Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.12.1923, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIB Barn er oss fætt -- sonur er oss gefinn. Jólaprjedikun eftir dr. Jón Helgason biskup. „pví að barn er oss fætt, son- ur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla; nafn hans skal kallast hinn undr- unarlegi" (Jes. 9, 6.). Það mun naumast orka tvímæhs, að forfeður vorir, eins og kristnir fyrritímamenn yfirleitt, hafi verið handgengnari gamla testamentinu en kristnir menn eru alment á vor- um tímum, enda höfðu þeir það um hönd og sóttu sjer uppbyggingu í það engu síður en í nýja testament- ið. Þeir höfðu yfir höfuð miklu næmari skilning á hinu nána iunra sambandi þessara aðalparta heilagrar ritningar en nú tíðkast með kristnum mönnum. Og eins og menn álitu að gamla testament- ið væri opið í hinu nýja, svo álitu menn og að nýja testament- i8 alt væri falið í hinu gamla. Menn leituðu Krists í gamla testamentinu ekki síður en hinu nýja °g hugðust finna hann þar í Messíasar-spádómunum svo nefndu, sem menn þá líka höfðu alveg sjerstakar mætur á, engu siður en Gyðingar forðum. En slíkt er skiljanlegt. -Tesús Kristur var, eins og hann er enn, í aug- íim trúaðs safnaðar, sá smurði Drottins, sem spámennirnir höfðu' gefið fyrirheit um að koma mundi, og þá var það ekki nema eðlilegt, að þeir legðu mikið upp úr þessum spádómum og heim- færðu upp á Krist hin mörgu og fögru orð, sem hinir gömlu og guðlega innblásnu sjáendur gamla t'( stamentisins höfðu talað með hliðsjón á eftirvæntum Messíasi þjóðar sinnar. Eitt af þessum messíönsku spá- dómsorðum, sem eldri tíma mönn- um voru alveg sjerstaklega kær og mikilsverð, eru þessi í spá- dómsbók Jesaja: „Því að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn, á hans herðum skal höfðingjadómur- inn hvíla; nafn hans skal kallað hinn undrunarlegi". Þessi orð eru að. vísu töluð og í letur færð ná- lega 700 árum fyrir fæðing Jesú; en svo mikill og merkjanlegur jólahreimur er í orðunum, að mig fnrðar síst á því, þótt kristnum : söfnuði hafi um margar aldir ver- ið þessi orð einkar kær svo sem spádómsorð, er í sjerstökum skiln- ingi hafi rætst nóttina helgu í Betlehem. Þess vegna viljum vjer nú einnig njóta leiðbeiningarþess- ara orða í jólahugleiðingum vor- um, sem" vor himneski faðir virð- ist að blessa oss, svo þær megi vtrða oss til sannra sálunota. „Bam er oss fætt, sonur er oss gefinn!1' segir spámaðurinn. —Ef vjer skoðum orðið eitt út af fyrir sig: „Bam er oss fætt", þá er í sjálfu sjer ekkert nýstérlegt við það. Að vísu er það oftast nær fagnaðarefni þegar barn fæðist, fagnaðarefni fyrir móðurina, sem leyst frá þjéningum sínum getur lagt barnið að brjósti sjer; og fyrir föðurinn, sem tekur á móti því sem lifandi ka'rleikspanti af hendi eiginkonu sinnar. En þetta er þó ekki annað en það, sem ger- ist dagsdaglega í heiminum. Hið sama er um táknið að segja. Að vísu gerast tákn og stórmerki við hverja einustu barnsfæðingu, því að hvort sem barníð hvílist á silki- bólstrum eða á jötustrái, þá er táknið þar sýnilegt; því að lífið p.r ávalt guðs gjöf, til orðið fyrir skapandi' guðs kraft. Og alt hið sama má segja um gleði móður- innar, sem barnið hefir alið, ura það, að hún gleymir þrautum sín- um, jafnskjótt og barnið er fætt, af fögnuðinum yfir því, að maður er í heiminn borinn. Þetta er hversdagslegur viðbiirður hjer í heimi. En ef vjer virðum fyrir oss þessa hluti, eins og þeir birtast í hmni helgu sögu, þá er hið hvers- dagslega þar horfið: Bæði orðið, sem boðar fæðingu barnsins, tákn- ið, sem hirðunum er gefið og gleði móðurinnar yfir, að maður er í heiminn borinn, — þetta alt birtist hjer í alveg einstökum dýrðarljóma. Hjer er hið hvers- dagslega ekki lengur hversdags- legt, heldur er það orðið hið ein- staklega, sem aðeins einusinni hef- ir gerst á vorri jörð. Athugum að- eins hinn einfalda vitnisburð sög- unnar helgu: „En er þeir dagar í'nllnuðust, að hún skyldi ala barn- ið, fæddi hún son sinn frumgetinn, vafði hann reifum og lagði hann í jótuna''. Hvað er yfirlætislaust, ef ekki sá vitnisburður 1 Og þó er vitnisburður þessi orðinn hið mesta fagnaðarerindi, sem heyrst hefir á þessari jörð. Lítum á barniS, sem fætt er! Um öll önnur börn, sem í heiminn fæðast, á það hcima, að þau eru fædd til synd- ar og dauða. En um barnið í jöt- unni hljóðar vitnisburður engils- ins: „Yður er í dag frelsari fædd- ur", — það er að segja: hann mun brjóta á bak afttir vald syndarinn- ar og dauðans, sundurmerja höf- uð höggormsins og flytja lausn þeim, er leysast vilja. Einnig táknið, sem hirðtmum er gefið, breytir hjer viðhorfi: Þeir finna að vísu reifað barn liggjandi í jötu, en barnið er ekki aðeins frumgetinn sonur móður sinna.r, heldur jafnframt Drottinn Krist- ur í borg Davíðs; og vjer getum bætt við: hann er sá, er postulinn vitnar um svo sem frumburð allr- ar skepnu, því að í honum hafi alt verið skapað, bæði á himni og á jörðunni, hið sýnilega og hið ósýnilega. Hann er ímynd hins ósýnilega guðs, sá, er var í skauti föðursins áður en veröldin var grundvölluð, sonurinn eilífi og föðurnum velþóknanlegi. sem ,.þótt hann ríkur væri gerðist fá- tækur vor vegna, til þess að vjer auðguðumst af hans fátækt". Og svo loks móðurgleoiii yfir barninu fædda, sem leggja varð í jötu í beitarhúsi, af því að ekki var ríim í gistihúsinu. Mundi heimurinn nokkuru sinni hafa augum litið inóðurgleði, er jafnaðist við gleði Maríu, er hún vafði son sinn frum- getinn að hjarta sjer? Með svo undursamlegum hætti hafði • aít þetta skeð, og svo dásamleg voriv atvikin að þessari fæðingu, að sfst er að undra, þótt henni yrði trfitt nm orð til að lýsa með gleði sinni, enda segir í fæðingar-guð- spjallinu um hana: ,,En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sjer". En vjer, sem nú erum í andan- em samankomin hjá jöfunni, vjer . vitum, að aldrei gafst syndugum hcimi jafn-dýrlegt fagnaðarefni og þetta: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn! — eins og það hljómar ti.i vor frá fátæklega beitarhúsinu hjá Betlehem; því að vjer tignum barnið sem frelsara vorn, og hneigjum syninum sem Drottins smurða, er vill leiða oss til Ijóss og lífs og sælu í samfjelagi við almáttugan guð sem gæskuríkan föður vorn. Og sem guðs börn af iiáð fyrir trúna hljótum vjer að taka undir með himnesku hcr- sveitunum segjandi: „Dýrð sje guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hef- ir velþóknun á". ingjadámi Messíasar, því að kunn- ugt má honum hafa verið um það, j hve auðveldlega hásæti hrynja og konungsríki kollvarpast. Og það er líka djarft a£ kristnum mönn- um að gera á nálægum tíma jafn fast og þeir gera ráð fyrir ævar- ao.di höfðingjadómi Jesú Krists. — En sagan sýttit, að höfð- irigjadómur Krists hefir staðist aílar byltingar. Hví skyldu þeir þá efast um, að eins mtini verða tger eftir. Satt er það að vísu, 8.6 kristindómsóvildin talar digur- barklega um þessar mundir víða um heim. Sú óvild er ekki óskilj- anleg. Hún er sprottin af hræðslu bugspiltrar lcynslóðar um, að nýjar sigurvinningar kristnu trúarinnar sjeu fyrir hendi. Hvenær semlífið vaknar, færist óvinurinn í aukana; það er gömul saga, alt frá dögum Heródesar. Syndumspilt veröld hræðist höfðingjadóm Jesú Krists. Heiðni nútímans sjer sjer hættu bvna af honum. Hindurvitnatrú nútímans sömulei^is. En látum þá geisa — látum þá bera ráð sín sfiman gegn Drottni og hans smurða. Hann, sem situr á himni. hlær. Drottinn gerir gys að þeim. Höfðingjadómur Jesú stendurfast- ' ari fótum en svo, að honum sje af En því næst segir spámanns- orðið: „Á hans herðum skal höfð- irgjadómurinn hvíla". í augum spámannsins átti hlutverk hins sniurða Drottins, sem þjóðin þráði, að vera það, að endurreisa Davíðs konungs fallna hásæti og að ríkja yfir húsi Jakobs æfinlega. Mann- lega talað hefðu líkurnar til þess mátt ærið litlar heita, að þessi orð rættust á hinum nýfædda sveini, þar sem hann hvíldist reifaður í fátæklegri fjárhúsjötu. Táknherra- dómsins, purpurakápan, hvíldi á herðum þess, er mátti virðast vold- ugri en svo, að nokkur hætta væri •a, að annar tæki það frá honum. Yestur í Rómaborg sat um þessar rnundir voldugur Agústus keisari á veldisstóli sínum, og vald hans var mikið; því að það náði út yfir allan hinn siðmentaða heim, scm þá var, austan frá Svartahafi vest.ur að Atlantshafi. En hvað er orðið af keisarans dýrð? Tákn veldis hans varð sem ónýtt og upplitað fat. Ríki hans hefir splundrast í ()tal parta. Nú stend- vv öllum á sama um víðáttu veld- is hans, nema einstöku fræðimönn- um, sem hafa yndi af að grafast eftir gömlum fróðleik. En barnið í Betlehem er nú þekt og tign- a'ð af þúsundum þúsunda um all- an heim, sem iáta, að Jesús sje Kristur guði föður til dýrðar. Spá- ir-annsorðið um höfðingjadóminn á herðum hans hefir rætst á óum- ræðiiegö miklu dýrðlegri hátt en jafnvel guðlega innblásinn spá- manninn gat nokkru sinnióraðfyr- ir. Guð Drottinn hefir gefið barn- inu — syninum, hásæti Davíðs for- föður hans í margfalt dýrlegri merkingu, en nokkurri sálu gat til hugar komið; og margfjöldi þnsundanna, sem mikla nafn hans svo sem nafn þess, sem oss beri hóTpntim í að verða, trúir því stað- fastlega, að á hans ríki muni eng- inn endir verða; — en sú var þá líka hugsun spámannsins. Það var djarft af spámamiinum að gera ráð fyrir ævarandi höfð- nokkuru slíktt hætta búin. Jesús Kristur er í gær og í dag, já, að eilíftt hinn sami. Hans veldi vex áag frá degi, hans valdsvið færist sifelt útyfir heiminn, til þjóða, 'sem hingað' til hafa látið fyrir- berast í myrkri og villu heiðin- 'dómsins. Látum því ekki hugfall- ast, þótt vjer sjáum mennina æða gegn höfðingjadómi barnsins frá Betlehem, eu segjum með spá- manninum með djarfmannlegri á- h erslu orðanna: Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. — Hann skal velli halda, þótt alt annað kollsteypist. En hvernig má þetta ske? Pyrir manna sjónum er þetta óskiljan- legt;.en ráðning gátunnar er sú, að „gæska er lögmál lausnarans og líknin veldissproti hans". Höfðingjadómur Jesú Krists er kærleikur hans, sem hann gerði hcimi kunnan frá krossins trje, er hanú hjekk þar deyjandi vegna I synda vor mannanna, og sem hann á öllum tímum larttir í tje þeim, er vilja gefast hontim til . hlýðni sem konungi símtm og herra. í og með kærleika símim hefir hann lagt veröldina tindir sig og með kærleika hans mun þá lika veldi hans standa til enda vcraldar. Og kærleikur hans, eða kærleikur föðtirsins í honum, er þá líka það band, sem bindur þig og mig, já oss öll, sem honum viljum tilheyra, við hann, svo að vier, þótt í veikleika sje og hrös- un, játttm höfðingjadóm hans sem grundvöll alls sannarlegs frelsis. Já, alt er ]>etta undrunarlegt fyrir vornm augum svo dýrlegt sem það þó er og dásamlegt. En vjer skulum þá líka minnast þess, að þetta er i fylsta sam- ra>mi við hið spámannlega orð, sem jeg hefi hjer heimfært upp p. fagnaðarefni jólanna: „Nafn hans skal vera hinn undrunar- legi." Og þa'5 nafn á vissulega hjer heima. Eða hvað er undrun- arlegra en að hann, sem frá eilífð var í skauti föðursins, hinn eingetni skuli hvílast sem lítið barn í kjöltu mannlegrar móður? Hvað er undrunarlegra, en aðhann sem er Ijómi guðs dýrðar og í.Kynd veru hans, orð guðs kraft- te, sem ber alla hltiti, skuli hafa gerst fátækari en fátækasta barn í'i jörðu og orðið að hvílast reifuni vafinn í jötustrái? En þetta sem (T svo undrunarlegt, hvað er það annað en leyndardómurinn mikli, leyndardómur hinnar heilögu næt- ur, sem jafnvel er englum guðs éskiljanlegur. Og lítir þú lengra fram yfir lífsferil hans, hve er það alt undrunar]egt,sem auganu mæt- ir — alt líf hans, og það ekki að- eins fram í dauðann á kross- inum heldur og út yfir gröf og dauða.! Hvað er rjett álitið undrunarlegra en sigurför hans nm heiminn í 19 aldir? Hvað er undrunarlegra en höfðingjadóm- ur hans í heiminum fram á þenn- an dag, þrátt fyrir alt, sem gert hefir verið til að kollvarpa veldis- stóli hans? „Hinn undrttnarlegi" er hans rjetta nafn. Og þó er það engum augljósara en þjer, sem guð gaf náð til að höndla hann og gef- ast honttm í trúnni. Hvað er dá- samlegra en vald hans yfir hjört- unum? Hvað er undrunarlegra en þetta lofgjörðarefni jólanna, að cllum þeim, sem tóku við honum gaf hann „rjett til að verða guðs börn''.' ,,R,jett til að verða guös börn," — já, sá rjettur er oss öTIum gef- inn, öllum án undantekningar, sc-m viljum veita Jesú viðtöku sem frelsaia vorum. En í hverju er það fólgið að veita Jesú viðtöku. Að veita Jesú viðtöku er ekki það eitt ,að syngja honttm gleði- og þakk'arsöngva í húsi hans, held- t;r einnig að búa honum helgidóm á heimilum vorum, og umfram alt í hjörtum vorum, þar sem þú og jeg getum fallið fram og hlotið gleði fja'irgefningarinnar og frið- arins í guði. Að taka við honum er ekki það eitt að opna hús þitt eg heimili fyrir fögnúði jólanna, sem einatt ekki varir lengur en .iólaljósin endast, heldur merkir það umfrani ált þetta, að þú helgir honum hjarta þitt, að þú leyfir honum að fæðast,.. þar. svo að hjarta þitt geti orðlðv bústaðni' guðs í heilögum anda. Að 'taka \nð honum er ekki fólgið í.;: neinuni .', t: t dýrlegitm ljósakveikingum;, sem að eíns vara skamma stund, 'heldur i því að hið mikla jólaljós hins himneska föðurkærleika 'guðs fái skinið svo inn í hjarta þitt, að alt, sem ekki er af guði, heldur af heiminum, alt óhreint og synd- samlegt, flýi þaðan fyrir kær- leiksljósi hans. Um þá, 'éý;.þannig neðtaka hann og leyfa hohum að fæðast í hiarta sínu, á það1 heima, að þeim hefir hann gefið riett til að verða guðs börn, rjett til þess að veita viðtöku jólagjöf föðnrsins á himnum, sem er friður hjartans (illum skilningi æðri. Nafn hans skal kallast „hinn undrunarlegi". Hið undrunai'lega fær hver sá að reyna í honttm, sem þannig sjer hann fæðast í hjarta sínu. Og þess þurfum vjer öll með, því án þess fánm vjer aldrei öðlast til fulls gleði jólanna -— gleðina yfir því, að barn er oss fætt, og sonur er oss gefinn, — að oss er í dag frels- ari fæddur, Drottinn Kristur í borg Davíðs. Hjíílpa þú oss til þessa himn- eski faðir, og gef oss með því öll- um gleðileg jól. AMEN. -----------o———

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.