Morgunblaðið - 22.06.1930, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ
%
Jiddn Krishnamnrti.
Kristhnamurti.
Þótt Jiddu Krishnamurti sje
enn þá ung.ur maður, tæplega hálf-
fertugur, eru mörg ár síðan hann
var heimskunnur.
Voru það einkum giiðspekingar,
sem öfluðu honum heimsfrægðar.
Pyrir 19 árum var stofnað aust-
ur á Indlandi alheimsfjelagið
„Stjarnan í austri.“ Takmark þess
og tilgangur var að búa heiminn
undir komu mikils andlegs leið-
toga, heimsfræðara. Fór það ekki
dult, að heimsfræðarinn mundi
birtast í Krishnamurti, er hann
yxi upp. Guðspekingar og fjelagar
„Stjörnunnar í austri“ fullyrtu
iðulega á þeim árum, og jafnvel
fram til síðustu ára, að þeim væri
kunn sú kenning, er Krishnamurti
mundi flytja er heimsfræðarinn
tæki sjer bústað í honum eða tal-
aði fyrir munn hans.
Fjelagsskapur þe&si óx ört og
náði miklu fylgi víða um lönd,
einnig hjer á landi.
Ollum þorra hugsandi og leit-
andi manna þótti margt harla kyn-
legt í boðskap þessum og síst trú-
legt, að mannkynið mundi með
svo auðveldu móti og fyrirhafnar-
lítið öðlast leiðsögu í andlegum
efnum. Og enginn efi e*r á því, að
staðhæfingar guðspekinga og
Stjörnufjelagsmanna um 7,væntan-
lega‘ ‘ kenningu heimsf ræðarans.
hafa gert meira en nokkuð annað
til að loka eyrum almennings fyrir
boðskap þe'im, er J. Krishnamurti
nú flytur. Menn spurðu ósjálfrátt:
er nokkur þörf á „heimsfræðara“
ef kenning hans er nú þegar á
vitorði margra?
— — Er skemst af starfsemi
Krishnamurtis að segja, að þegar
hann óx upp komst hann í „upp-
reisnarhug gegn öllum, ge'gn drott-
invaldi annara, gegn fræðslu þeirra
og þekkingu.“ „Jeg var einnig í
uppreisnarhug við guðspekingana
með alt orðatildrið, kennisetning-
arnar, fundahöldin og útskýring-
arnar á lífinu“, segir hann í bók-[
inni „Frjálst líf.“ „Fund eftir
fund endurtóku ræðumennirnir hið
sama og það fullnægði mjer ekki
nje færði mjer hamingju. Jeg kom
•sjaldnar og sjaldnar á fundi, og
' sá fœrri og færri af mönnum þess-
um, sem aðeins endurtóku hug-
'myndir guðspekikerfisins. — Jeg
rengdi alt, af því að jeg vildi finna
sjálfur.“
I Krishnamurti fráhverfðist þann-
ig smátt og smátt guðspekif jelagið
og megin þorra þáverandi og vænt-
anlegra „fylgjenda" sinna.
' Fyrir tveim árum, á alþjóða-
fundi stjörnufjelagsins, sem hald-
inn var í Ommen í Hollandi, var
hann kominn svo langt frá því,
sem honum hafði verið „fyrirhug-
að“ að kenna, að þar stóð ekki
steinn yfir steini.
Átti jeg því láni að fagna að
vera á þessum fundum og heyra
boðskap Krishnamurtis af hans
eigin vörum, milliliðalaust. Kom
Krishnamurti mjer þar fyrir sjónir
sem bardagamaðurinn, sem sagt
hefir öllu fánýti strið á hendur
og engu eirir, sem e'kki stendur
föstum rótum í veruleikanum, sem
býr að baki skyuheimi vorum.
„Bjóðið efanum heim“, var boð-
orð hans. „Hann er sem dýrmætt
smyrsl; það grær undan honum,
þó að svíði um stimd. Með því að
bjóða efanum heim, og hætta að
hugsa um það, sem þjer hafið þeg-
ar náð skiLningi á, en auðga stöð-
ugt hæfileika yðar og skilning,
með sífeldri baráttu — með því
einu móti finnið þjer sannleik-
ann.“
Engu skyldi neinn trúa öðru en
því, sem fær staðist eldraun efa-
semdanna. Efinn er upphaf visk-
unnar. Þá fyrst getur persónuleg-
ur, andlegur vöxtur byrjað, er
maðurinn hefir afklæðst öllum að-
fengnum skoðunum. Það eitt á til-
verurjett, sem eftir vetður, þeg-
ar miskunarlausri gagnrýni hefir
verið beitt á andleg „verðmæti"
mannsins; það eitt er eiginleg eign
hans, pe'rsónuleg reynsla, og á því
einu má hann byggja. „Látið skiln-
inginn vera yður lögmál“, sagði
hann. „Ánægja an skilnings er
sem stöðupollur, þakinn slýi, sem
endurspeglar ekki heiðan himin-
inn.‘ ‘
Það, sem skilningurinn getur eigi
aðhylst, er manninum fánýti og til
trafala í andlegri framsókn. Stend-
ur á sama hvaða nafn það ber,
hvort það heitir játning, kirkja,
trúarbrögð, heimspekikerfi eða
kenning. Enginn fær lært lexíu
fyrir annan og enginn vaxið fyrir
bróður sinn. Sjerhver maður verð-
ur sjálfur að leita og læra og vaxa,
honum er það að engu gagni að
elta aðra í andlegum efnum; eng-
inn annar en hann sjálfur getur
fundið fyrir hann sannleikann,
veruleikann. Og sá, sem vill ná
fjallstindinum má eigi nema stað-
ar við vörðuna; hann verður að
halda áfram; varðan er leiðarvísir
en hvorki höfn nje sannleikurinn.
Krishnamurti dregur eigi dul á
þá skoðun sína, að trúarbrögð sje
ónauðsynleg andlegum vexti. „Þjer
þurfið engin trúarbrögð til að lifa
göfugu lífi,“ segir hann. Trúar-
brögðin etu haft á þroska manna,
stirnuð form; kerfi, sem týnt hafa
lífinu. *
Engum, sem stefnir til þroska,
er nauðsynlegt að vera í neinum
trúflokki; „alt slíkt bindur“, segir
Krishnamurti, „og heldur yðuv
föstum við sjerstaka tilbeiðslusiði
og sjerstaka trú. Ef þjer þráið
fre'lsið, þá munuð þjer berjast
gegn hverskonar kennivaldi, eins
og jeg hefi gert, því að kennivalds-
dýrkun er andstæða andlegs lífs.“
Mikið djúp hefir smám saman
skapast milli Krishnamurti annars
vegar og Guðspekifjelagsins og
Stjörnufje'lagsins hins vegar. Hið
síðarnefnda, sem átti að verða brú
milli hans og mannkynsins se'm
heildar, var í raun og veru orðið
að fjötri og hindrun fyrir kenn-
ingu hans. Það var stirðnuð klíka,
sem tafði starfsemi Krisnamurti.
Síðastliðið sumar steig hann til
fulls það spor, sem hann boðaði
árið áður og auðsætt var, að hann
mundi stíga, áður langt um liði.
Sleit hann þá Stjömufjelaginu að
fullu og hefír eíðan starfað á eigin
hönd, engum háður nema sínum
innra manni.
„I 18 ár hafið þjer nú verið að
undirbúa komu mannkynsfræðara1 ‘,
sagði Krishnamurti í fjelagsslita-
ræðu sinni. „í 18 ár hafið þýer
bundist fjelagsstarfsemi, af því að
þjer hafið vænst einhvers, sem
fylti hugi yðar og hjörtu nýjum
unaði, ummyndaði alt líf yðar og
gæfi yður nýjan skilning. Þjer
hafið vænst einhvers, sem gæti
hafið yður á hærra lífssvið, gæfi
yður nýtt hugrekki og leysti af
yður fjötrana — og sjáið svo,
hvað hefir gerst. Prófið nú sjálfa
yður vandlega, og komist að nið-
urstöðu um það, að hverju leyti
þessi trú yðar hefir brevtt yður
— að öðru leyti en því, að þjer
hafið borið fjelagsmerki, sem í
raun og veru er bæði hversdags-
legt og heimskulegt að gera. Hefir
þessi trú yðar sópað öllu fánýti
lífsins úr hjörtum yðar? Þetta er
eini mælikvarðinn: Eruð þjer
frjálsari og meiri meún en áður,
hættulegri hverju því samfjelagi,
sem er grundvallað á falsi og fá-
nýti? Að hverju leyti eru Stjörnu-
Valhöll.
Þær stúlkur sem eru ráðnar hjá mjer á Þingvöll, mæti
þriðjudag 24. þ. m. kl. 4 á bifreiðastöð Steindórs.
Theodor Jónsson.
Uuglingaffit
blá og mislit, ávalt í stærstu úrvali hjá okkur.
Sporlfot ■■ Sportblúsur -- Sportbuxur
allar nýjar tegundir.
Byk- og Begnfrakkar.
Verð kr. 48,00, 56,00, 76,00, 98,00, 115,00, allar
stærðir nýkomnar aftur.
Drengjaffit.
Sport- og Matrósaföt í öllum stærðum, ávalt
ódýrast hjá okkur.
Sportsokkar. Húfur. Hattar. Bindi. Manchett-
skyrtur. Sportskyrtur. Flibbar. Nærföt, best og
ódýrast hjá okkur.
Ferðatfisknr
mjög ódýrar í öllum stærðum.
Brauns-Verslun.
N t B Ó K :
Ríkarður lónsson: Myndir.
Þetta er ein allra veglegasta bók hátíðarársins, fullar
200 myndir af verkum þessa þjóðlega og vinsæla lista-
manns.
Fæst hjá bóksölum og víðar.
Aðalfondnr
verður haldinn í skipstjóra og stýrimannafjelaginu Haf-
steinn, mánudaginn 23. þ. m. kl. 2 ,e. h. í Varðarhúsinu.
Stjfirnln.
Elnkahifreiðar
sem ætla að vera í akstri hjá Ökuskrifstofunni um Alþing-
ishátíðina gefi sig fram í dag sunnudag kl. 5 í skrifstof-
unni í Mjólkurfjelagshúsinu.
Bkushrifstoian.