Morgunblaðið - 31.12.1915, Side 3

Morgunblaðið - 31.12.1915, Side 3
des. S9. tbl. MORGUNBLAÐIÐ Frá Feneyjum. Austurríkismenn sækja um fressar mundir ákaft að Itölum í loítinu. Láta þeir daglega rigna sprengi- ; kdlum yfir hinar fomu og fögru borgir á Norður-Ítalíu. ítölum hefir eigi tekist meir en svo að verjast þess- um árásum og stendur því af þeim eigi litill stuggur. — Þegar dimma tekur á kvöldin er niðamyrkur í öll- um borgum á Norður-Ítalíu því að menn þora ekki að kveykja ljós, af ótta við það að leiðbeina með því : hinum fjandsamlegu flugmönnum. — Um alla Ítalíu gengur sú fregn að Austurrikismenn hafi hótað því að I ^ggja Feneyjar í auðn ef Görtz fellur. Þessi fregn þarf þó eigi að vera sönn. Hún getur verið heilaspuni ; ítala, sprottin af því hvað þeir eru hræddir um þessa fögru og gömlu borg. Hér á myndinni sjást tvær hinna fegurstu bygginga í Feneyjum, Markúsarturninn og höllin. Yfir brennandi borgir, blóðugan val og harmi lostin lönd, rennur sól hins nýja árs og boðar frið. Yfir brennandi borgir, blóðugan val og harmi lostin lönd, rennur sól hins nýja árs og boðar frið Tvö stórmenni. Fréttaritari »Times< í Aþenuborg hefir verið svo heppinn að ná tali af þeim báðum, Konstantín konungi og Venizelos, og hafa þeir, hvor i sínu lagi, látið uppi skoðanir sínar furðu Ijóst. Vér skulum nú birta bæði bréf fréttaritarans, þar sem haun rekur ræðurnar. Konstantín konungur. Aþenuborg, 5 des. Mér veittist sá heiður i morgun, að ná tali Konstantins konungs. Hann kvaðst fyrst vilja minnist litið eitt á það, hvern dóm hann fengi yfirleitt, áður en hann færi að tala um stjórnmálahorfur. Hann kvað sig hafa tekið það mjög sárt, hvernig á sig hefði verið ráðist og hryggjast af þeim misskilningi, sem kæmi fram í dómum manna um fyrirætlanir sinar og stefnuskrá. Hann kvaðst ætið hafa eytt hvild- ardögum sinum í Englandi og ætíð sýnt ensku þjóðinni virðingu sina, enda væri hann nátengdari Bretum á alla lund, heldur en nokkurri annari erlendri þjóð. En Bretar virtust hafa gleymt því að hann væri konungur Grikklands, fæddur þar og upp alinn, og hefði þar augljósar skyldur að rækja. Á- byrgð sin væri mikil og oft vanda- söm. Hin æðsta skylda sín væri það, að vinna að heill Grikklands og gæta þess við grandi. Af þessu leiddi það, að hlutleysi var landinu fremur öllu öðru nauð- synlegt. Hin sorglegu afdrif Belgiu. kvað hann vera sér alt af fyrir augum. Grikkland væri nú rétt að ná sér aftur eftir tvær styrjaldir, og jafnvel sigursælar styrjaldir skildu eftir sár, sem lengi væru að gróa. Hvað sem það kostaði, þá væri hann þó ein- ráðinn i því, að verja land sitt og þjóð bölvun hinnar miklu styrjaldar. Hið eina, sem gæti knúð sig til þess að grípa til vopna, væri það, ef sjálfstæði Grikklands væri hætta búin, eða ef svo stór sigur væri aug- ljós, að hann mundi fyllilega bæta upp það tjón, er vopnaviðskiftum fylgdi.---------- Gríska þjóðin hefir ætið verið, og er enn, vinveitt Frökkum og Bret- um. Að Grikkir, og þó sérstaklega konungurinn, gætu gert sig seka í svikræði við þá, eru getsakir við þjóðina og drotnara hennar. Það er i Grikklandi flokkur manna, sem altaf hefir æskt þess, að þjóðin gripi til vopna. En þessir menn hafa aldrei skilið það til fulls, hvað af þvi gat leitt eða i hverja hættu þjóðin steypti sér með því. Arásin á Hellusund gat hepnast, en hún gat einnig mishepnast. En Grikkland var þannig statt, að það gat ekki gengið í hættuna. Bandamenn hafa aldrei verið ákveðnir í Balkan-»pólitik« sinni. Ef maður gerir nú ráð fyrir, að Grikkir hefðu gripið til vopna með þeim og bandamenn síðan ákveðið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.