Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Höfaiu fyrirliggjandi: Italskar kartöflur (ný uppskera). Rúgmjöl í heilum og hálfum sk. Mais, heilan. Maismjöl. Hænsnafóður, blandað. Vörugæðin alþekt. ' Hvergi lægra verð. lokun kiOtbOða. 25. júní Miðvikudag, verður lokað kl. 4 e. h. 26..júní Fimtudag, lokað allan daginn. 27. júní Föstudag, opið allan daginn. 28. júní Laugardag, lokað frá kl. 12 á hádegi. 29. júní Sunnudag, lokað. Allar kjötverslanir'bæiarins. NB Auglýsing frá Silla og Valda nær ekki til kjötbúðanna. Hvað fáið þið svo? Þegar þið biðjið um aldini í dósum. Hvort eru það stór, þroskuð, gómsæt aldini, efSa smá, trjen- uð og miður þroskuð sem þjer fáið? Framleiðend- urnir flokka dósa-ávextina mður í fimm flokka, 0{? þar sem ykkur er ekki unt að sjá í geffnum dósina þá hafa þeir, Angus Watson & Co. Ltd., brugðið á það ráð, — til þess að fyrra yður því að kaupa köttinn í sekknum — að merkja fyrsta flokks ávextina með „My Lady“, svo þið getið ávalt vitað fyrir fram og áður en þjer borgið, að þjer kaupið bestu aldinin sem fáanlegr eru. “MyLady'’ Avextir i dðsnm, 22 l.júffengar tegnndir: Aldinsalat, Loganber, Brómber, Ferskjur, Per- ur, Apríkósur, Stikilber, Dverg- plómur, Jarðarbel*, Victoríupómur, Purpuraplómur, Gullplómur, Him- ber, Drottningarber, Kirsiber, An- anasteningar, Sneiddar Ferskjur, Ananas í heilu lagi, Grape Fruit, Sneitt Havia Ananas, Ribsber o. fl. * ANGUS WATSON & CO., I.IMITED, Í.OMDON AND NEWCASTLE OPON TYNE, ENGLAND. hlýtur að vera með helstu á- hugamálum Framsóknar, samkv. stefnuskránni, þá er sjálfsagt að leggjast á móti því, af því, að svo er að sjá, sem æðsta boðorð Framsóknar sje það, að snúast ranghverf við öllu er mótstöðu- merfnirnir eiga að frumkvæði, enda þótt heill og gæfa þjóðar- innar sje í veði (sbr. raflýsing sveitanna og fleira). Þetta tvent, að flokkurinn berst ekki fyrir neinu sjerstöku áhugamáli, sem ekki er jafn- framt áhugamál hinna flokk- anna líka, og hitt eigi síður, hye hatramlega hann bregst skyldu sinni, ef hinir flokkarnir, og þá sjerstaklega Sjálfstæðisflokkur- inn, vilja koma þjóðnytjamálum í framkvæmd, er besta sönnun þess, að flokkurinn á sjer eng- an tilverurjett, og er í raun rjettri ekkert annað, en klíka, sem dýrkar einn mann með fá- ránlegu ofstæki annarsvegar, og gráðugur hópur pólitískra bein- ingamanna hinsvegar, sem treyst ast ekki að sigrast á örðugleikum lífsbaráttunnar öðruvísi en að selja sannfæring sína við gulli Framsóknar, sóttu í ríkissjóðinn. Eina málið, sem Framsóknar- flokkurinn lengi framan af gat stært £ig af með nokkurum sanni, var verslunarstefna sam- vinnufjelaganna. Flokkurinn tók það — illu heilli — upp á sína „stefnuskrá". Einmitt þetta mál, er lang- besta sönnunin fyTÍr því, að flokkurinn á engan tilverurjett. Samvinnumálið hefir flokkurinn talið mál málanna, og barist við að blekkja sveitabændurna, og barið það blákalt inn í þá, að Framsókn og samvinnufjelögin væru eitt, og enginn gæti verið samvinnumaður, sem varpaði ekki allri pólitískri sannfæringu fyrir borð, og tæki hina einu rjettu Framsóknartrú. — Þessa villukenningu hafa forgöngu- menn flokksins hamrað fram með dæmafárri ósvífni og bolað frá samvinnufjelagsskapnum með megnasta forsi og fjand- skap öllum, sem ekki höfðu í sjer nægilegt þýlyndi til að kyssa á klæðafald Jónasar og Tryggva. Með þessu móti hefir Fram- sóknarflokknum tekist að Ieggja þann stein í veg samvinnufjelags skaparins, sem örðugt verður að ryðja burtu. Það er ilt til þess að vita, að slík þjóðnytjastefna og sam- vinnumálin eru, skyldu lenda í klónum á þessum ósvífnu, póli- tísku loddurum, sem eru búnir að svívirða hana með stimpli valdaránspólitíkur. í þeim löndum, sem samvinnu- hreyfingin er á hæsta stigi, er hún lyftistöng þjóðfjelagsins til efnalegs sjálfstæðis. En þar er strangt eftirlit með því, að hleypa ekki pólitískri æsingu inn í samvinnumálin. í Danmörku t. d., er ekki gerður greinar- munur á því í stjórn samvinnu- fjelaganna, hvort fjelaginn er vinstri maður eða hægri, social- demokrat eða kommúnisti. Það, út af fyrir sig, kemur samvinnu- fjelagsskapnum ekki við. Þetta er öfugt á þessu landi. Hjer er þvert á móti gert að skilyrði, og er orðið að óskráðum lögum, að hver sá, er gerist meðlimur samvinnufjelagsskaparins !hjer, verður að taka líriflutrú, ella verða af hnossinu. Sem betur fer, þá mun ekki langt að bíða þess, að Fram- sóknarfroðan hjaðni, að þeir, sem af henni hafa verið blindað- ir, komi fram í dagsljósið og skipi sjer undir merki aðalflokk- anna, einu flokkanna, sem póli- tískan tilverurjett hafa: Sjálf- stæðisflokksins eða Jafnaðar- mannaflokksins. Upplausn Framsóknar er ó- hjákvæmileg. Um leið og menn hætta að dýrka Jónas, leysist flokkurinn upp og skiftist eft- ir eðlilegu lögmáli stjórnmál- anna í landinu. Kennari. ——«m»—— Ný bðk os merkileg Lesendur Morgunblaðsins munu allir kannast við Richard Bech prófessor við Háskólann i Norður- Dakota. Hefir blaðið birt ýmislegt eftir hann á undanförnum árum og sagt frá starfi hans þar vestra, og hefir livort tveggja vakið al- menna athygli. Menn hafa sje'ð að Richard Bech er enginn miðlungs- maður. Hann er skáld gott og vís- indamaður og um leið afkastamáð- ur með afbrigðum. Nú hefir hann í hjáverkum sín- um samið bók, sem merkileg má teljast að mörgu leyti. Er bókin prentuð hjer í Reykjavík og út- gefandi Þórhallur Bjamason prent ari. Er þar birt úrval ljóða eftir 30 skáld vor á síðustu öld, en jafnframt fylgja þýðingar á kvæð- unum á ensku (eða ameríksku), og eru þær flestar gerðar af lönd- um ve'stan hafs. Er útgáfunni þann ig hagað, að jafnan er frumkvæðið á fremri síðu í hverri opnu, en á blaðsíðunni á móti er þýðingin. — Tryggvi Magnússon málari hefir dregið myndir af öllum skáldun- um, og fylgir hverri þeirra stutt æfiágrip. Ennfremur er á undan kvæðunum gerð grein fyrir því hvernig skáldskapur vor hafi þró- ast á þe'ssum tíma, sagt frá helstu skáldunum og hverri stefnu hvert þeirra fylgdi og fylgir. En áður en lengra er haldið að segja frá bókinni, er rjett að taka hjer upp í lauslegri þýðingu sumt af því, sem Bech prófe'ssor segir í formála bókarinnar. — Þýðing á kvæði verður í besta lagi eftirlíking. Auk þess er hið íslenska skáldskaparmál þannig, að venjulega er örðugt að þýða ís- lcnsk kvæði. Höfuðstafir og stuðl- ar lifa enn í skáldskap og þeim e*r skipað eftir föstum reglum. •— Auk þess kemur þar miðrím þráfaldlega fyrir og þá þarf ekki að minnast á endarímið. Flestir þýðendanna hafa horfið frá því að halda stuðlum og höfuðstöfum; en að mestu leyti hafa þeir reynt að halda bragarhætti...... Þetta safn er langt frá því að ve*ra full- komið sýnishorn íslenskrar ljóða- gerðar á seinustu öld. Það var ekki úr mörgum þýðingum að velja. Auk þess valdi jeg aðeins þær þýðingar sem jeg áleit að næði efni og anda frumkvæðanna og framsetningu skáldanna. Je'g lagði meiri alúð við að velja gott en draga mikið að.‘ ‘----- Þetta skýrir það, að ýms þjóð- Nú eru hinar marg eftlr- spurðu 7 Hk: vjelar loks komnar. C. PROPPE. Dömutðskur fallegar og ódýrar. Til minningargjafa postulínsmunir, með ísl. myndum 2ja: turna silfnrplett Lilju og Lovísu-gerðir mikið úrv. Kaffi-, matar- og þvottastell mikið úrval. Tækifærisgjafir afarmikið úrval. H. Einarsson & Biðrnsson Bankastræti II. Nýkomið: Hvítir kvenljereftssloppar, korsu- lett, sokkabandabelti, og margs- konar nærfatnaður. Verslnnin Vlk. Laugaveg 52. Sími 1485.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.