Morgunblaðið - 27.04.1930, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.04.1930, Qupperneq 3
a * JtíVihA %i, íl * ',-í t ' J. -u MORGUNBLAÐIÐ ■ --1 1 - -----. 1 '" ... ..... - —■ _ S) mm Allstaðar er borft með aðdánn á NASH bifreiðarnar. Og óðum lærist mönnum að meta hina fjöl- mörgu kosti þeirra. Allur sanngjarn saman- burður verður þeim í vil. Síðustu framfarirnar á sviði bifreiða-iðnaðar- ins hjálpast að því að gera NASH bifreiðarnar svo vel úr garði sem raun er á. Fallegar línur og fagrir litir auðkenna þær hið ytra, en hið innra, hin óviðjafnanlega NASH vjel, sem vinnur svo framúrskarandi. Signrþir Jónsson, aðalumboðlsmaður NASH Motors á íslandi. * íL ai-uwöj ^ltoröunblatti Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík Ritstjórar: Jón Kjartansson. VaRýr Stefánsson. Ritstjórn og afgrjitSsla: Austurstræti 8. — Simi B00. Auglýsingastjðri: E. Hafberg. Auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 17. — Simi 700. TTpi.nasinlar: Jón ICjartansson nr. 742. Valtýr Stefánsson nr. 1220. E. Hafberg nr. 770. Áskriftagjald: Innanlands kr. 2.00 á mánuSi. Utanlands kr. 2.50 á mánuSi. f lausasölu 10 aura eintaklS, 20 aura með Lesbók. irlsndar síinfrninir. Frá frelsisbaráttu Gandhis. Skæra við lögregluliðið. London (UP) 26. aríl FB. Frá Rangoon er símað: Lög- reglan hefir handtekið átján Bengalibúa, sem komu á skipinu Chakdara frá Chittagong. Hand- tökurnar standa í sambandi við óeirðir þær, sem nýlega urðu í Chittagong. Skip þetta hafði far- ið frá Chittagong skömmu eftir að óeifðirnar hófust. Fregnir hafa borist um það frá Diamond Harbour í Bengal- ríki, að lögreglan hafi verið til- neydd að skjóta á múg manna sem veittist að lögreglunni með grjót og stafi að vopnum, er lög- reglan gerði tilraun til að stöðva saltframleiðslu. Lögreglan hleypti af nokkrum skotum, en engir særðust, þar sem þess var gætt að mi 5a hátt og var skotið yfir höfuð lýðsins. Bar það til- ætlaðan árangur, því árásar- menn dreifðust. Þeir voru um fjögur þúsund að tölu. Ghandi hefir sent fimm sjálf- boðaliða, sem hann hefir sjálfur valið, að því er fregn frá Kar- achi hermir, í stað þeirra fimm leiðtoga, sem nýlega voru hand- teknir. Farþegaskip ferst. Leitað að skipsmönnum. Frá Grenwwich, Connecticut, er símað: Vjelbátar og flugvjel- ar hafa leitað meðfram ströndum Long Island í allan gærdag og í morgun að sextán sjómönnum af farmskipinu Thames, sem kvikn- aði í á fimtudagskvöld. Urðu skipsmenn að yfirgefa skipið. Skipstjóranum og níu mönnum var bjargað, en sextán fóru í björgunarbátnum, og óttast menn, að honum hafi hvolft og mennirnir druknað- frá Vestmannaeylum. Vestmannaeyjum. FB. 26. apr. AfJi er mjög að verða treg- ari. Bátar taka alment upp net sín. Síld hefir veiðst lítilsháttar til beitu. Fiskur yfirleitt tregur á' hana. Mestur afli 800 af þorski. —- Blíðviðri seinusjtu daga. Gísli J. Ólafson landsímastj. fer um næstu mánaðamót ti! Stokkhólms til þess að sitja þar fund er símastjórar Norðurlanda halda. Slíkir fundir hafa verið haldnir nokkrum sinnum áður, án þess að þátttakendur hafi ver ið hjeðan. Sparsemi_- óhóf. Bændur og ríkisstjómin. Nýlega kom hingað til bæjarins ungnr e'fnilegur béndi austan úr sveitnm. Erindið var að leita lyrir sjer um lán til byggingar á jörð- inni. — Bóndinn er einyrki, eins og tíðkast nú á dögum. Hann býr í gömlum bæ og hrörlegum, svo hrörlegum, að ef sá bær væri hjer í Revkjavík, mundi hann dæmdur óhæfur til mannabvistaðar. Bóndinn lagði leið sína í Bygg- ingar- og landnámssjóð, og hitti þar að máli Pjetur Mágnússon, banka- stjóra. Hið fyrsta, sem hann spyr um þegar þangað kemur, er hvað. kosti ódýrustu íbúðarhúsin, se'm sjóðurinn láni iit á. Honum er sagt, að þau kosti 6—7 þús. krónur. — Er ekki unt að fá þau enn ódýrari, spyr bóndinn. Bankastjórinn skýrði frá því, að ódýrustu húsin, sem sjóðurinn hefði hingað til veitt út á Táh, hefðu kostað um 6—7 þiis. kr. Hinsvegar yrði reynt að fá enn ódýrari byggingar, því mörgum bóndanum þætti þessi íbúðarhús of dýr. Bóndinn sneri sjer þvínæst til Jóhanns Kristjánssonar bygging- armeistara, sem er fastur ráðu- nautur Byggingar- og landnáms- sjóðs, sjer um te'ikningar allar og leiðbeinir bændUm við bygg- ingarnar. — Bóndinn sjer þarna margar teikningar af skrautlegum bændabýlum og glæsilegum. En þessi hús voru dýr —of dýr fyrir einyrjann. — Bóndinn spyr strax um ódýrustu íbúðarhúsin, sem teikning sje til af. Byggingarmeist- arinn sýnir honum teikningu af litlu húsi (eldhús, baðstofa, smá- stofa og geymsla). Verð liússins var áætlað 6 þús. krónur. Við þe'ssa teikningu staðnæmdist bónd- inn, því ekki mátti hann heyra nefnt, að byggja dýrara. Þessi ferð hins unga bónda er eftirtektarverð og lærdómsrík. — Hún sýnir, að enn eru þó til í voru landi menn með heilbrigðri hugsun — þrátt fyrir alt mold- viðrið. En aðferð bóndans er ekki lík því, sem menn eiga að venjast nú á tímum. Hann veit að efnin eru lítil. Hann vill vita fótum sínum forráð. — Hann vill forða sjer frá að sökkva í botnlausar skuld- ir. Hann þarf að koma sjer upp íbúðarhúsi, og miðar alt við hið allra mauðsynlegasta. Engin ó- þarfa eyðsla kemst þar að. Ráð- deild, hagsýni og sparsemi situr hvarvetna í fyrirrúmi. Slíkur hugsunarháttur er sjaldgæfur nú á tímum. Ef hugsunarháttur þessa unga, efnile'ga bónda hefði verið ríkj- andi hjá þeim mönnum. sem fara með fje almennings (riivissjóðs) á vorum dögum, þá færi hjer margt öðmvísi og betur en nú. Ríkisstjórnin hefir sóað um 100 þús. lcrónum í ýmiskonar nefndir, sem hún , hefir verið að unga út ♦ undanfarið. Fyrir þetta sama fje he'fði mátt reisa um 16 íbúðarhús á bændabýlum. Ríkisstjórnin hefir sóað um 130 þúsund krónum í fjósbyggingu á Hvanneyri. Fyrir þá upphæð hefði mátt reisa um 20 íbiíðarhús á bændabýlum. Ríkisstjórnin hefir sóað um 100 þús. krónum í allskonar mála- rekstur, Hnífsdalsmálið, Shell- málið, Bjarnanesmálið, Brunabóta- fjelagsmálið o. m. fl. Fyrir þetta fje hefði mátt reisa íbúðarhús á 16 bændabýlum. RJkisstjórnin hefir sóað um 600 þúsund krónum í allskonar húsa- og jarðabrask, prentsmiðjukaup, rík- isskrifstofur, jarðakaup í Olfusi o. m. fl. Fjmir þetta fje' hefði mátt reisa íbúðarlms á 100 bændabýlum. Enn er þó ótalin þyugsta og stórfeldasta synd núverandi stjórn- ar í fjársukkinu, en það er hið gegndarlausa bitlingaflóð, sem hún hefir látið flæða til pólitískra sam- herja. — Enginn hefir enn getað talið þá fúlgu saman, dn sjálf- sagt skiftir hún hundruðum þús- unda. Ríkissjóður leggur Byggingar- og landnámssjóði 200 þús. kr. á ári. Þeirri upphæð er varið til þess að greiða mismuninn á milli hinua raunverule'gu vaxta, sem sjóðurinn þarf að greiða og vaxt- arma, sem hann fær hjá bændum fyrir lánin. Þegar þessi upphæð er borin saman við hinar risa- vöxnu fúlgur, er nefndar voru og stjórnin hefir sóað í allskonar bruðl, adti það að vera ljóst fyrir mönnum, hvílíkt feikna gagn liefði mátt verða af öllu þessu fje, ef því hefði verið vel og viturlega varið. Er ekki ósennilegt, að sú upphæð, sem stjómin hefir sóað í alskonar bruðl, hefði nægt til að greiða vaxtamis’mun til bygg- inga íbúðarhúsa á meginþorra býla landsmanna. Hvdrnig get jeg bygt ódýrast og hvar get jeg sparað, er hugsunar- háttur hins ráðsetta og hyggna bónda. En hvar get jeg næst fundið fje, til þess að sóa í bruðl og bitlinga til pólitískra samherja, er hugs- unarháttur nviverandi valdhafa. Hvílíkt regindjúp er hjer á mil-li! Og svo er ætlast til þess, að^ bændur fylgi bitHngastjóminni í st jórnmálum! Werslunarmannafjel. ,Merkúr‘ gengst fyrir námsskeiði í ensku og þýsku (talæfingum) sem hefst í byrjun næsta mánaðar. Hjer er um þarfa nýjung að ræða, sem fólk ætti að notfæra sjer, ekki síst verslunarmenn sem án efa þurfa mikið á þessum málum i.ð halda nú í sumar, þeg ar útlendu ferðamennirnir fara að streyma hingað. Sjá nánar í augl. í blaðinu í dag. Morgunblaðið r 8 síður í dag. og Lesbók. Fasteignaeigenda tjslagið. Fundur mánudaginn 28. þ. m. kl. 8y2 síðd. í Varðarhúsinu. 1. Brunabótagjöldin. 2. önnur mál. Stjórnin. Piltur eða stúlka. sem taka vildu að sjer að ini>- heimta reikninga hjer í bænum um óákveðinn tíma frá næstu mánaðamótum, sendi umsókD sína, merkta „innheimta“, til A. S. 1. og tilgreini þar í launa- kröfu, vikulega eða mánr.ðar- lega. 2 ðuglegir hásetar óskast á góðan línuveið- ara. Upplýsingar í dag kl. 1—3 í Hafr.arstræti 18. Sími 2370. Úskar Halldðrsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.