Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 10

Mosfellsblaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 10
Mikil Frá því í ágúst nú í ár hefur sala á framleiðsluvörum Istex aukist veru- lega og annar fyrirtækið ekki eftir- spurn í dag. Þetta er mjög ánægjuleg þróun að sögn forráðamanna fyrirtæk- isins, því mikill samdráttur hefur verið í ullariðnaði um allan heim frá fyrri hlutaársins 1998. Sagan Þegar Alafoss fór í gjaldþrot í júní árið 1991 töldu margir að ullariðnaður á Islandi væri endanlega úr sögunni. í kjölfar gjaldþrotsins tók Landsbankinn yfír reksturinn með það að markmiði að selja upp birgðir og lágmarka þan- nig það tap sem bankinn yrði fyrir. Starfsmaður Álafoss til margra ára, Guðjón Kristinsson fór þá að skoða hvaða möguleikar væru á að halda starfseminni áfram. Hann fékk til liðs við sig 3 fyrrverandi starfsmenn Ála- foss, þá Jón Haraldsson, Viktor Guð- bjömsson og Jóhann Sigurðsson og sölnanknlng h|á ÍSTEXhf. Guðjón,framkvœmdastjórijón, verksmiðjustjóri og Viktor, umsjónamaður tceknimála. gerði nákvæmar áætlanir um rekstur- inn. Þessar áætlanir lagði hann fyrir fjárfesta, Bændasamtök íslands og aðra aðila sem hagsmuna höfðu að gæta. I október 1991 þegar nægu hlutafé hafði verið safnað, var stofnað hlutafé- lagið Islenskur textíliðnaður sem keypti reksturinn ásamt öllum vélum og birgðum af Landsbankanum og öðrum kröfuhöfum í þrotabúið. Fáum árum síðar keypti ístex stóran hluta verksmiðjuhússins í Mosfellsbæ sem er yfir 8.000 fermetrar að stærð. Nú rekur Istex ullarþvottastöð í Hveragerði þar sem 13 manns starfa að jafnaði og bandverksmiðjuna í Mosfellsbæ með yfir 50 starfsmönn- um. Starfsemin ístex kaupir um 1.000 tonn af ull á ári frá bændum og greiðir þeim þegar ullin hefur verið metin í gæðaflokka. Bent og Skúli að pakka gólfteppabandi til útflutnings. Valdís við tvinningarvél. Sérhæfum okkur í viðgerðum á: PISU2U ^ SUBARU \_Bilastiarnan BÍLAMÁLUN & RÉTTINGAR Bæjarflöt 10-112 Reykjavík • Sími 567 8686 0 Mosrellsblaðið

x

Mosfellsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellsblaðið
https://timarit.is/publication/1

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.