
vorum við að því fram eftir nótt-
unni og hvorki fengum við vott
né þurt. Sumir héldu við olíunni
í geyminum, þeim, sem hún var
látin í og var sá flutningur bæði
örðugur og hættulegur. Hvernig
hafið hefir verið útlits þá nótt
veit eg ekki, þvi kolamyrkur
var, en eg veit að það hefirver-
ið ógurlegt, jafn ógurlegt og þeg-
ar birta fór. Kl. 4 jóladagsmorg-
un reis upp alda fyrir aftan skip-
ið og livolfdist yfir það og fór
með voða afli framundir fram-
siglu. Þá skipaði skipstjóri, þeg-
ar hún var riðin yfir, að hafa
nafnakall, bjóst við að einhver
hefði farið fyrir borð. Það fór
hrollur um mig allan við hvert
nafn: sem fyrsti stýrimaður kall-
aði upp, eg bjóst við að því væri
ekki svarað, en svo reyndist að
engan vantaði. Skipið hefir verið
komið út úr brákinni, þegar sú
alda reis, en snildarlega hélt skip-
stjórinn því alla þá nótt. Eftir
nafnakallið lét hann rannsaka
skemdir og hafði lúkukarmurinn
nr. 3 rifnað á kafla upp úr járn-
þilfarinu og sjór komist niður í
lestina og reyndust skemdir síð-
ar meir 36.000 kr. virði á olíu-
kökum og kornvörum.
Þegar birti á jólamoruninn, var
sjórinn ógurlegur og rokið upp á
hið hæzta, en skipið ífór vel í
sjó eins og því var haldið und-
an veðrinu, en þótt við allir hefð-
um vakað um nóttina, langaði
víst engan niður og liýmdum við
á þilfarinu hvar sem skjól var að
finna. Kl. 4 e. h. slotaði veðrið
lítið eitt; var þá farið að hugsa
um að fá sér bita að borða og
búa sig undir næstu nótt, skyldi
hann herða veðrið aftur, en það
smálygndi og okkur fanst skipið
stöðugra og ekki taka eins mikil
viðbrögð.
Við vökuskiftin kl. 8 um kveld-
ið fór helmingur hásetanna niður
og hvíldust til kl. 12, þá fór hinn
helmingurinn að hvíla sig, og
þegar eg fleygði mér, var ekki
jólalegt í kringum mig.
A annan í jólum um hádegi
var sjór' orðinn það sléttur að
skipinu var lagt upp í vindinn.
Þann dag fengum við heitan mat
og skipstjórinn lofaði okkur, að
undir eins og sjóinn lægði svo,
að hann gæti stýrt rétta stefnu,
skildum við fá jólamatinn. Hann
fengum við á þriðjudagskveld.
Var þá glatt á lijalla og virtust
allir hafa gleymt hvernig ástatt
var fyrir fáum tímum. Þannig
voru nú jólin okkar, einu jólin
sem eg hef verið gegndrepa alla
hátíðina.
Til London komum við á gaml-
ársdagsmorgun og höfðum geng-
ið frá festum á skipinu kl. 10 f. h.
Kl. 1 var öllum gefið leyfi að
fara í land ef þeir vildu og þyrftu
og allir þurftu þess, og um kveld-
ið tókum við hann á ræfilinn eins
og þar segir og endar hér jóla-
sagan.
Eftir þetta óveður vantaði ýms
skip, sem aldrei komu fram og
talið víst, að þau hefðu farist um
jólin.
Haust
Eftir Per Sivle.
Hvað varð nú um fuglanna sæg, þann er söng
i sumar í viðanna greinum?
Æ sjaldnar ’hann heyrðist um ljúfkvöldin löng,
svo leið yfir þögnin í einu.
— Fuglarnir hljóðna á haustin.
Hvað varð um þá litprúðu laukanna fjöld,
sem ljósgeislar kystu á engi?
Eg horfi, en finn ’hana hvergi í kvöld,
þótt horfi eg viða og lengi.
— Vallblómin visna á haustin.
Bjarni Jónsson
frá Vogi.