Morgunblaðið - 27.10.1929, Side 9
Sunnudaginn 27. okt. 1929.
9
A morgun eða briðjudag fæ ieg heim:
1 HOFBERG-harraonium. Eikarkassi. 4 raddir. 16 stilli.
1 HOFBERG-harmonium. Hnotukassi. 3 radldir. 14 stilli.
1 MÚLLER-harmonium. Hnotukassi. 3 raddir. 15 stilli.
Óvíst að sámbærileg hljóðfæri fáist annarsstaðar
fyrir jafnlágt verð eða með betri greiðslukjörum.
Elías Bjarnason,
Sólvöllum 5.
Veturinn er komlnn
Frakka- og fataefni í mjög miklu úrvali.
Nokkrir tilbúnir frakkar seljast afar ódýrt.
Vetrarfrakkar og föt saumuð eftir máli frá kr. 90,00.
Manchettskyrtur, náttföt, nærföt, hálstreflar í stóru
og fallegu úrvali.
Alt nýtísku vörur, verðið mjög lágt.
Andrjes Andrjesson,
Laugaveg 3.
ÚTVARPSRÆKI
frá M. P. Pedersen eru viðurkend fyrir gæði. Sömu-
leiðis „Amplion“ hátalarar.
GUÐM. SIGMUNDSSON,
Sími 2238. Hafnarstræti 9.
Spaðfcjðt.
Höfum nú fyrirliggjandi úrvals spaðkjöt, vestan úr
Dölum, bæði í heilum og hálfum tunnum.
Dragið ekki lengur að kaupa kjöt til vetrarins.
Eggert Kristjánsson S Co.
Símar 1317 og 1400.
Ef nslay g R@yk]avíkuv*«
Laugaveg 32 B. — Sími 1300. — Símnefni: Efnalaug.
Hreinsar með nýtísku áhöldum og aðferðum allan óhrein-
an fatnað og dúka, úr hvaða efni sem er.
Litar upplituð föt, og breytir um lit eftir óskum.
Eykur þægindi! Sparar fje!
Dr. Helgt Pieturss og Nýa I.
í síðasta sunnudagsblaoi Morg
unblaðsins (20. þ. m.) hefir dr
Helgi Pjeturss helgað mjer langa
grein með fyrirsögninni „Próf
Ágúst Bjarnason og Nýall.“ Jeg
verð víst að svara grein þessar
Htillega.
Dr. Helgi tilfærir málsgrein úr
„Himingeimnum“, er hann segir
vera linútu til Nýals. Þetta er ekki
alveg rjett. Jeg hefi ekki enn le'sið
Nýal allan, aðeins kafla úr honum.
En auðvitað hefi jeg við og við
lesið pistla dr. H. P. í blöðunum
og rekist þar bæði á ,,lífgeislan“
og „liugsanaflutning11 og fleira
þessháttar. Skal jeg ekki synja
fyrir, að mjer hafi flogið þetta
og annað í hug, er jeg reit hin
tilvitnuðu ummæli.
Jeg stend því við það, sem jeg
hefi sagt í þessu efni, skal aðeins
taka það fram, að þegar jeg á
orðaskifti við jafngáfaðan mann
og dr. H. P., mundi jeg fremur
vilja nota orðið „fjarstæða“ um
þá fullyrðingu, að „lífgeislan11 og
„hugsanaflutningur“ eigi sjer
stað millli íbúa hinna fjarlægustu
hnatta.
Dr. H. P. segist hafa þagað í 3
ár yfir þessari „hnútu“, en nú
þykist hann hafa þau vopn í hönd-
um, að hann geti afsannað þessi
ummæli mín, og einkum eru það
þá tilraunir dr. Alrutz á dáleiddu
fólki, sem liann gerir mikið úr.
Mjer þykir nú fyrir að þurfa
að segja dr. H. P. það, að þessar
tilraunir dr. Alrutz liafa við nán-
ari prófun þar til kvaddra sjer-
fræðinga reynst með öllu ófull-
nægjandi.
Dr. Alrutz þóttist með þeSsum
tilraunum sínum geta sannað hina
gömlu tilgátu Mesmers, að dá-
leiðslan stafaði ekki af hugrænum,
heldur af lífrænum orsökum, af
einskonar útflæði frá taugum dá-
valds. Gerði hann ýmsar tilraunir,
er virtust benda í þessa átt. Gustaf
Wallenius var aðstoðarmaður hans
við tilraunir þessar, og er dr.
Alrutz dó, lijelt Wallenius tilraun-
unum áfram og virtist jafnvel
komast feti lerigra en sjálfur dr.
Alrutz.
Frú Alrutz var umhugað um, að
þessar tilraunir manns hennar
kæmust á framfæri. Þess vegna
lagði hún þær fyrir 8. alþjóðaþing
sálarfræðinga í Gröningen á Hol-
landi árið 1926 með tilmælum um
að fá þær sannprófaðar.
Viðstaddir voru margir fræg-
ustu sálarfræðingaí og lífeðlis-
fræðingar, sem nú ei’u uppi, svo
sem próf. Pierre Janet og próf.
Mac Dougall. Endurtók Wallen-
ius þar úrslitatilraunir dr. Alrutz
i viðurvist ])essara og annara sjer-
fræðinga á manni, er Alrutz hafði
sjálfur gert tilraunirnar á. En viti
menn, tilraunirnar sýndu alls ekki
það, sem þæv áttu að sýna, hvort
sem um handstrokur eða bendiug-
ar dávalds var að ræða. Ljetu allir
víðstaddir það uppi, að niðurstaða
tilxaunanna væri algerlega nei-
kvæð (negativ). Árangur þeirra
bénti frelcar í þá átt, að dále'iðslu-
fyrirbrigðin stöfuðu af hugræn-
um orsökum, af sefjan, en ekki af
neinu iitflæði frá taugum dávalds.
Um þetta hefi jeg skýrslu tveggja
viðstaddra manna í Proceedings
Sálarrannsóknafjelagsins breska,
júrií 1927, og er velkomið að jeg
láui dr. Helga hana.
En ef svo fer urn svonefnda
„lífgeislan“, þegar um östutt bil
rnilli handar dávalds og hörunds
dáleiddra manna er að ræða, þá
má næi’ri geta, hvort slík „lífgeisl-
aiu“ eigi sjer stað um fjarlægðir,
sem nema billxónum mílna. Virðist
mjer allmikil fjarstæða að fullyrða
slíkt.
Þá er „hugsanaflutningurinn‘ ‘
hnatta í milli. Sjálfur hefi jeg
leikið mjer að liugsun þessari
löngu áður en dr. Helgi tók að
skrifa Nýal sinn, en það var þegar
jeg var að rekja sannanir Platós
fyrir ódauðleika sálarinnar (sbr.
Iíellas, bls. 265—66).. Man jeg ekki
betur en að sjálfur H. P. dáði það,
sfcm þar var sagt. En það er sitt
hvað að henda fram einhverri
heimspekilegri tilg'átu og halda
lienni fram sem óyggjandi sann-
leika. Jeg mun og hafa. getið þess
fyrstur manna á íslensku (í And-
varagrein 1914), að hugsanaflutn-
ingur virtist hafa gerst á nokk-
urra kílómetra færi, þar sem próf.
Janet sat við annan endann, en
Fredrick Myers við hinn. Til-
raunin var gerð á dáleiddri konu
og hefir mjer síðar komið í hug,
að henni í fyrri dáleiðslu hafi ver-
ib sagt að gera það, seiu hún gerði,
að leita uppi dávald sinn á löngu
færi. En jafnve’l þótt hugsana-
fiutningur á skömmu færi hefði
margsannast, og til þess benda
helst tilraunir prófessors Gilberts
Murray á sjálfum sjer (sbr. Pro-
ceedings, 1924), er þar með alls
éltki sagt nje sannað, að hugsanir
xrianna geti borist óravegu milli
fjai’lægustu hnatta.
Eigi hugsanirnar að flytjast
hnatta í milli, verða þær að flytj-
ast með einliverskonar bylgjum.
Nú eru ljóssveiflurnar einu skeyt-
in, það vjer vitum, sem berast
hnatta í milli. Og ljósið er mesti
hraðboðinn, sem vjei’ þekkjum;
fer þrjú hxmdruð þúsund kíló-
metra á sekúndu. Það er ekki
ómerkari maður en Einstein, sem
liefir sagt, að þetta sje sá mesti
hraði, er mögulegur sje á fýsiska
vísu. Nú er ljósið liðlega 1 sek-
úndxx frá tungli til jai’ðar, 8 mín-
úlur frá-sólu, 8 stxxndir út xir sól-
lcerfi voru, liðug 4 ár til næstu
sólai’, 10 ár til Procyons og' yfir
300 ár alla leið til Óríons, svo
að ekki sje lengra farið.
Segjum nú að hugsanir geti
flutst hnatta í milli með ljóssins
hraða — en meiri hraði þekkist
ekki — livernig getur þá dr. H.
P. fengið svör af miðiísmunni frá
Jónasi Hallgrímssyni, sem H. P.
fullyrti hjer um árið að lifði í
holdinu, ekki í okkar sólkerfi,
heldur í alt öðru sólhverfi, —
hvernig getur liann, spyr jeg, feng-
ið svörin frá honurn svo að segja
á samri stund! Sjexx hugaröldurn-
ar „fýsiskar“ öldxxr, sem þær
hljóta áð vei’a eftir kenningnm H.
P., þá leyfi jeg mjer að ne’fna það
fjarstæðu, að þær fari það á 10
sek. eða jafnvel 10 mín., sem ljós-
ið, mesti hraðboðinn sem við þekk-
jum, fer minst á 4—10 árum.
BÁTAR10T0R1NN
Smábáta eigendur athugið
hvaða vjelar reynast best-
/
ar á sjóin, athugið Kermath
vjelarnar og leitið yður
upplýsinga um hvort önn-
ur reynist betur
Upplýsingar geíur umboðs-
maður verksmiðjunnar
Kristim Ottason
skipasmiður Rvik.
Símar 985 og 1585
Reiðtij lalugtir. j
Dynamolngtir, margarteg. :
Carbidlngtir,
Batarilngtir.
Vasaljðs og Battarí •
i miklu úrvali. *
Heildsala. Smásala. •
Fálkinn!
simi 670. •
Jeg vildi óska, að dr*. H. P. ljeti
sjei' skiljast það, að það er ekki
af neinum persónulegum kala til
hans eða ,,fyrirframsannfæringu“.
ems og hann sjálfur orðar
það, þótt menn geti ekki fallist
á allar kenningar hans, heldur
beinlínis af því, að rökrjett, heil-
brigð hugsun bannar manni það.
Og það ætla jeg að segja honum
síðastra orða, að það er enginn
moldvörpuháttur, þótt maður vilji
ekki fara með staðlausa stafi, þaR
ber frekar vott um andlegan heið-
arleik.
Hinu skal hann ekki bera neinn
kvíðboga fyrir, að jeg byrgi nem-
endum mínum sýn á nokkuð það,
sem hefir einhvern möguleika í
sjer fólgixiu til þess að reynast satt
og rjett.
Ágúst H. Bjarnason.