Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Síða 5
Ekkja skáldsins, fru Auður Sveinsdóttir heimsótt að Gljúfrasteini:
„Mér líður afar vel
og hefnóg að sýsla“
Itilefni af kosningu Mosfellsblaðsins á manni
aldarinnar lagði blaðamaður blaðsins leið sína að
Gljúfrasteini til viðtals við frú Auði Sveinsdóttur.
Þar beið rjúkandi heitt kafft ásamt afar hlýlegum mót-
tökum sem ávallt hafa verið einkenni þessarar góðu
konu.
Hún fæddist 30. júlí 1918 í leikhúsinu Fjölni á Eyrar-
bakka, dóttir hjónanna Halldóru Jónsdóttur og Sveins
Guðmundssonar jámsmiðs. Faðir hennar smíðaði síðan
mikið inni í nýja húsinu að Gljúfrasteini meðan það var
1 byggingu, enda var ekkert til í verslunum og varð að
sérsmíða marga hluti t.d. höldur á skápa og öll ljósa-
stæði, svo eitthvað sé nefnt, en hann var mjög hagur
maður.
Auði líður afar vel að Gljúfrasteini. er við góða heilsu
og heldur sitt heimili þar, hún vill dvelja þar svo lengi
sem verða má. Hún sinnir mikið bamabömunum, sem
em nú fnnm talsins, ennfremur hefur hún mikið sam-
band við dvalarheimili aldraðara að Hlaðhömrum, bak-
ar fyrir kökubasar og ferðast með fólkinu, en þó aðeins
innanlands, því hún kveðst hafa fengið nóg af ferðum til
útlanda um tíðina. - Auður ekur um á síðustu bifreið
þeirra Halldórs, sem er tíu ára gamall Saab í góðu lagi.
Hún kveðst hafa átt afar góða sambúð með Halldóri.
- Frá byrjun í mörg ár höfðu þau tónleika að Gljúfra-
steini annað slagið og buðu fólki heim, allt upp í 80
manns. Hins vegar eftir að hann veiktist og fór á
Reykjalund fór hún nánast ekkeit þau ár nema til að vera hjá honum í veikindum
hans. Nú er hún boðin í ýmis samkvæmi sem hún sækir eftir því sem hægt er.
Varðandi hina miklu velgengni Guðnýjar dóttur sinnar á kvikmyndasviðinu
segist Auður hafa verið þess fullviss frá upphafi er undirbúningur hófst að Ung-
frúnni góðu og húsinu að þar mundi hún vinna gott verk og hljóta lof fyrir.
Auður kvaðst halda jólin að Gljúfrasteini með dætrum sínum og fjölskyldum
Fru Auður að heimili símt að Gljúfrasteini nu í !ok nóvember.
þeirra og rjúpur væru venjulega á aðfangadagskvöld. Á jóladag er síðan eftirmið-
dagsboð fyrir ættingja og vini úr Reykjavík.
Að þessu viðtali loknu er Gljúfrasteinn kvaddur, með alla sína gestrisni og
merku sögu. Við hér í Mosfellsbæ óskum Auði og hennar fjölskyldu svo og lands-
mönnum öllum til hamingju með mann aldarinnar í Mosfellssveit og sendum
bestu jólaóskir að Gljúfrasteini. Gylfi Guðjónsson.
Þann 20. október
1969 var fyrir-
tækið Mosraf stofn-
að í Mosfellssveit og
hefur það starfað hér
síðan. Mosraf hefur
þjónustað bæjarbúa
og fyrirtæki, rekið
raftækjavinnustofu
og rafmagnsvöru-
verslun í Urðarholti í
eigin húsnæði.
Fyrir um það bil
tíu árum hóf Mosraf
að þjónusta svína-
og alifuglabændur
með innflutningi á
innréttingum og fóð-
ur- og loftræstikerf-
um.
1 tilefni afmælisins gáfu eigendur Mosrafs öllum börnum
Varmárskóla, frá 6-11 ára aldri, endurskinsmerki. Ennfrem-
ur gaf fyrirtækið sjúkraþjálfun Reykjalundar talstöðvar til
notkunar í gönguhópum og annarrar útiþjálfunar.
Ingólfur Ámason stofnaði Handknattleiksdeild Aftureld-
ingar 1973 og var formaður í aðalstjóm Aftureldingar um
fimm ára skeið. Hann var formaður Landssambands ís-
lenskra rafverktaka í tíu ár. Á þessum tímamótum sendir
Mosfellsblaðið fyrirtækinu ámaðaróskir.
Táknrœn mynd við Varmárskóla, f.v.
Silja, Iris Hólm, Signý og Þórir Hólm
taka við endurskinsmerkjum frá Ingólfi
Arnasyni í Mosraf.
Mosrqf30 ára
lngólfur Arnason og Kristjana Friðþjófsdóttir, eigendur Mosrafs, ásamt dóttur sinni Ingibjörgu, sem erfast-
ur starfsmaður í versluninni, sem nú er komin í jólabúning.
Moslcllsblaðlð Q