Morgunblaðið - 31.12.1915, Side 10
IO
MORGUNBLAÐIÐ
Heimfararleyfi pabba.
(Þýdd saga).
Agúst sat í borðstofunni eftii
venju og keptist við að skrifa áður
en miðdegisverður væri snæddur.
Þá kom móðir hans alt í einu inn
með fasi miklu og hampaði bréfi í
hendinni.
— Agústl hrópaði hún. Pabbi
þinn hefir fengið heimfararleyfi og
kemur hingað hinn daginn.
Agúst varð svo hverft, að hann
misti pennastöngina og kom stór
svört klessa í stílabókina. Hann
leit hræðslulega á mömmu sína, ætl-
aði að segja eitthvað, en gat ekkert
sagt.
Frú Lallier ypti öxlum.
— Þú ert auðvitað alveg mállaus!
Þú ert altaf eins — — vesalings
drengurinn minn! Þér þykir víst
ekki vænt um nokkurn mann!
Hún fór út aftur og skelti hurð-
inni hastarlega á eftir sér. Agúst
studdi alnbogunum á borðið, stakk
bíekugum fingrunum í úfið hárið og
spurði sjálfan sig hvað eftir annað,
hvort það væri nú víst, að sér þætti
eigi vænt um neinn.
— Pabbi kemur! mælti hann við
sjálfan sig. Pabbi er að koma!
Honum leið illa. Hann vissi það
vel, að hann hefði átt að gleðjast
eins og Didier skólabróðir hans
gladdist þegar pabbi hans kom heim
fyrir, viku. En Agúst gat ekki að
því gert, að ótti varð fögnuðinum
yfirsterkari hjá honum.
Hann var ellefu vetra, og síðan
hann mundi fyrst eftir sér hafði
faðir hans verið honum vondur. Hr.
Lallier var að eðlisfari harðlyndur
maður og kom það verst niður á
syninum, og hann hafði einnig feng-
ið konu sina til þess að fallast á
reglur þær, er hann ól son sinn
upp eftir.
Alt líf Agústs var ákveðið fyrir-
fram, frá morgni til kvölds, og jafn-
vel frístundir hans urðu honum eins
og aukavinnu-timar. Yrði honum
eitthvað á, var honum refsað harð-
lega og dugðu þá hvorki tár né
bænir. Lallier fanst það ekki sama
sér að sýna syni sínum neina bliðu
og jafnframt lét hann Agúst aldrei
sýna sér neina blíðu. Sonurinn var
þvi altaf hræddur við föður sinn, og
var þögull og fór hjá sér hvenær
sem faðir hans var einhvers staðar
nálægt. Og það gramdist Lallier,
því hann vildi að sonur sinn væri
frjálsmannlegur, en gat þó aldrei
barið það inn í hann. —
Þegar ófriðurinn hófst varð Lallier
að faia til vigvallarins. Agúst var
um þær mundir uppi í sveit hjá
ömmu sinni, því þar var hann á
hverju sumri. Hann gat því ekki
kvatt pabba sinn, en skrifaði honum
altaf með hverri ferð, eftir skipun
móður sinnar. Þessar bréfaskriftir
fundust honum eins og aukastilar,
en þótti þó vel til vinnandi að skrifa
bréfin og losna svo við allar refsingar
föður síns. Og þegar hann hugsaði
sig vel um, þá fann hann að sér
hafði aldrei liðið jafn vel, og svo
sló hann heldur slöku við, því hann
óttaðist mömmu sína minna, enda
hafði hún jafnan látið mann sinn
sjá um það, að refsa drengnum fyrir
yfirsjónir hans.
— Mér þykir ekki vænt um neinn
------ekki vænt um neinn 1 tautaði
Agúst við sjálfan sig hvað eftir ann-
að og langaði þó mest til þess að
hágráta. En er vinnukonan ætlaði
að fara að bera mat á borð, tók
hann rögg á sig og lauk við stílinn
sinn í einu hendingskasti.
Bæði þennan dag og daginn eftir
var móðir hans óþreytandi í því að
leggja honum lífsreglurnar.
— Þú verður nú að vera vænn
meðan pabbi þinn er heima og gæta
þess vel hvað þú segir. Að undan-
förnu hefirðu vanið þig á að segja
ýmislegt--------------Gættu þess nú
að gera engin heimskupör-------------
Og reyndu að fá góðan vitnisburð
I skólanum þessa dagana. Og svo
máttu ekki vera svona dapurlegur.
Þér þykir vænt um það að fá pabba
þinn heim — og láttu það nú sjást.
Það er þín vegna, að eg gef þér
þessi heilræði. Þú veizt, að pabba
þínum er ekki um það gefið, að þú
hagir þér óskynsamlega, og eg
ímynda mér, að honum muni ekki
þykja vænt um einkunnir þær, sem
þú hefir fengið þessa dagana, þegar
hann fær að sjá þær.---------—
Það fór hrollur um Ágúst, og
hann fór með hálfum huga heim frá
skólanum, daginn sem hann átti von
á pabba sínum. Móðir hans hafði
ekki þorað að láta hann sitja heima,
því hún þekti mann sinn, og vissi
að hann vildi ekki að breytt væri
út af þeim reglum, er hann hafði
sett.
Faðir hans var kominn heim tveim
stundum áður. — Agúst gekk inn
skjálfandi og niðurlútur. Hann hafði
verið svo hræddur allan daginn að
hann hafði ekki munað neitt, er
honum var hlýtt yfir í skólanum,
og einkunnir hans voru því venju
fremur slæmar. Hann þorði ekki að
líta upp, en sá þó hvar pabbi stóð
i einkennisbúningi, og gekk Agúst
óttasieginn þangað.
— Góðan daginn drengurinn minn,
mælti pabbi og kysti hann. Hann
hefir stækkað, mælti hann ennfrem-
ur og sneri sér að konu sinni.
Agúst stóð eins og steini lostinn.
Honum fanst málrómur pabba síns
hafa gjörbreyzt.
—- Komdu sæll, pabbi, stamaði
hann,--------— mér þykir ákaflega
vænt um.-------------
Pabbi hans klappaði honum á kinn-
ina og greip fram I fyrir honum:
— Þú skalt ekki fara að þylja
neinar kurteisisræður; það er'ekki
ómaksins veít. -—--------
Agúst varð alveg forviða á því
hvað pabbi var blíður I málrómnum,
en meðvitundin um slæmu einkunn-
irnar og afleiðingarnar af þeim var
þó svo rik, að hann gáði ekki að
hugsa um neitt annað.
Nú var sezt að snæðingi. Frú
Lallier spurði mann sinn frétta og
sagði honum frá þvi, sem borið
hafði v:ð heima, meðan hann var í
burtu. Agúst beið þess óttasleginn
að miust yrði á sig.
Alt í einu sneri pabbi hans sér
að honum og spurði:
— Hvernig gengur þér í skólan-
um, Agúst?
Agúst náfölnaði, en svaraði engu.
Mamma hans ætlaði að reyna að
koma í veg fyrir það að hann fengi
hirtingu að þessu sinni og mælti
því:
— Hann er sæmilega þekkur. —
En heldur latur —--------að undan-
förnu.----------Eg er þó viss um
að þú hefir fengið góðar einkunnir
í dag, Agúst.
Agúst þagði.
— Hvað ? Hefirðu fengið slæmar
einkunnir ? spurði mamma hans. —
Lofaðu mér að sjá einkunnabókina
þína!
Agúst ætlaði að standa á fætur,
en pabbi hans rétti út hendina til
þess að halda honum kyrrum á
stólnum. Agúst hélt að hann ætti
að fá löðrung og bar bandiegginn
ósjálfrátt fyrir höfuð sér.
Lallier hrökk saman og það varð
dauðaþögn í stofunni. Hann virti
Agúst fyrir sér nokkra stund og tók
svo gætilega um handlegg hans.
— Eg rétti fram hendina til þess
að halda þér kyrrum, mælti hann
blátt áfram. Ef þú hefir slegið
slöku við og fengið slæmar ein-
kunnir að undanförnu, þá verðurðu
að reyna að fá betri einkunnir hér-
eftir.----------
Frú Lallier leit alveg forviða á
mann sinn.
— Já, mælti hann hlæjandi. Þú
ættir að vita það að eg er ekki
kominn til þess að ávíta hann, því
eg treysti á hann i framtíðinni.
Agúst skalf og nötraði. Pabbi
hans laut nær honum og mælti
blíðlega:
— Ertu hræddur við mig, Agúst?
Þekkirðu mig ekki aftur?
Agúst svaraði engu. Ef hann hefði
átt að segja sannleikann, þá hefði
hann sagt, að hann þekti pabba alls
eigi aftur, en það þorði hann ekki
að segja. En hann hóf höfuðið og
leit framan í pabba sinn, sem nú
sneri sér að konu sinni.
— Eg skal segja þér það, að líf
það, sem við nú lifum, breytir manni
talsvert. Þú skilur það, að alla þá
smámuni, hégómagirni, harðýðgi og
yfirdrotnun, sem maður leyfði sér
áður, hefir maður nú engan tíma
til að hugsa um; það er alt horfið
úr sögunni, það er þýðingarlaust og
maður hlær að því. Hið eina, sem
nokkurs er um vert, er meðvitundin
um það, að ástvinir manns, sem
maður hefir skilið eftir heima og
hættir lífi sínu fyrir — — að þeir
elski okkur ------að endurminning
okkar hjá þeim sé fögur--------und-
antekningarlaust-------
Hann þagði nokkra hrið og mælti
svo við son sinn:
— Þú skilur mig einnig, Agúst?
Er ekki svo?
Hann lagði hönd sina á höfuð
barnsins. Agúst greip hana og $1
andlit sitt i henni — og þá þóttist
hann sælastur allra manna á jarðríki-
Flugeldar
fást i verzlun
0. Amundasonar
Laugaveg 22 A.
Smurnings-
oiiukoppur
af vagni hefir tapast á leið úr aust-
urbænum og suður í Hafnarfjörð á
aðfangadaginn. Skilist til síra Ólafs
Ólafssonar fríkirkjuprests.
Stúlka eða pilfur,
sem spilar vel á piano, óskast
til að spila á kaffihúsi strax eftir
nýárið. Betri upplýsingar gefuf
Morgunblaðið.
ÍSa* YÁTÍSYÖGINGAJ3
Vátryggið tafarlaust gegn eldi,
vörur og húsmuni hjá The Brithish
Domimon General Insurance Co. Ltd-
Aðalumboðsm. G. Gíslason.
Brunatryggingar,
sjó- og striðsvátryggingar.
O. Johnson & Kaaber.
A. V. Tulinius
Miðstræti 6. Talsími 254.
Brunatrygging — Sæábyrgð.
Stríðsvatrygging.
Skrifstofutími 10—n og 12—3.
Det kgl octr. Brafldassnrance Co.
Kaupmannahöfn
vátryg^ir: hus, httsgðgn, ali^'
konar vöruforða 0. s. frv. gegö
eldsvoða fyrir lægsta iðgjald.
Heimakl. 8—12 f. h. og 2—8 e. h
í Austurstr. 1 (Búð L. Nielsefl)*
___________N. B. iVielsen-_
Cari Finsen Laugaveg 37, (upP*)
Brunatryggingar.
Heima 6*/t—7 l/v Talsimi 331’
“z^zzz^zzzzzzzzz^^zza^zzzzzzzzz^z^^^
Geysir
Export-kaffi
er bezt.
Aðalumboðsmenn:
0. Johnson & Kaaber,