Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 13

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 13
Sólarlag uið Sehatu í Mosfcllsbœ. Standaiiíli f.v.Jiilíana og Guðlaug, stðan Guniiliildiir, Jóna Dis, Vala, Elfa, Edda Gylji. Gunnari varð að ósk sinni, enda þau hjón heiðursgest- ir blaðsins, sem er nú rúmlega ársgamalt og hefur ver- ið afar vel tekið af bæjarbúum. A þessum blaðfundi var farið yfir fjárhag blaðsins sem er góður þó ekki séu háar hagnaðartölur og á fundinum var valinn maður aldarinnar í héraðinu, sem að sjálfsögðu er Halldór Kiljan Laxness. Hafður var svolítill varðeldur í hinu fagra umhverfi við vatnið og snæddur kvöldverður undir stjóm snillikokksins Magnúsar Níelssonar á Blikastöðum. Bauð hann upp á nýveiddan unriða úr Selvatninu í forrétt og villigæs í aðalrétt. Því miður komust ekki allir sem ætluðu á þessa skemmtilegu samkomu, vegna veikinda eða anna. Ev. Gylfi, Guiuiar Kristjánssou gestgjafi og Steitigrímur. Mosfellsblaðið með blaðliind við Sehutn Mosfellsblaðið hélt blaðfund 6. nóv- entber s.l. í húsinu Stóraseli við Sel- vatn, en þar býr Gunnar Kristjánsson, fv. slökkviliðsmaður. Hans æðsta ósk var að hitta Steingrím Hermannsson, fv. forsætisráðherra og eiginkonu hans, Eddu Guðmundsdóttur, á þessari öld. Gleðileg jól! fers\ur og freistandi Námskeið Helgina 26.-28.11. var haldið nám- skeið í tamningum hrossa í Flekku- dal í Kjós. Kennari var Ingimar Sveinsson fyrrverandi kennari á Hvanneyri, en námskeiðahald þetta var á vegum Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. Kristján bóndi í Flekkudal byggði nýlega mikið hringgerði og var það notað við kennsluna, en tamningaraðferðin byggir einmitt á notkun slíkra gerða. Það var óvenjulegt við þetta nám- skeið að konur vom í miklum meiri- hluta en þátttakendur vom 6 konur og 2 karlar. Opnunarfími sldðasvæða í Bláfjöllum verður opið mánu- daga til föstudaga frá kl 12-22. Laug- ardaga, sunnudaga og aðra frídaga verður opið frá kl 10-18. í Skálafelli verður opið frá 12-22 þriðjudaga, miðvikudaga en föstu- daga frá 12-18, 10-18 um helgar. Lokað á mánudögum. A Hengilsvæðinu verður opið frá 16-21 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, og 10-18 um helgar. Lokað mánudaga. Almennt um svæðin gildir að for- stöðumanni er heimilt að athuga með lengri opnunartíma þegar vel viðrar. tloslellshlaUiU 0

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.