Morgunblaðið - 31.12.1928, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
3
\
Frá stiórnmálunum 1928
Eftir Jón Þorláksson,
Stjórnmálasvipur ársins 1928 er,
«ins og' vænta mátti, fyrst og
iremst mótaður af samvinnunni og
bandalaginu milli Alþýðuflokks-
ins og Framsóknarflokksins. Ann-
ar þessara flokka telur sig aðal-
lega verlcamannaflokk, hinn telur
«ig aðallega bændafloltk. Cáðir
•eiga þeir sanmierkt í því, að þeir
setja markið ekki hærra en það,
að telja sig fyrirsvarsmenn sjer-
hagsmuna eða stjettarhagsmuna
innan þjóðfjelagsins. Hið göfugra
verkefnið, að vinna fyrlr heill og
hagsmunum alþjóðar — það eftir-
láta báðir þessir flokkar góðfús-
lega andstæðingum sínum, ihalds-
flokknum og þeim Frjálslyndu.
Hið langmerkasta, sem fram
hefir komið í þessari sambúð frá
Alþýðuflokksins liálfu, eru hinar
skýru yfirlýsingar, sem hr. Har-
aldur Guðmxuidsson flutti af
flokksins hálfu á landsmálafund-
unum í haust., þess efnis, að Al-
þýðuflokkurinn vill taka eignar-
rjettinn að jörðunum af bændum,
hefir þetta beinlínis á sinni stefnu-
skrá og ætlar sjer að vinna að því.
Formaður flokksins Jón Baldyins-
son, var á þessum fundum, tók þar
til máls og galt þessu samþykki.
Menn vissu nii áður, að Alþ.flokk-
urinn hefir það á stefnuskrá sinni,
að „þjóðnýta“ öll framleiðslu-
tæki, og meðal þeirra eru vitan-
lega jarðirnar. En samt hefir ekki
fyr en á þessu ári verið unt að fá
alveg hrein svör um þetta frá ýms-
um af helstu mönnum flokksins.
Jeg minnist þess til dæmis, að á
’landsmálafundi á Akureyri fyrir
'fám árum var hr. Erlingur Frið-
jónsson spurður um það, hvort
skilja bæri þetta stefnuskráratriði
þeirra svo, að flokkurinn vildi
taka túnin af bændunum. Eftir
ofurlitla umhugsun svaraði hr. E.
Fr. eitthvað’ á þá leið, að þeir
vildu ekki taka túnin af bændun-
um, nema að því leyti, sem þau
væru stærri en þörf bóndans
krefði. Nú liggur þetta atriði
skýrt fyrir frá flólcknum. Bænd:
urnir eiga að fá að verða. lands-
sjóðsleiguliðar á jörðum sínum,
j>egar búið er að taka af þeim
<eignarrjettinn. Váldhafamir eiga
'svo að skamta stærð túnanna og
velja ábúenduma.
Ekki er auðvelt að sjá hversu
þessi endurnýjun á harðstjórn
Haralds hárfagra gæti orðið verka
mannastjett landsins sjerstaklega
að liði, eða bætt hennar hag. Miklu
fremur er hætt við að svifting
eignárjettarins mundi draga stór-
irm úr áhuga bændastjettarinnar
á jarðrækt og hverskonar býlabót-
um, og þá um leið að draga úr
þeirri atvinnu fyrir verkamenn,
sem þessar endurbætur hljóta að
veita. Sannleikurinn er víst sá, að
þetta stefnuskráratriði Alþýðu-
flokksins er útlend kreddukenn-
ing, sem leiðtogarnir liafa tekið
ástfóstri við, og engum getur orðið
■ ti- gagns í framkvæmdinni. öðrum
en þeim valdhöfum, sem fá í sín-
ar hendur þann rjett,, sem sjálfs-
eignarbændur landsins eiga nú. —
Ennþá erfiðara mun þó verða að
'koma bændastjettinni í skilnipg
um það, að þessi rjettarmissir mimi
verða henni sjálfri til blessunar.
Af hálfu Framsóknarflokksins
hefir sambúðin við bandamennina
mótast aðallega af eftirlátssemi,
bæði í stefnumálum og smámálum.
Eins og kunnugt er hefir Fram-
sóltnarflokkurinn haldið mjög
fr'am samvinnumálum, og jafnvel
stTmdum talið samvinnustefnu vera
nokkiirskonar þungamiðju flokks-
ins. Nú bauðst á árinu sjerstaklega
hentugt tækifæri til þess að vinna
samvinnustefnunni lijer nýtt land,
meðal sjávarútvegsmanna, með
ríkisstuðningi til stofnunar sam-
vinnu-síldarbræðslu meðal smærri
síldarútvegsmanna. En í þessu
máli flúði flokkurinn frá i’yrver-
andi stefnu sinni, undir forystu
dómsmálaráðherra Jónasar Jóns-
sonar, og yfir á þjóðnýtingarstefnu
Alþýðuflokksins. Lögin um síldar-
bræðslustöð heimila ekki að ríkis-
stuðningur sje látinn í tje sam-
vinnufjelagi síldarveiðimanna,
heldur einungis að versksmiðjan
verði stofnsett sem hreint ríltis-
fyrirtæki.
Annað stórmál kom fyrir á ár-
inu, sem ekki snertir beint sam-
búðina við Alþýðuflokkinn, en
varpar skýru ljósi á hina raun-
verulegu afstöðu Framsóknarfor-
kólfanna til bændastjettarinnar og
samvinnufjelagsskapar bænda. —
Sláturfjelag Skagfirðinga hafði
sótt um lán úr Viðlagasjóði, sem
heimild var fyrir í fjárlögum, til
þess að koma upp frystihúsi á
Sauðárkróki. Tilætlunin auðvitað
sú, að nota sjer kæliskip Eim-
skipafjelagsins til þess að flytja
nokkuð af kjöti Skagfirðinga út
kælt eða frosið. Sýslunefnd hafði
lcfað ábyrgð sinni, og alt virtist
vera í lagi. En þegar til lands-
stjórnarinnar kom, þá neitar hún
þessu samvinnufjelagi, Sláturfje-
laginu, um lánið, en veitir það
ICaupfjelagi Skagfirðinga, sem
ekki hafði ábyrgð’ sýslunefndar.
Með þessu móti tókst stjórninni að
útiloka þann hluta bændastjettar-
innar í Skagafirði, sem ekki kaup-
ir erlendar nauðsynjar sínar hjá
Kaupfjelaginu, frá þeim fríðind-
um, sem Viðlagasjóðsláninu fylgja.
í Sláturfjelaginu geta allir verið,
sem framleiða sláturfje, hvort sem
þeir kaupa erlendar vörur hjá
kaupfjelaginu eða annarstaðar. —
Meira að segja var fult samkomu-
lalc iim það innanhjeraðs, að
t.iýggja einnig kaupfjelaginu
sjálfu afnot frystihússins fyrir
það fje, sem kynni að ganga
beint þangað frá kaupfjelagsmönn-
um.
Ekki er annað sjáanlegt, en að
frá stjórnarinnar hálfu sje hjer á
ferðinni tilraun til þess að kúga
bændur inn í Kaupfjelagið, og
eyðileggja Sláturfjelagið. Og skýr-
ingin sú, að vonast sje eftir stjórn
raálastuðningi frá leigtogum Kaup-
fjelagsins, en ekki frá Sláturfje-
laginu. Auðvitað mistekst lcúgun-
artilraunin. Islendingar eru nú
orðið ekkert hneigðir fyrir að láta
kúga sig. En afleiðingin verður
m. a. sú, að á þess\im stað verða
fryst.ihúsin tvö, með meiri stofn-
kcstnaði og rekstrarkostnaði held-
ur en þörf var á, þar sem komast
mátti af með eitt. Og landsstjórn-
inni hefir með þessu tekist að sýna
það ómótmælanlega, að það er
ekki hagur bændastjettarinnar í
heild, sem hún ber fyrir brjósti,
og ekki samvinnufjelagsskapur
bænda alment, heldur aðeins
flokkshagsmunir.
Af sama tæi er vitanlega hin
smásálarlega hlutdrægni í veit-
ingum embætta og sýslana, og
stofnun nýrra sýslana handa flokks
bræðrum, sem sjerstaklega hefir
einkent feril hr. Jónasar Jónsson-
ar, síðan hann varð dómsmálaráð-
herra, og ennfremur misbeiting
þingvaldsins og ráðherravaldsins
til þess að bola andstæðingum
burt frá störfum, sem þeir voru
löglega til kjörnir, svo sem gert
var við bankaráð Landsbankans.
Þingræðistilhögunin hefir það í
för með sjer, að þegar stjórnar-
skifti verða, þá taka venjulega
forystumenn einhvers eins flokks
við völdunum. í öllum löndum,
þar sem þessi stjórnmálatilhögun
hefir náð nokkrum þroska, er sú
krafa gerð til slíkra floltksfor-
ingja, að um leið og þeim eru
fengnir stjórnartaumarnir í hend-
ur, þá skilji þeir það, að nú eru
þeir ekki lengur' aðeins flokksfor-
ingjar, heldur eru þeir stjórnend-
ur allrar þjóðarinnar, liafa jafn-
ar skyldur til að styðja alla heil-
brigða framfaraviðleitni, hvort
sem hún er borin fram af stuðn-
ingsmönnum eða andstæðingum,
og hafa umfram alt skyldur til að
fara alveg hlutdrægnislaust með
þau umráð yfir ríldsfje, sem þeim
er fengin í hendur. 1 sæmilega
fjölmennum ríkjum hefir þetta
níi yfirleitt reynst svo, að ekki
hafa aðrir komist það langt, að
verða forystumenn stórra stjórn-
málaflokka, en þeir, sem svo mik-
ið er í spunnið, að þeir hafa get.að
vaxið með verkefninu, þ. e. orðið
bærilegir þjóðarleiðtogar þegar
þeir voru kvaddir frá flokksfor-
ustunni til hins verkefnisins. Og
þá sjaldan út af þessu hefir brugð-
ið, og ráðherrarnir hafa ekki get-
að vaxið upp úr því að vera
fiokksforingjar eingöngu, þá
fiafa þeir orðið skammlífir
i völdunum, því að í sjerhverjum
stórum stjórnmálaflokki er alls-
staðar mesti fjöldi kjósenda, sem
skilur það alveg rjett, hverjar
kröfur á að gera t.il ráðherranna,
og lætur flokkinn gjalda þess við
fyrsta tækifæri, ef kröfurnar eru
ekki uppfyltar.
í jafn sára-fámennu ríki, og ts-
land er, verður' náttúrlega öllu
meiri hætta á því, að til flokks-
forustu kunni að veljast menn
sem ekki er nægilega mikið í
spunnið til þess að þeir geti vaxið
frá flokksforustu upp í þjóðar-
forustu. Að öðru jöfnu er hætt
við að úrvalið verði rýrara þar
sem úr fáum er að velja. En vjer
höfum nú sett oss það mark, að
fleyta landi voru og þjóð áfram
i fullu sjálfstæði þrátt fyrir mann-
fæðina. Þess vegna verða kjósend-
ur hjer á landi að vera ennþá
kröfuharðari en annarstaðar um
það, að þola ekki að á fyrstu sjálf-
stæðisárunum myndist illar stjórn-
arvenjur. Yiðhald og varðveisla
þjóðarsjálfstæðis vors er sjálfsagt
T»re$tone
Firestone’s 68 og 80 cm, egta svört og
rauð sjóstígvjel, eru sjerstaklega þykk með
' slithlíf og hvítum sólum.
Aðalumboðsmaður á íslandi:
Benjamínsson, Pósthússtr. 7, Reykavik.
Birgðir í Kaupmannahöfn hjá
Bernhard Kjær, Gothersgadeý49,
Möntergaarden,
Köbenhavn K. Símnefni: Holmstrom.
Snðnsnkknlaði,
Atsnkkulaði,
Cacao,
er
best og
ödýrast.
fremur öllu öðru undir því komið,
að vjer sýnum sjálfum oss og
öðrum, að vjer sjeum sjálfir færir
um að stjórna oss vel.
Dómur almenningjSálitsins um
þá forustumenn Framsóknarflokks
ins, sem nú fara með völdin, er á
þessum áramótum sá, að ennþá
sjeu þeir ekki vaxnir upp úr því
að vera flokksforingjar og upp
í það að vera þjóðarráðsmenn. —
1 utdrægnin rekur upp höfuðið
svo að segja hvar sem litið er á
undangenginn stjórnarferil þeirra.
En þó segi jeg það satt, að marg-
ir þeir af núverandi stjórnarand-
stæðingum, sem þektu herra Þór-
hall heitinn Bjarnarson, eiga bágt
með að gefa upp allar vonir um
það, að nokkuð af þeim stjórn-
málamannkostum, sem prýddu
þann m’ann svo ríkulega, komi
fram hjá syni hans með vaxandi
reynslu.
Slðustu erlendar frjettir.
Líðan Bretakonungs var hin
sama í gær og undanfarna daga.
Marta Hanljau, sem stóð fyrir
fjársvikunum miklu í Frakklandi,
var yfirheyrð á laugardaginn. —
Las hún upp í rjettinum greinar-
gerð úm starfsemi sína og taldi
upp hve mikið fje hefði farið til
aðstoðarmanna sinna.
Fjárlög Frakka voru samþykt í
þinginu á laugardaginn með 460
atkv. gegn 112.
Stjórnarskifti í Jugo-Slafiu. Eft-
ir að ráðherrafundur var haldinn í
höfuðborg Jugo-Slafa í gærmorg-
un, lýsti forsætisráðherra því yfir,
að stjórnin segði af sjer. Er mælt,
að stjórnarskifti þessi stafi m. a.
af óeirðum þeim og óánægju, sem
átt hefir sjer stað upp á síðkastið
í Króatíu.
Liðsforingij í spanska hernum í
Marokko hefir nýlega verið myrt-
ur. Morðingjarnir innlendir menn,
er flúið hafa inn í franska svæðið
í Marokko.
Samkepnin milli Cunardlínunn-
ar og Bandaríkjamanna í skipa-
göngum milli New York og Hav-
ana, vekur mikla athygli. Sagt var
frá því hjer í blaðinu um daginn,
að Bandaríkjamönnum mislíkaði
stórlega, að Cunardlínan skyldi
setja farþegaskip sín á siglingaleið
ina milli New York og Havana,
því þeir teldu þá leið innlenda
siglingaleið, og Bretum óleyfilegt
að keppa þar við Bandaríkja-
menn.
En Bretar sitja við sinn keip og
telja öllum þjóðum frjálst að
keppa um farþegaflutning á haf-
inu. En á þessari leið eru þeir
Bandaríkjamönnum skæðir keppi-
nautar vegna þess að vínveitingar
eru um hönd hafðar í hinum ensku
skipum en amerísku skipin eru —
„þur“. Þó að fargjaldið sje ekki
nema 24 stpd. á amerísku skipun-
um, en 36 stpd. á hinum ensku,
sækjast amerískir efnamenn eftir
því að ferðast með ensku skipun-
um.
Sein afgTeiðsla hefir verið und-
anfarna viku í hinni pólsku höfn
Gydina, er nýlega hefir verið
stækkuð stórlega. Skip, sem þang-
að hafa komið, hafa orðið að bíða
vikum saman vegna þess m. a., að
kol þau, sem þangað áttu að vera
komin um miðjan desember, eru
ókomin enn. Höfnin full af skip-
um, sem bíða. — Skipaeigendur
krefjast stórkostlegra skaðabóta.
Yfir 20 stiga frost var í gær í
Noi-ður-Svíþjóð.