Morgunblaðið - 31.12.1915, Síða 5
?i. des. S9. tbl.
MORGUNBLAÐIÐ
5
Hugsjön
eftir
Jónas JÞórarinsson.
Margir hinna mestu spekinga, sem
mannkynið hefir af sér alið, hafa
þózt þess sannfærðir, að gervöll
tilveran hafi einhvern ákveðinn til-
gang, að alt stefni að ákveðnu tak-
Oiarki, og að þetta takmark sé full-
komnunin. (sbr. »Verðið fullkomnir
eins og faðir yðar á himnum er
fullkominn.») Og þeir hafa álitið, að
hin mikla vitsmunave.a, er triiar-
brögðin nefna guð, hafi sett þetta
dásamlega sigurverk, tilveruna, í
hreyfingu, hafi fult vald á henni og
láti þar afleiðandi ekkert það bera
^ið, sem miði ekki að einhverju leyti
að því að koma fyrirætlunum hennar
í framkvæmd. Alt starfar i þarfir
framþróunarinnar. Hver þjóð og
þjóðflokkur er dyggur og ómissandi
verkamaður í víngarði hennar. Hverri
þjóð, segja þeir, er ætlað að inna
eitthvert mikilvægt hlutverk af hendi.
Og þá er hiin hefir lokið þvi, hverfur
hún smám saman úr sögunni, þokar
fyrir hinum, sem ungar eru og upp-
rennandi og eiga hlutverk sitt ó-
unnið.
Þá er við lítum yfir æfiferil þjóð-
anna, síðan sögur hófust, er fátt,
sem vekur fremur athygli vora en
það, að hver og ein þjóð, sem hefir
orðið öndvegisþjóð heimsins og
brautryðjandi nýrrar siðmenningar,
befur orðið til með sama hætti. Hún
er fyrst aðeins fámennur flokkur, er
blandar síðar blóði með fjarskyldum
Þjóðflokki, lifir þar næst að meira
eða minna leyti í einangrun á meðan
binir sundurleitu þjóðarhlutar eru að
vaxa saman og fá á sig nýtt þjóð-
erni. En svo er eins og þjóðin fái
nýtt líf. Hún verður fjölmennari,
tekur andlegum þroska og ryður sér
soiátt og smátt til rúms, uns hún
verður öndvegisþjóðin og setur
S1nn þjóðernisblæ á siðmenninguna.
En þegar fram líða stundir, tekur
^nignunin að gera vart við sig;
frægðarsól þjóðarinnar gengur til
viðar og ný þjóð brýzt til valda.
Ef vér lítum yfir sögu íslensku
Þjóðarinnar í ljósi því, er þessar eða
f^ilíkar skoðanir eða kenningar varpa
Jfir hana, fær hún á sig nýjan og
j^ri blæ; jafnvel svörtustu tíma-
' ln í æfi hennar, virðast vera hvað
nauðsyn!egustu undirbúningstímar
ennar. Þá er verið að bræða sorann
r Þjóðlífinu. Þjóðin gengur í gegn-
^j11 hverja eldraunina á fætur annari,
Þess að koma svo á sínum tima
•tani á sjónarsviðið, reiðubúin til að
na það hlutverk af hendi, sem henni
r ^tlað að vinna.
8a islenzku þjóðarinnar er eitt
j, ^ÍHuna furðulegustu æfintýrum.
l er eins og huldar vættir hafi
Vift,tvetna hönd í bagga og stýri
Utðarrásinni í æfi hennar.
jj trðutn fyrir oss landnámstímana.
til ta^ur hárfagri verður óviljandi
nor ^ S ve*ía sjerstakan hluta úr
..U Þióðinni og koma á fót nýj-
ióðflokki. þeir, sem þola ekki
yfirdrottnan stökkva úr landi, taka
þann kostinn að yfirgefa ætt og
óðul heldur en að lúta harðstjórn-
inni. Frelsisþráin er frumeinkenni
hins nýja þjóðflokks.
En þessi þjóðarhluti, Austmenn-
irnir, hefði aldrei orðið annað og
meira en norsk nýlendu þjóð, ef
hann hefði ekki blandað blóði saman
við Vestmenn. Austmenn og Vest-
menn [runnu saman i eina þjóðar-
heild, urðu íslendingar. Þegar eftir
landnámstímana rennur upp gullöld
íslendinga og þjóðlífið blómgast. En
er fram liða stundir fer að brydda
á ýmsum ókostum, er þjóðin hafði
tekið að erfðum. Ójafnaðar tilhneig-
ing og sundurlyndi verða þess vald-
andi að innanlands hefjast óeyrðir
og blóðsúthellingar, er fækka þjóð-
inni að miklum mun. Með dauða
ofstopanna og sundrung mannanna
hverfa að miklu leyti hinir skaðleg-
ustu eðlislestir þjóðarinnar. En þó
er eins og hinir huldu örlagavaldar
hennar álíti ekki nóg aðgert, þjóðin
þurfi að ganga í gegnum áhrifameiri
hreinsunareld. Ennþá lifa með henni
margir þeir einstaklingar, sem bera
i sér ójafnaðar og sundurlyndisfræ,
er mundu standa henni fyrir þrifum,
ef þau fengu að vaxa. Drepsóttir,
eldsumbrot, ísár og hungursneyð
fækka þjóðinni enn þá hvað eftir ann-
að, svo að ekki verður eftir nema lítill
hluti hennar. Það er þetta fámenna
úrval, sem á að leggja grundvöllinn
undir hina íslenzku framtíðarmenn-
ingu, menningu, sem verður að öllu
ólík gullaldarmenningu ísiendinga er
bar að heita mátti báðar hendur
blóðugar til axla. Framtíðar þjóðar-
einkenni islenzku þjóðarinnar eru nú
þegar farin að koma i Ijós. Þá fyrst
rennur upp hin önnur gullöld is-
lendinga, þegar speki Njáls, Þorgeirs
og Einars og harðfengi Skarphéðins,
Gunnars og Kjartans leggjast á eitt
að koma heillavænlegum bræðra-
lagshugsjónum í framkvæmd. Ef
islensku þjóðinni er ætlað að inna
eitthvert hlutverk af hendi i þarfir
mannkynsins og er ekki aðeins eng-
isnýtar úrgangsleyfar Norðmanna og
íra, þá er það bersýnilegt, að hún
hlýtur að eiga mikla framtið fyrir
höndum. En það er áriðandi að
þjóðin komi auga á framtiðar tak-
mark sitt og geri sér ljósa grein fyr-
ir því hvað og á hvaða sviði henni
er ætlað að vinna. Hún verður að
læra að horfa fram á leið og ekki
aðeins aftur i aldir til forfeðra sinna.
Hún verður að öðlast trúna á mátt
sinn og megin og læra að hlúa að
öllu þvi fagra og góða, sem auð-
kennir hana frá öðrum þjóðum.
Hver veit nema það eigi eftir alt
saman, fyrir íslenzku þjóðinni að
liggja, að leggja drjúgan skerf til
eflingar hinni nýju siðmenningu,
friðar- og bræðralags-menningunni.
Sú kemur tíðin, fyr eða siðar, að
þessi blóðistokkna siðmenning líður
undir lok; þjóðirnar bergja uú sjálf-
ar á eiturbikarnum, er þær hafa byrl-
að hvor annari. Islendingar lögðu
niður vopnin þegar hinar aðrar
Norðurálfuþjóðir voru i þann veg-
inn að herða fyrst fyrir alvöru á
vigbúnaðar-kapphlaupinu. Ef nokkr-
ar sögur hefðu þá farið af islenzku
þjóðinni, mundi flestum vígaglúm-
um þeirra tíma hafa blöskrað að niðjar
hinna vopndjörfu feðra slíðruðu sverð
sin fyrir fult og alt, á meðan mesta
frægðarljómann lagði af vigvöllun-
um. En þá fóru litlar eða engar
sögur af þessari fámennu þjóð.
Fæsta grunaði þá hvað hér var að
gerastog fáa grunar ef til vill enn,
að þá var fyrsta sporið stigið i átt-
ina til friðarmenningarinnar.
Þegar vígamóðurinn rennur af
þjóðunum og þær fara að geta gert
greinarmun góðs og ills, mun ísland
verða talið forvigisland friðarins.
Hér á landi er viðbjóður á stríði og
blóðsúthellingum runninn inn i þjóð-
arvitundina. Og íslenzka þjóðin rnun
vera eina þjóðin í heiminum, sem
telur öll og óskift allan hernað
ósamboðinn siðuðum þjóðum. Að
vísu eru menn hér ekki allir sáttir og
sammála, en svo langt erum vér þó
komnir, að hnefarétturinn er ekki
framar æðsti réttur í augum vorum.
Á meðan nágrannaþjóðir vorar fórna
nú sonum sínum þúsundum og
miljónum saman á hlautstalla hern-
aðar guðsins, lifum vér í árbliki
hinnar nýju menningaraldar, sem er
að renna upp, þó enn þá liggi ó-
friðarsortinn yfir flestum löndum
veraldarinnar.
Vér horfum inn í þokuna sem
liggur yfir framtíðinni, og það er
eins og vér sjáum bregða fyrir
bjarma af heiðríkju hinna komandi
tíma. Vér sjáum mannkyninu vegna
betur, er það hefir lært af yfirsjón-
um sínum og er vaxið að vizku,
aldri og kærleika. Og vé'r sjáum
faðm friðmenningarinnar breiða lim
sitt yfir lönd og höf, og þessi mikli
viður óx fyrst upp sem viðartein-
ungur í vermireit íslenzku þjóðar-
innar, sem hefir tekist að kenna hin-
um öðrum menningarþjóðum með
dæmi sinu, hvernig heilar þjóðir geti
lifað i friði hver við aðra og þurfa
ekki að sækja mál sin með stór-
skotahríðum og spjótalögum. Þessir
hinir »fáu, fátæku ogsmáu*, verða til
þess að beina friðarmenningunni
braut, menningu, er ris á rústum
vígamenningarinnar, er líður undir
lok af þvi hún hefir lokið ætlunar-
verki sinu.
Vera má að þetta sé að eins
draumur, en það er fagur draumur,
og vér skulum vona, að áður langt
um liður, dreymi alla þjóðina þennan
draum, og að draumurinn rætist á
ókomnum öldum, verði sanndreymi.
Líkkistur
fást vanalega tilbúnar á
Hverfisgötu 40. Sími 93.
Helgi Helgason.
Bezt að auglýsa í Morgunbl.
Beauvais
Leverpostej
er bezt.
Tennur
eru tilbúnar og settar inn, bæði heilir
tanngarðar og einstakar tennur
á Laugavegi 31, uppi.
Tennur dregnar út af lækni dag-
lega kl. n—12 með eða án deyf-
ingar.
Viðtalstími io—5.
Sophy Bjarnason.
Strœnar Baunir
frá Beauvais
eru ljúffengastar.
Hentugasta nýtizku ritvélin nefnist
„Meteor". VerB: einar 185 kr.
Upplýsingar og verðlisti með mynd-
um í Lækjargötu 6 B.
Jóh. Ólaisson. Sími 520
Niðursoðið kjöt
frá Beauvais
þykir bezt á ferðalagi.
Wolff & Arvé’s
jj Leverpostei jj
f */* <>9 V> pd- dósum er
Capf, C. Troiíe
Skólastræti 4. Talsimi 235.
Brunavátryggingar—Sjóvátryggingar
Stríðsvátryggingar.
Vátryggið i »General« fyrir eldsvoða
Umboðsm.
SIG. THORODDSEN
Fríkirkjuv. 3. Talslmi 227. Heima 3—5