Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 4

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 4
Mosfellsblaðið helur kosið mann aldarinnar í Mosfellssveit og er hann fHóbelsskáldið Halldór Klljan Laxness Halidór liofiir verið samofinn sögu héraðsins nánast alla öldina með eftirminnilegum hætti. Halldór fæddist árið 1902 að Laugavegi 32 í Reykjavík, sonur hjónanna Sigríð- ar Halldórsdóttur og Guðjóns Helga- sonar, vegaverkstjóra og bónda. Þau áttu ein- nig tvær dætur, Helgu og Sigríði, sem báðar eru látnar. - Hjónin fluttu með fjölskyldu sína frá Reykjavík að Laxnesi í Mosfellsdal árið 1905 og þar ólst Halldór upp. Bamaskóli var á þeim tíma oft í Laxnesi. Halldór gekk í Iðnskólann í Reykjavík einn vetur þegar hann var tólf ára til að nema mál- aralist hjá Þórami B. Þorlákssyni en samhliða stundaði hann tónlistamám hjá Eggert Gilfer. Seinna fór hann í Menntaskólann í Reykjavík og lauk þaðan gagnfræðaprófi. Á sumrin vann hann við búið í Laxnesi og eitt sumar var hann mjólkurpóstur með hest og kerru milli Reykja- víkur og Mosfellssveitar. En mestan part var hann að skrifa fyrir sjálfan sig. Barn náttúrunnar, fyrstu bók sína gaf Hall- dór út 1919 á eigin kostnað. Hann var þá 17 ára og hætti í menntaskóla til að geta skrifað bókina. Þar með var skriðan komin af stað og þessi stórkostlegi rithöfundur skrifaði 64 bæk- ur á ferli sínum. Árið 1955 hlaut hann æðstu viðurkenningu sem rithöfundi getur hlotnast, en það voru bók- menntaverðlaun Nóbels. Á aðfangadag 1945 kvæntist Halldór eftirlif- andi konu sinni, Auði Sveinsdóttur og fluttu þau í nýbyggt hús að Gljúfrasteini í Mosfells- dal þann sama dag og hafa búið þar síðan. Þau eignuðust tvær dætur, þær Sigríði og Guðnýju, en Halldór átti tvö böm áður, Maríu f. 1923 og Einar f. 1931. Halldór andaðist 8. febrúar 1998, útför hans fór fram á vegum íslenska ríkisins frá Krists- kirkju í Landakoti og hann er jarðsettur í kirkjugarðinum að Mosfelli í Mosfellsdal. Það er óhætt að segja að kvikmynd Guðnýjar Halldórsdóttur „Ungfrúin góða og húsið“ hafí fengið frábærar viðtökur. Nýlega hlaut myndin 5 af 11 verðlaunum í skipulagðri samkeppni íslenskra mynda og myndefnis og var þessari athöfn sjónvarpað. Guðný var val- inn leikstjóri ársins og er veruleg ástæða til að óska henni til hamingju með frábæran, eftir- tektarverðan árangur og hlýtur þetta að vera hvatning til frekari dáða. Þá er ástæða til að hvetja sem flesta að sjá myndina, því það er jú grundvöllur þess að hægt sé að halda áfram. O Moslellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.