Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ gi^=- 1 I 4 G1 e ð i 1 e g r a j ó 1 a óskar öllum viðskiftavinum sinum Jón Björnsson & Co. Gleðileg iól! Johs. Hansiens Enke. Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavinum sínum Verslunin Björn Kristjánsson. Gleðileg jól! Vöruhúsíð. Gleðilegra jóla óskar Öllum viðskiftavinum sínum Klæðaverksmiðjan ilafoss. Gleðileg jól! H.f. Bafmf. Hiti & Ljós. Gleðilegra jóla «')skar öllum viðskiftavinum símim Verslunin Vísir. Frá aldaöðli hefir myrkrið verið óvinur mannanna. Frá alda- öðli liafa þeir verið að reyna til að sigra þennan óvin, altaf verið að leitast við að framleiða ljós, ; meira ljós, betra ljós, handhægra ljós. Þessi ljósþörf er mjög mismun- andi eftir árstíðum; ennfremur gætir þessa árstíða ljósmunar mis- mikið í löndunum. I þessu landi er ljósmunurinn geysimikill, og hefir lengi haft djúp áhrif á þjóðina. Allar illvættir una vel myrkr- inu, þá er máttur þeirra mestur og þar af leiðandi sigurvonin sterkust, enda sækja þær fast fram í skammdeginu, og um jóla- leytið stendur árlega úrslitaorust- an „milli lífs og hels, Ijóss og myrkurs". parf ekki lengi að blaða í Þjóðsögunum til að finna þessum orðum stað. Annars virðist svo, sem menn gleymi nú pjóðsögunum, að minsta kosti hjer í höfuðstað landsius; finst það átakanlega dagana fyrir jólin. Nokkrum dögum fyrir jól koma jólasveinarnir; en hjer í Reykja- vík koma þeir í útlendum skrúða: rauðum síðfrakka, hvítbryddum, skeggmiklir, með rauða topphúfu og fangið fult af smábögglum, eða dragandi jólatrje, en jólatrjeð er altaf grenitrje. Og alt, sem börnin fá að vita um þennan kauða: í búðarglugg- um, auglýsingum og frásögnum, er útlent, alt, nema nafnið, því þetta eru kallaðir jólasveinar. Að þetta ekki getur verið ís- lensk hugmynd um jólasveina, sjá alíir í hendi ef þeir aðeins at- huga það. Nægir þar að benda á búninginn, sem er í hæsta máta illa lagaður til vetrarferða á voru landi, hvort heldur sem væri of- an úr óbygðum eða utan af sjó; eða trjeð, sem eins og kunnugt er. ekki xpx hjer á landi, og börn- in þekkja það alls ekki, nema stöku kaupstaðabörn nú síðustu árin. Bnda þarf hjer engum blöðum að fletta; það er til sjerkennileg og alíslensk jólasveinaþjóðtrú, en henni eru menn nú sem óðast að gleyma, og börnin hafa alls ekki heyi't hana. Þetta finst mjer ekki vansa- laust íslenskri þjóð og ekki hættu- laust heldur; og af því jeg er orðin vonlaus um að nokkur aimar hreyfi þessu máli, ræðst jeg loks í að segja frá því, sem gamlir menn hafa sagt mjer um jólasveinana, 6g því, sem jeg uefi lesið um þá í Þjóðsögum. Það fer lítilsháttar tvennum sögum um jólasveinana okkar. Sumir segja að þeir komi á húð- keipum frá Gramlandi, aðrir að þeir komi ofan úr óbygðum, og er það mikið almennari sögn, enda sagt, að þeir sjeu G-rýlu- synir og Leppalúða. Svo segir í Grýlukvæði: Bðrn eiga þau hæði saman brekótt og þrá; af þeim eru jólasveinar, börn þekkja þá. G1 e ð i 1 e g r a jóla óskar öllum viðskiftavinum sínum Isafoldarprentsmiðja h.f Gleðileg jól! Prentsmiðjan Aeta. Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavimim sínum Marteinn Einarsson & Co. Gleðileg jól! Ásg. G. Gunnlaugsson & Co. Gleðilegra jóla óskar öllum viðskiftavhvam sínum Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Líkir'eru þeir Grýlu móður sinni í vexti: lærleggjaháir, handleggja- langir, belgmiklir, en hálsstuttir. Sumir segja að jólasveinarnir sjeu aðeins níu að tölu (sbr. Jóla- sveinar einn og átta ofan koma' úr fjöllrmum). Aðrir segja að þeir sjeu þrettán, og er það lík- legra, því öllum ber saman nm, að þeir fari aftur einn og einn, alla .ióladagana, og sá síðasti á þrettándadaginn; ennfremur eru til nöfn þrettán jólasveina, og sagt er að þeir komi eins og þeir fara, einn í einu, og sá síðasti á aðfangadaginn. Þessi eru nöfn þeirra og röð: 12. des. kemur Stekkjarstanr 13. — — Giljagaur 14. — — Stúfnr. 15. — — Þvörusleikir. 16. — — Pottasleikir. 17 18 19 20 21 22 23 24. anna. — Askasleikir. — Faldafeykir. — Skyrgámur. — Bjúgnaikrækir, — Gluggagægir. — Gáttaþefur. — Eetkrókur. — Kertasníkir. olasveinarnr eru óvinir j61- það nær því ekM nökkorri átt að hugsa sjer þá færa nokknr föng til þeirra. Þeir hafa hvorkí að heyra Mrkjuklukkum hringl nje Jesúnafn nefnt, en þeir era meinlausir að mestu leyti, aðeina smáhrekkjóttir, einkum börnum. (Sbr. Grýlukvæði „511 er þessi ilsku þjóðin ungbörnrrni skæð" ). Þeir gretta sig á glnggum og í dyragættum, feykja földum, sleikja ílát, stela kjÖti og bjúgum, áíti -H L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.