Alþýðublaðið - 08.05.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.05.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðjð Fimrtttudagur 8, maí 1958 I. ÞETTA HAFA verið yndis- legir vordagar. Maður sér svo að segja sumarið springa út, ekki að eins í náttúrunni sjálfri, á grasblettum og trjám heldur óg í augum fólksins, á malbikinu. — Ailt frá því er ég var barn að aldri, heyrði ég sagt með fagnaðarhreim: Lóan er komin. Það átti að vera einn allra fyrsti vorboðinn, raun,- veruleg trygging fyrir því, að hretunum væri lokið að upp frá þessu yrði sumar til hausts. Og ég skal játa það, að ég lærði snemma að fagna lóunni þegar hún kom á túnin, í garðana •laða á sandinn í flæðarmálinu. En síðan ég gerðist Reykvíking ur, og þó öllu heldur síðan ungt fólk gat leyft sér að sýna vor- hug sinn annarsstaðar en við strit á sjó eða við fiskþvotta- karið þá hef ég leitað að vor- boðanum í klæðaburði og fram göngu þess og þá fyrst ogfremst ungu stúlknanna. Það er eins og sumarið skýni fyrst innra fvrir andann hjá þeim, já, fyrr en hjá piltunum, hvernig sem á því st' mdur. . . Og ég get sagt það með vissu að sumarhlýjan er komin í hugskot ungu stúlkn anna. Maður sér hana í geislum augna þeirra, dular'fullu brosi á rauðum vörum. . . Þær trítla á Austurstræti í Ijósum skóm léttklæddar með birtu á enn- inu. Að vísu hleypa þær ein- staka sinnum brúnum, því að við og við eru þær stungnar ísnálum, sem hugann hefur ekki grunað, og þá strjúka þær um handleggina. en hniklarnir hverfa skjótlega og brosið birt- ist að nýju. . . . Þegar ég var á rölti í Aðal- stræti einn fyrsta sólskynsdag- inn í leit að æsku minni og mætti þessum vorboðum, sem ekki grunaði að ef til vill gengju þeir um þetta sama stræti að nokkrum árum liðn- um í leit að sinni æsku, þá fór ég að hugsa um það, hver væri mismUnurinn á hugsunarhætti þ.eirra og hinna, sem gsngu þessa götu un?ir fyrr á árum. Það væri fróðlegt að kynnast honum. Þessa fáu daga, sem liðnir eru síðan, hef ég reynt að komast að þessu. En leitin hefur ekki boriö árangur nema •að nokkru leyti — og föf til vill segið þíð, að hún haf ekki bor- ið neinn árangur. II. Meðan ég beið eftir strætis- vagni á Lækjartorgi kom til mín ungur bráðmyndarlegur maður, fulltrúi í stórri skrif- stofu. Hann sagði: „Jæja, þá er blessað sumarið komið. Veiztu nokkuð um lausn efnahags- málanna? Heldurðu að þeir fari að framleða þungt vatn hér á landi? Ertu hræddur við það? Þáð ér ég ekki. Ég vil að við veitum bæði erlendu fjármagni og erlendum sérfræðilegum vinnukrafti inn í landið. Að sjálfsögou verður að gera þetta með allr-i varúð, en okkur vant ar hvorttveggja til þess að skapa nýtt ísland. Mér finnst eins og fólk gleymi þeim stór- virkjum,, sem hér hafa gerst á siðustu árum, eins og það átti sig ekki á því hvaða þýðingu bau h-afa fyrir framtíð lands- ins og þjóðarinnar. Áburðar’- verksmiðjan tryggir okkur tug- milljónaspamað í gjaldeyri. Cementsverksmiðjan er að taka til starfa. Nú vantar okkur verkból fyrir þungt vatn. Svo þarf að virkia Þjórsá til alum- inumframleiðslu- og síðan efna verksmiðju í Krísuvík. . . Ég er ekki kvíðinn um framtíð þessar ar þjóðar bjóðar ef við kunnum aðains að notfæra okkur bá Vilhj. 5. Vilhjálmsson: möguleika, sem fyrir hendi eru. En tl þess að við getum það þurfum við erlent fjár- magn. . . Hvenær heldurðu að þessum kjarnorkutilraunum muni ljúka? Það getur allt lent í báli fyrr en við er litið. . . . Hann talaði hratt. Hver spurningin rak aðra. Við rædd- um stutta stund saman. Gát- um hvorugur leist úr viðfangs- efnunum. í huga hans skiftist á skyn og skuggar. Bjartsýni á framtíðarmöguleikar íslenzku þjóðarinnar- og nagandi kvíði vegna utanaðkomandi atburða. III. Ég gékk að morgni fyrsta maí á Arnarhól og horfði á borgina fánum skreytta. Upp bakkuna, að steinbekknum, kom ungur verkamaður, sem ég kanr.aðist við. og hann leiddi litla telpu, á að giska fimm ára. Hann settist hjá mér og allt í einu sagði hann: „Það ætlar að verða bjart yfir þessum fyrsta maí. Finnst þér ekki tíðarfarið hafa breytst eins og annað? Ég man að :;inu sinni gengum við í kafaldsbyl,, en þá var einhvernvegin bjart- ara yfir í huganum. Þá vissi maður fyrir hverju barist var, en nú áttar maður sig ekki á bví, að minnsta kosti ekki ég. Það er alveg eins og hringiða sé komin í þetta- og maður skoppi stjómlaust í henni miðri og ráði alls akki stefn- unni. Stundum finnst mér eins og maður sé að feta sig í langri halarófu vfir hyldjúpt gyl á laskaðri trébrú. sem þá og þeg- ar geti hrunið og maður steypst niður í djúnið. Maður veit svo skelfílega lítið. Það er allt svo ruglingslegt. Kaupið breytist ár frá ári. verðlagið breytist með stökkum, vinnutíminn brevtist, allt er á hverfanda hveli.“ Það var einhverskonar ó- vissa í huga bessa verkamanns, kvíði fyrir því ókomna, ótti við daginn á morgun. Hann vant- aði það sem allir verkamenn þrá heitast öryggi vinnunnar og öryggi afkomunnar. Þegar við höfum rætt saman dálitla stund stóð hann upp og tók í hendi telpunnar sinnar, sneri sér að mér og sagði: „Maður á þrjú svona heima.“ Svo gekk hann niður hólinn, sterklegar herðarnar og hreyf- ingarnar fjaðurmagnaðar. IV. Ég kom á heimli ungra hjóna. Húsbóndinn var nýkom- inn heim úr vinnu, var að VORDAGARNIR 1958 kallar Vil'hj. S. Vilhjálmsson íithöfunclur þetta spjall sitfc um daginn c,% veginn, sem luinn flutti í Rikisúívarpið síðastliðið mánudagsk\ö!d. Hann Iýsir gieði hinna fyrstu vordaga og hlustar eftir tim ræðuíefnum samferðamauna sinna. — Hvort má síis meira, bjartsýni eða kvíði þessa daga? snyrta sig og ég mætti honum með ryðborin yinnuföb milli handanna. „Ég var að þvo af mér skít- ínn“, sagði hann hraustur og brosandi. „Allt af að vinna. Ég hef alltaf getað lært að vinna. Það er bað eina, sam ég hef getað lært. Heldurðu að beir fari að framleiða þungt vatn? Það væri svei mér gott, að fá slíka verksmiðju til viðbótar á- burðarverksmiðjunni og sem- entsverksmiðjunni. Þeir segja •að það þurfi tvö þúsund verka- mann í þrjú ár til þess að byggja þetta mannvirki. Það verður bá meira en nóg vinna. Það væri gott, því að 'þá kem- ur eftirvinnan, en í raun og veru lifir jnaður ekki á dag- vinnunni einni saman, að minnsta kosti ekki við. Hvernig er líka hægt að lifa á níú hundruð krónum á viku og búsund krónur í húsaleigu?“ — Hann var glaður og reifur, hraustur og sterkur. . . . Hann er alltaf að tala um að reyna fá lóð til þess að reyna að byggja. „Það gerir svo sem ekkert til þó að maður reyni Það út af fyrir sig kostar ekki neitt“, sagði hann. Þegar ég kom inn í stofuna þeirra var unga konan að hag- ræða nýfæddu barni í vöggu. Hún sýndi mér það- og þær ljómuðu báðar mæðgurnar. Ég sló upp á glens og hún svaraði mér og varð þungbúin: „Nei, við viljum ekki eiga íleiri, að minnsta kosti ekki fvrr en við sjáum hvað úr heim inum ætlar að verða. Hvers vegna á maður að vera að fæða þessa blessaða sakleys- ingja af sér? Utlitið er ekki svo fagurt. Ég þekkti einu sinni gamla konu, sem hafði átt tutt- ugu börn. Hún sagði svo að ég heyrði, að lífið væri svo hart, að hún fagnaði aldrei nýfæddu barni heldur hryggðist hún. ,Hún var mjög mædd, enda I höfðu örlög barnanna hennar orðið margvísleg. Hún lifði sín beztu ár á öðrum tímum, en beim. sem við lifum nú. Þá var hart í ári. Við höfum nóg að bíta og brenna eða svo gott sem, en bað hafði hún oft ekki eða börnin hennar. En nú er annað komið til. Nú ter eins og vofi yfir manni einhverskonar ógn, sem maður getur ekki gert sér grein fyrir. Loftið er geisla virkt, það er mengað eitri, sem i getu leitt af sér nýja og ó- þakkta sjúkdóma- og síðan tor- týmingu, það er eins og við manneskjurnar séum að leysa náttúruöflin úr læðingi. en get- um alls ekki stýrt þeim að því loknu. Ég segi þér alveg satt, að ég er svo kvíðin, að ég vil ekki eiga mörg börn. Maður veit ekkert hvað fyrir þeim á að liggja. Maður veit ekki einu sinni hvernig fer fyrir okkur sjálfum.“ Svo hvarf hún fram í eldhús os ég heyrði að hún söng við störfin.“ V. Undanfarið hef ég rætt við nokkra aldraða menn, hef verið að safna efni í dálitla bók. Einn I þeirra sagði við mig: „Þegar ég var tíu ára var það einn dag að faðir minn kallaði á mig upp hevgarð. Hann studdi báðum axlir mér og sagði: minn, heldurðu að að ganga menntaveg- 'tnn. Við mamma þín höfum /erið að ræða um þetta, en þú /erður að ráða því. Það er dá- ’ítið erfitt En þannig er mál neð vexti að svo lýtur út, áS htigsjónir Jóns Sigurðssonar 'im frelsi landsins, muni sigra /pn bráðar- og ef svo verður, ')á þarf íslenzka þjóðin á mörg- im mienntuðum rnönnum að talda.“ Ðóri gekk mennt-aveg- ’.nn og hann hefur komið mjög riö sögu þjóðarinnar síðastliðin úmlega fimmtíu ár. Hann vill kki gera mikið úr æfistarfi ínu, en hann er mikill áhuga- naður og hefur allt af verið. 'Iann segir: ..Við höfurn raun- /erulega orðið sjö simium gjald ixota síðan 1918“, og hann akti öll gjaldþrotin fyrir mér. ■5'vo bætti hann við: „En það er svo undarlegt, að allt af hef- ur hamingjudísin komið o-g bjargað okkur. á síðustu stundu. Undanfarinn hálfan annan áratug höfum við í óða önn verið að undirbúa nýtt gjaldþrot.. Við eyðum .'-alltaf meiru en við öflum. Hvað gerir hamingjudísin nú?“ VI. — Hann veit lausnina á þess um vánda. En hann héfur orðið fvrir vonbrigðum af þjóðintii og hann er kvíðinn. ... Annan aldraðan mann ræddi ég við, alkunnan víking til sjáv- arins. arftaka þess bezta í fari liðins tíma. Hann sagði er hann hafði lokið frásögn sinni: „Ég er .mjög kvíðinn. Mér finnst. allt vera, á hverfanda hveli. Það er ef til vill von, bví að hinn gjörbraytti tími ér svo ungur. Það er eins og þjóð- in sé á gelgjuskeiði. . . . Og nú ér heimurinn að leysa gátuna um efnið, hann leysir það með anda sínum, en skilur ekki sjálfan hann eða sál sína.“ Svo stundi þessi gamli mað- ur og bætti við: „Ég væri sátt- ur við guð og menn, föf ég fengi nú að deyja inni í sólarlagið hérna við Grandann.“ VII. Nýlega flutti þátturinn „Um helgina“ skemmtiatriði úr sveit. Þar léku þrjár ungár stúlkur og sungu svokallað rokklag, ön tekstinn var of- inn úr alkunnum vísum, sem öll þjóðin kann og var þetfca gert á hinn herfilegasta hátt. Þetta sama kvöld hringdi mið- jaldra kunningi minn til rnín og’ Isagði: ’ j : „Ég hef ekki dvalið neitt; í j sveit síðan fyrir tuttugu og |fimm árum. Menn hafa sagt ’mér að sveitalífið, eins og ég fþekkti það fyrr meir, væri horfið, én ég hef aldrei viljað túa því. Söngur stúlknanna áðan sannfærði mig loksins um það að sveit æsku minnar er dauð. . .“ VIII. Og þannig gæti ég haldið lengi áfram að birta ykkur srriá myndir af rughrifum þeirta samferðamanna okkar, sem ég hef hitt síðustu dagana. Verð- ur svo hver að dæma um það hvort tekist hafi að sýna þær myndir sem raunverulega lysi hugsiinarhætti fólksins þesSa fögru vo-rdag. Það skíftast á skyn og skugg- ar í hugum. samferðafólksins og má ekkj milli hjá hvort má sín meira. Gamla reglan mún gilda, sú, að ungt fólk lætur ekki ótta eða áhyggjur buga sig. Þó að það sjái sýrta í ál- Framhald á 8. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.