Alþýðublaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 17.05.1958, Blaðsíða 6
6 AlþýðublaðiS Laugardagur 17. maí 1958. TED JONES er 23 ára. Hann er ósvikinn Afríkani, Svert- ingjaeinkenni hans svo auðsæ, að engum dylst að hið afrík- anska blóð hans hljóti að vera með öllu óblandað. En hann er um leið Bandaríkjamaður, gáf- aður Bandaríkjamaður og nem. andi við Colombia-háskólann, þar sem hann er innritaður í blaðamannadeild. Ég hitti hann á New York Times. Ritstjórnarskrifstofurn. ar eru svo stórar að slík húsa- kvnni eru fágæt í Evrópu. Þar vinnur hann nokkrar klukku- stundir á hverju kvöldi, bæði jil þess að fá fé upp í námskostn að .og afla sér raunhæfrar þekk ingar í blaðamennsku. Hann er fæddur í New York, í Harlem, borgarhlutanum fyrir norðan Central Park, þar sem allir í- búarnir, 300.000 talsins, eru negrar. Þessi borgarhluti er því íramandi heimur og út af fyrir sig í sjálfri stórborginni. For- eldrar hans, sem voru frá Flor- idá, höfðu sjálf nokkra bóklega menntun og þau vildu að sonur þeirra fengi líka tækifæri til menntunar. Hann er þegar tals- verðan spöl á veg kominn. — Hann hefur tekið stúdentspróf og lokið herþjónustu, stundar nú nám við háskólann og vinn. ur hjá einu kunnasta blaði í víðri veröld. Hann er grannur vexti og herðibreiður, íturvax- inn eins og margir af forfeðr- um hans, en um leið er hann hlédrægur og; hljóður í framkomu, eins og flesiir menntaðir negrar. — Er það, kúgunin-, sem þeir hafa kynslóð eftir kynslóð, orðið að sæta af hálfu hvítra manna, sem mótað hefur fram-komu þeirra? Að minn’sta kosti er það athyglisvert hve margir af- burðam-enn í hópi þeirra virðast þeirrar skoðunar, að bað sé fyrst og frernst fvrir hæfileika og menntun sem. þeir sjái bezt fyrir framtíð sin-ni en ekki með því að beita þeirn aðferðum, sem hvítir menn hafa beitt þá. JAFNOKAR HVITRA. Ted Jones er gott dæm-i um þá fjölmörgu ungu bandarísliu j negra, sem alast nú upp í fullu jafnrétti við hvíta menn, og sem ryðja kynþætti sínum nú brautina til fullkomins jafn- réttis við hvíta í bandarísku þjóðfélagi. Nú er langt um lið- íð síðan sú skoðun er gersam- Iega úr sögunni að negrar séu miður gefnir að upplagi en hvít ir menn. Þar er enginn munur á. Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt og sannað að gáfur og hæfi ieikar fara ekki eftir hörunds- L;t. Njóti negrar sömu aðstöðu til menntunar geta snilhngar eins og Eintsein, Niis Bohr, AI- bert Schweitzer eða Bertrarit Russel-1 komið fram í þeirra hópi ekki síður en hvítra. GETUR EKKI ORBIÐ MEÐLIMUR í VERKA- LÝÐSFÉLÖGUM. Fvrst í stað var Jones dálít- ið hlédrægur, eða öl-lu heldur athugandi, en þegar við höfð- um hittzt nokkrum sinnum, varð hann skra-fhreifnari. Hann kvað sig langa m-est til þess, þegar hann hefði lokið fjögurra ára háskólariámi, að mega halda áfram starfi við New York Times, helzt sem. fréttastarfs- maður varðandi verkalýðshreyf inguna. — Hvers vegna fyrst og fremst verkalýðshreyfinguna! — Vegna þess að það er ekki hvað sízt í samtoandi við hana að negrarnir eru órétti beittir. í Suðurríkjunum verður fjöldi negra að stánda utan við verka- lýðshrey-finguna a-f þeirri illu orsök að þeir fá þar ekki inn- göngu, en fyrir bragðið ná þeir ekki sömu kaupkjörum og hvít- ir verkamenn í sama starfi. — Þar verður, ef vel á að vera, að 'ríkja sama jafnrétti og í skól unum. Þar er brautin rudd. — Þar eru hvítir og svartir vandir við að vera og vinna saman; það er þetta, sem er mikilvæg- ast hvað það snertir að leiða negrana til áukinnar menning- ar og vélmegunar úr þeirri eymd og fátækt, sem þeir eiga nú við að stríða suður þar. — Þér hafið minnzt á nokkur af vand'amálum negranna. Hver önnur eru það helzt; sem þér teljið örðugust? — Fyrst og fremst ber þeim aimennur kosningaréttur. Það á sér nefnilega enn stað í Suð- urríkjunum að negrum er mein að að hafa á'hrif á ganga mála við kosningar, sem- ætti þó a§ vera öllum mönnum sjálf. agð- asti réttur í siðuðu þjóðfélagi. Ég get nefnt nokkrar aðferðir, sem viðhafðar eru til að útiloka negrana frá atkvæðagreiðslu. Til dæmis er það í sumum Suð- urríkjunum- að greiða verður visst lágmark tekjuskatts til að njóta þess réttar, en tekjur negranna eru langt fyrir neðan það mark. Eða þess er krafizt að viðkomandi geti sýnt skil- ríki fyrir því að hann hafi afi- að sér vissrar menntunar. TRÚIN Á FRAMTÍÐINA. — Hafið þið trú á frarntíð- ina? SPÉSPEGILL —: Ó, afsakið! Eg hélt að þér segðuð: Peningana eða vífið! Við gerum- okkur miklar von- ir um framtíðina, en við gerum okkur einnig ljóst að það er mun heppilegra að þróunin gangi hægt og rólega fyrir sig en gerð séu skyndiátök til úr- bóta. Það hefur líka: ákaflega mikla siðferðislega þýðingu fyr ir okkur að stjórnin vinni að réttarbótum okkur til handa. Margir af negrum hafa kosið Eisenhower. Við teljum okkur það hamingju að mega vera þátttakendur í merkilegri og hraðri þróun. Áður fyrr hugs- uðu fáir negrar um annað en það allra hversdagslegasta. Nú erum við allir farnir að hugsa um framtíðina og trúa á fram- t'ðina. Nú eygjum við það sem möguleika að börn okkar nái enn lengra, njóti enn meiri rétt inda en við, og þess vegna viljurn við mennta börnin, svo þau geti staðið sig sem bezt. Við gerum okkur vonir um að næsta kynslóð okkar verði bet- ur upp alin og færari um að .giíma við vandamólin, — ekki aðeins okkar eigin vandamál heldúr hin ahnennu vandamái þjóðfélagsins. S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s \ s V s s s s s s s s S s s s s s V s s s S S s s V ísfenzk og erlend úrvaSslfóð Efíir Einar Braga. HIKANDI ljós þukla syfjuðum gómum um kvöldþvala veggi þegjandi steinkirkju. Haustmáni skarður leggur róðukross dökkan á hjarnföla bringu kulsællar foldar. Yfir dottandi byggð hljóma kólfslögin dimmu við málmhöttinn kalda í brothættri kyrrð. í grenistokki svörtum ferðast daglilja bliknuð með bogmannsör hvíta gegnum hjartablöð sölnuð. Undrandi móðir fylgir hæglát og ein yfir áttl-ausa fönnina og skelfur í frostinu. s s s s s s s s s s s s s s s s s s s -s i s * s s Á s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s i M inningarorð: GuSnV Guðnadóftir í DAG verður til moldar borin frú Guðný Guðnadóttir, Grettisgötu 56. A. Hún lézt á heimili sínu að morgni þess 11. þessa mánaðar, hart næ: 90 ára gömul. Guðný var fædd að Stóra Kálfalæk í Hraunhreppi í Mýrasýslu þann 30. ágúst 1868. Foreldrar hennar voru Guð- björg Magnúsdóttir og Guðni Árnason. Á öðru aldursári fluttist hún að Tröð í Kolbeins- staðahreppi í Hnappadalssýslu, til Sigurðar Brandssonar hrfepp stjóra -og konu hans, Valgerðar Pálsdóttur. Hún ólst upp hjá beim Traðarhjónum, og dvaldi hjá þeim þar til hún giftist Kristjáni Eggertssyni frá Mið- Görðum í Kolbeinsstaðahreppi þann 15. september 1896. Ungu hjónin reistu bú í Mýrdal í Kol beinsstaðabreppi og bjuggu bar í brjú ár. Árið 1899 fluttu þau að Dalsmynni í Eyjahreppi. Þar bjuggu þau í 24 ár, eða bar til að þau fluttu til Reykja- víkur. Þau hjónin fcenndu sig jafnan síðan við Dalsmynni. Guðnýju og Kristjáni varð fjög urra barna auðið. Eitt barna þeirra lézt í fæðingu. Hin eru; Eggert, stórkaupmaður, Val- geir, klæðskerameistari og Lóa, frú. Þau eru öll búsett í Reykja vik. Kristján frá Dalsmynni lézt í Reykjavík þann 30. októ- ber, 1953. Guðný Guðnadóttir var fríð kona sýnum, fremur smá vexti, kvik á fæti og létt í hreyfing- um. Hún hafði heilsteypta skap gerð. Hún stillti skap sitt vel, svo að lítt fannst á, þótt hún skipti skapi. Guðný var kjark- mikil og afburða dugleg kona, fórnfús, glaðlynd og blíðlynd, Guðn-ý Guðnadóttir gjafmild og gestrisin. Dugnaði húsfreyjunnar í Dalsmynni var viðbrugðið. Hún vann bæði ut- anhúss og innan, var alltaf sí- starfandi og sífellt tilbúin að bæta þarfir annarra. Um skeið var Kristján heitinn heilsu- veill, þá hvíldu bæði hús- bónda- og húsmóðurstörfin á húsfreyjunni, en hún kiknaði ekki undir vinnunni og mót- lætinu, heldur barðist til sig- urs. Eftir að þau hjónin fluttu til Reykjavíkur hélt starfið á- fram. Nýir vinir*bættust í hóp. inn. Gömlu vinirnir frá æsku- og manndómsárunum gleymd- ust ekki, þeim var alltaf vel fagnað, er, þá bar áð garði, til þeirra var oft hlýtt hugsað. Þau hjónin voru einlægir stuðningsmenn Hallgríms- kirkju. Guðný var sístarfandi fyrir kirkjuna. Hún lagði mik- Framhaltl á 8. siou.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.