Morgunblaðið - 13.10.1929, Síða 9

Morgunblaðið - 13.10.1929, Síða 9
Sunnudaginn 13. október 1929. 9 PorgimbM Btofnandi: Vllh. Finaen. Otjs^fandi: FJelag i ReykJaTlk. iUtatJörar: J6n KJartanason. Valtýr StefAnaaon. .ft.ujtlí’alngastjöri: E. Hafber*. Skrlfatofa Auaturstrœti 8. •iasi nr. 600. AnelýsinKaakrifstofa nr. 700. Helmaalmar: J6n KJartanaaon nr. 742. Valtýr StefAnsaon nr. 1120. E. Hafber* nr. 770. JiSkriftaeJald: Innanlanda kr. 2.00 A atAnuði. nlands kr. 2.60 - ---- sölu 10 aura elntaklil. Erlendar símfregnir. Khöfn, PB 11. okt. Bretum ofbýður ágengni Norðmajma. Frá London er símað: Sir Maw- son hefir símað til blaðsins Daily News, að Norðmenu ha'fi mikla ákefð á því að lfegigjá undir sig Suð.urpólslöndin. 1 ritstjórnargrein í Dáily News er því haldið fram, að Norðmenn liafi engan rjett til þess að leggja undir sig Suðurpólslöndin. Hins- vegar verði Bretar, segir blaðið, að gæta hagsmuna sinna í Suðurpóls- löndum, vegna bresku nýlendanna, t. d. Ástralíu. Blaðið óttast, að Norðmenn muni ' X útrýma hVölimum úr suðurhöfum, netaa hvalveiðistarf Norðmanna verði takmarkað. Rausnarleg Slysavamafjelag íslands fær 1000 króna gjöf frá Sjóvátryggingar- fjelaginu. 1 gærdag færði framkvæmda- stjóri hr. A. V. Tulinius, Slysa- varnafjelagi fslands 1000 krónur að gjöf frá Sjóvátryggingarfjelagi íslands. Þdssa höfðinglegu og kærkomnu gjöf, þakka jeg kærlega fyrir, í nafni Slysavarnafjelagsins. Það er ekki lítil uppörfun fyrir fjeiagið ,að fá slíka gjöf, sem þessa, frá Sjóvátryggingarfjelagi íslands. Það er meira en peninga- upphæðin sem um er að ræða. í gjöfjnni, og öllum gjöfum, sem fjelaginu berast, felast ste'rkar vonir gefendanna, um það. að fje- iagsskapurinn verði landi ög lýði t.il blessunar og gagns; þær eru einskonar yfirlýsing til fjelagsins. „Sýnið ungmennunum traust, og Þeir munu géra sjer far um að verðskulda það“, stendur einhvers- staðar. Slysavarnafje'lag lsland|s mun gera sjer far um að verða þess trausts maklegt, sem því er sýnt. Það langar til þess að endurgjalda i>'lum gefendum sínum og styrkt- ai'mönnum traustið, með því að verja gjöfum þe'im, sem því berast, 1 sem mestu samræmi við óskir og vilja gefe'ndanna. Það vill leitast að forða sem flestum frá slys- Ulu °g duknunum. / e*r> sem gefa fje i þessu augna- miðj eril örautryðjendur. Þeir eru 1 -f'®-3a menningunni og mann- Iwi i leikanum braut urn leiðir sem áðiu hafa verið órnddar hjer á larnii- Það er þar.ft og gott ve'rk, sem engan mun iðra. Kærar þakkir til allra styrktar- manna fjelagsins, og í þetta skifti sjerstaklega til stjórnenda Sjóvá- tryggingarfjelags Islands, fyrir hina höfðinglegu gjof, sem að ofan getur. Reykjavík, 12. okt. 1929. Jón E. Bergsveinsson. ------------- Að norðao. Frjettabrjef. 29. sept. 1929. Tíðarfar. Sumarið má telja igott. Grasspretta var í meðallagi, þeg- ar fram á sumarið kom, en kuld- arnir í vor gerðu það að verkum að seint spratt. Heyskapur hefir gengio vel og nýting heyja víðast hvar góð. Að vísu voru þurkar heldur stopulir seinnihluta ouir- arsins, en þó ekki svo, að hey hre'ktust tii skaða. Nú munu allir vera búnir að hirða hey og hey- fengur í góðu meðallagi. Þar að auki voru fyrningar miklar s. 1. vor, svo að bændur eru vel birgir af heyjum, og er slíkt vel farið, því að góð og mikil hey eru liyrn- ingarsteinninn undir velmegun okk ar, bændanna. Jarðabætur. Mikill áhugi er í bændum hjer að auka og sljetta túu sín. Síðan að dráttarvjelarnar komu til notkunar, hafa stórkost- le'gar sljettanir og túnaukningar átt sjer stað bæði í kringum Húsa- vík og fram um allar sveitir. Jafn framt túngræðslunni hafa menn steypt safnhús og safnþrær all- víða, en þó þyrfti það að verða enn almennara, því að slíkar jarða bætur ættu að vera á hverjum bæ og ganga á undan öðrum jarða- bótum, því þó útlendi áburðurinn sje góður og sjálfsagður við aukna ræktun, er það þó ekki síður á- ríðandi að notfæra sjer vel þann áburð, sem til er á hverju he'imili. Þurfa menn alvarlega að gæta þess að auka ekki tún sín meira en það, sem þeir igeta vel komist yfir að koma í góða rækt. Því það væri vottur um menningarleysi, ef á næstu árum sæjust túnaukar í órækt, en margir eru það, sem ótt- ast, að svo muni fara. Vega- og brúagerð. Hreppaveg- irnir lengjast ár frá ári og bílarnir kómast með hverju árinu, sem líð- ur, lengra inn í sveitirnar og er þhð niikill kostur. Vaðlaheiðar- veginum miðar vel áfram, og líð- ur nú ekki á löngu áður en bílfært verður milli Húsavíkur og Akur- eyrar, og um leið kemst megin- Idiiti sýsluhnar í yerslunarsam- band við Akure'yri. Og þó verslun á Husavík megi kallast góð, er því ekki að neita, að samband við Ak- uí'eyri mundi verða til hagsbóta fyrir sýsluna. Brúin á Skjálfanda- fljóti er nú að verða fullgerð, og ei það mikið mannvirki. Auk þess hafa. nokkrar minni brýr verið býgðar í vor og sumar. Alt þetta hjálpast að því að gjöra samgöng- uniar betri. En samgöngurnar eru , lífsskilyrði fyrir öllnm búnaðar- ýramförum. Hrútasýningar. í haust er ákveð- lið að halda hrútasýningar í öllum búnaðarfjelögum gýslunnar, þeim se'm eru í Búnaðarsambandi sýsl- unnar. Hefir Búnaðarsambandið forgöngu málsins og mun það vera mest að þakka formanni Sam- bandsins, Jóni H. Þorbergssyni á Laxamýri. Eru slíkir menn sem hann þarfir menn fyrir búnaðinn, enda skortir Jón ekki áhuga á þeim málum, eða dugnað, að starfa eitthvað í þarfir þeirra. Er það spá mín, að Jón eigi eftir að gera mörg nytjaverk í þarfir landbún- aðarins hjer í sýslu og víðar, því áhuginn er mikill og starfskraft- arnir. Heilsufar og maimalát. Heilsu- far hefir verið mjög gott hjer í sýslunni í sumar. Engar farsóttir gengið. Að vísu bárust hingað mislingar á þrjú heimili með ferða mönnum vestan af landi, en þeir breiddust ekkert út og gerðu ekk- ert tjón svo að orð sje á gerandi. Hjeraðslæknirinn í Húsavík, Björn Jósefsson, fór til útlanda senni- hluta vetrar, til að hvíla sig frá hinum miklu störfum, sem á hon- um hvíla, og svo til að fullkomna sig í list sinni. Kom hann heim aftur nm mitt sumar. Fáir hafa dáið og engir nafnkunnir, nema frú Ásta Þórarinsdóttir, ekkja sr. Benedikts Kristjánssonar frá Grenjaðarstað. Hún andaðist á heimili stjúpsonar síns Bjarna Benediktssonar kaupmanns í Húsa- vík, 22. ágúst Og var jarðsungin í Húsavík að viðstöddu miklu fjöl- menni 31. s. m. Yfir moldum henn- ,ar töluðu þeir Guðmundur á Sandi og sjera Knútur Arngrímsson. Frú Ásta var sæmdarkona í hvívetna og mjög vinsæl hjer í sýslunni, ekki síst í igrend við Grenjaðar- stað, ]iar sem hún stjórnaði stóru og mannmörgu heimili tugi ára, með mikilli rausn og skörungs- skap. Munu margir minnast þess heimilis sem eins af hinum glæsi- legustu sveitarheimilum sýslunnar. GarÓræktarfj elag Reykhverf- inga. Það hjelt aðalfund sinn 21. júlí og varð það þá 25 ára. — Stofnað 1904. Leggur það aðallega stund á jarðeplarækt og túnrækt og á það land í kring um hverina í Re'ykjahverfinu. Oft hefir fjár- hagur þess verið þröngur, en þó hefir það altaf haldið í horfinu og oftast borgað vexti af hlutafje sinu. En það mun vera um 12 þús. Á seinustu árum hefir það aukið allmikið túngræðsluna, en frekar minkað jarðeplaræktina, því að hún hefir oft brugðist og aðallega fyrir frost. Reykjahverfi liggur hátt og koma þar oft næturfrost um mitt sumar svo að jarðeplagras fellur. Fyrir nokkrum árum ljet það re'isa gott íveruhús úr steini handa framkvæmdarstjóranum og er það hitað upp með hveragufn og reynist mjög vel. Er nú hagur fjelagsins allgóður og er óskandi að það eigi mikla framtíð fyrir höndum. Er ekki að efa það, að í framtíðinni verður eign fjelags- ins — hveralandið — stórmikils virði, þegar menn fara að nota þá ótæmandi orku, sem þar er fal- in í öllum hverunum. Formaður fjelagsins er nú Sigurður Bjark- lind í Húsavík, en framkvæda- stjóri Baldvin búfræðingur Frið- laugsson á Hveravöllum og hefir hann verið það síðan fjelagið var stofnað. — Á aðalfundi í sumar var Árni Jónsson bóndi á Þverá kosinn lieiðursfjelagi. Hefir hann setið í stjórn þess síðan það ,var stofnað. Nýjajr bækur. Af nýjum bókum sem hingað hafa borist norður, er vert að geta tveggja. Er það Stefnir hið nýja tímarit. Þykir mönnum það vel úr garði gert oig margt læsilegt í því, e'kki síst hin ve'l ritaða grein Jóns Þorlákssonar. Væri oskandi að fleiri greinir um lík efni kæmi frá höfundinum. Hin þókin er æfisaga Jóns Sigurðsson- ar, I. bindi. Hefi jeg aldrei lesið æfisögu nokkurs manns með meiri , ánægju en hana. Fer þar Við höfum fengið einkasölu fyrir hinar viS- urkendu Parisar-Vigny-vfirur, en frá Vigny eru einhver þau bestu Ilmvötn, Cream, Púður og fl., sem fáanleg eru. Athugið, að merkið CHICK-CHICK GOLLIWOGG GUILI-GUILI eru þær tegundir, sem eru notaðar af þeim, sem. gera miklar kröfur. Verslunin Egill Jacobsen. VIGNV Gólfteppi. Oúlfteppaefni. Qólfdreglar. nýkomiö. Jób BfömssoB A Co. g Tæiiiærisoiafir. Úr og klukkur, Silfurvörur, Silfurplettvörur og alls- konar Gullvörur nýkomnar í miklu úrvali. Ennfremur eru ávalt fyrirliggjandi hinir frægu og fallegu Trúlofunarhringir. SiiBrþór Jóbssob. saman nákvæm lýsing á Jóni og samtíð hans og leikandi stíll höf- undarins. Ritar líkle'ga enginn maður betur æfisögur, sem nú er uppi hjer á - landi, en Páll E. Ólason. Fer þar saman nákvæmni vísindamannsins og leikni sagn- fræðingsins að gera efnið aðlað- andi og lifaudi fyrir lesendur. Er þarna mikið þrekvirki af hönd- um leyst og hefir þurft geysi mikinn tíma og elju að safna sam- an öllum þeim gögnum og þráðum sem æfisagan er ofin úr, og gert það alt jafn vel eins og þarna virðist vera gert. Stendur þjóðin öll í mikilli þakkarskuld við höf- undinn að leysa þetta þjóðþrifa verk af liöndum. Ætti bóltin að Vera keypt, og lesin á hverju bygðu bóli landsins. Þingeyingur. Nýjan liðsmann, ekki óe'fnileg- an í sorpblaðamensku, hefir Jónas Þorbergsson nú tekið í þjónustu við sorphlað sitt. Hinn nýi liðs- maður párar niður klúrar iríðkl«íis ur um ritstj. Mbl., og er óþverr*ti- um dreift um dálka Tímans. Marg- vísleg dulnefni eru sett undir, til þess að reyna að skýla mannræfl- inum, er að baki stendur. Má Jón- as Þorbergsson vera montinn af þessum nýja liðsmanni’, e'kki- feíst ef bak við grímuna er sjálfur full- Silfurplettvörur fáið þjer bestar og ódýrastar I Versl. Goðatoss Laugaveg 5, svo se'm: Kaffistell, Blekstativ, Vasa, Konfektskálar, Rjómaskál- ar, Rafmágnslampa, Kryddílát, Ávaxtaskálar, Matskeiðar, Gaffla. Dessertskeiðar, Hnífa, Kökuspaða, Fiskspaða, Rjómaskeiðar. Leðurvörur: Dömutöskur og Veski í stóru úrvali, Leðurveski, Peningabudd- ur, Samkvæmistöskur, Nagla- áhöld, Burstasett, Ilmvötn, Ilm- sprautur, Hálsfestar, Eau de Col- ogne, Púður og Crem, Varasalver Naglacrem, Vasagreiður, Sápur, Hárspelinur og Eyrnahringir frá Spáni. trúinn riýbakaði í dómsmálaráðu- neytinu. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni ungfrii Unnur Ólafsdótt- ir og Jóhann Karlsson kaupmaður. Heimili hjónanna er á Vesturgötu 17. —

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.