Morgunblaðið - 16.12.1928, Side 20

Morgunblaðið - 16.12.1928, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ KailDíð iúlagfafirnar hia Priönastofunni MalíU. Ávaztasnlta: Jarðarberja á 1, 2 og 7 Ibs. Blandað (mised fruit) 1, 2 og 7 Ibs. Heildv. Garðars Gíslasonar. Huglísingadagbók Yiftokifti, Dragið ekki lengur að fá yður jólaklippinguna í rakarastofunni í Bimskipafjelagshúsinu, því þá losnið þjer við erfiðleikana af ös- inni síðustu dagana fyrir jólin. Böm og unglingar œttu að koma strax. Reynið hin óvenju góðu hár- vötn og Eau de Cologne frá 4711, er kosta frá kr. 1,25, sem altaf eru til í miklu úrvali. Sími 625. Reynið viðskiftin. Alskonar sælgæti í afarmiklu úrvali í Tóbakshúsinu, Austur- stræti 17. Útspungnir Túllipanal• og nokkrar tegundir af Kaktus* plöntum til sölu Hellusundi 6. Fegurstir Túlipanar fást á Vest- urgötu 19. Sími 19. Húsmæður, munið eftir því, að kaupa alt til bökunar i verslunum Binars Eyjólfssonar, því það mun altaf reynast affarasælast. Kœrkomin jólagjöf er hiðj þekta upphlutasilki (Herra- Bilki) frá Guðm. B. Vikar, Laugaveg 21. Jölablómin fegurstu ern á Amt- mannsstíg 5. Útsprungnir túlipan- an, Alpaf jólur, Erikur, einnig stórt úrval af pálmum og blaðaplöntum. Hljóðfærasláttur við dansleiki og aðrar skemtanir. Isabella. Sími 313. Sv. Jónsson & Co. Kirkjmtræti 8 b. Sími 420 Munið eftii* nýja veggfóðrinu. Kaffi Hag bætir heilsu yðar og vellíðan. Regnhlífar mjög skrautlegt úrval. Nýkomið. Verslun Toifa G.bóiðsrsonar Langavegi. Veðrið (í gærkvöldi kl. 5): Djúp lægð sunnar við Reykja- nes á norðurleið. Veldur hún SA-stormi á Suðurlandi og Faxa flóa en Norðanlands er SA-gola og góðviðri. Hiti 4—7 stig um alt land. A-gola á Halamiðum. Hægviðri á Norðursjónum en verður þar allhvass sunnan á morgun (sunnud.). Veðurútlit í dag: S og SV- kaldi. Skúrir. Sækketvistlænped. Qre. Et Parti svært, ubleget realiseres mindst 20 m., * samme Kvalitct 125 cm. bred 96 öre pr. m. Ubl. Skjorter 200 Ore 1 liUe og Middelstörrelse, stor 226 öre, svære nldne Herre-Sokker 100 öre, svært nbl. Flonel 70 cm. bredt 65 öre p. m. Viskestykker Sð öre, Vaffelhaandklæder 48 örs, kulörte Lommetörklæder 325 öre pr, Dusin. Fuld Tilfredshed eller Pengene til bage. Forlang illustreret Katalog. — Sækkela^eret, Sct. Annæ Plads 10, Köbenhavn K. Jónas Jónsson dómsmálaráð- herra er væntanlegur hingað með Gullfossi. ísfisksölur. 1 fyrradag seldu þeir afla sinn í Englandi Egill Skallagrímsson fyrir 1025 sterl- pd. og Njörður fyrir 873 sterlpd. Vðrusýninsu Lesbók fylgir ekki blaðinu í dag, en það verður bætt upp með jóla-Lesbókinni. Dómur er ekki fallinn ennþá í máli skipstjórans á þýska togar- anum Heinrich Niemitz, sem óð- inn kom með til Vestmannaeyja á fimtudaginn var. I gær var ó- fært veður í Vestmannaeyjum svo að ekki var hægt að komast milli skips og lands.. ---——------------ hef lr „Drabbari“. góði Sir Crispin! mælti Kenneth með ákefð. , — En hvaða gagn er að því? — Þarna er glugginn. Þótt jeg gæti brotið járngrindina, þá ef það bráður bani að steypa sjer 70 feta hátt niður í fljótið. Við höf- nm ekkert sig. Þótt við rifum kápu þína í hengla og hnýttum þeim saman, mundi hún ekki ná nema svo sem 10 fet. Viltu reyna að stökkva hin 60 fetin? Pilturinn skalf er hann hugsaði til þessa og Crispin hló með sjálf- nm sjer þegar hann sá það. —• Jæja, drengur minn, en ef þáð heppnast, þá þýðir það Kfið, og heppnist það ekki, þá er það jafnvel skjótari dauði heldur en í gálga. Svei mjer þá! hrópaði hann svo alt í einu, stökk á fætur og greip ljóskerið. Það er best að líta á þessa jámgrind. Hann gekk að glugganum og Ijet ljósið falla á endann á kross- járainu. — Hún er kolryðguð, Kenneth, mælti hann. Ef við getum náð þessu járni burtu, þá ættum við að komast út um gluggann. Já, hver veit? Hann setti ljóskerið aftur á borð ið, en Kenneth hafði ekki augun af honum. — Maður verður jafnan að eiga nökkuð á hættu, mælti Crispin svo. Jeg hætti lífi mínu, sem þegar er glatað, og vinni jeg, þá vinn jeg alt, en tapi jeg, þá tapa jeg engu. Það veit hamingjan, að jeg hefi oft telft djarft um æfina, en aldrei svona áhættulaust. Komdu hjerna, Kenneth, þetta er eina leiðin til undankomu; við verðnm að reyna að brjóta járngrdndina. — Ög stökkva svo ? spnrði pilt- ur og saup hveljur. — Já, út í fljótið. Við eigum ekki annara úrkosta. — öuð minn góður, það þori jeg ekki. Það er hræðilegt stökk. — Já, það er stærra stökk, held- ur en þú verður látinn stökkva, ef þú verður kyr hjer, mælti Cris- pin .Þsið viðurkenni jeg. En það getnr orðið þjer til bjargar. Varir piltsins voru þurrar, angu hans glóðu, eins og hann hefði hitasótt, og hann skalf og nötraði — þó ekki af kulda. — Jeg ætla að reyna það, mælti hann lágt. Svo greip hann í hand- legginn á Crispin og benti út í gluggann. — Hvað er nú að þjer? spurði Crispin gremjulega. — Dagur, Sir Crispin, dagur! Crispin leit út og sá þá ofur- litla gráa rönd á lofti. — Flýtið yður, Sir Crispin. Við megum engan tíma missa. Prest- ur kvaðst koma aftur með dögun. — Látum hann bara koma! svaraði Sir Grispin hranalega og gekk út að glugganum. Hann þreif um krossjámið með báðum höndum, setti knje að vegg og tók af öllum sínum kröftum — þessum riaakröftum, sem hann hafði fengið við tólf ára galeiðn- róður, og seinni ára drabb og ó- regla hafði ekki getað slitið úr honum. — Hann fann hveraig strengdi á öllum vöðvum, eins og þeir ætluðu að bresta. — Það lætur eftir, stundi hann, lætur undan. Svo slepti hann alt í einu taki. — Jeg verð að hvfla mig dálít- ið. 1 næstu skorpu brýt jeg slána. En það veit hamingjan, að þetta er í fyrsta sinn, að vatn hefir gert mjer greiða — það er rigninga- vatni að þakka að jámið er svona ryðgað. Fyrir utan dyrnar gekk vörður fram og aftur. Þeir heyrðu fóta- tak hans fjarlægjast, nálgast og fjarlægjast aftur. Enn nálgaðist fótatakið og enn fjarlægðist það. Þá greip Crispin aftur í járnslána og tók á af öllu afli. Nú gekk bet- ur en áður, Stöngin bognaði und- an hinum gríðarlegu átökum. Fótatak varðmanns nálgaðist, en hann heyrði ekki, hvað Crispin hafði fyrir stafni. Stöngin bognaði meira og meira og — — Það kvað við hár hvellur eins og byssuskot um leið og stöngin braut múrinn. Þeir Crispin tóku báðir andköf og hleruðu með önd- ina í hálsinum. Vörðurinn kom að dyrunum. En Galliard var fljótur að hugsa eins og að framkvæma. Hann slöngvaði Kenneth út í hom, slökti ljósið og fleygði sjálfum sjer á fletið. Alt þetta skeði á einni sekúndu. Lykli var snúið í skránni. — Crispin hraut hátt. Hurðin var opnuð og á þrösktddinum stóð vörðurinn með ljós í hendi, og glömpuðu ljósgeislamir á brynju hans. Hann sá, að Crispin lá í flet- inu með augu aftur og opinn munn, dró andann reglulega og hraut. Hann sá hvar Kenneth húkti úti í homi og sneri baki að þili. Það var eins og vörðurinn yrði forviða. — Heyrðuð þjer ekkert? spurði hann. — Jú, Bvaraði Kenneth með hálf- um huga; mjer heyrðist byssuskot hjer úti fyrir. Ósjálfrátt benti hann út í glugg- ann, en það hefði hann ekki átt að gera, því nú leit varðmaður þang að. Sá hann þá þegar hvers kyns var, að grindin var brotin, og rak hann þá upp nndnmaróp. Hefði hann verið dálítið greindari en hann var, mundi hann undir eins hafa getið sjer þess til hvernig á þessu stóð, og þá hefði hann hugs- að sig um tvisvar áður en hann gaf færi á sjer þeim manni, sem handljek járn þannig. En hann var seinn að hugsa og skilja og þess vegna varð honum það fyrst fyrir að hann gekk þvert yfir hérbergið og út að glugganum til þess að athuga hvemig á þessu stæði. Kenneth horfði á hann með skelfingu. Nú fór seinasta lífsvon- in! Og hann áttaði sig vart á því, að Crispin stökk á fætur og rjeðist eins og örskot á varðmanninn. Varðmaðurinn misti ljóskerið og valt það að fótum Kenneths. Svo rak varðmaður upp org, en það kafnaði í korri, því að Crispin læsti jámgreipum sínum um kverk ar honum. Hann var bæði stór og sterkur og í tryllingslegu æði rtyndi hann að hrista Crispin af sjer. Barst leikurinn þannig um alt herbergið. Þeir hefði eflanst brotið borðið, ef Kenneth hefði ekki skotið því upp að vegg. Nú lágu þeir báðir á fletinu. Crispin hafði getið sjer þess til að varðmaður mundi fley&ja sjer í gólfið, til þess að glamrið af herklæðum hans heyrðist niður, og reyna þannig að kalla á hjálp. Og til þess að koma í veg fyrir þetta, hafði Crispin slöngvað honum að fletinu og komið honum þar xind- ir. Og svo setti hann knjen við bakið á honum og kreisti nú sem fastast um kverkar honnm. — Dyrnar, Kenneth, stundi hann. Lokaðu dyrunum! Allar tilraunir varðmanns að losa sig urðu árangurslausar. — Kraftar hans voru að þverra og hann var orðinn blár og svartur í andliti, og það var eins og augun ætluðu út úr höfðinu á honum. Þó barðist hann enn um á hæl og hnakka. Hann lamdi með fótun- um, og reif með höndunum í hend- ur Crispins þangað til logblæddi úr þeim. En Crispin slepti ekki takinu og hann glotti illilega. — Það kemur einhver, mælti Kenneth alt í einu. Það er ein- hver að koma, Sir Crispin! mælti hann skjálfandi af ótta. Crispin hlustaði. Fótatak heyrð- ist nær. Varðmaður heyrði það og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.