Morgunblaðið - 11.12.1927, Side 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
37. En moldvarpan var ekki á því
að gefast upp. Hún elti þá fram og aft-
ur um hólinn í ákafa. Dísa litla faldi
•ig á bak við blöðkur, svo að mold-
varpan sæi sig ekki. Alt í einu kom
avala fljúgandi og flaug rjett hjá
mýslingum. Þeir gripu þá sinn í hvorn
fót á hénni óg — svo sveif hún í burtu
með þá. „Vertu sæl, Dísa,“ kallaði ann-
ar þeirra um leið, „og segðu mömmu
og pabba frá því, hvað um okkur hef-
ir orðið“.
41. Svo var það eitt kvöld, er Dísa
litla var eftir venju að sópa göngin,
að hún heyrði mannamál að baki sjer
og heyrði sagt í hæðnisróm: „Ha-ha!
Er þá ekki lafði mín, ljósálfurinn, orð-
in að vinnukonu! Gættu að því að
skemma ekki hendurnar á þjer! Ha-
ha!“ — Dísa sneri sjer við og sá hún
|>á hvar í veggjarholu sat hræðilega
Ijótur dökkálfur, dinglaði þar fótum og
teygði út úr sjer tunguna framan
í hana.
45. Að lokum lagði Jeremías að
landi inn í vik nokkurt í störinni. Þar
á landi blasti við hátt og uppljómað
anddyri. — „Þetta er nú höll froska-
kóngsins,“ mælti Jeremías.
Gamall þjónn kom nú fram í dyrn-
ar, og hafði stórt ljósker í hendi. Jere-
mías kastaði til hans langri festi, en
gamli froskurinn dró skipið að landi
og batt það.
Síðan gengu þau Jeremías og Dísa
á land.
ísalfurinn litli.
Bamasaga með 11Z mynðum eftir S Th. Rotman.
38. Þetta var ógætilega gert, því að
nú kom hann upp um Dísu litlu, að
hún var þarna. Dísa skalf á beinunum
af ótta. Ö, guð minn góður! Þarna kom
þá skessan rakleitt að felustað hennar!
Tröllið ýtti blómunum til hliðar og
þeir um handlegginn á Dísu. „Nei,
sjáum til, hvað jeg fæ snotra vinnu-
konu!“ hrópaði moldvarpan og dró svo
Dísu með sjer inn í holu sína, læsti
dyrunum og fjekk henni gríðarstóran
sófl.
42. „Hypjaðu þig í burtu, óþokk-
inn þinn!“ hrópaði Dísa og hún var svo
reið, að hún hóf sóflinn á loft og rak
hann beint framan í dökkálfinn.
„Ó, ó, ó, mamma!" æpti dökkálfur-
inn logandi hræddur. Svo skreiddíst
hann aftur á bak inn í holuna og var
horfinn áður en Dísa vissi af.
Dísa hjelt nú áfram að sópa, en er
hún kom niður að tjörninni, sá hún
skrítna sjón.
46. „Humm, er þetta Ijósálfurinn,
sem þú varst að segja frá?“ spurði
þjónninn og virti Dísu fyrir sjer frá
hvirfli til ilja. „Hún líkist ekki Ijós-
álfi. Þegar jeg var ungur, þá hafði
hvert almennilegt Ijósálfabam tvo
vængi og stjörnu í hárinu! En það er
skrítin þessi tíska og venjur nú á tím-
um! Já, það er óhætt að segja —
mjög skrítin!“ Og svo muldraði hann
eitthvað í barm sinn og gekk inn í
höllina og þau á eftir.
39. „Sópaðu nú gólfið mitt!“ grenj-
aði moldvarpan. „Sópaðu!“ Og síðan
varð veslings Dísa litla að sópa á
hverjum einasta degi, sem guð gaf yf-
ir, holu moldvörpunnar og alla rang-
halana þar í kring, og þeir voru ekki
fáir. Og á hverjum degi aðgætti mold-
varpan sjálf það mjög gaumgæfilega,
hvort Dísa hefði sópað öll göngin og
skotin nógu vel. Dísu var engin undan-
komuvon, því að moldvarpan Ijet bæj-
ardyrnar altaf vera læstar.
43. Þarna sat ófreskja, sem hún
hafði aldrei sjeð fyr. „Vertu ekki
hrædd!“ sagði ófreskjan. „Jeg heiti
Jeremías froskur og jeg er hingað
kominn til þess að hjálpa þjer. Jeg var
nærstaddur þegar moldvarpan rændi
þjer. í nótt kem jeg hingað aftur á
sjálfu skipi froskakongsins til þess að
sækja þig. Vertu þá viðbúin!“ Að svo
mæltu kútveltist hann niður í tjörnina
aftur og synti burtu.
47. En sú dýrð, sem blasti þar við
Dísu! Aldrei hafði hún sjeð annað
eins! Gólfið var þakið lækjasóleyja-
blöðum og öll höllin ljómaði af ótal
mýraljósum. Á einum stað var hljóð-
færaflokkur, sem ljek dillandi lag, en
á gólfinu dönsuðu nokkur fiðrildi ný-
tísku dansa. Höllin var full af boðs-
gestum. — Þar voru brúnklukkur,
brekkusníglar, rottur, froskar og sala-
möndrur.
40. Á einum stað var þó opin gátt
út úr völundarhúsi moldvörpunnar —
út að vatnsbólinu, sem var tjörn. Þarna
undi Dísa sjer best og þarna gat hún
setið tímunum saman, og hún vonað-
ist altaf eftir því, að þangað mundi
einhver koma og bjarga sjer. Því að
það var engin leið til þess að hún gæti
flúið sjálf, því að tjörnin náði hyl'
djúp alla leið upp að holumunnanurn
og brattir bakkar voru að henni á alla
vegu.
44. Um nóttina, þegar moldvarpaU
var steinsofnuð og hraut, læddist Dísa
ofan úr rúmi sínu og laumaðist niður
að vatnsbólinu. Og þar beið þá Jere- ,
mías eftir henni með ljómandi falleg-
an seglbát. „Gaktu á skipið!“ kallaði
hann, „komdu út á hið konunglega lang-
skip hans hátignar Hork-a-Bork XIII.“
Dísa gekk á bátinn og svo sigldu þaú
á stað fyrir hægum næturandvara, í
gegnum sef og stör og vatnasól-
eyjar.
48. „Líttu þangað,“ sagði Jeremías
við Dísu, „þarna á pallinum situr kon-
ungur vor. Jeg hefi þegar sagt honum
frá þjer“.
Hamingjan góða, en hvað Dísa var
feimin, er hún gekk þarna þvert ýfj1
gólfið 1 hinni skrautlegu höll, og allir
gláptu á hana eins og tröll á heið-
ríkju! Það var nærri því aðhenni ljetti,
er hún loksins kom fram fyrir hásæti
konungs.