Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 15
sem hann hafði heyrt til uip kvöldið. Veitti hann því skipa- ferðum eigi frekari eftirtekt. Þegar sex menn fóru í björgun- arbátinn. Er fram á sunnudaginn kom birti upp. Brimið var afskap- legt, þó storminn hefði lægt. Það minkaði þó smátt og smátt allan þann dag, og lengdust bil in milli ólaganna. Skipsbáturinn, sá minni, hafði brotnað um nóttina, og hafði sjórinn tekið hann út. Eftir var stærri báturinn. Er augljóst var, að „trillu“- bátarnir frá Skagaströnd gætu eigi komist að skipinu, varð það að ráði, að sex meðal vöskustu skipsmanna áræddu að leggja frá skipinu á bátnum sem eftir var. Fóru mennirnir í bátinn, og var hann síðan látinn síga niður með skipshliðinni. Var hann lát inn hanga þar uns sætt var færi Stefán Björnsson 2. stýrimaður. ítð sleppa honum frá skipinu milli ólaga. Með karlmensku og snarræði tókst þessum sex mönn nm að komast klaklaust frá skip inu. Þótt þetta tækist, er alveg und ir hælinn lagt, að hægt hefði verið að halda bát óbrotnum við skipshliðina, er að hefði komið. Matvæli höfðum við nokkur, mest kex og þessháttar, og drykkjarvatn og nokkrar flösk ur af öli. Drykkjarföng voru þó þirotin um það leyti sem við kom umst úr skipinu. — Að endingu getur sr. Jón þess, hve mjög hann dáist að ró þeirri og stillingu, sem skipverj ar hefðu sýnt allan tímann, sem þeir voru þarna teptir í skipinu. Svo glaðværir og kátir hefðu þeir stundum verið, að hann hefði með köflum nærri að segja gleymt því hvernig ástatt var fyrir þeim — og jafnvel ekki fundið sjerlega mikið til þess, að hann sjálfur væri „land krabbi“, sem aldrei hefði fyrri lent í neinu sjóvolki. í ofanritaðri grein birtast (auk myndarinnar af skipstjóra) mynd- ir af tveim þeim mönnum, sem vasltlegast gengu fram við björg- Tinartilraunina á mánudagsnóttina, þeim Stefáni og Aðalsteini. Tókst eigi í tæka tíð að ná í mynd af Guðmundi Egilssyni loftskevta- manni. Til Elliheimilisins frá Þ 25 kr. Til Strandarkirkju frá ferða- manni 5 kr. Pjetri 5 kr. Þ. 10 kr. E. S. 5 kr. MORGUNBLAÐIÐ 15 Dagbék. Veðrið (mánudagskvöld kl. 5): Djiip lægð og víðáttumikil yfir hafinu fyrir sunnan Island. Lægð- armiðjan virðist vera um 500 km. suður af Vestmannaeyjum og loft- vog þar um 720 mm. Lægðin veld- ur fremur hlýrri S-átt um alla V-Evrópu; um Færeyjar beygir loftstraumurinn norðvestur á bóg- inn og kemur liingað sem SA-átt. Regnskúrir eru á S og A-landi, en norðan lands er hægviðri og veð- urblíða. Lægðanniðjan virðist vera á dá- lítilli hreyfingu til N eða NV og má því biiast við að hvessi nokkuð á S og SV-landi með morgninum. Veðurútþt í Rvík í dag: A og SA-átt, allhvast framan af degin- um, en lygnir síðan. Þýðviðri og rigning öðru hvoru. Jólamessur í Dómkirkjunni: Á aofangadagskvöld kl. 6 sjeTa Fr. Iíallgrímsson. Á jóladag kl. 11, biskupinn dr. theol. Jón Helgason. Kl. 2 e. h. dönsk messa (sjera Bjarni Jónsson); kl. 5 sr. Friðrik Hallgrímsson. Á annan jóladag kl. 11 sjera Friðrik Hallgrímsson, kl. 5 sjera Bjarni Jónsson. Jólamessur í Fríkirkjuniii. Að- fangadagskvöld kl. 6 sjera Árni Sigurðsson. Jóladaginn kl. 12, Ás- mundur Guðmundsson dócent prje dikar, kl. 5, sjera Ámi Sigurðsson. 2. Jóladag kl. 2, sjera Árni Sig- urðsson. Sjómannastofan. Guðsþjónusta í kvöld kl. 111/2 í Varðarhúsinu. — Allir velbomnir. 1. jóladag jóla- fagnaður i Sjómannastofunni fyrir aðkomusjómenn. 2. jóladag jóla- fagnaður fyrir erlenda sjómenn. Guðspekifjelagið. Jólafundur á aðfangadagskvöld kl. llVt- Músik: F'iðla og orgel. Stutt ræða. Trúlofun. í fyrradag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Arnheiður Böðvarsdóttir (Magnússonar á Laugarvatni) og Guðm. Guðmunds son bóndi, Efri-Brú. Síðastl. laugardag opinberuðu trúlofun sína ungfrú Jóhanna Helgadóttir frá Uppkoti á Akra- nesi og Magntts I. Kjartansson á Lindargötu 1. Hjónaband. Síðastl. laugardag vorit gefin sarnan í borgaralegt hjónaband ungfrú Vigdís Magnús- dóttir og Steinólfur Benediktsson, Viðey. Kaupdeilan á línuveiðurunum. Eins og skýrt hefir verið frá hjer í blaðinu, hefir staðið yfir deila um kaup háseta á línuveiðurum. Ilöfðu samningsaðilar komið sjer saman um samning, en hann var feldur á Sjómannafjelagsfundi; hinsvegar samþyktu útgerðarmenn samninginn. Á laugaiklagskvöld komu sajnningsaðilar enn saman á fund, en samkomulag náðist ekki. He'fir málið jjjj verið afhent sáttasemjara Birni Þórðarsyni lög- manni. Mjólkurbúðir ern opnaðar á jóla- dag kl. 9%, en ekki kl. 10y2, eins og auglýst hafði verið áður. Ólafur Thors alþm. og frú hans voru me'ðal farþega á Gullfossi frá Englandi nji síðast. Hjónaband. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjónaband af sjera Bjarna Jónssyni ungfrú Tngibjörg Magnúsdóttir og Snæ- björn Kristmundsson rnúrari. — Heimili brúðhjónanna er á. Grettis- götu 57. Ennýall, hin nýja bók dr. Helga Pjeturss, er nú ltomin út og fæst í bókav. Ársæls Árnasonar, Pjet- jjrs Halldórssonar (Sigf. Eymunds- sonar) ag Guðm. Gamalíelssonar. Bókin, sem telja má víst að margir muni vilja eignast, er gefin út á kostnað höfundar. Tilkynning til Hjalta Jónssonar framkvstj. hermir, að litasmiðja Hempels í Kaupmannahöfn hafi unnið Grand Prix í Barcelona fyr- ir skipamálingu sína. Umboðsmað- ur þessarar verksmiðju hjer á landi er Einar Malmberg. Morgumblaðið er 16 síður í dag, auk Jóla-Lesbókar, sem e*r 24 síður. Næsta blað kemur ekki út fvr en á laugardag. Nýársaijglýs- ingar þurfa að lroma þann dag til að birtast í sunnudagsblaðinu. Bjöm Bjömsson hirðbakari opn- ar nýja veitingastofu og kökubúð í Pósthússtræti 7 (áður Rosen- berg), kl. 4 e. h., á ánnan jóladag. Sjera Kjartan Helgason í Hruna hefir sótt um Iausn frá prestskap frá næstu fardögum, eftir 40 ára pr< stsþjónustu. Kirkja fokin. Á föstudaginn var fauk Flugumýrarkirkja í Blöndu- hlíð í Skagafirði. — Færðist liún nokkurn veginn óbrotin úr stað, um breidd sína. Hallbjöm og Halldór Kiljan. — Hallbjörn Halldórsson fyrverandi ritstjóri vill láta kenna „Alþýðu- bólt“ Kiljans í skólum. — „Ekki er öll vitleysam eins.“ Alþýðublaðið birti í fyrradag ávarp það, er hjeðan var sent til drotningarinnar. 1 gær segir í blað- inu, að fyrirspurn hafi komið um það hv§r sje' höfundur ávarpsins. Segir blaðið að margar kviksögur gangi um bæinn um það efni, en ritstj. hafi enn ekki tekist að finna höfundinn að ávarpi því, er hann þó birti. Slærnt að ritstjóranum skyldi ekki hugkvæmast að gera jir þessari ráðgátu einskonar verð- launagátu handa bæjarbúum að spreyta sig á um jólin. Annars er venjan, að ritstjórar viti, eftir hvern greinar eru, sem þeir birta í blöðum sínum. Lúðrasveitin spilar nokkur lög á Austurvelli jóladaginn kl. 10 að morgni, ef ve'ður leyfir. Bjargað var i gær að mestu öll- um fiski úr þýska togaranum, er strandaði við Hafnarberg. Brauðsölubúðir ve'rða lokaðar kl. 6 í kvöld. Á jóladag og annan jóladag verða brauðsölubúðir að- eins opnar frá kl. 9—11 árd. Kjörskrá liggur frammi á skrif- stofu Varðarfjelagsins. Sjálfstæðis- menn ættu að athuga hvort þeir eru á kjörskrá. Höfnin. Selfoss kom hingað á sunnudag og enskur togari til við- gerðar. Togaramir. Frá Englandi lcomu .Andri í fyrradag, Ólafur í gær- ltvöldi og Maí var væntanlegur í morgun. Bílferðir á aðfangadagskvöld. Með því að bílstjórar bílstöðvanna hafa saintök um að aka eklti á aðfangadagskvöld eftir kl. 6 e. h., og gera þar með, meðal annars það að verkum að margt gamalt og veiklað fólk getur ekki notið jólafagnaðar hjá frændum og vin- um, hafa nokkrir einka-bifreiða- eigendur te'kið sig saman um að alca slíku fólki ókeypis um bæinn þctta kvöld kl. 10—11. Þeir, sem kvnnu að vilja nota sjer þetta eru lieðnir að snúa sjer í síina nr. 710 og 1997 í dag kl. 1—3. (Adv.) Stálskantar, Járuskantar og Sleðar nýkomnir í JárnTÖrudeild J e s Zimsen. Benzingevmum okkar veríur lokaS kl. 6 síðdegis í dag. Á jóladag er þeim lokað allan daginn. Á annan í jólum verða þeir opnír aðeins frá klukfeaa 7—11 f. h. og frá kL 3—6 síðdegis. Olíuverslun íslands. les Zimsen. Benzíngevmar .Siieir hjer í bænum verða lokaðir klukkan 6 eftir hádegi á ai- fangadagskvöldl og allan jóladaginn. Á annan í jólum verða geymarnir opnir frá klukkan 7 til kl. 11 fyrir hádegi og frá kl. 3—6 e. h. K jörskrá llggur frammi á sbrifstofu Varðar- fjelagsins. Ættn flokksmenn að að- gsla hvort þeir ern á kjðrskrá. Hokkur Iðlatrie verða selð í ðag, með tæki- færisverði, á lóðinni fyrir austan Lanðstjörnuna. inilðlkurhl Flúasanm Sölubúð mjólkurbúsins, Týsgötu 3, hefir síma 1287 og búðin við Vesturgötu 17, hefir símanúmer 2253. — Glænýjar mjólkurvörur nú fyrir jólin. Handlampar með gummikabel, góðir og ódýrir hjá H.F. RAFMAGN. Hafnarstræti 18. Sími: 1005.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.