Morgunblaðið - 24.12.1915, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
óvanur að sjá sjómenn með tár-
vot augu, en það var greinilegt
að M. vinur minn hafði komist
við í þetta sinn.
Hvorugur okkar hafði lyst á
rommtoddíinu þegar við komum
upp. Við sátum hljóðir frameftir
nóttinni. Við vorum báðir að
hugsa um hina miklu mótsetn-
ingu milli glaumsins og kætinn-
ar uppi í reyksalnum, þar sem
fólkið lifir fyrirhafnar- og sorgar-
laust, og örlaga þessara tveggja
aumingja manna, sem varpað var
í Atlanzhafið á jólanóttina. Okkur
fanst forlögin vera svo miskunar-
laus og fólkið oft svo slæmt.
Blindhríð skellur á, Skipið er
eitt klakastykki — alt alhvítt
nema reykháfarnir. Sjóirnir skella
yfir það í sífellu. Það hvín í
trjám og reiðum, en áfram hóldur
skipið til jólagleðinnar, sem bíður
sjómannanna þegar heim kemur—
einhverntíma snemma á hinu
nýja ári.
3ól í skotgröfum.
stundarsælu, er friðurinn veitir, •
stendur einn á verði, til þess að
óvinirnir skuli ekki koma að þeiffl
óvörum. En það er ekki á hoQ'
um að sjá að hann búist við nein-
um fjandskap. Hann hefir lagt
frá sér byssuna sína, hallast upP
að skotgrafaveggnum, og horfir
langt út í bláinn. Hann er ef til
vill að hugsa um konu sína og
börn, sem hafa nú safnast um
jólatréð til þess að biðja guð að
varðveíta hann og færa hann aft-
ur heim heilan á hófi. 0g hann
er ef til vill að hugsa um það
hve margar muni þær konur, sem
nú eru ekkjur og mörg þau börn,-
sem nú eru föðurlaus af hans
völdum, — hve mörg munu þau
heimili þar sem er sorg og grát-
ur á þessari heilöguj nótt vegna-
þess að hann varð að taka sér
vopn í hönd og vega meðbræður
sína. — Og hver veit líka nenia
að konan hans verði orðin ekkja
og börnin hans munaðarleysingjar
áður en sól hins nýja árs ljómar!
|||^að hefir verið þegjandi sam-
9|gl komulag beggja, herjanna
að hafa vopnahlé á jóla-
nóttina — hátíð friðar og kærleika.
Hermennirnir hverfa niður til
jarðhúsa sinna og lesa bréfin, sem
þeim hafa borist að heiman og
gæða sér og kunningjum sínum
á krásum þeim sem þeim hafa
verið sendar. Einhver hefir náð
í dálítið grenitré og á því kveikja
hermennirnir ljós — alveg eins
og gert var heima. Og svo segja
þeir hver öðrum sögur af jólun-
um heima, syngja sálma oggleyma
hinum hræðilega hildarleik sem
aftur á að hefjast innan stundar.
En meðan þeir njóta þannig þeirrar
Kvölökyrö,
€ftir GuÖmund Friðjónsson.
í móskuna sólin sígur
0g sofnar í vesturátt,
en mælgi mannanna förlar,
þeir mæðast og hafa látt.
Er draumblæju dregur njóla
á dalinn úr silkivoð,
sem gagnsæ er gætnu auga,
hún gerir þeim kostaboð:
Hún býður í barm sinn öllum
og bregður þeim undir hönd,
sem hafa hugfangin augu
og heimþrá í dularlönd.
Ef hugurinn horfir þannig
og hefir dáleiðslu frest
þá opnast yfirborð rykugt —
í undirheim lífsins sést.
í rökkrinu hlusta eg hljóður
á hugljúfan strengja nið,
sem ymur í eyra mínu
og andanum veitir frið.
Og hljóminn þann met eg meira
en menningargull og seim.
Eg hef' ekki hönd né tungu
þeim hljómi að ná á blað,
því svo er eg mállaus maður,
og mig skortir tíma 0g stað.
Að hafa’ ekki vald á hljómnum
né höndlað geta það pund
— það er sá huldi harmur,
sem heggur mig djúpri und.
Að loka augum og eyrum
er aðferðin til að sjá
í hallir Sesams og Huldu
og herbergjum þeirra ná.
En sálum er sæla bönnuð
að sjá í þau instu hólf
við Ijósblik er löngun þráir,
sem lýsir um hallargólf.
Eg reyndi að guða á gluggann,
mig gerði svo forvitinn.
Þá hrundi höllin í rústir —
minn hugur var sorgbitinn.
Af hávaða lífsins hvesti,
þá hrundu þau nývirkin.
Eg hrökk við og hvarf til baka.
Minn hugur er grátbólginn.