Morgunblaðið - 31.12.1915, Síða 8

Morgunblaðið - 31.12.1915, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Belgisk púðnrYerksmiðja springur í loft upp. Þess var getið í símskeyti til Morgunblaðsins fyrir nokkru, að 'belgfsk púðurverksmiðja hefði sprung- ið i loft upp. En staðarnafnið hafði ruglast í skeytinu. í breskum blöðum frá 14. þ. m. er nánar getið um sprengingu þessa. Verksmiðjan var í Graville Sainte Honorine, sem er rétt hjá Havre, þar sem belgiska stjórnin hefir nú aðsetur sitt. Hafði knkriað í púður- skála eða jarðhúsi too feta djúpu, og vita menn eigi með hverjum hætti það hefir orðið. Þetta var um miðnætti. Fjöldi manna var að vinnu í verksmiðjunni og biðu 110 skjótan dauða. Af þeim voru 107 Belgar. Talið er að 1000 menn hafi særst. Sprengingin varð svo ægileg að 10 þumlunga þykkir stein- veggir brotnuðu eins og gler og þyrluðust í allar áttir. Herlið frá Havre var fengið til þess að koma í veg fyrir meira tjón. Samningur milli Dana og Breta. Samningur var gerður milli danskra og breskra stórkaupmanna hinn 19. nóvember og gekk hann í gildi 7. desember. Er hann um innflutning til Danmerkur á vörum frá brezkum höfnum. Samkvæmt honum fá Danir eigi fiuttar inn neinar vörur frá Bret- landi nema fullkomin trygging sé gefin fyrir því að vörurnar verði eigi fluttar út aftur, nema þá til hlutlausra landa, eða bandamanna Breta. Um útflutning á vörum til hlutlausra landa eru þó sett ýms ströng skilyrði. Og sumar vörur fá Danir heldur alls eigi keyptar í Bretlandi. Brotum gegn þessu á að hegna stranglega. Liggur við há sekt, eða alt að 500 pund sterling og auk þess tvöfalt verð þeirrar vöru, sem flutt hefir verið inn. Auk þess á að birta opinberlega nöfn þeirra er svíkjast undan ákvæðum þessum. Sérstakar símastofur hafa verið settar á fót bæði í Lundúnum og Kaupmannahöfn til þess að annast allar skeytasendingar viðvíkjandi samn- ingi þessum. Þingseta í Bretlandi. Asquith forsætisráðherra Breta hefir komið fram með frumvarp um það, að ekki yrði gengið til nýrra kosninga fyr en eftir eitt ár, eða með öðrum orðum, að þingseta þeirra þingmanna, sem nú eru, verði framlengd til áramóta 1916—17. Þykir honum það æskilegt, að sömu þingmennirnir, sem voru á þingi þá er ófriðurinn hófst, sitji sem lengst. Nýjar þingkosningar áttu fram að fara í Bretlandi nú í janúarmánuði að réttum lögum. Ef frumvarp Asquiths nær fram að ganga verður þetta aukaþingseta fyrir núverandi þingmenn. Frumvarpið hefir mætt megnri mótspyrnu meðal sambandsmanna (Unionista). Attu 60 þeirra fund með sér þ. 14. þ. mán. og voru þar allir helztu menn flokksins, þar á meðal Sir Edvard Carson. Voru þar haldnar margar allsvæsnar ræður og stjóminni álasað á marga lund. — Málið var enn eigi útkljáð, er sið- ast fréttist (16. þ. mán.). GáíuiáðnitiQ. Hér kemnr ráðning á myndgátu þeirri, er birtist í jólablaði Morgun- blaðsins. Eru það þjóðhöfðingjar þeir, er nú eiga í ófriði. Þótt vér búumst við að flestir þekki þá, skulum vér telja þá í röð: 1. Belgíukonungur. 2. Búlgarakeisari. 3. Bretakonungur. 4. Frakkaforseti. 5. Ítalíukonungur. 6. Japanskeisari. 7. Svartfellingakonungur. 8. Rússakeisari. 9. Serbakonungur. 10. Tyrkjakeisari. 11. Þýzkalandskeisari. 12. Austurríkiskeisari. Margir menn sendu ráðningar og voru flestar þeirra réttar. Island. Fyrirlestur eftir Evu Blytt. Eg fór frá Björgvin 20. júlí og kom aftur til Kaupmannahafnar 7. sept. Tuttugu og fimm daga var eg á leiðinni. Vér höfðum að visu langa úti vist en ekki harða, því veðrið var hið ákjósanlegasta. Þegar vér komum undir ísland, kom yfir oss hafísþokan og tafði drjúgan, og það því fremur sem sumstaðar á leiðinni voru svo öflugir segul- straumar, að þeir rugluðu áttavitann. Svo fékk skipstjórinn á »Flóru« beiðni um að koma við á firði ein- um, sem var ekki á áætluninni. Þar höfðu menn biðið í fulla þrjá mán- uði eftir vörum, sem voru nú með skipinu. Skipstjórinn gat ekki feng- ið af sér að neita, þó að þessi lykkja á leið vorri seinkaði auðvitað ferð- inni. Vér vorum réttan hálfan mán- uð frá Björgvin til Akureyrar, svo að dvöl mín á íslandi varð þar af leiðandi ekki löng. Vera má að mönnum þyki helzt til mikið í fang færst, að halda fyrirlestur um ísland, ekki meiri kynni en eg hafði af því. En þau kynni sem eg hafði af íslendingum voru nokkuð einstök í sinni röð, svo eg vil leyfa mér að skýra hér frá skoðunum mínum á hinni ís- lenzku þjóð; hver veit nema það geti orðið til þess, að einhver átti sig betur á þessum frændum vor- um. Eins og atlir vita er allmikið und- ir því komið, að vér“getum áttað oss á þvi, hvert hlutverk þjóðunum er ætlað að inna af hendi í þarfir fram- þróunar mannkynsins, hvern þátt þær eiga í sögu veraldarinnar. Og eg get líka búist við, að ýms- um kunni að þykja það nærfelt furðu sæta, að vakin sé athygli manna nú á þessum timum á jafn hlutlausri og fámennri þjóð og ís- lendingum. Landið er 104.000 ferrastir en fólksf)öldinn ekki nema rúm 80,000. Á þessum styrjaldartímum geta menn varla um annað hugsað en hinn æðisgengna hildarleik stórþjóðanna, fæsttr hugsa um hinar smærri þjóð- ir. En við nánari athugun ættum vér þó að koma auga á samband, sem er á milli stórþjóðanna og þess- arar fámennu þjóðar og sjá, að vert er að gefa henni gaum. Eins og kunnugt er, þá er nú að- allega barist um tilverurétt þeirra þjóða, sem eru ekki færar um að reisa rönd við herafla hinna stærri. Vér sjáum fornar og nýjar hugsjónir togast á um yfirráðin. í náinni fram- tið verður mælikvarðinn á tilveru- rétt þjóðanna ekki höfðatalan, held- ur skerfur sá, er þær leggja til menn- ingarinnar. Réttur smáþjóðanna verð- ur ekki fyrir borð borinn, þegar mönnum hefir skilist, að allar þjóðir, stórar og smáar, starfa í sameiningu f þarfir alþjóða siðmenningar. Hver og ein þjóð hefir sitt hlutverk 3 inna af hendi i þarfir heimsffleDD ingarinnar. Það eitt er víst og áreiðanls^ að fámenn þjóð getur haft það meDD’ ingarstarf með höndum, sem st6f* þjóðirnar fá ekki til vegar kom$- Smáþjóðirnar hafa því engu siðuf tilverurétt en hinar stærri. Vér lifum á tímamótum i meD°' ingarsögu veraldarinnar; fúnir stofm ar eru rifnir upp með rótum, eD nýgræðingurinn festir rætur, vex 0g þroskast eftir þvi sem tímar líð3, Starfinu i þarfir menningarinnar ef skift niður milli verkamannanna f víngarði hennar, þjóðanna. Sum*r vinna að þvi að rífa niður og ]^ni við jörðu það sem úrelt er orðið, og mundi standa framförum manU' kynsins fyrir þrifum, ef það héldist óbreytt, en aðrar leggja grundvöll' inn undir nýja menningarstarfsemn Mestu menningarþjóðirnar vinna ná af kappi að því að rifa niður, fara með báli og brandi hver í annaf® landi. En utanvert við mestu menn* ingarlöndin starfa smáþjóðirnar r kyrþey. Að eins í hinum hlutlausD löndum er nú vinnandi vegur $ hlúa að framtíðarmenningu manO' kynsins. Framþróunarskeið þjóðanna greim ist í mörg timabil og hvert tímabil hefir sínar hugsjónir eða aldarhátt. En hugsjónirnar eldast og gang3 úr sér. Hugsjónir feðra vorra haf* spilst á vorum dögum; á þeim getur að Hta greinileg ellimörk. Sú var tiðin að riddaraskapur og göfug' lyndi gagnvart konum var talin með hinum fegurstu dygðum er mann máttu prýða. Þá var og hermaður- inn fyrst og fremst göfug hetja 0g »guðaveigar lífguðu sálaryl* og hvöttu menn til drengskapar og dáða. En nú? — nú ekur hernaður hermönn- unum þúsundum saman út á blóð- völlinu, þar sem þeir eru hafðir að skotspæni, konurr. er haldlð í niður- lægingu og vinið verður til að drag3 menn þúsundum saman ofan * sorpið. En vér lifum við tímahvörfl fornar og úreltar skoðanir þoka nú sem óðast fyrir áhrifum hins nýla aldaranda. Gamlar hugsjónir og stefn- ur liggja í fjörbrotunum, nýjar hug' sjónir fæðast, og áður tiltöluleg3 langt um liður munu þjóðirnar leggí3 inn á nýjar framfara- og menning3r' leiðir. En ef vér þykjumst þess sann- færðir að vér lifum á mikilvægun1 timamótum, þar sem hinn aldni menningar- og hugsjónaheimur ef rifinn upp með rótum, þá ættu® vér einhversstaðar að sjá frjóang3 hinnar nýju framtiðarmenningar. Að minni hyggju vex þessi viðaf' teinungur í íslenzkri mold. Það roun sannast, að islenzka þjóðin verðuf ein af forvígisþjóðum hinnar nýiD menningar — menningar framtíð3f' þjóða þeirra, er vér guðspeking3f nefnum einu nafni sjötta þjóðstofn' inn. Þegar lagður hefir verið grunú' völlur undir nýja siðmenningu, hafa

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.