Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.12.1929, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ 11 hámarki þroska og fullkomn- unar. Sönnu nær mundi hitt að þau sjeu enn á byrjunarstigi. Og ekki er jeg í neinum vafa um það að tónlistin á ekki ein- ungis eftir að þroskast ótak- markað, heldur einnig að verða almenningseign í miklu ríkara mæli en ennþá er orðið. Hún á «ftir að verða einn höfuðsamein- ingarliður og andlegt líffæri komandi kynslóða. Tónlistariðkanir Forn-Grikkja eru því miður lítið kunnar. — Ekki mun tónlist þeirra hafá verið svipað því eins fjölþætt dg tónlist vorra tíma. En miklu lengra hafa þeir verið komnir í því á gullaldartíma sínum, að gera tónlist að almenningseign Upplýstra manna og nota hana sem uppeldismeðal. Enda álitu þeir tónlist hafa djúptækust á- hrif allra lista til menningar og siðfágunar. — Sömu skoðanir eYu að ryðja sjer rúm á vorum tímum. Á Þýskalandi og Italí'u er tónlist fyrir löngu orðin að tiltölulega almennri nauðsyn, sem menn geta ekki hugsað sjer a.ð fara á mis við. Sumir rithöfundar halda því fast fram að áhrif tónlistar á undirvitund vora sjeu miklu róttækari og varanlegri til góðs Og ills heldur en þau áhrif sem eru oss meðvitandi. Af þessu mundi þá leiða að tónlistin er miklu máttugra menningarmeð- al heldur en uppeldisfræðingar síðari tíma hafa látið sjer til hugar koma. — 1 þessu sam- bandi vil jeg að endingu minna á merkilega bók, sem kom út í fyrra eftir frægan enskan rit- höfund og tónskáld Cyrill Scott um áhrif tónlistar. Hefir bókin vakið mikla athygli fyrir hinar djörfu staðhæfingar höfundar ins. Hann heldur einmitt fram þessari kenningu að tónlistin sje það súrdeig sem geti gagn- sýrt alt þjóðlífið án þess að menn verði þess varir og að höfuðtónskáldin hafi í raun •og veru verið spámenn þjóðanna «g mótað andlegt líf þeirra og eðlisháttu öðrum mentum frem- nr. T. d. hafi tónlist Hándels algerlega mótað hinn ríkjandi aldarhátt á Englandi á nítjándu ¦öldinni. Þjóðverjar eigi tónlist Bachs að þakka rökvísi sína og vísindalega nákvæmni, o. s. frv. Annars koma fram í þessari þók svo margar nýstárlegar hugsanir, að mjer finst vert að gera af þeim útdrátt og birta hann. En hvað sem þessum athugun um líður, þá stendur það enn ^hrakið alla leið framan úr forn öld, að tónlistin er voldugt menn ingarmeðal, sem engin fram- sækín þjóð og síst vjer Islend- ingar, höfum efni á að láta 6- notað. Eins og jeg tók fram í byrj- nn eru hjer á landi miklir tón- listahæfileikar, en skynbragð og kunnátta á mentaðri tónlist algerlega í barndómi. Það má því ekki dragast lengur að eitt- hvað verði gert til þess að mynda grundvöll fyrir íslenska tónlistamenningu. Við þurfum að eignast góða hljómsveit. — Við þurfum að geta útvarpað góðri tónlist. — Við verðum að eignast tónlista- •kóla! Gamlar jólaspár. (Eftir handriti Landsbókasafnsins 1167, 4to, með hendi Geirs Vigfússonar). Jólaskrána jeg sá einu sinni, jólavonirnar voru þar nefndar inni um veðurátt og vetrarlag, vill nú þýðast með það slag sem jóladag upp á ber að vikudögum einum, eftir sögðum greinum. Ef sagða hátíð, segir mjer það betur, á sunnudag ber verður góður vetur, en um vorið vindasamt, verður sumri regnið tamt, með kornið kramt, en þá haustar þurkandi vindsvali, þróast mun búsmali. Á mánudag ef megi hátíð bera í meðallagi vill þá vetur vera. Mikinn líður vorið vind verður þá á sumri hind með mjúka mynd. Herrans fólk mun haldast á guðsvegi hjer þó að fje deyi. Á þriðjudag ef fæðingarhátíð fellur, f inst þá vetur myrkur, bændur svellur, mikill vindur — mælir skrá — muni vori blása á oss bændum hjá; fóstur mæður frelsi guðs að vanda fyrir sitt orð og anda. Ef jól hittast á dag miðvikunnar örðugum vetri strita stálarunnar, hefi jeg hvorki hug nje þor að hoppa í þau spádómsspor að vont sje vor, eða sumar einkasíð til veiða ungt fólk hjeðan leiða. Fimtudagsjól fá vel vetur góðan, fagni menn og sjerhver hringatróðan, þá vindur er um vortímann, * varmi sólarheims um rann hvern fyrir mann; sumarið mun sí'na prýði magna og sælu Herrans fagna. .\ Föstudag ef fellur jóltíð yfir frekan ver hver kind sjer ef Iifir, vor og sumar verður gott varmt og þurt en ekki vott, með gæsku gnótt. Hugsaðu um það höldur stór og sterkur þá stríðir á augnaverkur. Æ herma svo í skrifi horskir lýðir að halda ber á laugardag jóltíðir verður mikið vetrarfar, vorblástur og gott sumar , til hagsemdar, gamlir menn og sauðfje út af sofna sjás brenna hússtafnar. Nú er á enda letrið harðra hríða hagi og lagi þeir sem lesa og hlíða. Hínriksarfinn hermir þjer, hafði það til minnis sjer það eftir er. Rjenar efni, rann frá mærðar iðju og rak af minnissmiðju. Tólf dagar jólanna og hvað veðrátta hvers þeirra táknar eftir komandi ár. Tólf dagar, sem ljett á falla tákna þess árs mánuði alla; sannleikan hvern- mánuð segi sem viðrar á hverjum degi. Jóladagur Janus þýðir jafnan svo við hvern sem hlíðir; tólfti vill Desember teikna, út veðráttu árs svo reikna. Merking af sólskini á þeim tólf dögum. Ef sólskin er vel á Kristsdegi 1. allt gleðilegt bregst þá eigi. Annan dag ef eins vill ljóma 2. árgróði mun hollur koma. Þriðja dag ef bjart vill skína 3. þras og villur kristnir sýna. Á fjórða degi ef fegurð lýsir 4. fast krankleiki börnum hýsir. Ef fimti dagur fult skin veitir 5. frjóvgun þiggja víða sveitir. Ef sjetti dagur sólskin bíður 6. sætum gróðri fagnar lýður. Ef sjöundi skín, sult, hallærí, 7. samt aflagang það ár færir. Áttunda dag ef sól birtir 8. aflagnægð ei kvíða fírrir. Níunda dag ef ljóminn ljósi 9. ljær fjárheill svo allir kjósi. Ef tíunda dag skí'n hin skæra, 10. skæð sterkviðri flestum færa. Ellefta dag alldimt verður — 11. almenn plága varð þá meður. Tólfta dags skin stríð vill teikna, 12. okur og rán þá víst jeg reikna. Tákn af vindinum á 12 nóttum jóla. Á jólanótt ef blæs veður, andlát valdsmanna þá skeður. Aðra nótt ef verður vindur vill gróðurinn gleðja kindur. Þriðju nótt ef vindar þylja, vill konga frá lífi skilja. Fjórðu nótt ef fram gýs andi, ferlegt hungur varð í landi. Fimtu nótt ef fram hljóp þytur, frá stje margur mentavitur. Sjöttu nótt ef sendist bylur, sælugróði jörð ei hylur. Sjöundu nótt ef með gust metur, meðalár, ei ver nje betur. Áttundu nótt ef gengur gola, gamalmenni andlát þola. Níundu þá nótt vill blása, nóg landfarsótt á vill gei^a. Tíunda nótt teiknar storma, tjón á gripum ár þá forma. Elleftu nótt ef vind gleður, óðum niður deyr fjenaður. Tólftu nótt ef hvöss var kviða, teiknar stríð í löndum víða. Fjársöínnuiu til nýrrar kirkjubyggingar í Reykjavík. Viðtal viið síra Fr. Hallgrímsson. Morgunblaðið náði fyrir skömmu tal'i af síra Friðrik Hallgrímssyni, sem er einn aðalhvatamaður að bygging nýju kirkjunnar, og á sœti í stjórn fjársöfnunarnefndar. — Alls hafa um 15 þús. kr. satfnast í byggingarsjóðinn, og hefir mestur hluti hessa fjár safn- ast á þessu ári. Þetta f je er nú á vöxtum. — Arangurinn af þessari fjár- söfnun virðist í fljótu bragði ekki vera glæsilegur. Margir vilja bíða, þar til sjeð verður, hver afdrif málið hlýtur á Alþingi. ÖU sann- girni virðist mæla með því, að ríkið leggi einhvern skerf til bygg- ingarinnar, þar sem þetta á að verða stærsta kirkja landsins og hcfuðstaðarprýði. Þj'kir mjer ekki ósanngjarnt, að ríkið le'ggi til helming kirkjuverðsins. Vitanlegt er, að e'kki mun koma verulegt fjör í fjársöfnunina fyr en menn geta fengið glögga hug- mynd um, hvernig kirkjan eigi að vera — en um nýárið mim sam- keppni þeirri lokið, sem boðið yar til um uppdrætti að kirkjunni, og munu þá uppdrættirnir birtir. — Mönnum ve'rður æ betur ljóst, að kirkjan í Reykjavík er alt of lítil, og að við svo búið má ekki standa. Það er því brýn þörf á nýrri og stærri kirkju. Fjársöfn- unarnefndin gerir sjer vonir um, að ef uppdráttur fæst, sem al- menningi líkar vel, muni memi verða fúsir til að leggja fram fje *il byggingarinnar. — Eins og Mgbl. heíir áður skýrt frá, hefir hr. Edvard Storr stórkaupmaður í Kaupmannahöfn boðist til að gefa kirkjunni þrjá stóra myndaglugga, sem eru lista-, verk. — Ænnfremur er skylt að geta þess, að án þess að nokkur mæltist til þess hjer heima hefir dr. A. Th. Jörgetasen í Kaupmanna höfn skrifað um það í dönsk blöð, að vel' ætti við, að tslandsvinir í Danmörku hlypu undir bagga og Iegðu fram eitthvert fje til þess- arar kirkjubyggingar. Sii góðvild, sem þessu máli hefir verið sýnd i Danmörku, ætti að vera aukin hvöt til að vera sem best samtaka um að koma sem fyrst upp þe'ssari kirkju, sem svo brýn nauðsyn er til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.