Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ T U X H A M SEMI - DIESEL - MOTOR ættu allir að fá sjer, sem þurfa mótor annaðhvort í bát sinn eða til landvinnu (Raforkuframleiðslu eða annars). Stórkostleg endurbót hefir verið gerð á Tuxham-Mót- ornum. Engin vatnsinnsprauting notuð lengur — minni olíu- eyðsla — ennþá gangvissari — og mikið endingarbetri. Full- komin reynsla fengin fyrir endurbótinni, sem fullnægir öllum kröfum, sem gerðar hafa verið — fjöldi meðmæla og yfirlýs- inga fyrir hendi. — Fáið yður sem fyrst endurbótina á gömlu Tuxham-Mótorana ykkar, því það margborgar sig. Ýmsir varahlutar fyrirliggjandi. Aðalumboðsmaður fyrir ísland: Haraldur Böðvarsson, Reykjavík. Sími 59. Símnefni „Export“. Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavinum sínum Il^nnes Ólafsson, Grettissrötn 1. Gleðileg jól! H. P. Duus. ■ / / / Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavinum sínum Húsgagnaversltm Kristjáns Siggeirssonar. akyr o. s. frv. eins og nöfnin benda á. Mestir eru hrekkirnir þannig meinlausir, en þeim er illa við sátt og samlyndi og hafa illar hugs- anir, orð og gerðir manna, enfícum barna, sjer til viðurværis (svipar þar til púkanna, enda er þetta vííanlega náskylt illþýði.) í gamla daga kom það þó fyrir að jólasveinarnir urðu æði áleitnir svo menn urðu að kaupa þá af sjer með matgjöfum og jafnvel með skæðaskinni, en skæðin skildu þá sniðin „kringlótt eins og kjar- aidsbotn, og engin á þeim táin,“ aögðu þeir sjálfir. Pað eru líka dæmi til, að þeir gátu orðið skæðir mönnum, a. m. k ætluðu þeir að taka Andrjes greyið og færa hann tröllunum, „en þá var hringt og þá var hringt öllum jólabjöllunum“. Og felmtri miklum slær á allar illar vættir, því jólanóttin færist yfir hljóð og helg. „Af því myrkrið undan snýr ofar færist sól, því eru heilög haldin hverri skepnu jól“. G. B. Viö jólatrjeö. Ljósakrans á grænum greinum gleður barnafjöld; — .jólin Ijóma’ í hjörtum hreinum hjerna inni í kvöld. Ljúft er að vaka, Ijúft að heyra lífsins helgimál, skynja’ í auðmýkt fleira’ og fleira, finna til með barnsins sál. P.P. -------o------- Eftirmæli. . Eiríkur Sigurðsson frá Syðri- Brú í Grímsnesi, andaðist 9. des. 1922, eftir þunga legu að heimili sínu, Álfheimum á Sólvöllum í Iieykjavík. Hann var 43 ára gam- all, fæddur 2. ágúst 1879, að Mið- dalskoti í Laugardal. Poreldrar hans voru Sigurður smiður Hall- dórsson, bóndi þar, sonur Hall- tíórs bónda Þorsteinssonar s. st. Vigfússonar bónda á Kiðjabergi, Sigurðssonar frá Ásgarði í Gríms- nesi, bróður sjera Jóns Sigurðs- sonar á Rafnseyri, af svo nefndri Ásgarðsætt, sem mörgum er kunn. Móðir Eiríks sál. var Guðbjörg Loftsdóttir, ættuð frá Grímslæk í Ölvesi, mesta sómakona, sem dáin er fyrir fáum árum; en Sigurður faðir hans lifir enn, 81 árs, á Svðri-Brú, hjá Halldóri bónda syni sínum. Árið 1881 fluttist Eiríkur með foreldrnm sínum að Syðri-Brú og dvaldi þar alla æfi sína; þar til fvrir 2 árum að hann flutti til Reykjavíkur. Eiríkur sál. var sjer- lega vel gefinn maður, en naut sín aldrei; var frá unga aldri Gleðileg jól! H. Andersen & Sön. ''illlllllllllllllllllllllllllllIlllllillllllllllHHIIIllllllllllllllllllHlllÍlllWIIIIIIIIIHUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIlíÍlliífilllllllllillllHllllllllílÍÍjllllllllllllllllllllllllllllKllflilííp r Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavirmm sínum Jón Sigurðsson. rafmagnsfræðingur. Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavinum sínum Júlíus Björnsson ..auiajniiiiiirnirni æfaaiimaimaiiiiainiiiiiiamiaMiiaiMitimanuaiii: iiiBmiaiiiiamiaiiiiaiiia.il: heilsuveill, sem veikti afarmikið starfsþol hans; en ef heilsan hefði verið sterk mundi það hafa komið í ljós, að þar hefði verið efni í duglegan sveitabónda, en það langaði hann til að verða, og kom oftar en einusinni í hug að byrja á því, en heilsan bannaði. Hann giftist 26. júní 1908 nngfrú Sig- ríði Runólfsdóttur, ættaðri frá Ás- garði í Vestur-Skaftafellssýsln, er lifir mann sinn, ásamt einni dótt- nr, sem nú er 8 ára, og heitir Unnur Hulda. Eiríkur sál. var mjög myndarlegur maður og fríð- ur sýnum og vel að sjer, þótt ekki væri hann neitt til menta settur; las hann og talaði enska tungu, er hann lærði án tilsagnar, og kunni hana það vel, að hann hafði það að lífsstarfi sínn síð- ustu árin að fylgja Englending- um, og kom þar fram sem ann- arsstaðar lipurð hans og prúð- menska, að þeir sem hann ferðað- ist með mimn ekki hafa kosið annan fremur fyrir leiðsögnmann. Má óliætt segja, að allir þeir, sem hann kyntist, munu minnast hans i n'.eð söknuði. Grímsnesingur. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.