Morgunblaðið - 31.12.1915, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.12.1915, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ að draga sig í hlé eða hverfa alveg burtu — hvernig mundi þá hafa verið komið fyrir Grikklandi? Það hefði sætt hinum sömu forlögum og Belgía, orðið á valdi óvina sinna. Geta bandamenn því með réttu sagt það, er þeir gæta alls þessa, að framkoma Grikkja hafi verið þeim óvinveitt ? Vinátta Grikkja er augsæ af því að þeir leyfðu bandamönnum frjáls afnot járnbrauta og sima, þá er þeir gengu á land í Saloniki. En hafa ekki Grikkir brotið hlut- leysisskyldur sínar með þessu? Hafa þeir ekki jafnframt gert sig skylda til þess að verða við samskonar kröfum frá hálfu Miðveldanna og Búlgaríu ? Það er enginn efi á þvi, að öll- um, sem hér eiga hlut að máli, hefir yfirsézt. Var það t. d. réttmætt hvert traust bandamenn báru til Búlgara ? Hefði það ekki verið betra að treysta Grikkjum dálítið betur, í stað þess að steypa nú ógæfu yfir höfuð þeirra ? Konungnr kvaðst vilja minnast á tvent enn : — samning Grikkja og Serba og orðróm þann, er á lægi um það, að Grikkir hefðu gert samn- ing við Búlgara. Samningur Grikkja og Serba gildir um Balkanófrið, og Balkanófrið ein- göngu. Hann var ekki skuldbind- andi nema því að eins að Búlgarar einir réðust annaðhvort á Serbiu eða Grikkland. Það er hverjum auð- skilið að hann á ekki við, og hefir aldrei átt við, ef tvö hin mestu stór- veldi í Evrópu réðust á Serbiu auk Búlgara. Hvaða hjálp gátu Grikkir veitt Serbum ? Hefðu þeir gripið til vopna þá hefði afleiðingin aðeins orðið sú, að tvc lönd, í staðinn fyrir eitt, hefðu verið lögð í auðn. Um samninginn, sem Grikkir eiga að hafa gert við Búlgara er það að segja, að hann hefir aldrei verði gerður. Grikkir og Búlgarar eru arfaféndur. »Það má skýra ástand það, er nú er, í fáum orðum*, mælti konung- urinn. »Bandameun hafa gert sér- stakar kröfur viðvíkjandi her Grikkja í Makedoníu og um eitt eða tvö önnur málefni. Vér höfum svarað með því að gefa bandamönnum fullkomna trygg- ingu fyrir því, að Grikkir skuli ekki skerða eitt hár á höfðum þeirra. En áður en vér getum bundist föstum og órjúfanlegum samningum, viljum vér vita hverjar fyrirætlanir banda- manna muni vera. í þess stað er oss sagt að Bretar og bandamenn séu nú að bræða það með sér, en hafi enn eigi komist að neinni fastri niðurstöðu. Er það nú rétt, eins og nú horfir málum, að neyða Grikki til þess að taka eina hina allra þýðingarmestu ákvörðun? Er það rétt, að krefjast þess af þeim, að þeir flytji lið sitt burtu áður en bandamenn hafa kom- ist að ákveðinni niðurstöðu nm það, hvort þeir ætla sér eða eigi að halda því landi, er vér höfum þegar yfir- gefið? Grikkir verða að fá að vita hinar ákveðnu fyrirætlanir bandamanna, — enda þótt þeim komi ekki til hugar hverjar svo sem þær fyrirætlanir þeirra eru, að hætta hlutleysi sínu«. Konungur kvaðst vera Frökkum og Bretum mjög þakklátur fyrir það að þeir hefðu sent Denys Cochin og Kitchener lávarð þangað suðureftir. Hann kvaðst hafa rætt málið ræki- lega við þá og vona það að mörg- um misshilningi mundi rutt úr vegi fyrir það. Venizelos. Hvernig hann lítur á málin. Aþenuborg, 9. des. M. Venizelos leyfir mér að birta eftirfarandi frásögn sem lýsingu á skoðun flokks sins. Það er sérstaklega þrent, sem skoðun þess flokks byggist á: 1. Skyldur Grikkja við Serba. 2. Kröfur Grikkja til landa í Litlu- Asíu og Þrakíu. 3. Stjórnarfyrirkomulagið. Konstantín konungur og Soffia drotning. Það er ekki rétt, að samningur Serba og Grikkja sé ekki í gildi, þótt fleiri ríki en Búlgaría hafi ráð- ist á Serbíu. Samningurinn er áreið- anlega bindandi fyrir Grikki. En þótt svo hefði eigi verið, þá vat það samt ófyrirgefanleg villa að bregð- ast Serbum i raunum þeirra. Það er nauðsynlegt fyrir Grikki, að Serbía sé sjálfstæð, svo eigi ruglist ríkja- jafnvægið á Balkan. En þegar Serbía hverfur úr sögunni, þá á Grikkland alt sitt undir öflugri og miskunar- lausri Búlgaríu. Ef Grikkir hefðu tekið í taumana í réttan tíma, þá mundi aldrei hafa farið svo sorglega fyrir Serbíu sem nú er komið, því að þátt-taka Grikkja hefði getað orðið bandamönnum og Serbum að miklu liði á Bálkan. Það var það mikla tækifæri sem Grikkjum gafst til þess að fá fram- gengt helztu óskum sínum. Allir ófriðir hafa hættu í för með sér, en hér var lítið í hættunni, og meiri hluti þingsins, sem hafði grísku þjóðina að bakhjarli, var fús til þess að stofna henni í þá hættu. Því að það vissi hann, að þá hefði að minsta kosti verið hægt að leysa Grikki undan ánauðaroki Tyrkja og Grikk- land hefði vaxið að löndum í Litlu- Asíu, Þrakíu og á Cyprusey. En það er kunnugt hvað gerðist. Konstantín konungur neyddi ráðu- neytið, sem þjóðin treysti, til þess að segja af sér og hann neitaði þvi algerlega að þjóðin gripi til vopna. Auðvitað hefir konungur álitið að áhættan væri of mikil, en í hvaða þingfrjilsu landi hefir konungur tekið sér það vald að taka fram fyrir hend- ur ráðherra sinna og hinna kjörnu þjóðarfulltrúa? Það hefir verið sagt að eg hallist að því að gera Grikkland að lýð- veldi. Það er ekki satt, því að hér er svo ástatt að þingbundið einveldi er nauðsynlegt og griska þjóðin vill hafa einveldi meðan konungurinn brýtur ekki bág við stjórnarskrána. Það voru hér um bil 750,000 kjósendur, af rúmlega einni miljón, sem greiddu atkvæði við síðustu kosningar. Af þeim eru nú 280,000 kallaðar í herinn. Af þingmönnum úr vorum flokki eru nú 53 í hern- um, en 25 þingmenn úr stjórnar- arflokknum. Þingmenn vorir hafa heimfararleyfi í viku, en aðrir þing- menn fullkomna undanþágu frá her- skyldu. Afleiðing þessa mundi verða sú við nýjar kosningar, að þing- menn úr vorum flokki yrðu neydd- ir til þess að hverfa aftur til hers- ins og gæti það leitt til þess, að ftokkur vor á þingi yrði í minni hluta. Auk þessa hefir stjórnin búið sig undir það, að gefa flokksmönnum sinum heimfararleyfi, til þess að þeir geti neytt atkvæðisréttar síns, en hefir neytað flokksmönnum vorum um leyfi td heimfarar. Það hefði getað staðið svo á, að vér hefðum talið það skyldu vora, að gefa kost á oss til þingsetu til þess að mótmæla á þingi þessari kosningaraðferð. En skripaleikurinn var of stór og það er þvi ekki um annað að gera fyrir oss en roótmæla þegjandi, með því að taka engan þátt i kosningunum. Griska þjóðin veit vel hvert hlut- verk hennar er og hún bíður að eins tækifæris til þess að láta til sín heyra. Eftirmáli konungs. Fréttaritarinn sýndi konungi það, sem Venizelos hafði sagt. Konung- ur las það vandlega og mælti siðan : — Eg er ekki á sama máli og Venizelos, en eg óska þess að skoð- un hans sé birt í »Times«, eins og mín skoðun hefir birst þar. Eg óska þess að »Times« sé skýrt nákvæmlega frá öllum þeim skoðunum, er hér rikja um afstöðu Grikkja, og eg vona það að blaðið vilji birta þær«. ....... Stjórnarskifti í Austurríki. Það hefir orðið talsverð breyting á ráðuneytinu í Austurriki nú fyrif skemstu. Urðu nokkrir ráðherrarnir að leggja niður embætti sín og voru meðal þeirra innanríkisráðherrann, verzlunarmálaráðherrann og fjármála- ráðherrann. Orsökin til falls þeirra var stefna stjórnarinnar i dýrtíðar- málunum. Meðal hinna nýju ráð- herra er Hohenlohe fursti. Hefir hann tekið við innanríkisráðherra- embættinu. Hann hefir áður verið forsætisráðherra, og hinir nýju ráð- herrarnir eru flokksbræður hans. Þessi stjórnarskifti sýna að mörgu leyti breytingu i stjórnmálum lands- ins. Hinir föllnu ráðherrar, sem voru flokksbræður forsætisráðberrans, Sturgkhs greifa, og þeir hafa sem sagt fallið á dýrtíðarmálunum. Þeir hafa verið afturhaldssamir og nær ekkert gert til þess að bæta úr dýr- tíðinni og þess vegna hefir þeim verið kent um það — annaðhvort með réttu eða röngu — hvað nú er orðið þröngt i búi í Austurríki. Og óánægjan varð svo megn, að Stiirgkhs varð að láta þá fara. Um Hohenlohe fursta er það sagt að hann sé frjálslyndur maður og muni kippa þvi lag sem hægt er að kippa i lag í landinu. En bó er óliklegt að hann fái eigi algerlega bætt úr dýrtiðinni. Að öðru leyti má og sjá stefnu' breytingu á þvi hvernig hin nýja stjóm er skipuð, en það er viðvíkj- andi sambandi Austurríkis og Ung- verjalands. Hinir nýju ráðherrar eru allir austurríkskir. Að vísu er það ekki sýnt að þessa gæti mjög með- an ófriðurinn stendur, þvi nú eru öll innanrikisdeilumál horfin úr sög- unni. Þó er þetta eigi alveg þýð- ingarlaust vegr.a þess að árið 1917 er útrunninn samningur sá, er Aust- urríki og Ungverjaland hafa gert með sér um fjármál og tollmál og nýtt samkomulag verður að fást meðal landanna áður en sá frestur et útrunninn.. LfOGMKNN Sveirni BjörnsHon yfird.lt'gæ- Friklrkjuveg 19 (Staðastað). Simi 202, Skrifstofutimi kl. 10—2 og 4—6. Sjálfur við kl. 11—12 og 4—-é. Eggert Claessen, yfirréttarmáii- flutningsmaður Pósthússtr, 17. Vsnjulsga heima 10—11 og 4—5. 3lmi tfr. Jón Asbjörnsson yfird.lögm, Hverfisgötu 45 (hús Matth. Einars- sonar læknis, uppi). Simi 435. Heima kl. 1—2 og 5—6 siðd. Guðm. Olafsson yfirdómslögff1' Miðstr. 8. Simi 488. Heima kl. 6—8. ^ Bkúli Thoroddsen alþm. Skúli S. Thoroddsen yfirréttarmálaflutningsmaður, Vonarstræti 12. Viðtalstimi kl. lC —11 f. h. og 5—6 e. h. Hittasí “ helgidögum kl. 6—8 e. h. Simi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.