Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7
þekkta „körfukjúklingi", sem mat- reiddur var á Naustinu og fleiri fínum stöðum í þá daga. Fleiri fuglabændur komu inn í atvinnugreinina og sam- keppnin hófst af fullum þunga. I dag er framleiðsla á kjúklingum hjá Reykjabúinu um 100 tonn á ári, en um 1980 jókst verulega sala á lifandi ungum til annarra kjúklingabænda, sem ala þá upp til sláturstærðar. - Auk þess hefur sala á ungum til aðila út um land sem vilja hafa varphænur haldið áfram alla tíð og verður áfram. Með byggingu fuglasláturhúss að Reykjum var brotið blað í meðferð fuglakjöts hér á landi, þar sem bændur höfðu slátrað heima á býlum sínum við frumstæðar aðstæður að mörgu leyti, en sláturhúsið á Reykjum var byggt að undirlagi heilbrigðisyfirvalda og undir eftirliti yfirdýralæknis. - Bún- aður og ráðgjöf var fengin frá Dan- mörku og þessi framkvæmd bætti úr brýnni þörf, en vélvætt fuglasláturhús að Reykjum tók til starfa í febrúar 1963. Samhliða þessu var bætt úr að- ferðum við flutning á sláturfuglum í þar til gerðum plastkössum á sérútbún- um flutningabfl. Þetta sláturhús þjónu- staði kjúklingabændur til ársins 1979, er nýtt sláturhús var byggt af kjúklingabændum í Mosfellssveit og yfirtók þessa þjónustu á svæðinu, Is- fugl h/f. Starfsfólk á Reykjum flutti sig yfir í ísfugl og þjálfaði nýtt starfsfólk, en byggingastjóri var Jón M. Guð- staðan var fullbúin árið 1963 og þar með var hafín framleiðsla á hinum og þá tekin ákvörðun um að auka kalkúnaræktina verulega, enda voru viðtökur landsmanna góðar og þeim feðgum gekk afar vel umgengni við þessa stóru fugla, meðan öðrum aðil- um sem reyndu kalkúnarækt gekk sfður. í dag er kalkúnaræktin umfangs- mikill hluti af búrekstrinum og hefur fimmtánfaldast frá árinu 1985, árs- framleiðslan á kalkúnum er um 150 tonn og yfír helmingur seldur þrjá síð- ustu mánuði ársins, þannig að um helmingur þjóðarinnar hefur kalkún á borðum yfir jól og áramót, þar með talin fjölskylda blaðamannsins, sem hefur ávallt kalkún frá Reykjum á borði sínu á gamlárskvöld. - Hinn hluti framleiðslunnar fer til veitingahúsa, kjötiðnaðar, skipa og fleiri aðila. Um áramót 1993 tók Reykjabúið í notkun nýja útungunarstöð við Flugu- mýri í Mosfellsbæ og hefst þá unga- framleiðslan þar. Síðan er uppeldið á Sætúni á Kjalamesi, Hjalla í Ölfusi, Lambhaga í Ölfusi, Helludal í Bisk- upstungum og Kanastöðum í Landeyj- um. Samtals starfa að jafnaði um 10 manns á búum Reykjabúsins. Með þessari umfjöllun um þetta merkilega framtaksfólk sem að Reykjabúinu stendur er stiklað á stóru, hér er aðeins fjallað um atvinnurekstur sem skarar fram úr á landsvísu, en aðr- ir þættir lítið og ekkert dregnir fram, sem varða tómstundir og önnur störf sem þetta fólk hefur lagt fram lil síns héraðs og sveitarfélags síns. Gylfi Guðjónsson. Jón M. Guðmundsson og Málfríðnr Bjnmadótlir á hlaðinu á Rcyhjuin 1955. Myndin cr tekin ífyrsta útungunarherberginu hjá Hrciðri h/f 194 7, af bústjóranum Jóni M. Guðmundssyni mundsson við hið nýja sláturhús, sem starfar af fullum krafti í dag. Arið 1965 flutti Jón inn kalkúna- stofn frá Noregi, hvíta, fallega fugla. Hann hafði áður aðeins prófað eldi á kalkúnunr sem hann fékk frá nunnu- klaustrinu í Hafnarfirði. - Með send- ingunni frá Noregi hófst aukin l'ram- leiðsla á kalkúnakjöti á fslandi, reynd- ar fyrst í litlum mæli og sem aukabú- grein til ársins 1984. - Það ár var aftur fluttur inn nýr kalkúnastofn frá Noregi Myndin cr tekin affyrsta stafsfólki hins nýjafuglasláturhúss að Reykjum áríð 1963. F.v. Bjarni Snœbjörn jónssonfjens Sörcnsen frá Danmörku,Jón M. Guðmundssorí, Hclga Jónsdóttir, Hclga Snœbjömsdóttir, Gunhild Bjarnason, Asgcir Indriðason og Kenneth frá Skotlandi. Þessi mynd cr einstök heimildfrá þessiun tíma og cftirtektaivcrt hvemig útlendingamir mcrkja hiifur sínar. Þess mágcta að Asgeir hóf stöf á Reykjum 1961 og licfur staifað þar síðan. Jón á Reykjum ríður ckki við einteyming. MosíHtabluAið Q

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.