Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 9
Sunnudagimi 22. júní 1930. a 9 Knattsnyrnnmót Islands. Knattspyrnuflokkur Vestmannaeyja. Aðal knattspyrnumót ársins hefst í kvöld á íþróttavellinum. Kept er um hinn fagra íslands- bikar og nafnbótina ,,Besta knatt spyrnufjelags lslands“. 5 fjelögj taka þátt í mótinu að þessu I sinni, sem eru þau: Fram, Knatfcj spyrnufjelag íslands“. 5 fjelög Knattspyrnufjelag Reykjavíkur, | Valur og Víkingur. Mótið stend-| ur því yfir í marga daga, en; hlje verður Alþingishátíðardag- ana. Verður áreiðanlega háð hörð „orusta“ um tignina meðal fjelaganna, og hafa öll fjelögin æft sig vel eftir föngum. K. R. hefír unnið bikarinn undanfarin ár, og mun hugsa til að verja hann af kappi, því sókn verður áreiðanlega mikil hjá hinum fje- ' lögunum. Undanfarin ár hefir verið mikil framför hjer í knatt- spyrnu, og verður án efa ánægju legt að horfa á kappleika móts- ins. Aðeins eitt fjelag er utan af landi að þessu sinni, og eru það V estmannaeyingar, sem sýna þann dugnað nú sem fyr. I fyrra var frammistaða þeirra hin prýðilegasta, og er enginn efi að 'ieir verða fjelögunum hjer skæð ir keppinautar. Mótið hefst með skrúðgöngu þátttakenda frá Austurvelli í kvöld kl. 8. Á leið- nni suður á Íþróttavöll verður itaðnæmst við leiði Egils sál. Jacobsen kaupm. og lagður blóm- sveigur á |)að frá knattspyrnu- mönnum. Talar formaður knatt- spyrnuráðsins þar nokkur orð. Síðan verður mótið sett með ræðu sem formaður Knattspyrnu ráðsins heldur. Hefst svo kapp- leikur milli Vals og Víkings. — Verður væntanlega fjölmennt í kvöld. in og viðhalda frændseminni. — Hefir sá vilji glögglega komið í ljós og snortið oss í dag, vegna þess, hve vel oss er fagnað.--- Síðan söng karlakórinn „I>ú álfu vorrar yngsta land“. Var því næst tilkynt, að þeir gestir, sem ættu til vina og frænda að hverfa, mætti fara í land um kvöldið, en hinir, sem hefðu aðsetur í Landsspítalanum færi heim með morgni. Flyktust menn nú út í varðskipin, sem fluttu alla í land, en þótt áliðið væri — klukkan var þá 2 um nóttina — beið aragrúi fólks á íifnarbakkanum og í næstu göt- ’m til að fagna komumönnum og sjá þá stíga á land. Með „Montcalm“ komu þess- ir fulltrúar að vestan á Alþing- ishátíðina: Senator Peter Norbeck og frú hans, formaður sendinefndar Bandaríkjanna. Congressmaður Olger B. Burtness, fulltrúi full- trúadeildar Bandaríkjaþjóðþings ins, og kona hans. Friðrik H. Fljozdal, fulltrúi í sendinefnd Bandaríkjanna, og frú hans. Gunnar B. Björnsson, fulltrúi fyrir Minnesota ríki, frú hans og sonur. Sigtryggur Jónasson kapteinn og Árni Eggertsson full trúar Kanadaríkis. W. A. Paul- -.on, fylkisskattstjóri, þingmaður Wynyard-kjördæmis, fulltrúi fyr ir Saskatchewan, frú hans og dóttir. Ingimar Ingjaldsson, þing maður Gimli-kjördæmis á fylkis- þinginu í Manitoba, fulltrúi fyr- ir Manitoba, og frú hans. Nöfn Vestur-lslendinganna, sem komu með skipinu verða birt síðar. ----------- Seinni búpnr Veslnr-Islendinga kom iteim í fyrrakvðld. 1 fyrrakvöld kl. um 11^4 kom hið stóra farþegaskip „Mont- calm“ frá Liverpool hingað og með því hópur Vestur-íslensku hátíðargestanna, um 370 manns. Skipið hafði tafist nokkuð vegna óveðurs og hafði flestum far- begum liðið hálfílla á leiðinni vegna sjóveiki. Kl. 6V2 fór varðskipið Óðinn hjeðan út í flóann á móti skip- inu, og með honum fór Jónas ráðherra, Alþingishátíðarnefnd og fleiri til þess að fagna gest- unum. Skömmu seinna fór varðskipið Ægir út fyrir eyjar og beið þar komu skipsins. Með honum fór söngflokkur „Akureyrar“ og fagnaði gestunum með söng er skipið kom. Voru bæði varðskip- in fánum skreytt, en „Mont- calm“ ekki. Þegar skipið rendi inn á ytri höfnina, lagði Magni af stað frá hafnarbakkanum og með honum var borgarstjóri, bæjarfulltrú- ar, Karlakór K. F. U. M„ hafn- arstjóri, blaðamenn nokkrir, og ýmsir, sem áttu von á vinum og kunningjum. Fögnuðu farþegar „Magna“ með húrrahrópum, en nokkur töf var á því, að menn fengju uppgöngu á skipið, En er það tókst að lokum — og varð þá að fara yfir bæði varðskipin, sem lágu síbyrt utan á „Montcalm" — var farið rakleitt til borðsalar skipsins. Söng karlakór þar „Eld gamla ísafold“. Á eftir hjelt borgarstjóri ræðu og bauð gesti velkomna. Því næst söng karla- córinn „Ó, guð vors lands“ og /arð þá svo mikil hrifning meúal landanna að vestan að kórinn varð að endurtaka lagið. Því næst gekk fram síra Jón- as Sigurðsson og þakkaði fyrir hönd Þjóðræknisfjelagsins og gestanna hinar hlýju móttökur. Hann talaði um heimþrá Vestur- íslendinga og mælti meðal ann- ars á þessa leið: — í okkur öllum hefir sífelt vakað óslökkvandi heimþrá, og það er hún, sem hefir borið okk- ur hingað. — Er jeg viss um, vð allir Islendin^ar vestan hafs, gamlir og ungir, hefðu viljað vera með, en ástæður margra leyfðu það ekki. Þessi heimþrá er ákaflega stefk meðal landa vestra, en best hefi jeg þó fundið til þess við banabeð fjölda manna. Það var þeirra síðasta ósk áður en þeir lögðu út á haf- ið mikla, að þeir fengju að koma við á ættlandinu ástkæra, að þeir fengju að líta þáð aug- um einu sinni enn áður en þeir gengju inn til himnaríkis sælu. Ættarböndin styrkjast, þegar menn finna samúð meðal Islend- inga heima. Þjóðræknisfjelagið þakkar því þá fögru samúð og skilning sem hjer hefir komið fram í því að treysta ættarbönd- Bókagerð Islendinga. 1 tilefni af 1000 ára hátíðinni hefir stjórn Landsbókasafnsins komið upp sýningu á íslenskri bókagerð frá öndverðu. Er sýnis- mununum komið fyrir í kössum meðfram endlangri norðurhlið lestrarsalarins (undir gluggun- um). 1 fyrstu sýningarkössunum eru skinnhandrit, hið elsta af Reykholtsmáldaga (ca. 1180) og halda menn, að þar sje ein lína með hönd Snorra Sturlusonar. Næst skinnhandritunum taka við pappírshandrit í þremur köss um, og eru þar á meðal eigin- handarrit Hallgríms Pjetursson- ar af Passíusálmunum, Bryn- iólfs biskups Sveinssonar af Krosskvæði hans, Jóns Halldórs- sonar af Biskupasögum hans, Jóns biskups Vídalíns, Eggerts Ólafssonar," Síra Snorra Björns- sonar á Húsafelli, Hannes- ar Finnssonar Skálholtsbiskups 0. fl. o. fl. Að handritum loknum taka við prentaðar bækur. Er þar fyrst Nýjatestamenti Odds Gottskálks- sonar, hin fyrsta bók, sem prent uð var á íslensku (í Hróarskeldu 1540), þar næst kemur Jónsbók (prentuð á Hólum 1578), Guð- brandsbiblía, (Hólum 1584) með myndum og skrautstöfum í upp- hafi hvers kapítula, skornum af Guðbrandi biskupi sjálfum. Þá kemur fyrsta útgáfa af Grallar- ánum (1594). Síðan fylgja sýnis- horn af bókagerð alt fram á vora daga. FiBleikasýninii heldur flokkur norðiensku kvennanna annað kvöld kl. 9 í Iðnó. Aðgöngmniðar kosta sæti „kr. 1.50 og stæði kr. 1.00 og verða seldir frá kl. 2 e. h. á mánudag í Iðnó. Besta skemtun dagsins. Bigmor Hanson á þriðjnd. kemnr tlGsmlafBíá 1 kl. 6. Efnisskrá; Rússneskur dans, 4 Balletdansar, Grískur dans, „Dance Macabre“, Spanskur dans, Skotskur dans, Sænskir dansar, Plastik. Aðgöngumiðar í Dókav. Sigfúsar Eymundsonar og í Hansonsbúð, Laugaveg 15. I heildverslun Oarðars Oíslasonar er heppilegt að kaupa: Sykui, (strásykur, rnolasykur og kandís). Ávexti (ferska, niðursoðna af mörgum teg.) Ávaxtasultu (af ýmsu tagi). Brauð og smákökur (þar á meðal te kex „American Crackers“). Súkkulaði, kakao og te (Blue Cross te). Niðursoðna mjólk (Kloister Brand) Osta (Edamer og Gouda) Lax, Sardínur og Fiskisnúða (niðursoðið). Uxatungu, Kjöt- og Fiskisósur. Rúsínur, Sveskjur, Fíkjur og Döðlur. Alþingishátíðarvindla o. m. fl. Gamlar Koparstnngnr frá Llandi fást nú, bæði heftin. 1. heftíð nýendurprentað. Verð aðeins 3 krónur. Vandaðar og fallegar myndir sem allir þurfa að eignast. Fást hjá bóksölum hjer, og í „Den lille Kunsthan- del“ Kompanistræde 37 í Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.