Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 9
'PrtWudag 24. des. 1929. 9 GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Ölgerðin Egill Skallagrímsson. GLEÐILEG JÓL ! S. Jóhannesdóttir. tok' GLEÐILEGRA JÓLA óskar öllum viðskiftavinum sínum Efnalaug Reykjavíkur. GLEÐILE G JÓL ! GLEÐILEGRA JÓLA óska jeg öllum viðskiftavinum mínum Sveinn Þorkelsson. m Óska öllum bókamönnum GLEÐILEGRA JÓLA E- E E P- Tónmcnt d íslandi Þörf d tónlistasKóla. Ræða er Halldór Jónasson flutti á fundi tónlistavina 20. des. s. 1.). . Þótt íslendingar inegi sjálf- sagt teljast söngnæmir meira en í meðallagi og iðkun tónlistar hafi farið stórlega í vöxt á síð- ari tímum, þá er almennri ment- un í þessari grein og þar af leið- andi tónlistasmekk almennings ennþá mjög svo ábótavant, enda er ekki á öðru von, svo ung sem mentuð tónlist er enn hjer á landi. Það er algengt að heyra menn segja: — Jeg fer ekki á tónleik nema til þess að verða hrifinn!" — Jú látum það gott heita. — En af hverju verða menn þá helst hrifnir? — Það er af krafti og tilfinningum tónleik arans, en minna af kunnáttu hans. Það eru með öðrum orð- um hinir ómentuðu meðfæddu hæfileikar sem hrífa menn sterkar en hin mentaða list Ekki svo að skilja að jeg vilji gera lítið úr þessum meðfæddu hæfileikum, því að á þessu byggist auðvitað öll framför í tónlist. Persónulegur kraftur og tilfinning er einmitt það hrá- efni sem mentunin vinnur úr og skapar af listamanninn. Tak' mark listarinnar er einmitt það sama og lífsins sjálfs að móta hina meðfæddu hæfileika og hefja þá í hærra veldi þroska og menningar. Til þess að skilja þetta enn betur, er best að taka dæmi af knattspymunni, af því að þar hafa menn fylgst með því hvern ig ómentaður leikur getur orðið að mentaðri íþrótt. Þegar menn fóru fyrst að horfa hjer á knattspyrnu, þá er styst frá því að segja, að menn urðu mest hrifnir af þeim, sem hraðast hlupu og harð- ast spörkuðu og sýndu mestan ákafa og óðagot. En á þessu varð snögg breyting, sem kom mörgum á óvart. Hingað komu útlendir knattspyrnumenn, sem ekkert sýndust vera að reyna sig í hröðum hlaupum og löng- um spörkum. Þeir „hrifu“ eng an með áköfu látæði, fóru sjer að öllu rólega en skoruðu þó öll mörkin! — Áhorfendur urðu nú að breyta mælikvarða sínum á góða knattspyrnumenn, og hafa nú lært að dást mest að kunnáttunni og skilja hvað ment un, æfing og útreiknuð snilli ber hæglega ofurliði hinn lítt mentaða meðfædda kraft Knattspyrna og tónlist eru í'U að vísu ærið ólíkar íþróttir, en það hafa þær sameiginlegt, að þær krefja eigi aðeins upp- runalegan meðfæddan kraft og áhuga, heldur og mikla æfingu og kunnáttu, og tónlistin auð vitað því fremur, sem hún er margfaldlega &öfugri og marg brotnari list. En það er varla ofsagt að smekkur manna tónlist alment sje hjer álíka og hann var á knattspyrnunni fyrstu árunum, sem hún var iðk uð. Og það er auövitað vegna þess að það eru offáir sem hafa fengið tækifæri til að afla sjer tónlistamentunar, bæði að því er snertir byggingu tónlistaverk- anna sjálfra og útfærslu þeirra söng og hljóðfæraslætti. Alkunn er sú almenna til- íineiging bæði hjer og annars staðar að taka minniháttar tón- list fram yfir hin meiri lista verk, og sömuleiðis hitt að láta hrífast af ýmsum leikaraskap og látæði sem miðlungssöngvar- ar og tónleikarar nota til upp- fyllingar þar sem kunnáttuna arestur, eða af því að sjá lista- manninn „glíma af kröftum“ og rembast við það sem betur kunnandi maður mundi leika sjer að. — Menn verða að læra að skilja að það er grófur smekk ur, sem nýtur þess best að sjá tónleikara glíma við ofurefli sitt eða þurfa að taka á öllu sem hann á til. Fínni er sá smekk- ur, sem gleðst mest af því að sjá listamanninn leika sjer að við- fangsefninu og finna það á hon- um, að þótt hann með köflum þurfi að taka á kröftunum, þá eigi hann þó altaf meira til. En þennan fínni smekk fá menn aðeins með því að setja sig inn í tónlist og kynnast viðfangs- efnum tónleikaranna. Vissasti vegurinn til þess er að taka sjálfur æfingar í söng og hljóð- færaslætti. Það er algengt að heyra menn segja, að það sje ekki til neins að fara að leggja stund á tón- list, því að það sje svo löng og erfið leið að því takmarki, að geta fullnægt hinum ströngu nútíð- arkröfum. — En þetta er hinn mesti misskilningur. Almenn upplýsing og æfing í tónlist stefnir ekki fyrst og fremst að því að ala upp snillinga og at- vinnuleikara. Langsamlega mest ber sinn ávöxt í því að menjj læri að hlusta á tónlist og njóta hennar, og kannske að leika eitthvað á hljóðfæri eða syngja í heimahúsum. En útlærðir tón- leikarar og söngvarar til þess að koma fram opinberlega, það verða aðeins örfáir, enda er ekki þörf fyrir nema fáa. í þessu efni erum við íslend- ingar komnir inn á ranga braut. Alt of mikið af því tónlista- námi sem menn leggja hjer stund á, er raddsöngur með það fyrir augum að verða snill- ingur eða komast í flokk með at vinnusöngvurum. I flestum til fellum hlýtur nú þessi tilraun að mishepnast. En þótt hún hepnist er eftirtekjan fyrir tón- list landsins lítil. — Það sem við verðum að stefna að, er það að bæta sem best almenna þekk ingu á tónlist í landinu sjálfu, því að annars getur þessi list hreínt ekki átt hjer neins þroska að vænta. Það er auðsjeð að við hljótum að græða meira á því að veita fje til tónlistakenslu hjer heima heldur en að skifta sömu fjárfúlgu niður í utan- farastyrki til manna, sem ætla að búa sig undir tónlistarat- vinnu erlendis. Sömuleiöi* er HSEBKfiRI * oooooooooooooooooo GLEÐILEG JÓL! Þórður Þórðarson frá HjaUa. 00000000000000000(0 GLEÐILEG JÓL! G. Fossberg. GLEÐILEG JÓL! Versl. Brynja. oooooooooooooooooo GLEÐILEG JÓL! Versl. FíUinn. oooooooooooooooooo GLEÐILEG JÓL! Matarbúð Sláturfjelagsins. iiiiiiiiiiiiiniiinmnmntiiRiimiiniiiimnmmnimmnniinni | GLEÐILEG JÓL ! Ej 1 Verslunin Bjöm Kristjánsson. Jón ^Bjömsson & Co. GLEÐILEG ÍÖE! U*rbwt9vriU&> Hertft M. Signt^tétHkm. ftWHlWWmW* StHHItKHmHflHlllllHIUtlHWIMIIilllllHí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.