Morgunblaðið - 31.12.1915, Síða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Fram úr myrkrunum.
Mörgum, afar-mörgum finst hin
geigvænlega styrjöld, sem nú geisar,
órækur vottur um vanmátt þess góða.
Eins og þá er einstaklingurinn verður
fyrir einhverri mikilli sorg, — móðirin
• t. d. missir einkabarn sitt* i blóma
lífsins, er honum virðist alveg óskilj-
anleg, tilgangslaus og ósamrýmanleg
aimáttugri og algóðri stjórn, eins
sér nú ekki allur fjöldinn annað en
einhvern ófullkomleika tilverunnar í
þessu, sér tómt myrkur, en ekki
ljósið, sem i því býr. En eg hygg
að menn athugi þetta ekki vel og
að ástæðan til þessa sé sú, að mönn-
um sem oftar, hættir við að gleyma
því, að tilvera vor á tvær hliðar:
efnislega og andlega. En þetta eru
að eins tvær hliðar á sama hlutnum
og svo samtvinnaðar, að þær verða
ekki sundurgreindar.
Öll tilveian er því órjúfanlega lög-
máli bundin, að ákveðnir verknaðir
hafa ákveðnar afleiðingar i för með
sér. Og eg, skal taka það fram, að
hugsun hver er verknaður, er sama
lögmál ræðir um. Menn hafa opin
augu fyrir þessu lögmáli, hvað það
efnislega snertir, því á þvi byggjum
við alt líf okkar og framkvæmdir.
En hinu virðast menn gieyma, að
sama lögmál ræður áreiðanlega i
andlegum efnum. Og eins og í
hinu efnislega virðist það sett til að
kenna oss að velja rétt og hjálpa
okkur að marki tilverunnar: and-
legri framþróun. Eins og brent
barn forðast eldinn eins forðast menn
með timanum það sem dregur and-
ann niður, vegna þess, að það veitir
aldrei nema stundarnautn, en bakar
ávalt meiri og meiri vansælu er til
lengdar lætur. Svo að einmitt iðkun
lastanna kennir mönnum betur en
nokkuð annað að forðast þá. Alveg
eins og að það kennir barninu bezt
að varast eldinn er það brennir sig
á honum. Takmarkinu fyrir því
hvað vér getum veitt móttöku af
efnislegum nautnum er fljótt náð.
En vér pekkjum enqin takmörk pess,
er vér qetum tekið á móti aj andle%-
um nautnum. Sýnir þetta ekki bezt
hverja leið við eigum og okkur er
ætluð að velja.
Ástandið með þjóðunum var þann-
ig, að þetta stríð hlaut að koma.
Hin takmarkalausa kepni allra eftir
efnislegum gæðum, eftir auð og
völdum, samfara næstum algerðri
bliodni á þvi hve afarlítið gildi þetta
hefir til verulegrar og sannrar lífs-
nautnar, hlaut aS *leiða til þessarar
ránsferðar i auðs- og valda-sölsunar-
skyni, sem styrjöidin mikla, þegar
til alls kemur, er, og annað ekki.
Hún er eins lögbundin afleiðing
undangengins verknaðar í orðum,
hugsunum og gjörðum sem alt ann-
að í heimi hér. Eins lögbundin af-
leiðing og að kviknar i púðri þegar
eldur er borinn að því. Eftir engu
öðru er meira kept, um ekkert ann-
að meira hugsað eða talað en auð-
inn. Auðinn sjálfs hans vegna. Það
er talið svo sjálfsagt að hann sé
mesta keppikefli þjóðanna, að fáum
dettur annað i hug. Ekkert lýsir
þessu betur en framkoma hinna svo-
nefndu hlutlausu þjóða og hlutlausu
einstaklinga nú á ófriðartímunum.
Hve margir hugsa um það eitt og
mest að græða á styrjöldinni ? Að
þeir með þvi að útvega ófriðarþjóð-
unum peninga og annað, er að hern-
aði Iýtur, gera sitt til þess að halda
honum sem lengst áfram — hver
ámælir því? Hvaða landstjórn tekur
í taumana gagnvart þessu hlutleysis-
broti (rétt á litið)? Engin óneydd.
Hverjir einstaklingar taka höndum
saman til að stöðva þetta? Allir tala
um bölvun styrjaldarinnar. En verði
menn að leggja á sig fjárhagslegt
tap til þess að vinna á móti þessari
bölvun — hverjar eru framkvæmd-
irnar þá? Hve einstök í sinni röð
er breytni auðmannsins Ford. Hve
miklu fengi menn áorkað væru marg-
ir hans likar. Og þó veit enginn
hve miklu slík ósérplægni fær til
leiðar komið — þó einstaks manns
sé. Það ætti að vera nýársbænin allra
að biðja honum góðs árangurs. En
það hve einstæð breytni þessa auð-
manns er og að mýmargir munu
líta á hann sem hálfgerðan draum-
óramann, sýnir hve sjálfsagt menn
telja alt, sem gert er i fjárgróðaskyni
og hve vægum augum er litið á alt
sem i þeim tilgangi er unnið —
hve siðferðislega rangt, sem það er.
Fjárgróðahugsanir, orð og gerðir hafa
skapað hinn andlega jarðveg, hina
andlegu undirrót stríðsins, án hvers
það mundi aldrei einu sinni hafa
getað fæðst i hugum þeirra, er ýttu
þvi af stað. Við eigum allir sök í
þessu pestnæma, andlega lofti. Við
eigum allir sök í styrjöldinni miklu.
En eins og iðkun annara lasta,
eins felur iðkun hernaðar og styrj-
alda i sér lærdóminn um fánýti þess,
sem reynt er að fullnægja, og að
hvorki þær né það sé vegurinn til
sannrar lifsnautnar. Svo vísdóms-
fullt er skipulag þeirrar stjórnar sem
öllu ræður. Heyra menn ekki nú
þegar hrópin úr öllum áttum um
fásinnu styrjaldarinnar ? Stynja ekki
allar ófriðarþjóðirnar nndir farginu,
sem þær hafa á sig lagt? Bollaleggja
menn ekki nú þegar um ráðin út úr
þessum ógöngum, ráðin til þess, að
draga úr þeirri auðs og valda sam-
kepni, sem er undirrótin alls þessa?
Og hefir ekki styrjöldin sjálf
sýnt öllum heimi og einnig ófriðar-
þjóðunum sjálfum, hve lítils virði
það efnalega er, sem um er barist,
en hve miklu meira gildi það and-
lega hefir? Hve óteljandi eru dæmi
sjálfsfórnarinnar og hjálpseminnar!
Hve margvísleg eru dæmi þeirrar
skyldurækni, sem aldrei svikur, hvað
sem í veði er? Frásögurnar um
þetta mundu nóg efni í margar,
stórar bækur, og kemur þó öllum
saman um, að fæst þessara afreks-
verka séu neinum kunn. Og það
er ekki þetta, sem aðalkapphlaupið
er um, auðurinn og völdin, sem fá
menn til að fórna lífi sínu. Það
þýddi ekki að bjóða mönnum borg-
un fyrir alt þetta. Nei — það eru
æðri, andlegar hvatir, sem lyfta
manninum til svo fagurra verka.
Bræðraþelið vex. Mönnum finst
þeir liðir í stórri heild, og hennar
hagsmunir eru leiðarstjarnan. Menn
finna, að hið andlega er kjarninn, en
hið efnislega hismið. Og þetta er
einmitt sá hugsunarháttur, sem auk
sársaukans, er þær valda, mun gjöra
styrjaldir ómögulegar, þegar hann er
orðinn nógu almennur. Með öðrum
orðum: Styrjöldin ajálf hefir lækn-
ing fólgna fyrir því átumeini, sem
einmitt var hin dýpsta orsök henn-
ar, þess meins, að allur fjöldinn
hefir engar eða sárlitlar sjónir á því,
sem eitt er undirstaðan og eitt gefur
gildi: hinu andlega 1 tilverunni.
Menn keppa eftir auð og líkamlegri
vellíðan, sem endanlegu takmarki,
i stað þess, að þetta er að eins vequr,
vegur til þeirrar nautnar, sem ein
er varanleg, af þvi hún ein er í
samræmi við lögmál og tilgang til-
verunnar: nautnarinnar að Jinna
anda sinn vaxa.
Styrjöldin mikla er því ekki að
kenna neinum ófullkomleik tilver-
unnar eða vanmætti hins góða. Hún
er að kenna vanmætti mannanna
að hlýða boðorðum, lögmálum til-
veru sjálfra sín. Hún er að kenna
blindni þeirra. Þjóðunum ferst eins
og drykkjumanninum, sem heldur
áfram að eyðileggja líkama sinn og
draga anda sinn niður, enda þótt
svölun fýsna hans bendi honum ótví-
rætt á, að það sé honum til ills.
Hvort þessi styrjöld opnar augu
manna til fulls, er annað mál. En
sú kemur áreiðanlega tiðin, að þau
opnast. Og aldrei hefir áður jafn
vel staðið á til þessa eins og nú, er
andleg skoðun á tilverunni er óðum
að ryðja sér til rúms, og vissan um
annan andlegan heim, er sé vort
rétta föðurland, hefir gagnsýrt huga
manna af öllum stéttum í öllum
löndum. Og vér, sem þessa vissu
höfum, efumst ekki um að máttug
og góð öfl standi þar á bak við,
ávalt hjálpandi ög reiðubúin að hjálpa
hinu fálmandi mannkyni, fram úr
myrkrunum, inn á þann bjarta veg,
sem vér trúum að alt lifandi fyr
eða síðar gangi.
Kr. Linnet.
Namur. Fregn hefir komið um
það, að eitt af vígjunum í Namur,
sem öll eru mjög ramger, hafi ger-
eyðilagst af sprengingu, sem þar
varð. 80 þýzkir hermenn biðu bana
við sprenginguna.
Kafbátarnir. Austurrískur kafbát-
ur sökti nýiega litlu itölsku beiti-
skipi fyrir framan Valona. Þýzkur
kafbátur stöðvaði griskt skip hjá
Messína og handtók xoo brezka
liðsforingja, sem voru meðal farþega
á skipinu.
Alfalfa Hansen
er Amerikumaður. Hann heitir
Niels Ebbesen Hansen; hann kom
til Ameriku 6 ára gamall, i87Jr
fæddur skamt frá Ribe i Danmörku;
kominn af bændfólki i marga liði og
höfðu þeir allir fengist við akuryrkju,
en faðir Niels hafði miklar mætur á
málaralistinni, og lærði skrautmáln-
ingu. Hann fór til Ameriku með
konu og börn, í von um að það
mundi verða betra að komast þar
af en heima. Hann andaðist í Ame-
ríku 1882.
Niels var með foreldrum sinum i
Moines i Iowa og ólst hann þar
upp. Hann hafði þegar í æsku
miklar mætur á blómum, tíndi mik-
ið af blómum og orti um blómin.
Uppeldi fékk hann eins gott og
kostur var á i Des Moines. Um
fermingaraldur varð hann meðrit-
stjóri. Þegar Niels var 17 ára fékk
hann fyrir tilstilli mikilsmegandi
manns stöðu á skattaskrifstofu. i88y
komst hann á búnaðarskóla ríkisins
i Ames, þar kaus hann akuryrkju
sem framtiðaratvinnu sina. Eftir
nokkurra ára nám i ýmsum skólum
bæði verklegt og bóklegt, varð hann
aðstoðarkennari í búnaðarskólanum
i Ames. Þrítugur varð hann for-
stöðumaður búnaðarskólans i Brob--
kings í Suður-Dakota, og] jafnframt
umsjónarmaður gróðrarstöðvar er
var i skólanum.
Um þessar mundir og áður höfðu
verið gerðar margar tilraunir til þess
að reyna að venja eplatré og önnur
ávaxtatre til að þola hin miklu frost
í Norður-Ameriku. Tilraunirnar
gengu fremur illa. Niels Ebbesen
Hansen hafði fremur litla trú á því,
að hægt væri að venja plöntur til
þess að þola mikið meiri kulda en
þann, sem venja var á þeim svæð-
um er þær þrifust. Svo reyndi hann
sjálfur með kynblöndun á mjög harð-
fengum viltutn jarðarberjum og mjög
frjósumum ræktuðum jarðarberjum í
þeirri von að búa til nýja tegund
er hefði báða eiginleika.
Þessi tilraun tókst afbragðs vel.
Þessi nýja jurt varð svo harðfeng, að
hún þoldi 40 stiga frost á Fahrenheit
á snjólausum sléttum og óvarin af
áburði, og bar afbragðs ávöxt að sum-
rinu. Samskonar tilraun gerði hann
með hindber og margar aðrar tegundir,
og líka með rósir. Á þenna hátt
hefir Níels Hansen búið til ýmsar
tré- og berjaávaxtaplöntur, sem eru
næstum takmarkalaust harðfengar.
Héruð, sem áður voru ónýt, verða
með tímanum notuð til aldinrækt-
unar, þegar bændur alment skilja,
hvílíkt undur hefir skeð. Jafnvel
þótt þessar tilraunir væru þýðingar-
miklar, þá voru þær þó litlar í saman-
burði við það sem síðar varð. Han--
sen vildi finna fóðurplöntur, er gætu
vaxið í gróðurlausum og mögruni
landssvæðum, og þannig búið til
nýtt land. Arið 1894 ferðaðist hann
nokkra mánuði um Noreg, Svíþjóð,
Danmörk og Norður-Rússland og
safnaði þá fræjum, til þess að geti
tilraun með. Á þessu ferðalagi fann
hann í Rússlandi plöntu, er skyl^'